Ekki láta vogunarsjóðina niðurlægja þing og þjóð

Auglýsing

Bökkum aðeins. Við erum stödd á árinu 2008, í nóv­em­ber. Víg­línan í end­ur­reisn­inni hefur verið dregin með neyð­ar­lög­um, sem eru ein­stök í heims­sög­unni, og fjár­magns­höft­um. Nýir bankar hafa verið búnir til á grunni neyð­ar­lag­anna. 

Ný staða, nýtt banka­kerfi

Þegar öllu var á botn­inn hvolft, með hvelli, þá þorði eng­inn að láta hinn frjálsa markað leita bestu lausn­ar­innar út úr vand­anum sem Ísland var í. Það hefði gert næstum öll fyr­ir­tæki á Íslandi gjald­þrota og heim­ili lík­a. 

Rík­is­vald - af miklum þunga meira að segja með aft­ur­virkum inn­gripum á fjár­mála­markað þar sem kröfu­röð var snúið við - var það sem bjarg­aði og skap­aði víg­stöðu til efna­hags­legrar upp­bygg­ing­ar. 

Auglýsing

Það var kannski tákn­rænt fyrir stöð­una, að sá flokkur sem á telj­ast til hægri í stjórn­mál­unum á Íslandi, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, hafði for­ystu um setn­ingu neyð­ar­lag­anna, í hinum full­komna stormi. 

Þetta var á vissan hátt hug­mynda­fræði­legt gjald­þrot þeirra sem sjá hina svart­hvítu mynd frelsis ann­ars vegar og rík­is­af­skipta hins veg­ar. Hún er fölsk og ekki í takt við veru­leik­ann.

Það merki­lega við þessar vel heppn­uðu aðgerðir er að nú, átta og hálfu ári síð­ar, er enn í gangi atburða­rás þar sem ríkið er að ná vopnum sínum og kröfu­hafar föllnu bank­anna - með vog­un­ar­sjóði af Wall Street í aðal­hlut­verkum - fylgj­ast með hverju skrefi og vilja fá ávinn­ing í sínar hend­ur. Þrátt fyrir stöð­ug­leika­fram­lög frá kröfu­höfum til rík­is­ins þá er þessi staða enn uppi.

Staðan er þannig að ríkið á 98,2 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, Íslands­banka að öllu leyti og 13 pró­sent hlut í Arion banka. 

Hvað er að ger­ast hjá Arion banka?

Nú ber­ast af því fréttir að vog­un­ar­sjóðir vilji kaupa um fjórð­ung í Arion banka, í við­skiptum þar sem 40 til 50 pró­sent hlutur í bank­anum verður seld­ur. Til að þetta gangi upp þurfa helst íslenskir líf­eyr­is­sjóðir að kaupa hluti líka.



Greini­legt er að Kaup­þing, sem á 87 pró­sent í bank­an­um, liggur á að fram­kvæma þessi við­skipt­i. 

Starfs­fólks Kaup­þings fær millj­arða í bón­us­greiðslur ef það tekst að selja hlut­ina til einka­að­ila á næst­unni, á ákveðnu verð­bili, en stefnt hefur verið að því að selja Arion banka að fullu fyrir árs­lok.

Í ljósi sög­unnar - þegar fjár­glæfra­menn, sem sumir hverjir hafa nú hafa hlotið dóma fyrir for­dóma­lausa efna­hags­brota glæpi, eign­uð­ust stóran hlut í íslenska banka­kerf­inu - þá ættu nú að kvikna við­vör­un­ar­ljós hjá ein­hverjum á Alþingi. Lítið hefur hins vegar sést til þeirra. 

Í fyrsta lagi hefur ekk­ert komið fram opin­ber­lega um það hverjir standa að baki vog­un­ar­sjóð­unum sem hafa áhuga að verða beinir eig­endur að Arion banka. 

Fjár­mála­eft­ir­litið hefur ekki birt neinar upp­lýs­ingar um það, og ekki lagt fram rök­stutt mat á því hvort aðil­arnir - sem raun­veru­lega eiga vog­un­ar­sjóð­ina - séu trausts­ins verð­ir. Það er ekki nóg að segja að sjóð­irnir geti mögu­lega talist hæfir, og það er heldur ekk­ert einka­mál eft­ir­lits­ins. 

Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála­ráð­herra hefur heldur ekki tjáð sig um þetta og virð­ist ekki vita nákvæm­lega hvaða fólk er að baki sjóð­un­um. 

Skiptir þetta máli? Já, þetta skiptir mjög miklu máli fyrir almenn­ing, sem fjár­magnar íslenska banka­kerf­ið, á þessum ein­angr­aða örmark­aði þar sem er ekki virk alþjóð­leg sam­keppni. Þetta er mik­il­vægt mál sem verður að upp­lýsa um.

Þá liggur líka fyrir - og er vafa­lítið óum­deilt, einmitt í ljósi sög­unnar - að það er rík­is­á­byrgð á starf­semi banka á Íslandi, alveg óháð eign­ar­hald­inu. Ef stjórn­end­urnir gera stór mis­tök sem leiða til áfalla þá mun banki bank­anna, Seðla­banki Íslands, og rík­is­sjóð­ur, koma að borð­inu. Efast ein­hver um þetta? Það get ég ekki ímyndað mér. 

Ísland greip til sér­ís­lenskra aðgerða í hrun­inu, bless­un­ar­lega. Enda eru aðstæður hér sér­ís­lensk­ar. Aðeins 193 þús­und manna vinnu­mark­aður með eigin mynt og pen­inga­prent­un­ar­vald. Fjár­mála­kerfið er ekk­ert í útlönd­um, nema í gegnum tak­mörkuð lán, og getur ekki sinnt stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins til jafns við alþjóð­lega banka þegar kemur að lán­um. 

Erlendir bankar eru með alla stærstu bit­ana á mark­aðn­um. Orku­fyr­ir­tæk­in, stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin að stórum hluta og einnig alþjóð­legu fyr­ir­tæk­in, Mar­el, Össur og flug­fé­lögin að nokkru leyti.

Það er þannig, að ef stjórn­völd vilja, þá geta þau tryggt almanna­hags­muni miklu betur en nú er gert, með því að eign­ast Arion banka að fullu. Eign­ast allt kerf­ið, og klára þannig aðgerð­ina sem hófst á grunni neyð­ar­lag­anna.

Stutt er síðan Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og nú for­sæt­is­ráð­herra, lagð­ist gegn því í orði að líf­eyr­is­sjóð­irnir yrðu eig­endur bank­anna, ekki síst vegna mik­illa umsvifa þeirra á mark­aði á Ísland­i. 

En eru þeir verri eig­endur en vog­un­ar­sjóð­irnir á Wall Street, sem eru að grunni til skamm­tíma­tæki­fær­is­sjóð­ir? 

Ef ríkið gerir þetta - það er að eign­ast Arion banka að fullu líka - þá er komin upp ein­stök staða til að móta banka­kerfi sem þjónar almenn­ingi best, og verð­mæti hafa líka verið tryggð bet­ur, enda er tug­millj­arða hagn­aður af kerf­inu, sem starfar í haftaum­hverf­inu hér á landi.



Til dæmis mætti klára nauð­syn­lega rök­ræðu á vett­vangi Alþingis um aðskilnað við­skipta­banka- og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, og hvernig megi tak­marka rík­is­á­byrgð á banka­starf­semi, óháð eign­ar­hald­i. 



Þessi miss­erin er ríkið til dæmis með tugi starfs­manna í vinnu við að miðla verð­bréfa­við­skipt­um, stýra sjóðum og sinna marg­vís­legri starf­semi, sem einka­fyr­ir­tæki eru að sinna vel, og aug­ljós­lega þarfn­ast þess ekki að vera undir sama hatti og við­skipta­banka­starf­sem­in.

Varla er það sér­stakt áhuga­mál stjórn­mála­manna að það sé hægt að einka­væða gróð­ann en þjóð­nýta tap­ið. Það er engan veg­inn hægt að átta sig á því hvernig landið liggur póli­tískt, þegar þessi mál eru ann­ars veg­ar, og hag­fræð­ingar hafa á þessu ýmsar skoð­anir sem eru mis­mun­andi.

Það virð­ist blasa við að Kaup­þing, og helstu eig­endur þar og starfs­menn, séu að reyna að þvinga söl­una á Arion banka í gegn til að gæta að eig­in­hags­mun­um.  

Stjórn­völd geta hins vegar hugað enn betur að verð­mæt­unum í banka­kerf­inu með því að stjórna ferð­inni alveg, láta ekki undan þrýst­ingi vog­un­ar­sjóð­ina eða ann­arra, heldur þvert á móti draga frá öll tjöld og flýta sér hægt. Klára heima­vinn­una.

Við vitum öll að litla ein­angr­aða íslenska banka­kerfið er mik­il­vægt í sam­fé­lag­inu. Við vitum að óæski­legur eig­endur og lélegir reynslu­litir stjórn­endur geta valdið gríð­ar­legu tjóni ef ekki er vandað til verka. 

Stutt inn­skot: Nýlega las ég meira en 100 blað­síðna dóm í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings, þar sem níu fyrr­ver­andi starfs­menn Kaup­þings voru dæmdir fyrir lög­brot, sum mjög alvar­leg og önnur létt­væg­ari.

Í dómnum kom eitt atriði fram sem mér fannst stór­merki­legt. Að það hefði ólög­lega hefði verið staðið að við­skiptum með eigin bréf Kaup­þings frá árinu 2005, mörgum árum fyrir hrunið og áður en atriðin sem voru til umfjöll­un­ar, áttu sér stað. Þetta fór allt fram­hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, eins ótrú­lega og það hljóm­ar. Það mat hlut­ina rang­lega og leyfði vanda­málum að magn­ast upp. Leið­sögnin var röng og bein­línis ýtti undir vanda­mál í banka­kerf­inu, eins og sést í þessu máli.

Hver veit nema að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi ekk­ert lært af þessum glóru­lausu mis­tökum og sé ekki búið að full greina vog­un­ar­sjóð­ina og hvort þar reyn­ist æski­legir eig­endur íslenska banka­kerf­is­ins til fram­tíðar litið eða ekki. 

Eðli­legt aðhald

Á meðan ekk­ert er komið fram opin­ber­lega, þá eru þetta eðli­legar og sann­gjarnar spurn­ing­ar. Það er lág­mark að stjórn­mála­menn finni fyrir aðhaldi þegar mál sem þessi eru ann­ars veg­ar.

Rík­is­stjórn sem hangir saman á einum manni, með minni­hluta atkvæða á bak við sig, getur varla haldið að hún geti leyft eig­enda­breyt­ing­unni á Arion banka að eiga sér stað svo til alveg án póli­tískrar umræðu. Og þó. Maður veit aldrei þegar stjórn­mála­menn eru ann­ars veg­ar. 

Þó Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála­ráð­herra, hafi svarað því til að það sé óþarfi að flýta sér við sölu á hlutum í bönk­un­um, þá virð­ist sem það sé hér um bil búið ákveða að selja hluti í Arion banka, á meðan þing­menn ræða um bjór og vín, létt og sterkt. 

Það væri tákn­rænt í ljósi sög­unn­ar, en um leið bæði alvar­legt og sorg­legt. Eign­ar­haldið á end­ur­reistu banka­kerfi sem almenn­ingur fjár­magnar skiptir miklu máli fyrir almenn­ing og stjórn­völd hafa það í hendi sér hvernig það eigi að vera til fram­tíðar lit­ið. 



Það á ekki að láta vog­un­ar­sjóði nið­ur­lægja Alþingi og almenn­ing, eða leyfa ein­hverjum ein­stak­lingum sem hafa mikla fjár­hags­lega hags­muni af því að keyra málin áfram, að stjórna ferð­inn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None