Hin tæra sköpun

Tæknirisar heimsins gera sér vel grein fyrir mikilvægi lista og hinar tæru sköpunar, þegar kemur að áskorunum framtíðarinnar. Þar beinast spjótin ekki síst að mikilvægu háskólastarfi.

Auglýsing

Ég hef á und­an­förnum mán­uðum verið að lesa mig til um það sem er að ger­ast hjá fyr­ir­tæk­inu Amazon. Það er með höf­uð­stöðvar hér á Seattle svæð­inu og fer vöxtur þess ekki fram­hjá neinum sem hingað kem­ur. Hann hefur verið með ólík­indum og verður enn meiri næstu þrjú árin. Í des­em­ber í fyrra til­kynnti fyr­ir­tækið að það myndi ráða 100 þús­und nýja starfs­menn á næstu 18 mán­uð­um, vítt og breitt um Banda­rík­in. 

Bara aðra leið­ina

Jeff Bezos, for­stjóri og stofn­andi, til­kynnti um þetta dag­inn eftir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sendi frá sér til­kynn­ingu um að 700 störf yrðu eftir í bíla­verk­smiðju í Michigan í stað þess að fara til Mexík­ó. 

Bezos hefur lengi deilt við Trump og bauð honum meðal ann­ars far - aðra leið - með geimsku­tlu fyr­ir­tæk­is­ins hans, Blue Orig­in. Hann trúir á alþjóða­væddan opinn heim og hafnar þjóð­ern­is­skot­inni efna­hags­stefnu Trumps (Amer­ican Fir­st). 

Auglýsing

Gríð­ar­legur vöxtur

Amazon er nú í því ferli að vaxa leift­ur­hratt í Banda­ríkj­un­um, en á sama tíma að færa út kví­arnar um allan heim og skipu­leggja starf­semi sína í Evr­ópu og Asíu bet­ur. 

Mark­aðsvirðið er nú komið yfir 458 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 55 þús­und millj­örðum króna, og er fyr­ir­tækið með hærri verð­miða en fimmtán helstu keppi­nautar þess á smá­sölu­mark­aði sam­an­a­lagt.

Þó Amazon sé í hugum margra fyrst og síð­ast net­versl­un, þá er eitt atriði sér­stak­lega áhuga­vert í þeirra fram­þró­un. Það er notkun á því gríð­ar­lega mikla magni gagna sem fyr­ir­tækið safnar saman frá not­endum sínum og greinir alveg í kjöl­inn. Þau eru svo notuð til að fram­þróa starfs­menn­ina, renna stoðum undir gervi­greind­ar­þróun og þess hátt­ar. 

Mik­il­vægi sköp­unar

Eitt af því sem Bezos hefur talað mikið um, er að framundan séu miklar og hraðar breyt­ingar á störf­um. Gervi­greind, þar sem úrvinnsla úr miklu magni gagna er í brennid­epli, sé að breyt miklu, og það verði krefj­andi fyrir fyr­ir­tæki að bregðst við hröðum breyt­ing­um. 

Þetta fer að verða gam­all frasi að segja, en góð vísa er aldrei of oft kveð­in.

En á sama tíma segir hann, að mitt í öllum þess­ari ævin­týra­legu gagna­úr­vinnslu, þá verði sköp­unin enn dýr­mæt­ari. Tær sköp­un­ar­kraftur sem erfitt eða ómögu­legt sé að fanga með gagna­úr­vinnslu sé eitt af því sem mikil eft­ir­spurn verði eftir í fram­tíð­inn­i. 

Í árlegu bréfi sínu til hlut­hafa segir hann meðal ann­ars, þar sem fjallað er um reynslu neyt­enda af nýjum vörum og þjón­ustu. „Góð upp­lifun not­enda byggir á til­finn­ingu, inn­sæi, for­vitni, hug­rekki, bragði. Engu af þessu er hægt að ná fram með könnun meðal not­enda (sur­veys).“

Hann segir síðan að sá sem ætli sér að ná árangri geti ekki reitt sig um of á kann­anir og gögn sem koma fram úr þeim, eða próf­unum á hinum ýmsu vör­um. Sá sem ætli sér að ná árangri verði að skilja mik­il­vægi þess­arar skap­andi upp­lif­un­ar, og hvernig hún kemur fram. Átta sig á mann­legu eðli, ekki síður en gögn­un­um.

Kraft­ur­inn sjálfur

Mitt í gagna- og tækni­storm­inum leyn­ist nefni­lega ljós sem mik­il­vægt er að gefa gaum. Það er sköp­un­ar­kraft­ur­inn sjálf­ur.

Margir halda því fram að lista­menn (hönn­uð­ir, rit­höf­und­ar, mynd­lista­fólk, kvik­mynd­ar­gerð­ar­fólk) muni á næstu árum og ára­tugum verða verð­mætir starfs­kraftar af þessum sök­um, og muni ekki aðeins auðga mann­lífið með list­inni, heldur koma enn meira að vöru­þróun og upp­lif­un­ar­mótun inn í fyr­ir­tækjum en verið hef­ur. Það verði enn mik­il­væg­ara en áður, að finna þetta lyk­il­at­riði sem býr til árang­urs­mikið starf, þegar aðgang­ur­inn að upp­lýs­ingum og per­sónu­legum gögnum verður orð­inn enn meiri.

Mik­il­vægi góðra mennta­stofn­anna

Þetta sam­spil tækni og sköp­unar er eitt af því sem gerir mennta­stofn­an­ir, og mann­lífs­suðu­pott­ana innan þeirra, að sífellt mik­il­væg­ari vett­vangi fyrir nýsköp­un. Þar sem þekk­ingu raun­vís­ind­anna slepp­ir, tekur önnur við, og öfugt. Það sést vel á mati þeirra sem aðgang hafa að mörgu hæfi­leik­a­rík­asta fólki tækni­heims­ins, eins og til­fellið er með Jeff Bezos, að þeir gera sér vel grein fyrir mik­il­vægi þess­arar fjöl­breytni þegar áskor­anir fram­tíð­ar­innar eru ann­ars veg­ar.

Meðal ann­ars af þessum sök­um, sem hér eru nefnd, verður að huga vel að því að okkar helstu rann­sókn­ar- og mennta­stofn­anir séu nægi­lega vel fjár­magn­aðar til að geta skapað efni­við­inn sem þarf fyrir síbreyti­legan heim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari