Auglýsing

Á þriðju­dag birti Sig­ríður Á. And­er­sen til­lögu sína yfir þá 15 umsækj­endur sem hún vildi skipa í Lands­rétt. Um er að ræða umfangs­mestu skipun dóm­ara í Íslands­sög­unni, og afar mik­il­vægt að hún yrði óum­deild og nyti trausts.

Listi Sig­ríðar var frá­brugð­inn þeim lista sem dóm­nefnd um hæfi umsækj­enda hafði lagt fram tæpum tveimur vikum áður. Fjórir af þeim 15 sem dóm­nefndin hafði mælt með voru ekki lengur til­nefndir og fjórir aðrir komnir í þeirra stað. Kynja­hlut­föll höfðu verið löguð umtals­vert. Í stað tíu karla og fimm kvenna vildi ráð­herr­ann skipa átta karla og sjö kon­ur. Kynja­sjón­ar­mið réðu þó ekki för við breyt­ing­una að sögn ráð­herra. Þau eru ekki hluti af rök­stuðn­ingi hennar fyrir breyttri röð­un, heldur ein­ungis dóm­ara­reynsla, sem Sig­ríður taldi að gera ætti hærra undir höfði við val á dóm­ur­um.

Strax var eftir því tekið að einn þeirra umsækj­enda sem var nýr á lista Sig­ríðar var eig­in­kona Brynjars Níels­son­ar, sam­flokks­manns hennar og for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Innan rétt­ar­kerf­is­ins voru þó ansi margir við­mæl­endur Kjarn­ans sam­mála um að fyrir skipan hennar gætu legið mál­efna­legar ástæð­ur. Hún væri afar fær og virtur dóm­ari. En aug­ljós­lega myndu vakna upp spurn­ingar um hags­muna­á­rekstra.

Hæfir missa hæfi sitt

Málið tók hins vegar aðra stefnu á þriðju­dags­kvöld þegar Kjarn­inn birti lista dóm­nefndar um hæfi 33 umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara í Lands­rétt. Þar var umsækj­endum raðað í röð eftir hæfi, að mati dóm­nefnd­ar. Í ljós kom að þeir sem dóm­nefnd hafði sett í sjö­unda, ell­efta, tólfta og fjórt­ánda sæti yfir hæf­ustu umsækj­endur voru ekki á lista dóms­mála­ráð­herra. Í þeirra stað voru komnir umsækj­endur sem dóm­nefnd hafði sett í sæti 17, 18, 23 og 30.

Líkt og áður sagði þá rök­studdi Sig­ríður Á. And­er­sen breytta röðun sína með því að hún vildi gefa dóm­ara­reynslu meira vægi. Sá rök­stuðn­ingur rímar í engu við þá nið­ur­stöðu sem hún kemst að.

Sam­kvæmt list­anum sem Kjarn­inn birti á þriðju­dag var Eiríkur Jóns­son, pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands, í sjö­unda sæti á lista dóm­nefnd­ar. Eiríkur var vara­þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í tvo mán­uði á árinu 2006. Hann er hins vegar ekki á list­anum sem Alþingi sam­þykkti. Í 117 blað­síðna ítar­legri umsögn dóm­nefndar um umsækj­endur (rök­stuðn­ingur dóms­mála­ráð­herra fyrir breyt­ingum sínum er fjórar blað­síð­ur) er reynsla umsækj­enda af dóms­störfum meðal ann­ars borin sam­an. Þar kemur í ljós að þrír umsækj­endur sem lentu neðar en Eiríkur í heild­ar­hæfn­is­mati dóm­nefndar voru með minni dóm­ara­reynslu en hann, en röt­uðu samt sem áður inn á lista Sig­ríðar yfir þá sem hún vill skipa í dóm­ara­sætin 15. Það var því eitt­hvað annað sem réð því að Sig­ríður vildi ekki skipa Eirík sem dóm­ara vil Lands­rétt.

Auglýsing

Jón Hösk­ulds­son, sem dóm­nefndin setti í 11. sæti, hlaut heldur ekki náð fyrir augum Sig­ríð­ar. Jón er þaul­reyndur dóm­ari og hefði átt að fær­ast upp list­ann frekar en niður hann ef slík reynsla væri metin umfram aðra. Það gerði hann ekki, heldur fauk út af hon­um. Í hans stað ákvað Sig­ríður m.a. að skipa Ásmund Helga­son, sem hafði verið settur í 17. sæti af dóm­nefnd. Í umsögn Jóns til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar kemur fram að hann og Ásmundur hafi verið skip­aðir hér­aðs­dóm­arar sama dag, 15. maí 2010. Ásmundur þótti þó hafa eilítið meiri reynslu vegna þess að hann hefur auk þess setið í félags­dómi og verið ad hoc-­dóm­ari í Hæsta­rétti í einu máli.

Þá er ótalið að Ólafur Ólafs­son, sem dóm­nefnd mat einn þeirra fjög­urra sem hafi næst mesta dóm­ara­reynslu, hlaut ekki náð fyrir augum Sig­ríðar þrátt fyrir að hafa lent í 27. sæti á upp­haf­legum lista dóm­nefnd­ar, eða þremur sætum ofar en Jón Finn­björns­son, sem Sig­ríður ákvað að til­nefna. Jón er giftur eig­anda á lög­fræði­stof­unni LEX, þar sem dóms­mála­ráð­herra starf­aði um margra ára skeið áður en hún sett­ist á þing.

Það sem á erindi við almenn­ing

Þarna eru þrjú dæmi sem ganga ekki upp. Og aug­ljóst að rök dóms­mála­ráð­herra fyrir breyttri röðun voru brost­in. Dóm­ara­reynsla hafði ekki ráðið för. Heldur eitt­hvað ann­að. Hvað það er verður ekki full­yrt um.

Fyrstu við­brögð voru þau að það þótti miður að list­inn hafi lekið út. Sitj­andi for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, Njáll Trausti Frið­berts­son, tók það skýrt fram í fjöl­miðlum að almenn­ingur hafi aldrei átt að fá að sjá list­ann, sem sýndi þó svart á hvítu að önnur sjón­ar­mið en þau sem ráð­herr­ann hefur gefið upp réðu til­nefn­ingu henn­ar. Þessi von­brigði gagn­vart umræddum leka hafa síðan verið end­ur­tekin af stjórn­ar­lið­um, meðal ann­ars Við­reisn­ar­mann­inum Pawel Bar­toszek í ræðupúlti Alþingis og Óttarri Proppé, for­manni Bjartrar fram­tíð­ar. Í grunn­stefnu Við­reisnar segir t.d.: „Op­in, upp­­lýst og mál­efna­­leg umræða er nauð­­syn­­leg til að unnt sé að taka réttar ákvarð­an­­ir. Greiður aðgangur að upp­­lýs­ingum er for­­senda þekk­ing­­ar. Upp­­lýs­inga­­skyldu opin­berra aðila gagn­vart almenn­ingi ber að efla.“ Í stefnu Bjartrar fram­­tíðar seg­ir: „Tölum sam­an, segjum satt. [...]­­Upp­­lýs­ingar eru gull. Björt fram­­tíð þorir að leiða hin stærstu og erf­ið­­ustu deilu­­mál til lykta með gögn­um, rann­­sókn­um, opnu sam­tali og lýð­ræð­is­­legum aðferð­u­m.“ Þessi afstaða þing­manna og ráð­herra flokk­anna er í full­kominni and­stöðu við stefnu þeirra. 

Það skal tekið fram að Kjarn­inn mun alltaf birta gögn sem hann telur að eigi erindi við almenn­ing. Þessi gögn áttu það svo sann­ar­lega, enda vörp­uðu þau öðru og skýr­ara ljósi á athæfi dóms­mála­ráð­herra en rík­is­stjórnin vildi. Ef gögn þola ekki að vera gerð opin­ber þá er það vegna þess að ein­hver hefur eitt­hvað að fela sem hann vill ekki að aðrir viti. Trún­aður við les­end­ur, vinnu­veit­endur þing­manna og ráð­herra, verður alltaf í fyrsta sæti hjá Kjarn­an­um, algjör­lega óháð þeim óþæg­indum sem Njáll Trausti, Pawel og Ótt­arr finna til út af þeim.

Virtur hæsta­rétt­ar­lög­maður „í áfalli“

Aðrir höfðu þó meiri áhyggjur af efn­is­at­riðum máls­ins. Þeirra á meðal er Jóhannes Karl Sveins­son, hæsta­rétt­ar­lög­maður með 24 ára starfs­reynslu sem hefur verið treyst fyrir mörgum af við­kvæm­ustu og flókn­ustu verk­efnum íslenska rík­is­ins á eft­ir­hrunsár­un­um. Í umsögn hans seg­ist hann hafa verið í áfalli þegar hann las rök­stuðn­ing dóms­mála­ráð­herra. Þau upp­fylli engar lág­marks­kröfur stjórn­sýslu um rök­stuðn­ing og stand­ist auk þess „enga efn­is­lega skoð­un“. 

Jóhannes Karl segir í umsögn­inni að það sé „al­þekkt að sumir ráða ekki við freist­ing­una að skipa vini sína, skoð­ana­bræður og systur eða jafn­vel ætt­ingja í emb­ætti. Þeir ganga fram­hjá þeim sem þeir telja með óheil­brigðar skoð­anir á þjóð­málum eða þeir telja sig eiga eftir að jafna ein­hverjar sakir við. Síð­ustu 10 árin hefur rétt­ar­kerfið glímt við afleið­ingar af skip­unum af þessum toga í emb­ætti dóm­ara. Van­traust og tor­tryggni gripu um sig eftir skip­anir í lok árs 2007 með dap­ur­legum afleið­ingum fyrir alla sem í hlut átt­u[...]Þegar svona for­kast­an­leg vinnu­brögð sjást þá leita menn ann­arra skýr­inga. Lét dóm­ari stjórn­mála­skoð­anir (for­tíð­ar) ráða þegar til­teknir umsækj­endur voru látnir gossa út af dóm­nefnd­ar­list­an­um? Urðu vina- og póli­tísk tengsl til þess að aðrir voru teknir inn í þeirra stað o.s.frv. Svona hugs­anir vill maður ekki þurfa að hlusta á í eigin höfði en það er því miður óhjá­kvæmi­legt. Alþingi er skylt að taka málið til gaum­gæfi­legrar skoð­unar og má ekki taka að sér hlut­verk stimp­ilpúða fyrir fram­kvæmda­valdið í þetta sinn. Það er allt of mikið í húfi!“

Val um að stöðva ekki vald­níðslu

Nú liggur fyrir að rík­is­stjórnin hefur horft fram­hjá þessu öllu. Pawel Bar­toszek, full­trúi Við­reisnar í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í mál­inu, bar fyrir sig að hann vildi ekki vald til að krukka í breyttri röðun dóm­ara og því væri það tækni­legt atriði að styðja við ákvörðun ráð­herr­ans um hverjir ættu að sitja í Lands­rétti. Ótt­arr Proppé sagð­ist vera ánægður með rök­stuðn­ing ráð­herra. Og sagði, líkt og Pawel, að það væri ekki hlut­verk Alþingis að hafa skoðun á lista ráð­herr­ans. Það væri á ráð­herr­ans ábyrgð. Þeir viku sér þannig hjá því að taka efn­is­lega afstöðu til þess sem við blasir: dóms­mála­ráð­herra tók ákvörðun um breyt­ingu á skipan dóm­ara með rök­stuðn­ingi sem sýnt hefur verið fram á að gengur ekki upp. Með öðrum orðum þá er hér um að ræða fúsk. Mis­beit­ingu valds. Og það er nákvæm­lega vegna slíkra aðstæðna sem leik­regl­urnar gera ráð fyrir að Alþingi geti stöðvað svona ömur­lega vald­níðslu. Að vera örygg­is­vent­ill gegn henni. En Pawel, Ótt­arr og sam­flokks­menn þeirra hafa vikið sér undan þeirri ábyrgð. Með tækni­legum hætti.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn má þó eiga það að hann er sjálfum sér sam­kvæm­ur. Hann er flokkur valds og í sam­tölum við áhrifa­fólk innan hans kemur fljótt í ljós að þar telja menn að skip­anir eigi að vera póli­tísk­ari. Það er ekk­ert verið að fela að í grunn­inn sé það sem flokk­ur­inn stendur fyrst og fremst fyrir eru lægri skattar og völd, meðal ann­ars til að geta raðað hverjum sem þeim þókn­ast á rík­is­jöt­una og/eða -spen­ann. Svo eru þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins búnir að full­komna þann leik að setja á fót heilagan vand­læt­ing­ar­leik­þátt gagn­vart þeim sem benda aug­ljósa vald­níðslu, líkt og að sá sem fram­kvæmdi hags­muna­á­rekstur og fúsk sé fórn­ar­lamb, ekki ger­andi.

Kynja­sjón­ar­mið ekki hluti af rök­stuðn­ingi ráð­herra

Rök­stuðn­ingur Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar fyrir því að styðja breytta röðun dóms­mála­ráð­herra er brjóst­um­kenn­an­leg­ur. Við blasti að þorri þing­manna flokk­anna sem ákváðu að taka afstöðu í mál­inu höfðu ekk­ert kynnt sér það. Eða töl­uðu gegn betri sann­fær­ingu. Erfitt er að sjá hvort sé verra.

Björt Ólafs­dóttir frá Bjartri fram­tíð fór til að mynda í ræðu­stól og furð­aði sig á því fokreið að minni­hlut­inn gæti ekki stutt breyt­ingu sem fæli í sér bætt kynja­hlut­föll. Hanna Katrín Frið­riks­son og Jóna Sól­veig Elín­ar­dóttir frá Við­reisn buðu upp á svip­aðan mál­flutn­ing. Sig­ríður Á. And­er­sen minn­ist hins vegar ekki einu orði á kynja­hlut­föll í sínum rök­stuðn­ingi. Þau höfðu ekk­ert með ger­ræð­is­lega ákvörðun hennar að gera. Það myndu þing­menn­irnir og ráð­herr­ann vita ef þeir hefðu lesið þriggja blað­síðna bréf dóms­mála­ráð­herra til Alþingis með rök­stuðn­ingi henn­ar. Það tekur um mín­útu að lesa það.

Og annar rök­stuðn­ingur hennar fyrir breyttri röðun gengur heldur ekki upp, líkt og rakið hefur verið hér að ofan. Það er því ótrú­leg þvæla að bjóða viti bornu fólki upp á að segj­ast ánægðir og sáttir með rök­stuðn­ing ráð­herra, og nota það sem skálka­skjól fyrir að hleypa þessu ömur­lega máli í gegn. 

Þarna áttu sér stað hefð­bundin póli­tísk hrossa­kaup. Stóri flokk­ur­inn sagði litlu flokk­unum að þeir yrðu að hleypa þessu máli í gegn. Og þeir kyngdu því.

Trú­verð­ug­leiki Lands­réttar og Alþingis beðið hnekki

Við­reisn keyrði sína kosn­inga­bar­áttu á sið­væð­ingu, gagn­sæi og breyttum vinnu­brögð­um. Á því að vera með almanna­hags­munum en gegn sér­hags­mun­um. Ótt­arr Proppé sagði við DV dag­inn fyrir kosn­ingar að Björt fram­tíð leggi „áherslu á vönduð vinnu­brögð, breitt sam­ráð og bar­áttu gegn fúski og sér­hags­muna­gæslu. Okkar hlut­verk er að hafa góð áhrif og auka sam­vinnu í íslensku sam­fé­lag­i.“ Með stuðn­ingi sínum við ákvörðun dóms­mála­ráð­herra þá hafa báðir flokkar opin­berað að þeir eru ekki það sem þeir sögð­ust vera. Þeir hafa „kyngt ælunni“ á sama hátt og Brynjar Níels­son kyngdi þegar hann sam­þykkti lög um jafn­launa­vott­un. Það gerði Brynjar „í þágu mik­il­vægra hags­muna“. Ælu­kyng­ingar Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar eru vegna þess að þeir flokkar hafa tekið sér­hags­muni Sjálf­stæð­is­flokks fram yfir almanna­hags­mun­ina sem fel­ast í því að til­bún­ingur nýs dóm­stigs hafi þann trú­verð­ug­leika sem þarf.

Flokk­arnir tveir hafa misst allan trú­verð­ug­leika. Þeir hafa opin­berað sig sem gam­al­dags valda­flokka með umbóta­grímu þar sem stól­arnir eru mik­il­væg­ari en prinsipp­in. Það er ástæða fyrir því að Við­reisn og Björt fram­tíð mæl­ast vart með lífs­marki í skoð­ana­könn­un­um. Vegna þess að orðum þeirra hafa ekki fylgt efnd­ir. Og nú hafa þeir mögu­lega veitt sér náð­ar­högg sem flokk­arnir munu ekki ná sér af. Þeir hafa tekið þátt í spill­ing­ar­at­hæfi sem gleym­ist aldrei, „í þágu mik­il­vægra hags­muna“.

Ástandið í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu minnir á ofbeld­is­fullt hjóna­band þar sem bældur maki – sem níðst hefur verið á – telur sig ekki hafa efni á skiln­aði. Of mikið sé und­ir. Þess í stað sættir hann sig við höggin og útskýrir svo ástæð­una fyrir mar­blett­unum fyrir þeim sem spyrja með lélegum fyr­ir­slætti. Hann gekk á hurð. Rann í sturt­unni. Rök­stuðn­ingur ofbeld­is­manns­ins var svo sann­fær­andi.

Það sem átti sér stað í gær er risa­mál. Það var sam­þykktur gjörn­ingur sem er ömur­legur og óheið­ar­leg­ur. Borð­leggj­andi er að rök­stuðn­ingur ráð­herr­ans gengur ekki upp heldur eru önnur sjón­ar­mið sem ráða ákvörðun henn­ar. Trú­verð­ug­leiki Lands­rétt­ar, dóms­kerf­is­ins og Alþingis hefur beðið hnekki. Skað­inn er skeð­ur. Og þann skaða eiga Við­reisn og Björt fram­tíð skuld­laust.

Til ham­ingju með það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari