Kolefnishlutleysi hlýtur að vera lokatakmark

Íslensk stjórnvöld óska eftir tillögum til aðgerða í loftslagsmálum. Birgir Þór Harðarson hefur sínar hugmyndir.

Auglýsing

Aðgerða­hópur stjórn­valda sem hefur það verk­efni að búa til nýja aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins óskaði eftir til­lögum frá almenn­ingi fyrir um tveimur vikum síð­an. Hægt er að senda inn til­lögur í gegnum vef aðgerða­hóps­ins co2.is.

Nú þegar hafa fleiri en 50 til­lögur borist og verið birtar á vefn­um. Þar er tæpt á hinum ýmsu þáttum er við koma lofts­lags­mál­um.

Hægt er að lesa til­lögur almenn­ings á vefnum co2.is eða með því að smella á hlekk­inn hér.

Lofts­lags­málin verði gerð hluti af dag­legri stjórn­sýslu

Margt hefur verið vel gert á Íslandi í tengslum við lofts­lags­mál jafn­vel þó árang­ur­inn láti ekki sjá sig. Fjallað hefur verið um það hér í Kjarn­anum hvernig útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda heldur áfram að aukast þrátt fyrir aðgerða­á­ætl­anir og lofts­lags­lög. Þá hefur Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að stjórn­völd verði að spýta í lóf­ana ef mark­mið Íslands í þessum mála­flokki eigi að nást. Björt Ólafs­dóttir umhverf­is­ráð­herra hefur sjálf sagt slæma stöðu hafa komið sér á óvart.

Í loka­rit­gerð sem ég skrif­aði við stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands á vor­dögum gerði ég til­raun til þess að greina stefnu­mótun íslenskra stjórn­mála í lofts­lags­mál­um. Nið­ur­staðan var sú að stefnu­mót­unin virð­ist alla tíð hafa verið drifin að miklu leyti af alþjóð­legum skuld­bind­ing­um. Ísland fellur í hóp mark­aðs­sinna um aðgerðir í lofts­lags­málum og hægt er að draga þá ályktun að stjórn­völd raði efna­hag þjóð­ar­innar fram fyrir lofts­lags­mál og sjálf­bærni. Stefna íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­málum er að mörgu leyti fylgi­fiskur efna­hags­stefn­unn­ar.

Aðgerðir í lofts­lags­málum þurfa hins vegar ekki að þýða dauða­dóm yfir íslenskum hag­vexti og efna­hags­fram­för­um.
Aðgerðir í lofts­lags­málum þurfa hins vegar ekki að þýða dauða­dóm yfir íslenskum hag­vexti og efna­hags­fram­för­um. Þvert á móti fel­ast gríð­ar­stór tæki­færi í skýru við­bragði við hlýnun jarð­ar, og ég leyfi mér að full­yrða að þau tæki­færi geta verið mun verð­mæt­ari og meira spenn­andi en fleiri álver og stór­iðju­fram­kvæmd­ir.

Ég trúi því að miklu sé hægt að ná fram með breyttu verk­lagi stjórn­valda, hvort sem það er á Alþingi eða í stjórn­ar­ráð­inu. Það var ánægju­legt að fylgj­ast með rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar ráð­ast í gerð nýrrar aðgerða­á­ætl­unar þar sem verk­efnum er skipt þvert á ráðu­neyti. Það stað­festir að í huga ráð­herra eru lofts­lags­málin viða­mik­ill og mik­il­vægur mála­flokk­ur. Á Alþingi þykja mér loft­lags­málin mega vera ofar í huga þing­manna í öllum mála­flokk­um, enda snerta lofts­lags­mál alla þætti sam­fé­lags­ins.

Hér að neðan má lesa hug­myndir und­ir­rit­aðs, Birgis Þórs Harð­ar­son­ar, blaða­manns Kjarn­ans, sem sendar hafa verið aðgerða­hópi stjórn­valda um lofts­lags­mál. Gengið er út frá því að mark­miðið með lofts­lags­á­ætlun íslenskra stjórn­valda sé aukin sjálf­bærni sam­fé­lags­ins, og á end­anum kolefn­is­hlut­leysi.

Auglýsing

Útblást­ursút­tekt með öllum laga­frum­vörpum

Jafn­vel þótt flestir þing­menn sem setið hafa á Alþingi und­an­farin kjör­tíma­bil hafi verið sam­mála um að hlýnun jarðar sé yfir­vof­andi vanda­mál sem verði að takast á við í nútím­anum til þess að afstýra sam­fé­lags­legum og fjár­hags­legum kostn­aði í fram­tíð­inni hefur ekki tek­ist að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda með beinum aðgerð­um. Ljóst er að skoðun og stefna stjórn­mála­manna í lofts­lags­málum verður að rista dýpra í sam­fé­lag­inu en hún hefur gert hingað til ef árangur á að nást.

Til þess að ná því fram mætti gera þá kröfu til allra laga­frum­varpa sem lögð eru fram á Alþingi að í grein­ar­gerð þeirra fylgi sér­stök útblást­ursút­tekt, þe. mat flutn­ings­manna á áhrifum nýrra laga á lofts­lag, útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og umhverfi.

Um leið mun lofts­lags­vit­und lög­gjafans aukast í hvaða mála­flokki sem er og ný mál verða metin út frá hlið lofts­lags­mála frá því að þau eru lögð fram.
Með þessu væru mál­efni lofts­lags­ins flutt undir öll svið sam­fé­lags­ins. Um leið mun lofts­lags­vit­und lög­gjafans aukast í hvaða mála­flokki sem er og ný mál verða metin út frá hlið lofts­lags­mála frá því að þau eru lögð fram. Þessu fylgir jafn­framt að umræða um lofts­lags­málin mun fara fram í þing­sal óháð hvaða þætti sam­fé­lags­ins er verið að ræða.

Hlið­ar­verk­anir af útblásturút­tektum með laga­frum­vörpum verða eflaust margs­kon­ar. Ég vænti þess að þekk­ing kjör­inna full­trúa og rík­is­starfs­manna á lofts­lags­málum muni aukast mikið um leið og gerð verður krafa um að fjallað sé um þau. Alþingi er jafn­framt æðsta stofnun rík­is­ins og fer með dag­skrár­setn­ing­ar­vald í sam­fé­lag­inu. Nú þegar er mikil umræða um lofts­lags­mál meðal almenn­ings sem mun aðeins aukast þegar Alþingi fjallar ítar­leg­ar. Slíkt getur aðeins haft jákvæðar afleið­ingar og hraðað fram­kvæmd aðgerð­anna sem íslensk stjórn­völd verða að ráð­ast í.

Fjallað er um kröfur sem gerðar eru til laga­frum­varpa í þriðja kafla þing­skap­a­laga. Hægt væri að bæta þess­ari kröfu við 37. grein lag­anna. Í þeirri grein er einnig til­tekið að for­seti Alþingis geti „sett leið­bein­ing­ar­reglur um frá­gang laga­frum­varpa“.

Gjald fyrir dreif­ingu papp­írs

Hingað til Íslands eru flutt mörg þús­und tonn af pappír og pappa á hverju ári. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru rúm­lega 25 þús­und tonn af pappír og pappa flutt til Íslands árið 2016. Það er aðeins minna en hafði verið árin á und­an; Árið 2015 voru flutt inn tæp­lega 27 þús­und tonn og árið 2014 um það bil 29 þús­und tonn.

Ef þessar tölur eru bornar saman við magn úrgangs sem varð til á Íslandi árið 2014 sést að megnið af papp­írnum verður að rusli. Miðað við gögn Umhverf­is­stofn­unar var nærri 28 þús­und tonnum af pappír og pappa hent árið 2014. Stór hluti alls þess papp­írs sem verður að rusli er sendur utan til end­ur­vinnslu.

Kolefn­is­fót­spor óend­urunn­ins papp­írs er þess vegna tölu­vert; hann verður til úr trjám sem felld eru ein­hvers staðar í heim­in­um, fluttur í umskip­un­ar­stöðvar og þaðan til Íslands þar sem papp­ír­inn verður fljótt að rusli. Að lokum er papp­ír­inn svo fluttur aftur erlendis þar sem hann er end­urunn­inn, eða hann urð­aður hér á landi.

Dagblöðum er víða dreift frítt á heimili með tilheyrandi sorphirðukostnaði fyrir almenning.Gera má ráð fyrir stór hluti alls inn­flutts papp­írs sé bor­inn út á heim­ili fólks sem ómerktur fjöl­póst­ur, dag­blöð eða kynn­ing­ar­efni hvers­kon­ar. Megnið af papp­írnum safn­ast þess vegna saman á heim­ilum fólks sem þarf sjálft að standa straum af sorp­hirð­unni sem verður af papp­írs­flaumn­um, hvort sem það er með beinum hætti eða ef sveit­ar­fé­lag veitir þjón­ust­una.

Þarna eru tæki­færi fyrir hið opin­bera að draga úr magni úrgangs frá heim­ilum með því að rukka útgef­endur fjöl­pósts og dag­blaða fyrir dreif­ingu þessa efn­is. Með því er settur þrýst­ingur á útgef­endur til að beita umhverf­is­vænum staf­rænum aðferðum við miðlun á upp­lýs­ingum og efni, hvort sem að eru fréttir eða aug­lýs­ing­ar.

Fyrir þessu eru for­dæmi í öðrum geirum sam­fé­lags­ins. Úrvinnslu­gjald er lagt á ákveðnar vörur við inn­flutn­ing og við sölu inn­lendrar fram­leiðslu. Hægt væri að beita úrvinnslu­gjaldi á óend­urunn­inn papp­ír, eða þrengja gjald­heimt­una aðeins við fjölda­póst­dreif­ingu. Útgef­endur dag­blaðs þyrftu þannig að borga ákveðið krónu­gjald fyrir hvert kíló sem dreift er á papp­ír. Þeim skatt­pen­ingum væri svo hægt að veita í nið­ur­greiðslu á sorp­hirðu­gjöldum eða til að efla fræðslu um flokkun úrgangs.

Hlut­fall plast­um­búða af inn­pakk­aðri vöru

Þegar verlsað er í mat­inn, föt eru keypt eða sótt í hreinsun eða nesti sent með börnum í skóla kemur einnota plast nær und­an­tekn­ing­ar­laust við sögu. Plast er þess eðlis að það brotnar mjög hægt niður (eða bara ekki) í nátt­úr­unni og er þess vegna sá úrgangur sem erf­ið­ast er að með­höndla.

Einnota plast má finna mjög víða í íslenska hag­kerf­inu, ekki síst í við­skiptum hins almenna neyt­anda. Svo dæmi sé tekið af græn­meti: Allt græn­meti er sett í marga plast­poka, ein paprika fer í sér poka því ekki má setja tómat­inn með því á honum er annar verð­miði. Bæði inn­flutt græn­meti og það sem fram­leitt er hér á landi er jafn­vel pakkað í plast­um­búðir fyrir neyt­end­ur. Þessar umbúðir verða nær und­an­tekn­ing­ar­laust að rusli um leið og byrjað er að neyta vör­unn­ar.

Hér gætu verið tæki­færi fyrir stjórn­völd að grípa inn í og tak­marka hlut­fall plast­um­búða af inn­pakk­aðri vöru. Þannig væri hægt að minnka það ónátt­úru­lega sorp sem þarf að urða og hugs­an­lega lengja líf­tíma rusla­hauga í leið­inni.

Inn­leið­ing hag­rænna hvata fyrir vist­vænar vörur og þjón­ustu

Lofts­lags­breyt­ingar eru sagðar vera ein­hver stærsti og víð­tæk­asti mark­aðs­brestur sem orðið hef­ur. Mark­aðs­brest­ur­inn hefur orðið vegna þess að mark­að­inum er ein­göngu stillt upp til þess að þátt­tak­endur á honum geti hámarkað fjár­magn sitt; Umhverfið eða sam­fé­lags­mál koma mark­að­inum ekki beint við.

Þennan mark­aðs­brest hefur þegar verið reynt að bæta hér á Íslandi með þátt­töku í við­skipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ild­ir. Þar eru los­un­ar­heim­ildir meng­andi efna gerðar að versl­un­ar­vöru; Verð­miði er hengdur á meng­un­ina til þess að knýja fyr­ir­tæki til þess að leita umhverf­is­vænni lausna í starf­semi sinni. Þetta kerfi má gagn­rýna með ýmsum hætti, en þarna er kom­inn vísir að rík­is­inn­gripi í mark­aðs­brest­inn. Einnig hefur verið inn­heimt kolefn­is­gjald á elds­neyti um nokk­urra ára skeið og skatta- og tolla­kerfi hefur verið breytt til að hygla umhverf­is­vænni bíl­um.

Stjórn­völd ættu þess vegna að leggja ríka áherslu á hærri gjald­heimtu af meng­andi vörum og veita íviln­anir á lofts­lagsvænum stað­göngu­vör­um.
Brýnt er að aðgerðir stjórn­valda í lofts­lags­málum snú­ist að miklu leyti um að veita almenn­ingi fleiri lofts­lagsvænni val­kosti en bjóð­ast á almennum frjálsum mark­aði. Stjórn­völd ættu þess vegna að leggja ríka áherslu á hærri gjald­heimtu af meng­andi vörum og veita íviln­anir á lofts­lagsvænum stað­göngu­vör­um.

Þetta er þegar gert með gjöldum á bíla knúnum sprengi­hreyfli og elds­neyti og með íviln­unum á umhverf­is­vænni bíla. Mun­ur­inn er hins vegar ekki nógu mik­ill til þess að orku­skiptin verið nógu hröð. Í úttekt Kjarn­ans sem birt­ist 29. júlí síð­ast­lið­inn kemur fram að sparn­að­ur­inn við að kaupa raf­magns­bíl umfram bens­ín­bíl er aðeins 690.508 krón­ur. Raun­kostn­aður raf­bíla­kaupana var 7.549.600 krónur og hlut­falls­legur sparn­aður aðeins 8,4 pró­sent af raun­kostn­aði bens­ín­bíl­kaupa.

Raf­bíla­væð­ingin er hér valið sem dæmi. Auk íviln­ana þarf ríkið að stuðla að inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir raf­bíla. Sömu sögu má segja um aðra þætti á leið til sjálf­bærni; Inn­viða­upp­bygg­ing verður að vera und­an­fari sam­fé­lags­breyt­ing­anna.

Almenn­ings­sam­göngur

Hluti af því að rík­is­valdið beiti sér fyrir því að fleiri lofts­lagsvænir val­kostir standi almenn­ingi til boða í sam­fé­lag­inu er að tryggja að aðrir sam­göngu­val­kostir en einka­bíll­inn standi til boða. Þar liggur bein­ast við að almenn­ings­sam­göngur og almenn­ings­sam­göngu­mögu­leikar verði efldir.

Í los­un­ar­bók­haldi Íslands sem Umhverf­is­stofnun skil­aði í apríl á þessu ári kemur fram að útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hafði auk­ist um 28 pró­sent árið 2015 miðað við losun árs­ins 1990. Nærri því fjórð­ungur aukn­ing­ar­innar er vegna bíla­um­ferðar á Íslandi. Upp­runi um það bil 20 pró­sent alls útblást­urs gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá Íslandi var vegna bíla­um­ferðar árið 2015.

Bílar eru mjög áhuga­vert fyr­ir­bæri, ekki síst í þétt­býli. Þeir eru oftar en ekki álitnir alger­lega nauð­syn­legir í ýmis­legt skutl, hvort sem það er til og frá vinnu, með börn í skóla eða í versl­un­ar­leið­angra. Þeir standa óhreyfðir á bíla­stæðum 95 pró­sent af líf­tíma þeirra og bíla­stæðin yfir­taka oftar en ekki dýr­mætt bygg­ing­ar­land. Margar bíl­ferðir væri þó hægt að fara með almenn­ings­sam­göng­um.

Almenn­ings­sam­göngur þríf­ast best í þétt­býli. Þeim mun strjál­býlla sem svæði verður þeim mun kostn­að­ar­sam­ara er að reka sam­göngu­kerfi sem allir íbúar geta nýtt með góðu móti. Það er þess vegna hluti af efl­ingu almenn­ings­sam­gangna að þétta byggð í þétt­býli með sem mestu móti. Um leið opn­ast tæki­færi á að gera aðra sam­göngu­mögu­leika – svo sem hjól­reiðar eða göngu – enn greið­ari en þeir eru nú þeg­ar.

Flugvöllurinn í Vatnsmýri er eitt verðmætasta landsvæði á Íslandi þegar kemur að loftslagsmálum og framtíðarþróun íslensks samfélags. Þar verður hægt að byggja fjölmargar íbúðir, reka vinnustaði og þjónustu, í hjarta höfuðborgarsvæðisins.

Stjórn­völd ættu að gera ráð fyrir því í fjár­hags­á­ætl­unum að greitt verði úr sam­fé­lags­sjóðum í upp­bygg­ingu almenn­ings­sam­göngu­kerfis og rekstur þess á næstu árum og ára­tug­um, og stuðla að enn þétt­ari byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þar býr meira en helm­ingur þjóð­ar­innar og gert er ráð fyrir tölu­verði fjölgun á næstu ára­tug­um.

Það er ekki fyrr en boðið er upp á aðra sam­göngu­kosti sem hægt verður að tak­marka og skil­yrða þá sam­göngu­máta sem fólk reiðir sig á í dag. Áætl­anir eins og að tak­marka bíla­um­ferð í miðbæ Reykja­víkur við raf­bíla eða eitt­hvað slíkt verður erfitt að ráð­ast í fyrr en aðrir val­kostir hafa verið inn­leidd­ir.

Kolefn­is­hlut­leysi Íslands

Loka­mark­mið allrar lofts­lags­stefnu­mót­unar ætti að vera kolefn­is­hlut­leysi. Stjórn­völd ættu að kynna þetta sem lofts­lags­mark­mið Íslands á alþjóða­vett­vangi.

Kolefn­is­hlut­leysi íslensks sam­fé­lags verður þegar magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem blásið er út í and­rúms­loftið er jafn mikið eða  minna en magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem bundið er í jörðu.

Íslenskir ráða­menn þreyt­ast ekki á að kynna sjálf­bærar auð­lindir Íslands, hvort sem þær eru nýttar til raf­orku­fram­leiðslu eða hús­hit­un­ar. Oftar en ekki fylgir lýs­ing á því hvernig íslenskt sam­fé­lag brást við olíu­krepp­unni á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar og byggðu hita­veit­una, sem síðan hefur sparað Íslend­ingum mik­inn pen­ing og stór­minnkað kolefna­fót­spor dag­legs lífs hins hefð­bundna Íslend­ings.

Þennan hugs­un­ar­hátt mættu stefnu­mótendur til­einka sér í hinum ýmsu flokkum lofts­lags­mála. Vanda­mál stjórn­mála­manna er að kostn­að­ur­inn verður mik­ill til að byrja með, en eins og sýnt var fram á í hita­veitu­væð­ing­unni má spara mik­inn kostnað í fram­tíð­inni.

Stjórn­mála­menn verða að setja skamm­tíma­hags­muni sína og fjár­hags­legra stuðn­ings­manna sinna til hliðar til þess að hægt sé að ráð­ast í breyt­ingar hratt. Það mun þess vegna krefj­ast póli­tísks kjarks og útsjón­ar­semi ef þetta á að takast.


Til­lög­urnar hafa verið sendar aðgerða­hópi stjórn­valda í nafni Birgis Þórs Harð­ar­son­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit