Þegar Jón Steinsson var að koma sér fyrir í umræðuhópi á ráðstefnu ASSA (Allied Social Science Associations) um daginn tók Claudia Sahn, gestur í sal, eftir því að allir sex einstaklingarnir sem voru upp á sviði með Jóni voru af sama kyni. Hún greip upp símann sinn og tísti í gremju sinni og kvartaði yfir því að enn og aftur væri ekki ein kona við umræðuborðið.
Það er nefnilega þannig að stétt hagfræðinga á við kynjavanda að stríða: af þeim 79 einstaklingum sem hafa unnið Nóbelsverðlaunin í hagræði er aðeins ein kona: aðeins 28% hagfræðinema við háskóla í Bretlandi og Bandaríkjunum eru konur og rétt rúmlega 20% rithöfunda af NBER greinum sem skrifaðar voru ár árunum 2013 – 2016 voru konur.
Við Íslendingar stöndum aðeins betur þegar kemur að því að fá konur til þess að læra hagfræði og í dag eru um það bil 40% of hagfræðinemum Íslands konur. En þegar hærra er leitað erum við ekkert í frábærum málum heldur. Til dæmis, samkvæmt heimasíðu Háskóla Íslands eru 12 fræðimenn þar að störfum og þar af bara þrjár konur. Á vefsíðu Háskólans í Reykjavík er að finna sjö fræðimenn sem sérhæfa sig í hagfræði og aðeins tveir af þeim eru konur. Seðlabanki Íslands stendur sig lítið betur, en þar sitja, bæði í peningastefnunefnd og kerfisáhættunefnd, fjórir karlar og ein kona. Bankaráð lítur ögn betur út en þar sitja fimm karlar og tvær konur (en glæta er þó þar sem varmannabekkur bankaráðs er myndaður af sex konum og einum karli).
Hvers vegna viljum við fleiri konur í stéttina?
Fyrsta ástaðan er sú að með auknum fjölbreytileika – sem kæmi með aukinni þátttöku kvenna – verða viðfangsefni hagfræðinnar fjölbreyttari. Nýjar leiðir verða mögulega uppgötvaðar til að svara gömlum spurningum og nýjar spurningar vakna sem okkur hefði annars ekki dottið í hug án nýrra einstaklinga.
En afhverju eru ekki fleiri konur hagfræðingar?
Í grunnin hafa konur að sjálfsögðu alla sömu hvatana og karlar til þess verða hagræðingar: starfsmöguleikar eru góðir, launin eru einnig góð og verkefni sem hagfræðingar vinna geta líka verið fjölbreytt og hressandi. En staðreyndin er líklega sú að stétt sem er svona dómíneruð af karlmönnum dregur úr hvata kvenna til að ganga í hana.
Ég þekki einstaklega hæfan og reynsluríkan kvenkyns hagræðing sem var hafnað um verkefni á þeim grundvelli að „hún sé ekki gráhærður karl“. Einnig hef ég orðið vitni af því að maður úr annari stétt, að öllu ótengd hagfræði, útskýrði fyrir kvenkyns hagfræðingi um hvað fræðin – sem hún er virtur sérfræðingur í – snúast um. Hlutdrægni, meðvituð sem og ómeðvituð, dregur úr möguleikum kvenna til að vaxa í stéttinni sem og dregur úr tækifærum þeirra. Hlutdrægni sem þessi er mögulega það sem gerir það að verkum að það sé ekki þess virði fyrir margar konur að ganga í stéttina. Og það verðum við að laga.
Að sjálfsögðu er það rétt hjá Lars að mikilvægt sé að ræðumenn séu hæfir og veit ég það fyrir víst að þessu sinni voru þeir það svo sannarlega. En það breytir því ekki að það er til nóg af hæfum konum sem hefðu getað komið inn á fyrir í það minnsta einn af þessum fimm mönnum og að öllum líkindum hefði það ekki dregið úr gæðum umræðunnar. En það er ekki spurning, að ef ein kona hefði skipt út einum mann, þá hefði það hjálpað til við að laga staðalímyndarvanda stéttarinnar.