Hvað eiga Akademían, almenningur og kvikmyndaunnendur ekki sameiginlegt?

Eiríkur Ragnarsson veltir því fyrir sér hvort smekkur almennings og Akademíunnar sé með öllu ósambærilegur. Hann safnaði upplýsingum um þúsundir mynda af IMDB.com og spurði svo gögnin spjörunum úr.

Auglýsing

Mis­tök hafa átt sér stað, Moon­light, þið félagar unnuð flokk­inn besta kvik­myndin,“ sagði Jor­dan Horowitz, fram­leið­andi kvik­mynd­ar­innar La La Land upp á sviði, með óskar­inn í hend­inni, eftir að það kom í ljós að bik­ar­inn til­heyrðu ekki honum heldur ein­hverjum úr teym­inu á bak­við kvik­mynd­ina Moon­light.

Fyrir kvik­mynd­ar­fróða menn fer þetta fíaskó eflaust sögu­bæk­urn­ar. En fyrir almennan áhorf­anda eins og mig þá breytir þetta litlu: Ég hafði hvor­ugu mynd­ina séð og þegar ég loks­ins sá La La Land þá fannst mér hún bara la-la. Og Moon­light, hana á ég ennþá eftir að sjá.

En þetta til­vik, og sú stað­reynd að hvorug myndin var í sér­stöku upp­á­haldi hjá mér, fékk mig til þess að pæla aðeins í því hvort smekkur okkar almenn­ings og Aka­dem­í­unnar sé með öllu ósam­bæri­leg­ur. Kannski var árið 2017 und­an­tekn­ingin og að öllu jöfnu speglar smekkur Aka­dem­í­unnar smekk almenn­ings og kvik­myndaunn­enda. En kannski ekki. Til þess að svara þess­ari spurn­ingu tók ég mig til og safn­aði upp­lýs­ingum um þús­undir mynda af IMD­B.com og spurði svo gögnin spjör­unum úr.

Auglýsing

Aka­dem­ían elskar lang­dregið ódýrt drama

Þegar upp­á­halds myndir Aka­dem­í­unnar (það er allar myndir sem Aka­dem­ían hefur til­nefnt til Ósk­arsverð­launa frá 1950) eru skoð­aðar koma nokkur áhuga­verð atriði í ljós. Í fyrsta lagi er Aka­dem­ían full af drama­kóngum – meira en 91% af upp­á­halds­mynd­unum þeirra eru flokk­aðar sem dramat­ískar kvik­mynd­ir. Í öðru lagi, er Aka­dem­ían þokka­lega þol­in­móð og kann því best að meta myndir sem eru hátt í 130 mín­út­ur. Í þriðja lagi, þá snobba þeir niður á við þegar kemur að fram­leiðslu­kostn­aði, það er að segja, upp­á­halds­myndir Aka­dem­í­unnar eiga það til að vera tals­vert ódýr­ar.

Kvik­myndaunn­endur kunna að meta grín­myndir

Kvik­myndaunn­endur eru í þessu til­felli skil­greindir sem: Fólk með mik­inn áhuga á kvik­mynd­um. Til þess að reyna að meta hvaða myndir þessi hópur heldur mest upp á not­að­ist ég við stjörnu­gjöf kvik­myndaunn­enda sem eru virkir á IMD­B.com.

Smekkur Kvik­myndaunn­enda er að öllu jöfnu þokka­lega svip­aður smekk of Aka­dem­í­unn­ar, Þeir eru mest til í drama (u.þ.b. 70% af upp­á­halds mynd­unum þeirra falla í þann flokk). En eru þó tvisvar sinnum lík­legri til að kunna að meta hasar­mynd en Aka­dem­í­an. Það sem sker þessa hópa en frekar í sundur er það að kvik­myndaunn­endur vilja að mynd­irnar sínar séu aðeins styttri (með­al­lengd u.þ.b. 125 mín­út­ur) og að öllu jöfnu eru upp­á­halds mynd­irnar þeirra 34% dýr­ari í fram­leiðslu en upp­á­halds myndir Aka­dem­í­unn­ar.

Almenn­ingur vill dýrar og stuttar hasar­myndir

Til þess að reyna að finna út hvað myndir eru í upp­á­haldi hjá almenn­ing ár hvert tók ég á það ráð að fylgja vesk­inu þeirra. Það er að segja, þær myndir sem hvað flestir voru til­búnir að borga fyrir að sjá (í Banda­ríkj­unum í þessu til­felli) voru flokk­aðar sem upp­á­halds myndir þessa hóps.

Það sem stendur upp úr eftir að hafa skoðað smekk þessa hóps er hversu vel hann lýsir smekk mín­um. Almenn­ingur hefur nefni­lega gaman af alls­konar myndum og hefur sér­stakt dálæti á grín- (34% af upp­á­halds mynd­um) og hasar­myndum (32% af upp­á­halds mynd­um). Það sem kannski enn áhuga­verð­ara hvað smekk okkar almenn­ings varðar er að: (1) við viljum helst ekki að kvik­myndir séu mikið lengri en tveir tímar; og (2) pen­ingar skipta okkur máli - upp­á­halds mynd­irnar okkar frá 1950 voru að öllu jöfnu rúm­lega helm­ingi dýr­ari en upp­á­halds myndir aka­dem­í­unn­ar. Sem sagt við vilj­um: fjöl­breyttar stuttar stór­myndir sem öðru hverju kitla hlát­ur­staugar okk­ar. Takk.

Allir elska Guð­fað­ir­inn

Frá því árið 1950 hafa tæp­lega 400 myndir verið til­nefndar til Ósk­arsverð­launa í flokki bestu kvik­mynd­ar. Eitt er þó áhuga­vert, þó svo að almenn­ingur hafi að öllu jöfnu ólík­ari smekk Aka­dem­í­unni en kvik­myndaunn­end­ur, eru þeir jafn oft ósam­mála Aka­dem­í­unni hvað ein­stakar myndir varð­ar. Það er að segja í minna en 30% til­fella eru þær myndir sem Aka­dem­ían til­nefnir þær myndir sem ann­að­hvort almenn­ingur (eða kvik­myndaunn­end­ur) myndu velja. Og þegar kemur að sig­ur­veg­urum (myndin vinstra megin hér fyrir neð­an), þá eru allir þrír hóp­arnir sam­mála um að vera ósam­mála um allar mynd­irn­ar, nema eina – Guð­fað­ir­inn.

Mynd: Eiríkur Ragnarsson

Nú má deila um hvað það þýðir og hvort Aka­dem­ían ætti að spegla skoð­anir almenn­ings frekar en skoð­anir elít­unn­ar. En ef almenn­ingur fengi að ráða í ár, þá er það víst að Star Wars (The Last Jedi) myndi vinna Ósk­arsverð­launin fyrir bestu kvik­mynd­ina. Og hefði almenn­ingur einnig fengið að ráða í fyrra, þá hefði Star Wars (Rogue One) líka unnið þá. Og árið þar á undan (The Force Awa­kens).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics