Ríkidæmi Jóakims Aðalandar

Hvað á Jóakim Aðalönd mikið af peningum? Geymir hann hluta þeirra í skúffufyrirtækjum á aflandseyjum? Hvað kemst eiginlega mikið af skildingum fyrir í peningageyminum hans? Eikonomics svarar þessum spurningum.

Auglýsing

„Héðan í frá verð ég klár­ari en þeir klár­ustu og snjall­ari en þeir snjöllustu“ voru orðin sem glumdu í huga hins 12 ára skópúss­ara frá Glas­gow á leið sinni yfir Atl­ants­hafið í leit að lukku. Þegar skip Jóakims lagði loks­ins að höfn í Amer­íku hélt hann beint til Klondike, þar sem hann vann dag og nótt. Einn dag­inn datt hann í lukku­pott­inn og nældi sér í gull­klump á stærð við gæsa­egg. Aðeins ári seinna, eftir klókar fjár­fest­ingar og mikla vinnu, hafði Jóakim unnið sér inn sína fyrstu milljón (rúm­lega 22 millj­ónir á verð­lagi dags­ins í dag).

En ein kúla var ekki nóg fyrir Jóakim, honum lang­aði að sitja við sama borð og sam­tíma­maður og sam­landi sinn hann Andrew Carnegie. Því strit­aði og spar­aði Jóakim allt sitt líf, og þrátt fyrir mikið mót­læti – frá óprút­tnum bófum og nornum – þá tókst Jóakim að taka fram úr herra Carnegie og í dag er hann rík­asta öndin í Anda­bæ. Og jafn­vel í heim­in­um.

Ef litið er á pen­inga­geym­inn hans Jóakims fer það ekki á milli mála að hann er vell­auð­ugur og pott­þétt er að hann til­heyri hinu eina pró­senti Anda­bæj­ar. En þær upp­lýs­ingar voru ekki nóg fyrir þrí­tugan bróður minn sem spurði mig um dag­inn „hvort ég gæti reiknað hversu mik­inn pen­ing Jóakim á í pen­inga­geym­inum sín­um“. Ég svar­aði honum að sjálf­sögðu ját­andi og getur hann sem og lands­menn allir nú séð svar mitt hér að neð­an.

Auglýsing

Hvað vitum við um auð­æfi Jóakims?

Að mér vit­andi eru til í það minnsta þrjár skrif­legar heim­ildir um ríki­dæmi Jóakims. Sú fyrsta heldur því fram að Jóakim eigi rúm­lega eina múltíplú­jilljón. Önnur heim­ild, sem vitnar í bók­ar­ann hans, heldur því fram að hann eigi rúm­lega 600 til­ljónir og í bók­inni Líf og Dagar Jóakims Aða­l­andar  er því haldið fram að hann fimm múltíplú­jilljónir. Þó svo að þetta séu vissu­lega góðar vís­bend­ingar er einn hængur á. Þessar tölur eru ekki tölur (það eru þó til alls­konar útfærslur af til­ljón, eins og til dæmis Quintilljón).Jóakim getur synt, eða skíðað, í peningum.

Einnig eru sér­fræð­ingar um hag­kerfi And­ar­bæjar ekki á öllu sam­mála um hvar Jóakim geymir ljóns­hlut auð­æfa sinna. Sumir vilja halda því fram að hann haldi úti flóknu neti skúffu­fyr­ir­tækja út um allan heim. Aðrir vilja meina að þorri eigna hans sé geymdur í formi skild­inga og seðla í pen­inga­geym­inum þar sem hinn 151 árs gamli Jóakim heldur sér í formi með því að synda, bók­staf­lega, í þeim.

Þar sem engar góðar upp­lýs­ingar eru til um eignir Jóakims fyrir utan það sem hann geymir í geym­in­um, þá til ein­föld­unar ætla ég að meta verð­mætið í pen­inga­geym­inum og kalla það auð­æfi Jóakims.

Nú bý ég ekki svo vel að geta talið verð­mæt­in, pen­ing fyrir pen­ing. Einnig þekki ég engan í Anda­bæ, og þó það sé þekkt stað­reynd að Anda­bær sé stað­settur í Cali­stoa sýslu á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna, þá hefur mér ekki tek­ist að finna hann á korti. En, það þýðir ekk­ert að deyja ráða­laus. Í Don Rosa sög­unni „pen­inga­geymir­inn“ frá árinu 2001, segir frá einni af ráns­ferðum  Bjarna­bóf­ana og hvernig þeir, á eft­ir­minni­legan hátt, fest­ast inn í geym­in­um. Bjarna­bófarnir finna teikn­ingar af geym­inum og þar kemur fram að geymir­inn sé 37 metrar á breidd og lengd og 39 metrar á hæð.

Í sög­unni kemur þó ekki fram hversu mik­ill hluti geym­is­ins er notað undir pen­inga. En sam­kvæmt mynd­inni að ofan, er dýptin um það bil 90 fet (27 metr­ar). Einnig ef hönnun geym­is­ins er skoðuð kemur tvennt í ljós: (1) Mest­all­ur, en ekki all­ur, geymir­inn not­aður undir pen­inga; og (2) veggirnir eru nokkuð þykk­ir.

Með þessar upp­lýs­ingar að vopni hef ég því reiknað það út að um það bil 4,000 rúmmetrar séu ekki nýttir undir pen­inga­geymslu, sem þýðir að um það bil 33 þús­und rúmmetrar eru not­aðir undir pen­inga. Með þessar upp­lýs­ingar og upp­lýs­ingar um rúm­mál skild­inga og seðla er ég nán­ast til­bú­inn til þess að reikna verð­mætin í tankn­um. En fyrst þurfum við að leysa tvö önnur vanda­mál.

Í fyrsta lagi þurfum við að finna út úr því, hvaða hlut­fall pen­inga í geym­inum eru seðlar og hvaða hlut­fall eru skild­ing­ar. Ef mynd­gögn úr gömlum blöðum og af net­inu er skoðuð er það nokkuð skýrt að mik­ill meiri­hluti pen­inga í tanknum eru í formi skild­inga, og er það mitt mat að í mesta lagi sé um 1-2% af öllum pen­ingum í tank­inum í formi seðla.Auðæfi Jóakims eru að mestu leyti í formi eins dollara skildinga.

Því næst þurfum við að reyna að meta í hvaða ein­ingum (cent/dime/doll­ur­um) þessir skild­ingar eru og þar sem skild­ingar eru hringlótt­ir, þarf einnig að reikna með ónot­uðu plássi (lofti) á milli skild­ing­anna.

En mynd­irnar að ofan hjálpa okkur við það að finna út úr því í hvaða ein­ingum skild­ingar Jóakims eru. Eins og sjá má er nán­ast allur tank­ur­inn fullur af gull­lit­uðum skild­ingum og þar sem einu gull­lit­uðu skild­ing­arnir í banda­ríkj­unum eru doll­arar þá getum við gefið okkur það að þorri auð­æfa Jóakims sé í formi doll­ara skild­inga.

Hvað varðar loftið og hlut­fall þess í tank­in­um, þá getum við leitað aðstoðar úr hringja­pökk­un­ar­fræði (e. circle pack­ing). Þar kemur fram að ef jafn­stórum hringjum er raðað á eins skil­virkan hátt og hægt er, þá kæmi loft til með að fylla tæp­lega 10% af geym­in­um. 10% er því lág­mark­ið. En þegar mynd­irnar að ofan eru skoð­að­ar, þá sést það að skild­ing­unum er ekki full­kom­lega vel staflað upp. Því ætla ég að gefa mér það að í það minnsta sé um 15% af pláss­inu „sóað“ undir loft.

Komum okkur að efn­inu: hversu mikla pen­inga á Jóakim Aðalönd?

Þar sem þessir útreikn­ingar eru óná­kvæm vís­indi, þá er örugg­ara að reikna nokkrar sviðs­mynd­ir. Í þeirri fyrstu reikna ég hversu ríkur Jóakim er ef skild­ing­arnir í geym­inum eru allir í jöfnum hlut­föllum (13,9% doll­ar­ar, 13,9% cent, osfv.). Í Ann­ari sviðs­mynd­inni reikna ég svo hversu ríkur hann er ef meiri­hluti (51%) af skild­ing­unum í geym­inum eru doll­ar­ar. Að lokum í þriðju sviðs­mynd­inni reikna ég svo verð­mæti inni­halds geym­is­ins ef allir pen­ing­arnir eru doll­ara (að mestum lík­indum er rétta svarið ein­hvers staðar á milli sviðs­myndar 2 og 3).Forsendur sem notast var við í útreikningum mismunandi sviðsmynda.



Á þessum for­sendum og sam­kvæmt mínum útreikn­ingum á Jóakim í minnsta lagi um það bil 2.000 millj­arða króna (27 millj­arða Banda­ríkja­dala). Og í mest lagi á hann 3.599 millj­arða (48.7 bilj­arða Banda­ríkja­dala) sem hann geymir í tank­inum sín­um. Sem þýðir það að öllum lík­indum eru verð­mæti inni­halds pen­inga­geymis Jóakims meiri en við Íslend­ingar sköp­uðu sam­an­lagt árið 2016 (mælt sem vergur lands­fram­leiðslu). En þó svo að Jóakim hafi loks­ins fengið sæti við borð Carnegie, þá kemst hann þó ekki nálægt Bill Gates, sem  er í minnsta lagi tvisvar sinnum rík­ari en Jóakim. Þá vitum við það.Jóakim á langt í land ef hann vill ná Bill Gates.

Greinin birt­ist fyrst í Mann­lífi sem kom út í dag, 16. mars.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics