Katrín og Bjarni: Ekki nota kolefnisgjaldið til að borga bensínreikninginn hans Ásmundar

Eru ráðamenn að falla á prófinu hans Pigou?

Auglýsing

Hippar og umhverf­is­sinnar ættu allir að þekkja breska hag­fræð­ing­inn Arthur Cecil Pigou – föður vel­ferð­ar­hag­fræð­inn­ar. Pigou var pró­fessor við Cambridge háskól­ann og gerði hann garð­inn frægan snemma á tutt­ug­ustu öld þegar hann sýndi fram á það að án ítaka rík­is­ins eiga ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki það til að pæla ekki í þeim áhrifum sem eigin gjörðir hafa á aðra.

Til að útskýra hvað Pigou var að tala um ætla ég að nota dæmi um kap­ít­alista með pípu­hatt, sem rekur lýs­is­bræðslu í litlum bæ. Til þess að ákveða hversu mikið lýsi hann ætlar að fram­leiða tekur kap­ít­alist­inn tvennt inn í reikn­ing: (1) hversu mikið hann fær borgað fyrir hverja flösku af lýsi; og (2) hversu mikið það kostar hann að fram­leiða hverja flösku.

Til þess að fram­leiða eina flösku af lýsi þarf bræðslan að sjóða fisk, sem fram­leiðir fiski­fýlu. Sem sagt, ef kap­ít­alist­inn vill græða þarf hann að búa í fiski­fýlu, svo lengi sem hann bræðir fisk. Svo lengi sem gróð­inn af lýs­is­söl­unni er meiri en hatur kap­ít­alist­ans af fiski­fýlu þá er hann sátt­ur.

Auglýsing

Ef kap­ít­alist­inn er ekki eini íbúi bæj­ar­ins þá skap­ast oggu­lítið vanda­mál: Hinir íbúar bæj­ar­ins þurfa allir að búa undir sama óþef og kap­ít­alist­inn, en deila ekki í gróð­an­um. Ef einn dag­inn hátt­virtur fjár­mála­ráð­herra, köllum hann Bjarna Ben, myndi heim­sækja bæinn og spyrja borg­ar­búa hvort þeir vildu frekar anda að sér fiski­fýlu eða fersku sjáv­ar­loft, myndi maður halda að þorri bæj­ar­búa kysu heldur ferska sjáv­ar­loft­ið.

Bjarni gæti því næst spurt borg­ar­búa: „hversu mikið (á dag/viku/mín­útu) ætti kap­ít­alist­inn að borga þér, fyrir það að þú þurfir að búa í fiski­fýlu?“. Þá myndu þeir sem ekki eru við­kvæmir fyrir fýlu gefa svar nálægt núlli og þeir sem við­kvæmir eru fyrir fýlu gæfu háa krónu­tölu.

Út frá þessum upp­lýs­ingum gæti einka­hag­fræð­ingur Bjarna reiknað út fýlu­skatt sem ríkið gæti lagt á hverja selda lýs­is­flösku. Þessar aðgerðir kæmu því til með að: (a) hækka kostnað kap­ít­alist­ans og þar af leið­andi hvetja hann til að fram­leiða minna lýsi (og þar af leið­andi fram­leiða minni fýlu); og (b) Bjarni fengi pen­ing í rík­is­kass­ann sem hann gæti svo notað til þess að borga íbúum bæj­ar­ins til að bæta þeim þann skaða sem fýlan veldur þeim.

Það sem Bjarni hefur gert í þessu dæmi er að hann hefur fækkað þeim dögum sem allir íbúar bæj­ar­ins þurfa að búa við vonda fýlu, lækkað gróða kap­ít­alist­ans og bætt íbúum bæj­ar­ins upp að þurfa samt að búa ein­hverja daga árs­ins í fýlu. All­ir, nema kap­ít­alist­inn, vinna og á heild­ina litið hefur Bjarni bætt heild­ar­hag sam­fé­lags­ins. Húrra!

Þó hann hafi ekki notað fýlu heldur mengun og umhverf­is­skaða í sínum dæm­um, þá var þetta það sem Pigou benti fólki á. Þökk sé honum fengu hag­fræð­ingar loks­ins aðferð­ar­fræði sem hægt var að nota til að deila um verð­mæti umhverf­is­ins og hver á að borga hverjum hvað og hvenær. En hug­myndir Pigou hafa ekki bara reynst mik­il­vægar í fíla­beinsturnum pró­fess­ora, heldur hafa þær einnig aðstoðað rík­is­stjórnir um allan heim við að leið­rétta slík vanda­mál.  

Í byrjun árs ákváðu Katrín Jak­obs­dóttir og Bjarni Bene­dikts­son að hækka kolefn­is­gjald á bens­íni úr rúm­lega 7 krónum í 11 krónur. Þau telja að þessi skatta­hækkun eigi eftir að skapa um 600 milj­ónir í tekjur í ári og draga úr umferð og þar af leið­andi los­unar koltví­sýr­ings (ég leyfi mér reyndar að efast að tæp 4 kr. hækkun á bens­ín­verði eigi eftir að draga mikið úr umferð, en meira um það í næsta pist­li).

Sama hvort að þessir skattar koma til með að draga úr umferð eða ekki, þá er ákvörðun þeirra að skatt­leggja mengun á bensín góð ákvörð­un. Alla­vega svo lengi sem Katrín og Bjarni nota þessa pen­inga til þess að bæta þeim sem ekki menga fyrir það að þurfa að lifa með mengun (og lofts­lags­breyt­ing­um) og/eða ef þau fjár­festa þessum pen­ingum til að draga úr meng­un: eins og til dæmis með fjár­fram­lagi til borg­ar­línu.

En ef Bjarni og Katrín nota þessa pen­inga bara til þess að borga bens­ín­reikn­ing meng­un­ar­kon­ungs Íslands, Ásmundar Frið­riks­son­ar, þá hafa þau fallið á próf­inu hans Pigou. Mögu­lega án þess að vita einu sinni hver Pigou er. .

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics