Aserbaídsjan 12 stig, Ísland núll stig

Eikonomics rýnir í stjórnmálin og stigagjafarsamsærin í Eurovision.

Auglýsing

Stiga­gjaf­ar­sam­særi í Eurovision hafa lengi lifað góðu lífi á Íslandi. Til dæmis bar Eiríkur Jóns­son, æsifrétta­maður DV, það sam­særi í lands­menn 3. maí 1986 að heyrst hefði að kepp­endur í Bergen hefðu staðið í því „að hringja hver til síns heima og gefa fyr­ir­mæli um að gefa Belgíu ekki mörg stig í keppn­inn­i“. Mörgum árum seinna þegar Gísli Mart­einn tók við að lýsa keppn­inni, fór það ekki á milli mála að hann sá sam­særi í Suð­aust­ur-­Evr­ópu, þar sem lönd klór­uðu hvort öðru á bak­inu.

DV 3. maí 1986.Þó svo að saga Eiríks hljómi ótrú­lega, sér­stak­lega í því sam­hengi að Belgíska barna­stjarnan vann keppn­ina örugg­lega (og fékk 10 eða 12 stig frá 13 af þeim 20 löndum sem tóku þátt), þá var sam­særi Gísla Mart­einn þokka­lega ígrund­að. Það er að segja, Gísli hafði rétt fyrir sér að því leit­inu til að landa­fræði spilar stóran þátt í stiga­gjöf.

Góðir grannar

Dúett eða sóló? Karl eða kona? Syngja á ensku eða móð­ur­mál­inu? Það skiptir ekki máli. Alla­vega ef marka má nýlega rann­sókn þar sem Þýskir hag­ræð­ingar (já, hag­fræð­ing­ar) sýna fram á það að það sem mestu máli skipt­ir, þegar kemur að því að spá fyrir um það hvaða lönd gefa hvor öðru helst stig, er hversu langt í burtu löndin eru frá hvort öðru (bæði í metrum og mælt í „menn­ing­ar­legri nálægð“). Tökum dæmi: Osló er um það bil 1.000 km nær Reykja­vík en Ankara. Menn­ing­ar­lega er haf og him­inn á milli Nor­egs og Tyrk­lands á meðan Ísland er nán­ast norsk eyja. Fyrir vikið hefur Nor­egur verið tvisvar sinnum lík­legri, í gegnum tíð­ina, til að gefa Íslandi í það minnsta eitt stig, borið saman við Tyrk­land. Ekki nóg með það, þegar Norð­menn gáfu okkur eða Tyrk­landi stig, þá  gáfu þeir Íslandi að með­al­tali fjórum stigum meira en Tyrk­landi.Spá blaðamanns DV sem gekk ekki alveg eftir.

En þó svo að til­finn­ing Gísla Mart­eins hafi haft rétt á sér, þá þarf það ekk­ert að vera að þetta sé stór­brotið sam­særi. Land­fræði­leg og menn­ing­ar­leg nálá­lægð helst lík­lega fast í hendur við tón­list­arsmekk. Tökum bara vin­sælda­lista Spotify sem dæmi. Í vik­unni áður en JóiPé gaf út plöt­una Afsakið Hlé (sem fyllti nán­ast út öll 200 sæt­in) voru 75 af 200 vin­sæl­ustu lögum Nor­egs líka vin­sælust á Íslandi. Að sama skapi voru aðeins 37 lög á tyrk­neska list­anum einnig á Norska list­an­um. Sem sagt, Norð­menn eru um það bil helm­ingi lík­legri til að hlusta á sömu tón­list og við, og helm­ingi lík­legri til að gefa okkur stig.

Aserbaídsjan 12 stig… Ísland 0 stig

En því miður vinnur landa­fræðin ekki með okkur í ár og á norð­ur­evr­ópski slag­ar­inn okkar lít­inn séns. Finn­land er eina Norð­ur­landið sem keppir og fyrir utan okkar dyggu Eista þá, af öllum sem geta kos­ið, eru það aðeins Bret­land og Spánn sem hafa kunnað að meta fram­lag okkar af ein­hverju viti í for­tíð­inni (þeir hafa gefið okkur stig í það minnsta í annað hvert skipti sem þeim bauðst það).

Auglýsing
Samkvæmt mínum útreikn­ingum verða það Aserbaís­jan, Búlgaría og Grikk­land sem koma til með að kepp­ast um topp sæt­ið. Tékk­land, Makedónía, Finn­land, og því miður Ísland eru lík­leg­ust til þess berj­ast um botns­æt­ið. En, þar hef ég þó ekki tekið inn í reikn­ing­inn hversu góð lögin eru (Selma og Jóhanna Guð­rún sönn­uðu mik­il­vægi þess að skila inn góðu lagi þegar þær komu sáu, og lentu í öðru sæt­i).

Ég vona svo sann­ar­lega að for­tíðin sé slæmur for­boði fram­tíð­ar­inn­ar. Einnig vona ég að norð­ur­evr­ópskir slag­arar hafi vaxið í vin­sældum í suð­austri og þar með verði fram­lag Aserbaídsjan úrelt og Finnar falli flatir á rass­gatið með aug­ljóslegri til­raunin sinni til að fiska stig úr suð­austri.  Því ef svo er þá á Ari séns. Ann­ars ekki.Ísland á fáa vini í undankeppni Eurovision í ár. Heimild: eurovision.tv, datagraver og Eikonomics.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics