Auglýsing

Íslensku landsliðin í fótbolta, bæði karla og kvenna, hafa sent æskunni í landinu þau mögnuðu skilaboð, með árangri sínum, að allt sé hægt. Það sama má segja um annað íþróttafólk, í bæði hóp- og einstaklingsíþróttum, sem nær að keppa á stærsta sviðinu og erfiðustu mótunum. 

Að baki liggur mikil vinna sem síðan skilar árangri.

Nú á laugardaginn gerist það sem hefur alla tíð verið svo til óhugsandi; Ísland stígur inn á sviðið í lokakeppni HM í Rússlandi og spilar við stjórnum prýtt lið fótboltaþjóðarinnar Argentínu. 

Auglýsing

Sannarlega ótrúleg tímamót í íslensku íþróttalífi og ekki hægt annað en að fyllast stolti.


Samhliða þessum viðburði í Rússlandi er að eiga sér stað annað ótrúlegt íþróttaafrek. Tryggvi Hlinason, frá Svartárkoti í Bárðardal, verður einn þeirra sem til greina kemur í nýliðavali NBA deildarinnar, sem fram fer í New York 21. júní.

Þetta er nánast lygilegt afrek hjá Tryggva, ekki síst í ljósi þess að hann byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en fyrir um fimm árum. 

Hann sló í gegn með Þór frá Akureyri, þar sem hann lék undir góðri handleiðslu þjálfara sem greinilega hafa gert honum gott og séð  í honum hæfileika. Síðan hefur hann sannað sig með landsliðinu og Valencia á Spáni. Hann á framtíðina fyrir sér, svo mikið er víst.

Nýliðavalið í Bandaríkjunum er stórviðburður í körfuboltaheiminum, og þúsundir leikmanna æfa árum saman til að reyna að ná inn í valið, í gegnum háskólaboltann í Bandaríkjunum og síðan einnig frá öðrum löndum. 

Líkurnar á því að komast að eru litlar og það er ekki bara nóg að vera góður. Það eru allir góðir sem koma til greina. Það þarf eitthvað sérstakt til að ná í gegn um nálaraugað.

Ekki síst í ljósi þessa, er afrek Tryggva hreint út sagt ótrúlegt.

Miðlar hér í Bandaríkjunum hafa sumir gefið til kynna að hann geti komist í deildina, en síðan Draftsite.com spáir því að Tryggvi komist inn seint í 2. umferð valsins. 

Pétur Guðmundsson, besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, komst inn í deildina í 3. umferð valsins árið 1981 á sínum tíma og lék í NBA deildinni með Los Angeles Lakers, San Antonio Spurs og Portland Trailblazers.

Jón Arnór Stefánsson kom til Dallas Mavericks á frjálsri sölu, en náði ekki að spila leik fyrir liðið. Afrek hans og Péturs eru mögnuð, og má segja að þeir hafi rutt brautina fyrir íslenska körfuboltamenn, þegar kemur að því að senda út þau skilaboð að allt sé hægt, ef vilji og hæfileikar fara saman.

Gaman er að sjá þessi tímamót í íslensku íþróttalífi; íslenska liðið að brjóta blað í knattspyrnusögunni sem fámennasta landið í sögunni sem nær liði inn í úrslitakeppni HM og síðan að bóndasonurinn úr Bárðardal sé einn þeirra sem komi til greina sem leikmaður í NBA í sjálfu nýliðavalinu. 

Draumar geta ræst. Þetta segir okkur það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari