Ef mjólk er góð hvers vegna sektaði þá Samkeppniseftirlitið MS um 440 miljónir?

Eru sérhagsmunir 600 kúabænda yfir hagsmuni 350.000 neytenda hafin?

Auglýsing

Heild­ar­upp­hæðin var reyndar 480 milj­ónir sem skipt­ist í tvennt: 40 milj­ónir sem MS þarf að borga fyrir að hafa platað Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið; og 440 milj­ónir fyrir það að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína. Nú vitum við öll hvað það er að plata og því þurfum við ekki að pæla í þessum 40 milj­ón­um, en það er öllu óskýr­ara er hvað það var sem MS gerði til þess að verð­skulda 440 milj­óna sekt­ina.

Mjólkin á markað

Til þess að búa til mjólk­ur­vörur (drykkj­ar­mjólk, rjóma, ost o.s.frv.) er hrá­mjólk (að­al­lega úr belj­um) lyk­il­hrá­efni. Fram­leiðsla hrá­mjólkur er kostn­að­ar­söm á Íslandi og er hún háð alls­konar kvótum og reglum sem tak­marka hversu margar beljur geta verið mjólk­aðar á hag­kvæman máta.

Þar sem neyt­endur búa að mestu í kaup­stöðum þá, ef bændur vilja selja mjólk­ina sína, þurfa þeir ferja mjólk­ina sína langar vega­lengd­ir. Ef hver og einn bóndi ætti sinn eigin mjólk­ur­bíl og tæki mjólk­ina sína sjálfur í kaup­stað, þá væri það ansi óhag­kvæmur rekstur og myndi það tak­marka hagn­aði bænda og leiða til hærra verðs á mjólk­ur­vörum í mat­vöru­versl­unum lands­ins.

Auglýsing

En til eru lausnir sem gera mjólk­ur­fram­leiðslu skil­virk­ari. Til dæmis geta frum­kvöðlar opnað afurð­ar­stöðvar og keypt mjólk­ur­bíla. Svo geta þeir samið við slatta af kúa­bændum um það að kaupa mjólk­ina af þeim. Frum­kvöðl­arnir gætu svo selt hrá­mjólk­ina áfram til ann­ara frum­kvöðla sem myndu breyta hrá­mjólk í neyslu­vöru (eins og drykkj­ar­mjólk, ost eða rjóma). Eða, bændur geta haft sam­ráð, hópað sig sam­an, keypt mjólk­ur­bíla og settu á stofn sína eigin afurð­ar­stöðv­ar. Og það er sú lausn sem var fyrir val­inu og í dag þekkjum við þetta sam­ráð undir skamm­stöf­un­inni MS.

Með því að fá alla bændur lands­ins til að vera með var hægt að ferja mjólk á stærri skala, og getur verið að það hafi leitt til en frek­ari sparn­að­ar. En fyrir utan sparn­að­inn var annar kostur við þetta fyr­ir­komu­lag sem bændur nutu. Með því að vinna allir sam­an, þurftu bændur nefni­lega ekki að keppa hvor við annan í samn­ingum sínum við frum­kvöðul­inn á mjólk­ur­bíln­um. Og með því að vinna allir saman juku þeir mögu­lega sína til þess að hækka verðið sem þeir geta fengið fyrir hrá­mjólk­ina sína.

Svo ein­falt er það nú ekki

Á Íslandi er verð­lags­nefnd sem ákveður lág­merksverð fyrir hvern lítra af hrá­mjólk sem bændur selja. Nú ef bændur fara allt í einu að borga sér mikið meira fyrir hrá­mjólk­ina en lág­marks­verð (sem reiknað er út frá kostn­aði bænda) þá myndi það gefa það til kynna að bændur væru að mis­nota stöðu sína á mark­aðn­um, og myndi það hringja við­vör­un­ar­bjöllum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

En undir rifi hvers mjólk­ur­bónda reyn­ist ráð.  MS borgar eig­endum sínum sam­kvæmt verð­stýr­ingu og fram­leiða sínar eigin neyslu­vörur (drykkj­ar­mjólk, osta og rjóma). Ef þeir eiga allt hrá­efni lands­ins sem þarf í fram­leiðsl­una þá getur eng­inn annar fram­leitt neyslu­vörur og getur MS, fyrir hönd eig­enda sinna, verð­lagt þær yfir kostn­aði og tekið til sín stærri gróða en ann­ars. Þessi gróði rennur svo að sjálf­sögðu aftur í vasa kúa­bænda, annað hvort í formi arð­greiðslna eða hærra verð­mætis MS.

En Sam­keppn­is­eft­ir­litið vissi af þessum slæmu hvötum og þess vegna var MS gert skylt að selja öðrum fram­leið­endum hrá­mjólk á heild­sölu­verði. Með þessu átti að tryggja það að aðrir fram­leið­endur hefðu sama aðgang af hrá­mjólk og MS – á sömu kjör­um. Aðrir fram­leið­endur gætu þar með keppt við MS í mat­vöru­versl­unum lands­ins, buddu og bragð­lauka neyt­enda til bata.

Um tíma virt­ist allt vera að virka. Bónd­inn og frum­kvöð­ull­inn Ólafur Magn­ús­son nýtti sér þetta fyr­ir­komu­lag og árið 2010 var fyr­ir­tækið hans Mjólka komin með 10% mark­aðs­hlut­deild í nokkrum vin­sælum vöru­flokk­um. Vel­gengni Mjólku ógn­aði MS aug­ljós­lega en þeir höfðu ekk­ert val um hvort þeir myndu selja Ólafi hrá­mjólk eða ekki.

En MS klikk­aði samt á einu. Þeir hefðu átt að selja Ólafi hrá­mjólk á heild­sölu­verði (sem er sama verð og MS myndi selja félögum í eigin eig­u). En það gerðu þeir ekki. Í stað­inn rukk­aði MS Ólaf 12% til 20% auka­lega fyrir hvern lítra. Þar sem vörur Ólafs voru svip­aðar vörum MS, þá gerði þetta það að verkum að Ólafur gat ekki boðið lægra verð af sínum vörum, neyt­endur sáu ekki batann í því að kaupa aðeins dýr­ari Feta­ost frá Mjólku og tak­mörkuð sala og upp­sprengdur kostn­aður á aðföngum leiddi á end­anum til þess að Ólafur gafst upp.

Gera búvöru­lög bændur að sam­keppn­issúkkulaði

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur að MS hafi brotið sam­keppn­is­lög. MS telur að það skipti ekki máli hvað Sam­keppn­is­eft­ir­litið heldur af því að búfjár­lög trompi sam­keppn­is­lögum og þar með sé MS súkkulaði þegar kemur að sam­keppn­is­lög­um. Áfrýj­un­ar­nefnd var samála því að MS sé súkkulaði. En hér­aðs­dómur er ósam­mála Áfrýj­un­ar­nefnd og sam­mála Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Það virð­ist vera nokkuð ljóst að MS hafi rukkað Ólaf of mikið til þess að vernda stöðu sína (sem hafði mögu­lega þau áhrif að Ólafur gafst upp og seldi Mjólku og eig­endur MS gátu haldið áfram að mjólka beljur sem og neyt­end­ur). En að öllum lík­indum er þessu máli er ekki lokið og eflaust á það eftir að ganga í gegnum tvö önnur dóm­stig. Og ekki fyrr en síð­asti dóm­ar­inn kveður upp sinn dóm vitum við það fyrir víst hvort MS séu yfir sam­keppn­is­lög haf­in. Og þá vitum við hvort sér­hags­munir 600 kúa­bænda séu yfir hags­muni 350.000 neyt­enda haf­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics