Auglýsing

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur er að tapa vin­sældum á met­hraða. Stuðn­ingur við hana hefur hrunið úr 74,1 pró­sentum um síð­ustu ára­mót í 49,7 pró­sent. Í fyrsta sinn nýtur hún stuðn­ings minni­hluta þjóð­ar­innar sam­kvæmt könn­unum Gallup. Alls hafa 24,4 pró­sentu­stig af stuðn­ingi horf­ið.

Það er tölu­vert meira en allar aðrar rík­is­stjórnir sem setið hafa eftir hrun hafa misst á fyrstu mán­uðum sínum eftir valda­töku. Vinstri stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur tap­aði 18 pró­sentu­stigum á sam­bæri­legu tíma­bili og var með svip­aðan stuðn­ing og sú sem nú situr að því loknu, eða 47 pró­sent. Sú rík­is­stjórn skreið í gegnum kjör­tíma­bil­ið, undir lokin sem minni­hluta­stjórn, og var refsað grimmi­lega í kosn­ing­unum 2013.

Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar tap­aði 14,7 pró­sentu­stigum á fyrstu mán­uðum eftir að hún tók við og mæld­ist með 47,7 pró­sent stuðn­ing þegar hún hafði setið jafn lengi og rík­is­stjórn Katrínar hefur nú. Sú rík­is­stjórn náði ekki að sitja út heilt kjör­tíma­bil. Við tók lík­lega óvin­sælasta rík­is­stjórn lýð­veld­is­tím­ans, rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem mæld­ist minnst með 30,9 pró­sent stuðn­ing. Hún sat ein­ungis í um átta mán­uði en stuðn­ingur við hana minnk­aði þó aðeins um 12,7 pró­sentu­stig á þeim tíma.

Fylgis­tap Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks er hins vegar vel innan skekkju­marka. Það sést vart högg á vatni á fylgi þeirra frá síð­ustu kosn­ingum sam­kvæmt könn­unum, enda kjós­endur flokk­anna tveggja sem byggðu upp allt stjórn­kerfi lands­ins, og mönn­uðu það með sínu fólki, hæst ánægt ef sem minnst breyt­ist. Báðir eru fyrst og síð­ast valda­flokkar sem hafa náð miklum árangri við að sníða sam­fé­lagið að því sem hentar þeim.

Það er aug­ljóst hver er tap­ari þessa stjórn­ar­sam­starfs. Það eru Vinstri græn.

Sá flokkur hefur nú tapað rúm­lega þriðj­ungi fylgis síns á þeim níu mán­uðum sem liðnir eru frá kosn­ing­um. Það mælist 10,7 pró­sent sam­kvæmt nýj­ustu könnun Gallup og hefur ekki mælst lægra frá því í lok árs 2015. Fylgið er auk þess komið niður fyrir það sem það var áður en að Panama­skjölin voru birt vorið 2016, en spill­ingin sem lak af þeim gerði það að verkum að Vinstri græn, þá með áru heið­ar­lega flokks­ins, fengu mikla fylg­is­aukn­ingu. Sú ára virð­ist horf­in.

Að full­orðn­ast og skipta um per­sónu­leika

Úr efsta lagi Vinstri grænna heyrð­ist ítrek­að, í kjöl­far síð­ustu kosn­inga, að það væri nauð­syn­legt fyrir flokk­inn að kom­ast í rík­is­stjórn. Að eina leiðin til að hafa áhrif væri að kom­ast að völd­um. Til þess þyrfti að gera mála­miðl­an­ir. Sú stærsta var auð­vitað að fara í stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, sem stendur fyrir sam­fé­lags­á­herslur sem stór hluti kjós­enda Vinstri grænna er á algjör­lega önd­verðu meiði við og vildi alls ekki sjá í rík­is­stjórn.

Framan af kjör­tíma­bil­inu lét áhrifa­fólk innan flokks­ins í einka­sam­tölum eins og að Vinstri græn væru með ein­hvers­konar hald á rík­is­stjórn­inni vegna þess að Katrín Jak­obs­dóttir situr í stóli for­sæt­is­ráð­herra. Að hún geti í krafti þess emb­ættis haldið aftur af þeim öflum innan sam­starfs­flokk­anna sem vinna að málum sem eru að fullu ósam­rým­an­legar stefnu Vinstri grænna. Að hún geti spilað á kall­anna.

Auglýsing
Þetta virð­ist hins vegar vera fyrst og síð­ast orð­ræða sem nýtt­ist til að sann­færa Vinstri græna um að þeir séu að gera rétt með því að taka þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.

Og í dag er lík­lega öllum sem á horfa ljóst að Katrín er ekki að spila á neinn, heldur er spilað á hana. Menn­irnir sem sitja í hennar skjóli, og í krafti hennar póli­tísku inn­eign­ar, vinna póli­tískra sigra dag eftir dag. Sjálf hefur hvorki Katrín, né Vinstri græn, varla unnið neinn slíkan frá því að þau sett­ust að völd­um. Að minnsta kosti engan sem eftir er tek­ið. Þess í stað hefur meg­in­þorri tím­ans farið í að verja aðgerð­ir, athafnir og orð­ræðu sem Vinstri græn hafa hingað til skil­greint sig and­stæða.

Að kyngja sann­fær­ingu sinni

Flokk­ur­inn hefur þurfti að verja setu Sig­ríðar And­er­sen í rík­is­stjórn þrátt fyrir að nán­ast allir for­víg­is­menn hans hafi lýst því yfir að emb­ætt­is­færsla hennar í Lands­dóms­mál­inu hafi verið röng og níu af hverjum tíu kjós­endum flokks­ins töldu að hún ætti að segja af sér. Þegar Vinstri græn vörðu Sig­ríði van­trausti gengu þing­menn flokks­ins fram og við­ur­kenndu fús­lega að eina ástæða þess væri sú að halda rík­is­stjórn­inni sam­an. Sann­fær­ing fékk að víkja fyrir praktískri mála­miðl­un.

Tveir þing­menn Vinstri grænna tóku síðan þátt í því að leggja fram frum­varp rétt fyrir þing­lok sem fól í sér veru­lega lækkun á veiði­gjöldum sem útgerðir greiða fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inni. Inni­hald þess var þvert á yfir­lýs­ingar Vinstri grænna fyrir kosn­ing­ar, sem snér­ust um að hækka veiði­gjöld­in. Það lenti fyrst og síð­ast á for­ystu­mönnum Vinstri grænna að verja hina fyr­ir­hug­uðu lækk­un, enda hinir tveir stjórn­ar­flokk­arnir mjög fylgj­andi lægri álögum á útgerð­ina, og þar af leið­andi full­kom­lega sam­kvæmir sjálfum sér.

Þótt frum­varpið hafi ekki farið í gegn mun sam­bæri­legt verða lagt aftur fram í haust. Það mun líka inni­halda til­lögu um lækkun veiði­gjalda á útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem eiga saman hund­ruð millj­arða króna í eigið fé eftir for­dæma­laust góð­æri síð­ast­lið­inn ára­tug. Og Vinstri græn verða aftur sá flokkur sem mun þurfa að verja þann gern­ing.

Kalt póli­tískt sumar

Sum­arið var Vinstri grænum sann­ar­lega ekki auð­velt. Þá spratt enn og aftur upp óánægja vegna hval­veiða. Þær eru fyrst og síð­ast dýrt tóm­stundagaman eins manns sem situr uppi með fryst margra ára gam­alt hval­kjöt upp á marga millj­arða króna. Engin þörf er á hval­veið­um, útflutn­ings­verð­mæti afurð­ar­innar er langt frá því að svara kostn­aði og eft­ir­spurnin á inn­an­lands­mark­aði er eng­in. Þau skapa nei­kvæða ímynd af Íslandi og valda erf­ið­leikum í sam­skiptum á alþjóða­vett­vangi, líkt og sýndi sig ber­sýni­lega þegar veiddur var blend­ings­hvalur nú nýver­ið.

Stjórn­mála­flokk­ur­inn Vinstri græn er á móti hval­veiðum sam­kvæmt lands­fund­ar­á­lykt­unum.

Þegar for­sæt­is­ráð­herra var spurð út í hval­veiðar á nýlegum NATO-fundi sagði hún að áður en að „ný ákvörðun verður tekin um áfram­hald þess­ara veiða þarf að ráð­ast í mat á sjálf­bærni veið­anna, það er að segja umhverf­is­mat, efna­hags­mat og sam­fé­lags­legt mat.“ Það svar er ekki í neinum takti við stefnu flokks hennar sem er búinn að fara í gegnum sitt mat, og leggj­ast ein­dregið gegn hval­veið­um.

Aftur lendir það á Vinstri grænum að svara fyrir stefnu sem þau eru á móti, en er samt stefna rík­is­stjórn­ar­innar sem þau leiða. Og aftur er svarið moð­kennd mála­miðlun til að rugga ekki rík­is­stjórn­ar­bátn­um.

Það var Vinstri grænum heldur ekki auð­velt þegar kvenna­stéttin ljós­mæður háði harð­vít­uga kjara­bar­áttu sem mætt var af miklu mót­læti af stjórn­völd­um. Fjár­mála­ráð­herra og fjár­mála­ráðu­neytið spil­uðu þar stóra rullu með yfir­lýs­ingum og frétta­til­kynn­ingum sem ljós­mæður mót­mæltu harð­lega og sögðu bein­línis rangar eða afvega­leið­andi. For­maður samn­inga­nefndar þeirra sagði sam­skiptin við samn­inga­nefnd rík­is­ins „ljót­ustu sam­skipti sem ég hef átt“ og að innan stétt­ar­innar væri ofboðs­leg reiði sem risti djúpt gagn­vart rík­is­vald­inu. En Vinstri græn, flokk­ur­inn sem ber ábyrgð á því að femín­ismi er orðin meg­in­straum­s­á­hersla í íslenskum stjórn­mál­um, spil­aði með.

Vertu vel­komin meg­in­straumsút­lend­inga­andúð

Ekki verður séð að full­veld­is­há­tíðin á Þing­völlum þann 18. júlí, sem kost­aði 80 óskilj­an­legar millj­ónir króna, dró að sér örfáa for­vitna ferða­menn sem voru staddir á svæð­inu fyrir slysni í stað þeirra þús­unda lands­manna sem af ein­hverjum ástæðum hafði verið búist við, og bauð upp á helsta frum­kvöðul og hug­mynda­fræð­ing meg­in­­straumsút­­­lend­inga­andúðar á Vest­­ur­löndum sem fyrsta erlenda aðil­ann til að fá að ávarpa þjóð­þing Íslend­inga, hafi farið vel í fylg­is­menn Vinstri grænna. Fund­ur­inn sjálfur var aga­leg fram­kvæmd og ein­hvers­konar tákn­gerv­ing þeirrar gjáar sem orðin er milli þings og þjóð­ar.

Auglýsing
Framganga Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, stofn­anda Vinstri grænna, for­manns flokks­ins til margra ára og nú for­seta Alþing­is, í kjöl­far fund­ar­ins, þar sem hann taldi sig geta beðist afsök­unar á hegðun þing­manna sem hann hefur engin manna­for­ráð yfir og full­yrt að stór meiri­hluti Íslend­inga teldi það „forkast­an­legt“ að sýna Piu Kærs­gaard það sem hann taldi van­virð­ingu, var síðan sér kapit­uli út af fyrir sig. Þótt Stein­grímur upp­lifi sig frekar sem „bónda­son“ en hluta af „el­ítu“ er ljóst að hann hefur enga stöðu til að biðj­ast afsök­unar fyrir hönd þjóðar né að full­yrða neitt um hennar afstöðu. Og það að vera hluti af elítu hefur ekk­ert með upp­runa að gera, heldur hvar við­kom­andi er staddur núna. Einka­bíl­stjóri, 1.826 þús­und krónur í mán­að­ar­laun, eft­ir­launa­pakki handan við hornið sem á sér enga hlið­stæðu og sýn á raun­veru­leik­ann sem virð­ist á skjön við skoðun þorra venju­legs fólks eru allt atriði sem gætu skipað Stein­grími í hópi með elítu lands­ins.

Rétt­lát­ara skatt­kerfi fyrir ein­hvern

Helsta nið­ur­læg­ing Vinstri grænna er þó lík­lega sú sem er yfir­vof­andi í skatta­mál­um. Í kynn­ingu á fimm ára fjár­­­mála­á­ætlun rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, sem leið­­togar þeirra flokka sem skipa rík­­is­­stjórn­­ina stóðu að, kom fram að tekju­skattur ein­stak­l­inga eigi að lækka í neðra skatt­­þrepi og geti lækkað um eitt pró­­­­sent­u­­­­stig í áföngum á áætl­­­­un­­­­ar­­­­tím­an­­­­um. Orð­rétt segir þar: „Gert er ráð fyrir eins pró­­sent­u­­stigs lækkun á skatt­hlut­­falli neðra þreps.“

­Tekjur rík­­­is­­­sjóðs af tekju­skatti myndu minnka um 14 millj­­­arða króna við þá lækk­­­un. Slík skatta­breyt­ing mun skila fólki sem er með meira en 835 þús­und krónur í heild­­ar­­laun á mán­uði þrisvar sinnum fleiri krónum í vas­ann en fólki sem er á lág­­marks­­laun­­um.

Í kosn­­inga­­stefnu Vinstri grænna fyrir síð­­­ustu kosn­­ingar sagði um skatta­mál að flokk­ur­inn ætl­aði „að hliðra til innan skatt­­kerf­is­ins til að gera það rétt­lát­­ara. Kjör almenn­ings verða sett í for­­gang og um leið stöðvuð sú þróun að þeir ríku verði áfram rík­­­ari á sama tíma og aðrir sitja eft­­ir.“

Það er erfitt að sjá hvernig hún rímar við það lof­orð að gera skatt­­kerfið rétt­lát­­ara og að stöðva þá þróun að hinir ríku verði rík­­­ari.

Þing­menn Vinstri grænna reyndu með veikum mætti að spinna málið með því að segja að í raun ætti ekki að lækka neðra þrep tekju­skatts­ins um eitt pró­sentu­stig heldur ætti að létta skatt­byrði af almenn­ingi sem muni kosta það sama og pró­sentu­stigs lækk­un.

Bjarni Bene­dikts­son ítrekað hins vegar þá stefnu sem unnið sé eft­ir, að lækka neðra skatt­þrep­ið, í við­tali við Morg­un­blaðið 31. júlí. Þessi ummæli leiddu til þess að Katrín Jak­obs­dóttir sá sig til­neydda til að fara í við­tal í sjón­varps­fréttum RÚV þá um kvöldið og lýsa því yfir að yfir­vof­andi breyt­ingar á skatt­kerf­inu fælu fyrst og fremst í sér að skatt­byrði yrði létt af lægstu tekju­hóp­un­um. Það er aug­ljóst að í þessu lyk­il­máli er engin sátt milli stjórn­ar­flokk­anna. Þeir tala sitt á hvað. Og ein­ungis önnur stefnan verður ofan á. Sagan sýnir að allar líkur séu á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fái sínu fram.

Tap­ist þessi bar­átta, í máli sem Vinstri græn hafa lengi sett á odd­inn, er ljóst að framundan er enn meira fylgis­tap. Enda óljóst hvers konar erindi flokkur á sem styður nær ein­vörð­ungu aðgerðir sem eru í and­stöðu við yfir­lýsta stefnu hans.

Stuðn­ings­menn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks eru að fá nákvæm­lega það sem þeir kusu. En kjós­endur Vinstri grænna eru að fá eitt­hvað allt ann­að.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari