Atvinnurekendur geta lært af hlaupurum dagsins

Eiríkur Ragnarsson skrifar um að þegar kemur að fjáröflun í Reykjavíkurmaraþoninu þá eru karlar bæði líklegri til þess að setja sér markmið og jafnframt ýkja þau, í samanburði við konur. Þó eru þeir ekki betri en konur í því að safna pening.

Auglýsing

Í jan­úar á þessu ári, eftir 10 ára starf, fékk kven­kyns hag­fræð­ingur sem ég þekki verð­skuld­aða stöðu­hækk­un. Ég veit það fyrir víst að ákvörð­unin að veita henni stöðu­hækk­un­ina var byggð á getu henn­ar. Hún er ein­stak­lega vel gef­in, hefur feikna­mikla reynslu í sínu starfi og er bæði sam­vinnu- og sam­visku­söm.

Venju­lega tekur það fólk með hennar hæfi­leika ekki 10 ár að fá sam­bæri­lega stöðu­hækk­un. Til að mynda um svipað leyti fékk annar ungur mað­ur, í sama fyr­ir­tæki, sam­bæri­lega stöðu­hækk­un. Hann hafði þó aðeins fimm ára reynslu. Þekki ég mann­inn einnig og veit að, þrátt fyrir að hann sé harð­dug­legur og hæfi­leik­a­rík­ur, kemst hann ekki með tærnar þar sem konan hefur hæl­ana.

Ungi mað­ur­inn fékk þó ekki stöðu­hækk­un­ina bara af því að hann er karl­mað­ur. Á þessum vinnu­stað virkar það þannig að fólk þarf sjálft að sækja um stöðu­hækkun og ef maður gerir það ekki þá er eng­inn séns að fá hana. Og er ég nokkuð viss um það að ef konan hefði sótt um fyrir fimm árum þá hefði hún fengið stöðu­hækk­un­ina.

Auglýsing

Áður en konan sótti um stöðu­hækkun þá ræddi ég þetta oft við hana, og hvatti hana til þess að sækja um. En hún var alltaf hóg­vær og sagði að „hún væri ekki undir það búin“ eða að „hún þyrfti meiri reynslu“. Sem sagt, það hægði á ferli hennar af því að hún var hóg­vær, og ekki nógu ýtin.

En þetta er ekk­ert eins­dæmi. Ég sé þessa til­hneig­ingu allt í kringum mig: Karlar eru lík­legri til þess að þenja út brjóst­kass­ann og heimta stöðu­hækk­un. Ég meina, Sig­urður Ingi er tækni­lega séð yfir­maður Lilju Alfreðs. Og sama hvaða flokk maður styður þá veit maður það að sú hlut­verka­skipt­ing getur ekki verið á getu byggð.

Karlar halda að þeir geti aflað meira fjár en konur – alla­vega þegar kemur að hlaupum

Þegar þetta er skrifað ætla um 10.000 manns að hlaupa ýmsar vega­lengdir í Reykja­vík­ur­mara­þoni Íslands­banka. Þar af eru tæp­lega 6.000 ein­stak­lingar frá Íslandi. Það er eitt og sér er að sjálf­sögðu geggj­að, en það sem er þó enn þá geggj­aðra er það að um 2.000 þess­ara hlaupara hafa sam­an­lagt safnað meira en 80 milj­ónum króna fyrir góð­gerða­fé­lög eins og Alzheimer­sam­tökin og Ljós­ið. (Og getur maður skoðað (og heitið á þá) á htt­p://www.hlaupa­styrk­ur.is.) Bravó!

Maraþonhlauparar eru ágætir safnarar Heimildir: www.hlaupastyrkur.is og útreikningar Eikonomics
Maraþonhlauparar eru ágætir safnarar Heimildir: www.hlaupastyrkur.is og útreikningar Eikonomics


Hver og einn safn­ari hefur sína eigin síðu á hlaupa­styrk.­is. Þar kemur fram hvaða vega­lengd þeir ætla að hlaupa, hversu miklu þeir hafa safnað og (sum­ir) setja sér fjár­mögn­un­ar­mark­mið (hversu miklum aur þeir ætla sér að safna). Og þar sem mér þótti þetta áhuga­vert ákvað ég að búa til smá for­rit sem hlóð niður öllum þessum upp­lýs­ing­um.

Það sem ég hafði helstan áhuga á voru mark­miðin sem ein­stak­lingar setja sér og hversu mikið þeir höfðu safn­að. Mark­miðin segja manni nefni­lega eitt­hvað um það hversu öruggir um fjár­öfl­un­ar­getu sína ein­stak­lingar eru; áheitin segja manni hversu mikil fjár­öfl­un­ar­getan raun­veru­lega er.

Það fyrsta sem kom í ljós var ekk­ert sér­stak­lega slá­andi: Meiri­hluti safn­ara (sem skrá mark­mið) virð­ast ofmeta fjár­öfl­un­ar­getu sína. En mis­mun­ur­inn á getu og árangri er þó miklu meiri meðal karla: Þeir telja sig geta aflað um það bil 50% meira en konur (meðal mark­mið karla er um 119 þús­und) – en engin mark­tækur munur er á fjár­öfl­un­ar­getu kynj­anna. Það er eng­inn munur er á fjár­öfl­un­ar­getu kynj­anna, en karlar halda samt að þeir séu betri.

Það er enginn munur er á fjáröflunargetu kynjanna, en karlar halda samt að þeir séu betri. Heimild: www.hlaupastyrkur.is og útreikningar Eikonomics
Það er enginn munur er á fjáröflunargetu kynjanna, en karlar halda samt að þeir séu betri. Heimild: www.hlaupastyrkur.is og útreikningar Eikonomics


Hóg­værir ein­stak­lingar gætu verið betri en þeir háværu

Konur eiga það til að fá ekki sömu tæki­færi og karl­ar. Til dæmis eru aðeins 23 for­stjórar 500 stærstu fyr­ir­tækja Banda­ríkj­anna konur, aðeins fleiri en for­stjórar sem heita Jón (þeir eru 21). Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu, og eftir því hvaða sér­fræð­ing þú spyrð þá færð þú mis­mun­andi útskýr­ing­ar: Sumir segja að þetta sé beint eða óbeint val; aðrir segja að þetta sé bein eða óbein mis­mun­un; og ein­hverjir segja að barn­eignir spili stórt hlut­verk. Og eflaust hafa allir eitt­hvað fyrir sér.

En ég held að það gæti líka ver­ið, að öllu jöfnu, að konur séu ein­fald­lega ekki eins ýtnar og menn. Að sjálf­sögðu eru til fullt af konum sem eru ýtnar og slatti af mönnum sem eru það ekki. En ef konur eru lík­legri til þess að vera hóg­vær­ari og ekki eins ýtnar og menn, þá gæti það haft ein­hver áhrif á ferða­hraða þeirra upp met­orða­stig­ann – eins og var til­fellið með vin­konu mína.

Alla­vega vitum við það að þegar kemur að fjár­öflun í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu þá eru karlar bæði lík­legri til þess að: Setja sér mark­mið; og ýkja þau, í sam­an­burði við kon­ur. En þótt mark­miðin þeirra séu há, þá eru þeir ekki betri en konur í því að safna pen­ing. Kynin eru bara jafn góð.

En þessi hugs­un­ar­háttur á sér eflaust ekki bara stað í söfn­un­um. Hann á sér, að öllum lík­ind­um, einnig stað á vinnu­staðn­um. Því er það mik­il­vægt að atvinnu­rek­endur séu varir um sig næst þegar útblás­inn brjóst­kassi kemur inn á kontór og heimtar stöðu­hækk­un, því það gæti verið hóg­vær­ari, en hæf­ari, ein­stak­lingur sem á sama tíma lemur á lykla­borðið sitt, sam­visku­lega í hljóði, sé betri kostur en sá sem „tekur sitt“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics