Auglýsing

Það hefur farið líkt og spáð var á þessum vett­vangi fyrir fyrir rúmum þremur mán­uðum að ákveðin þjóð­ern­is­leg aft­ur­halds- og ein­angr­unaröfl hafa, með því að bera fyrir sig full­veld­is- og sjálf­stæð­is­rök, hafið skýra veg­ferð um að reyna að koma Íslandi út úr samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES). Leiðin sem þessi hópur hefur valið fyrir þessa veg­ferð er í gegnum inn­leið­ingu hins svo­kall­aða þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins. Og taktíkin er sótt beint í hand­bækur for­göngu­manna Brexit eða í glund­roða­stjórn­mál Don­ald Trump, þar sem sann­leik­ur­inn er ekk­ert annað en truflun í veg­ferð að skil­greindu mark­miði.

Nú skal tekið strax fram umræddur orku­pakki hefur engin áhrif á Íslandi á meðan að landið er ekki hluti af evr­ópskum orku­mark­aði, sem ger­ist ekki nema að héðan verði lagður stærsti sæstrengur í heimi. Og skyldi sá sæstrengur verða lagð­ur, sem er í besta falli mjög ólík­legt, lægi hann til Bret­lands, sem verður farið úr Evr­ópu­sam­band­inu næsta vor.

Í minn­is­blaði sem lög­­­mað­­ur­inn Ólafur Jóhannes Ein­­ar­s­­son, áður fram­­kvæmda­­stjóri hjá Eft­ir­lits­­stofnun EFTA (ES­A), gerði fyrir Þór­­dísi Kol­brúnu Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­­ur, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra, og birt var opin­ber­­lega 17. apr­íl, kom skýrt fram að þriðji orku­­pakk­inn haggi enn fremur í engu heim­ildum íslenskra stjórn­­­valda til að banna fram­­sal á eign­­ar­rétti að orku­auð­lindum og rétti Íslands til að ákveða með hvaða skil­yrðum orku­auð­lindir lands­ins eru nýtt­­ar.

Mis­skiln­ingur leið­réttur

Auk þess kom fram í minn­is­blað­inu að Sam­starfs­stofnun evr­ópskra orku­eft­ir­lits­að­ila (ACER) myndi ekki hafa neitt að segja um atriði á borð við fyr­ir­komu­lag leyf­­is­veit­inga og stjórn­­­sýslu hér á landi, engar vald­heim­ildir gagn­vart einka­að­ilum hér­­­lendis og að við upp­­tök­una yrðu allar vald­heim­ildir gagn­vart eft­ir­lits­­stjórn­­völdum í EFTA-­­ríkj­unum ekki hjá ACER heldur ESA. Með öðrum orðum hefur þessi evr­ópska eft­ir­lits­stofnun engin eig­in­leg áhrif á Ísland.

Auglýsing
Ragna Árna­dótt­ir, lög­fræð­ingur og aðstoð­ar­for­stjóri Lands­virkj­un­ar, og Kristín Har­alds­dótt­ir, lektor við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík, hafa einnig sett fram rök­studdar skoð­anir sem eru af svip­uðum meiði.

Nýverið hefur Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra og þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, lagt sitt lóð á vog­ar­skál­arnar og bent á að mis­skiln­ings gæti hjá þeim sem telja að inn­leið­ing orku­pakk­ans geti opnað á að yfir­ráð yfir orku­auð­lindum fari til Brus­sel. Hann hefur auk þess sagt að Eft­ir­lits­stofnun EFTA hafi virkað sem svipa til að hjálpa til að fá hærra verð fyrir raf­orku­sölu til stór­iðju, sem kaupir um 80 pró­sent af öllu raf­magni sem fram­leitt er hér á landi, og í því til­liti haft mjög jákvæð áhrif á fram­legð Íslands af þeirri sölu. Björn velti í kjöl­farið upp þeirri spurn­ingu „hvort tals­­menn stór­iðju­­fyr­ir­tækja hafi skipað sér í fremstu röð í þess­­ari deilu.“

Stað­reyndir skipta litlu

En stað­reyndir skipta oft­ast litlu þegar menn eru í veg­ferð. Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, hélt því til dæmis fram fullum fetum í norskum og íslenskum fjöl­miðlum í upp­hafi árs að í orku­pakk­anum fælist fram­sal á full­veldi lands­ins til ACER. Heims­sýn, hreyf­­ing sjálf­­stæð­is­­sinna í Evr­­ópu­­mál­um, hefur sagt að stjórn­­­ar­­skrár­brot gæti falist í mög­u­­legri aðild Íslands að ACER. Og Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn fann til­­efni til þess að setja eft­ir­far­andi inn í lands­fund­­ar­á­­lyktun sína orku­­mál: „Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hafnar frekara fram­­sali á yfir­­ráðum yfir íslenskum orku­­mark­aði til stofn­ana Evr­­ópu­­sam­­bands­ins.“ Þess ber að geta að það eru ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins, áður­nefnd Þór­dís Kol­brún og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sem bera ábyrgð á ann­ars vegar mála­flokknum sem er undir og hins vegar á inn­leið­ingu orku­pakk­ans.

Fleiri ein­angr­un­ar- og þjóð­ern­is­sinn­ar, hafa runnið á lykt­ina. Þar ber helst að nefna Mið­flokk­inn, sem sam­þykkti í lands­fund­ar­á­lyktun sinni að fram ætti að fara „óháð mat á því hvort halda skuli áfram þátt­­töku í EES sam­­starf­inu og sækj­­ast eftir breyt­ingum á samn­ingnum eða segja sig frá hon­­um.“

Val­höll her­tekin

Umræðan hefur fengið að stig­magn­ast í sumar og hún náði ein­hvers­konar hámarki á fjöl­mennum fundi sem hverfa­fé­lög Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins í Smá­í­­­búða-, Bú­­­staða- og Foss­vogs­hverfi og Hlíða- og Holta­hverfi í Reykja­vík­­­ur boð­uðu til síð­ast­liðið fimmtu­dags­kvöld í aðal­­­sal Val­hall­­­ar, höf­uð­­stöðva flokks­ins. Þar var komið saman gamla Ísland, hvítir karlar sem eru vanir að ráða því sem þeir vilja ráða og kjósa að hafa sam­fé­lagið þannig. Þessi hópur tók Val­höll í gísl­ingu, án þess að lýð­ræð­is­lega kjörin for­ysta flokks­ins væri við­stödd.

Inn­takið var for­taks­laus hræðslu­á­róður sem á sér enga inn­stæðu og fund­ur­inn sam­þykkti að lokum eft­ir­far­andi álykt­un: „Fund­­­ur­inn skor­ar ein­­­dregið á for­ystu Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins að hafna þriðja orku­­pakka Evr­­­ópu­­­sam­­­bands­ins á þeim grunni að hann stang­­­ast á við ákvæði stjórn­­­­­ar­­­skrár­inn­­­ar, opn­ar Evr­­­ópu­­­sam­­­band­inu leið til yf­ir­ráða yfir einni helstu auð­lind Íslands og hækk­­­ar verð á raf­­­orku og af­­­leið­ing­ar til langs tíma eru óvis­s­­­ar.“

Auglýsing
Um helg­ina tók Davíð Odds­son sér svo stutt frí frá því að dásama Don­ald Trump, að skrifa jákvætt um ein­angr­un­ar­hyggju- og útlend­ing­ar­andúð­ar­flokka í Sví­þjóð og Þýska­landi og upp­hróp­unum um íslenska falsmiðla til að skrifa Reykja­vík­ur­bréf í Morg­un­blaðið um orku­pakka­inn­leið­ing­una. Þar réðst fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem var for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn­inni sem inn­leiddi EES-­samn­ing­inn, af ofsa að núver­andi for­ystu flokks­ins fyrir afstöðu hennar til inn­leið­ingu orku­pakk­ans. Í bréf­inu er talað um að „læð­ast aftan að íslensku full­veld­i“, að inn­tak rök­stuðn­ings þeirra sem fall­ast ekki á hræðslu­á­róð­ur­inn sé það sama og „í gern­ing­ar­veðri áróð­urs­ins vegna Ices­a­ve“, að það sé gleði­efni fyrir þjóð­ina „að útfærsla íslenskrar land­helgi er ekki í hönd­unum á stjórn­mála­mönnum sam­tím­ans“, og að erfitt sé að „ímynda sér að þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Ices­a­ve“.

Runnið á lykt­ina til að skapa glund­roða

Það er aug­ljóst að tæki­fær­is­sinn­aðir stjórn­mála­menn, og fyrr­ver­andi valda­menn í til­vist­ar­kreppu, ætla sér að reyna að færa Evr­ópu­um­ræðu á Íslandi frá því að ræða um inn­göngu í sam­bandið í átt að því að yfir­gefa EES-­samn­ing­inn. Í þess­ari veg­ferð ætla þeir að slá um sig með orðum eins og full­veldi, sjálf­stæði, land­ráð og Ices­a­ve.

Valdir fjöl­miðlar spila líka með. Þar ber helst að nefna Útvarp Sögu og svo áður­nefnt Morg­un­blað, sem hefur tapað rúm­lega 1,8 millj­arði króna af sér­hags­muna­pen­ingum hið minnsta frá því að nýir eig­endur tóku við blað­inu snemma árs 2009, og völdu að beita því til að fá önnur tök á umræð­unni. Meðal ann­ars tök sem fela í sér stans­lausan áróður gegn þátt­töku Íslands í Evr­ópu­sam­starfi.

En það felst ekk­ert full­veldi eða sjálf­stæði í aft­ur­haldi eða sam­þjöppun valds hjá fámennri og eins­leitri valda­klíku. Þvert á móti.

Það er stað­reynd að ekk­ert eitt hefur fært Íslandi og Íslend­ingum meiri lífs­kjara­bata en aðildin að innri mark­aði Evr­ópu í gegnum EES-­samn­ing­inn. Lands­fram­leiðsla hefur sexfaldast, mann­rétt­inda­sátt­máli var full­gilt­ur, frelsi til athafna, ferða og við­skipta tók stakka­skiptum og eðl­is­breyt­ing hefur orðið á rétti neyt­enda. Við værum ekki með 2,7 millj­ónir ferða­manna á ári ef ekki væri fyrir frjálst flæði fólks frá Evr­ópu, við værum ekki að flytja út allar þær vörur sem við erum að gera í sama mæli ef ekki væri fyrir auka­að­ild okkar að Evr­ópu­sam­band­inu. Við værum ekki að fá rúm­lega einn Kópa­vog af inn­flytj­end­um, að lang­mestu leyti frá Evr­ópu, til að koma hingað og vera und­ir­staðan í góð­ær­inu okkar og lífs­kjara­bata.

Í raun má segja að erfitt sé að telja upp eina ein­ustu reglu­gerð sem Íslandi hefur verið verið gert að inn­leiða í íslensk lög sem hefur ekki gert líf almenn­ings betra en það var áður.

Skjótasta leiðin til að draga úr lífs­gæðum

Auð­vitað erum við Íslend­ingar enn dálítið sér á báti með gjald­miðil sem kostar okkur svim­andi háa vexti í öllum alþjóð­legum sam­an­burði og efna­hags­sveiflur sem heim­ila stjórn­mála­mönnum aga­leysi við stýr­ingu á þjóð­ar­bú­skapn­um, með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum á venju­legt fólk. Við búum líka við ákveð­inn lýð­ræð­is­halla vegna þess þess að Ísland situr ekki við ákvörð­un­ar­töku­borðið í Evr­ópu, heldur er með auka­að­ild að sam­band­inu, og stjórn­ar­skránni okkar hefur ekki verið breytt í takti við vilja fólks­ins með þeim hætti að hún heim­ili það sjálf­sagða en tak­mark­aða valda­fram­sal sem felst í þátt­töku í mark­aðsvæddu alþjóða­sam­fé­lagi. Um þessa hluti ættum við að vera ræða þegar kemur að Evr­ópu­sam­starfi. Hvort við viljum auka það og efla þátt­töku okkar í því, ekki hvort við ættum að draga okkur út úr því.

­Ljóst er að stuðn­ings­menn þess að 353 þús­und manna Ísland sé frjál­st, fram­sæk­ið, alþjóð­legt, frjáls­lynt og mark­aðs­sinnað ríki sem leggur áherslu á jafn­ræði tæki­færa og telur hag sínum betur borgið sem hluti af 500 milljón manna mark­aði án tollam­úra ættu að geta tekið undir þau orð. Og hafnað því með skýrum rökum að við tökum skref til baka í átt að því að vera ein­angrað örríki sem hefur enga getu til að reka tví­hliða­við­skipta­samn­inga við öll okkar helstu við­skipta­lönd sem gætu skilað okkur meiru en EES-­samn­ing­ur­inn.  

Áður­nefndur Björn Bjarna­son leiðir nú starfs­hóp sem á að vinna skýrslu um kosti og galla EES-­samn­ings­ins. Skyn­sam­leg afstaða hans gagn­vart hinni afvega­leiddu umræðu um inn­leið­ingu orku­pakk­ans gefa góð fyr­ir­heit um þá nálgun sem sá hópur mun von­andi taka. Það blasir enda við að okkar eigin Brex­it, Ísexit úr EES-­samn­ingn­um, væri skjótasta leiðin til að draga úr lífs­gæðum lands­manna sem hægt væri að fara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari