Hvernig munum við taka á okkar Kavanaugh-málum?

Bára Huld Beck blaðamaður veltir fyrir sér sannleikshugtakinu og þeirri afstöðu sem fólk – og samfélagið í heild sinni – tekur með eða á móti þeim sem segjast hafa orðið fyrir ofbeldi eða áreitni.

Auglýsing

Ég sat fyrir framan tölv­una mína í vinn­unni og horfði á yfir­heyrslur öld­ung­ar­deildar Banda­ríkja­þings yfir dóm­ara­efni Trumps í Hæsta­rétt, Brett Kavan­augh, og kon­unni sem sakar hann um kyn­ferð­is­brot, Christine Bla­sey Ford. Skemmst er frá því að segja að ólíkar til­finn­ingar bár­ust í brjósti mér við að heyra þau tala og ég tók strax afstöðu, ég fann hvoru ég trúði.

Það er nefni­lega þannig að fólk hefur til­hneig­ingu til að taka afstöðu annað hvort með fórn­ar­lambi eða meintum árás­ar­að­ila með því að trúa frá­sögn ann­ars hvors. Það er auð­vitað ekki alltaf auð­velt, enda flækj­ast málin þegar frá­sagnir af atburðum eru ólíkar og fólk er ósam­mála um hvað gerst hef­ur.

Mundi mest eftir hlátr­inum

Í þessu máli – sem tröll­ríður Banda­ríkj­unum um þessar mundir – skipt­ist fólk í tvær fylk­ing­ar; annað hvort trúir fólk Ford eða Kavan­augh og hóp­ast það við styðja „sinn“ mann eða kon­una.

Auglýsing

Ford sak­ar Kav­an­augh sem sagt um að hafa reynt að af­­­klæða hana, haldið henni fang­inni ásamt öðrum manni, og káfað á henni þegar hún var fimmtán ára og hann sautján ára, fyrir þrjá­tíu og sex árum síð­an.

Hún sagð­ist í yfir­heyrslum öld­unga­deild­ar­innar vera hund­rað pró­­sent viss um að það hefði verið Brett Kavan­augh sem braut gegn henn­i og að atvikið hefði markað líf hennar og haft mikil and­­leg og lík­­am­­leg áhrif á hana. Þegar Ford var spurð um hvað hún mundi helst frá þessu kvöldi með mönn­unum tveim­ur, meðan annar hélt henni niðri og hélt fyrir munn­inn á henni og hinn horfði á, þá var svar hennar skýrt og greini­legt: hlát­ur­inn. Hrossa­hlát­ur­inn þegar þeir skemmtu sér á kostnað henn­ar.

Kavan­augh kom einnig fyrir þing­­nefnd­ina og neit­aði með öllu að hafa brotið gegn henni og sagð­ist ekk­ert hafa að fela. Hann var í miklu upp­­­námi meðan hann las upp yfir­­lýs­ingu sína og vitn­aði í eigin dag­bæk­­ur, máli sínu til stuðn­­ings, og sagði frá­­­sögn Ford ekki passa við það sem hann hefði skrá­­sett. Hann hefði ekki verið í sam­­kvæmi með Ford þessa helgi – eins og hún hefði sagt – og dag­bæk­­urnar sýndu það.

Hvað segir inn­sæið okk­ur?

Allir þeir sem horfðu á útsend­ing­una frá yfir­heyrslum öld­unga­deild­ar­innar hafa orðið fyrir ein­hvers konar áhrif­um; fólk velur hvoru það vill trúa, það treystir á fram­burð og þær upp­lýs­ingar sem liggja fyr­ir. Við sem horfum á tölvu- eða sjón­varps­skjá­inn og hlust­um, reynum að púsla saman við­burð­unum og með­taka til­finn­ing­arn­ar.

Því það er hið eina sem við höfum í til­fellum sem þess­um. Þegar tveir ein­stak­lingar segja sitt hvora sög­una er okkur vandi á hönd­um. Við hin vorum ekki þarna og getum þar af leið­andi ekki með hund­rað pró­sent vissu sagt til um hvað gerð­is­t. En í öllu þessu mati upp­lýs­inga og álykt­anna gleym­ist líka eitt sem skiptir gríð­ar­legu máli. Nefni­lega hvað inn­sæið segir okk­ur. Hvor frá­sögnin er trú­verð­u­gri? Hvaða frá­sögn trúum við að sé sönn?

Brett Kavanaugh ber vitni.

Sann­leik­ur­inn er ekki afstæður

En veltum fyrir okkur hug­tak­inu sann­leik­ur. Sann­leikur er ekki afstæð­ur. Við höfum full­yrð­ingar sem við köllum sann­leika eins og stærð­fræði­legar full­yrð­ing­ar. Nið­ur­stöður sem eru óhrekj­an­legar út frá gefnum for­send­um.

Atburðir ger­ast á ein­hvern einn hátt. Tökum hvers­dags­legt dæmi – til þess að setja sann­leik­ann í sam­hengi. Ef ég missi kaffi­boll­ann minn í gólfið núna og inni­haldið gusast í allar átt­ir, þá sjást vegs­um­merki þess á gólf­inu, veggj­unum og mér. Ég missi kaffi­boll­ann svo sann­ar­lega. Mörgum árum síðar hefur þessi atburður þurrkast úr minni mínu en atburð­ur­inn átti sér samt sem áður stað. Engin tuska dugir til að eyða hon­um.

Vegs­um­merki af alvar­legum atburðum sitja lengur eftir en kaffi­blett­ir, oft bæði á sál og lík­ama. Það sem flækir málin er upp­lifun okkar á atburðum sem ger­ast. Ég hef frá­brugðnar minn­ingar af atburðum sem áttu sér stað til að mynda fyrir tíu árum síðan en fólkið í kringum mig. Veru­leiki okkar er sá sem við búum við nákvæm­lega á þessu augna­bliki en hann býr einnig í sjálfs­mynd okkar og reynslu.

Málið próf­steinn eftir #metoo

Ég trúi því – og vel að trúa því – að Ford segi satt þegar hún lýsir atburðum sem áttu sér stað fyrir yfir þrjá­tíu árum. Það sama á við um margar frá­sagnir sem komið hafa upp á yfir­borðið í kjöl­far metoo-­bylt­ing­ar­inn­ar. Og það er mik­il­vægt að við tökum afstöðu með fólki sem segir frá reynslu sinni – þegar við metum veru­leik­ann út frá öllum þessum for­sendum sem ég hef útli­stað hér á und­an.

Kavan­augh segir að þetta hafi ekki verið hann. Með engu móti er hægt að segja til um hvort hann sé að segja satt eða ekki – kannski telur hann sig jafn­vel vera fórrn­ar­lamb falskra minn­inga eða póli­tískra ofsókna. Eða hann er ein­fald­lega að ljúga.

En þegar ásökun um svo alvar­legan hlut er borin á borð með þessum hætti, þá er ekki stætt á því að hann sinni jafn ábyrgð­ar­miklu hlut­verki og starfi eins og til stendur að setja hann í. Til þess er efinn of mik­ill vegna þess að í því liggur for­dæm­ið. Þetta er próf­steinn hvernig banda­ríska þjóðin ætlar að taka á málum sem þessum í náinni fram­tíð.

Eftir allt þetta – og þrátt fyrir vitn­is­burð Ford – var til­nefn­ing Kavan­augh í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara samt sem áður sam­þykkt í dóms­mála­nefnd öld­unga­deildar Banda­ríkja­þings á föstu­dag­inn með ell­efu atkvæðum gegn tíu. Hvaða skila­boð sendir það okkur hin­um?

„Hva, má nú ekk­ert?“

Þessar yfir­heyrslur eru enn fremur próf­steinn fyrir aðrar þjóðir og einnig fyrir okkur hér á landi. Enn eru mörg óupp­lýst mál sem liggja í ryk­föllnum skápum víða í sam­fé­lag­inu. Upp­gjörið er rétt að hefj­ast. Ég fjall­aði mjög bjart­sýn um áhrif #metoo í pistli í des­em­ber á síð­asta ári og sá fyrir mér að nýr sam­fé­lags­sátt­máli væri nú í fæð­ingu. Að þær konur sem væru nú að brjóta þagn­ar­múr­inn væru raun­veru­lega að bæta heim­inn. Þetta á enn við; við­horfin eru að breyt­ast og fleiri fá stuðn­ing til að stíga fram og segja frá reynslu sinni. En bakslagið er líka sýni­legt.

„Hva, má nú ekk­ert?“ spyr fólk og agn­ú­ast yfir því að ekki megi lengur trukka og troða sér í sleik.

Svarið er ein­falt. Nei. Það má ekki trukka og troða sér í sleik. Ýmsa hluti sem ekki eru bann­aðir með lögum má ekki heldur gera – því lögin eru tak­mörk­uð. Ef yfir­maður sendir starfs­fólki sínu óvið­eig­andi tölvu­pósta með kyn­ferð­is­legum und­ir­tóni, þá er það ekki í lagi. Það er ekki lagi – þrátt fyrir að vera lög­legt – að gera lítið úr annarri mann­eskju og nið­ur­lægja.

Sam­fé­lagið setur við­miðin

Ábyrgðin er enn rík­ari þegar ein­stak­lingar sitja í valda­miklum stöð­um. Kröf­urnar sem sam­fé­lagið gerir til þeirra eru meiri og er það líka full­kom­lega skilj­an­legt. Að hafa for­seta, dóm­ara eða þing­mann sem sýnir öðrum slíka van­virð­ingu, áreitir eða beitir ofbeldi er for­dæm­is­gef­andi eins og ég kom inn á áðan. Aug­ljós­lega – svo aug­ljós­lega að það er vand­ræða­legt að taka það fram – ætti eng­inn að haga sér svona.

Sam­fé­lagið ákveður líka hver refs­ingin er fyrir hegðun sem þessa því almenn­ings­á­litið er það við­mið sem við höf­um. Felli­byl­ur­inn stendur yfir núna, frá­sagnir kvenna eru að breyta því hvað er leyfi­legt – og hvað ekki.

Ford er ekki ein, við hlið hennar standa millj­ónir kvenna með svip­aða reynslu og það sama má segja um veru­leika íslenskra kvenna. Hér á landi munu vera sömu próf­steinar og þá er spurn­ingin hvernig við munum sem sam­fé­lag taka á slíkum til­fellum – okkar Kavan­aug­h-­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit