Mynd: Birgir Þór Harðarson Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra 7DM_3034_raw_170614.jpg
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Tilfinningin sem ræður í dag er þjáning

Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, skrifar um stöðu stjórnmálanna. Hann fer yfir kjaramál, launahækkanir þingmanna, spillinguna sem almenningur upplifir, hálfgalinn Bandaríkjaforseta, Brexit og pólariseringu heimsins í hægri og vinstri lýðskrumara og kemst að þeirri niðurstöðu að aðalvandi íslensku ríkisstjórnarinnar er hún sjálf.

Þegar hið opin­bera svíkur lof­orð láta flestir sér fátt um finn­ast. Þannig eru stjórn­málin segja menn. Virkur í athuga­semdum lætur eitt­hvað ljótt frá sér fara, en fæstir taka eftir því. Honum finnst allt ómögu­legt hvort sem er. En Virkur er ekki bara ein­hver einn karl sem situr á nær­bux­unum og skrifar það ljótasta sem honum dettur í hug á hverjum degi. Nýleg könnun sýnir að 65% lands­manna telja að margir eða nán­ast allir stjórn­mála­menn á Íslandi séu viðriðnir spill­ingu. Almenn­ingur býst ekki við að slíkt fólk standi við lof­orð.

For­maður VR, stærstu laun­þega­sam­tak­anna með 35 þús­und félaga að baki sér, býr sig undir átök og hefur pantað gult vesti frá Frakk­landi, ein­kenn­is­bún­ing þeirra sem hafa barist við lög­reglu í París und­an­farnar vik­ur. Í pistli for­manns Efl­ingar kom fram að kjarni kjara­bar­átt­unnar væri ein­fald­ur: „Að vinnu­aflið geti lifað mann­sæm­andi og góðu lífi og hafi völd í sam­fé­lag­in­u.“

Lít­ill áhugi er á björtu hlið­un­um. Tölur Hag­stof­unnar sýna að kaup­máttur launa hefur aldrei verið meiri, skuldir og van­skil heim­ila tals­vert minni en t.d. árið 2004, áður en útrás­ar­vík­ing­arnir og ímynduð afrek þeirra voru nán­ast orðin trú­ar­brögð. Atvinnu­leysi hefur minnkað ár frá ári og er innan við 3%.

Nei­kvæðu frétt­irnar eru að verð­bólgan hefur ekki verið meiri í fjögur ár og rík­is­stjórnin telur sér það til tekna að hafa aukið útgjöld mik­ið. Það er svo gott að gefa eigur almenn­ings og auð­vitað vilja stjórn­mála­menn fá hrós fyr­ir.

Fyr­ir­sögn þess­arar greinar kemur úr nýlegu við­tali við Stefán Jón Haf­stein í Rík­is­út­varp­inu. Lík­lega á hann koll­gát­una. Margir hafa það skítt og mörgum finnst þeir hafa það skítt meðan lít­ill hópur lifi í vellyst­ing­um. Lífs­kjara­könnun Hag­stof­unnar bendir til þess að um 30% þjóð­ar­innar eigi erfitt með að ná endum saman og eigi ekki fyrir óvæntum útgjöld­um. Þessi tala skýrir það hvers vegna margir eru ósáttir við sinn hlut, jafn­vel þó að þjóðin standi að mörgu leyti vel, bæði í sögu­legu sam­hengi og alþjóð­legum sam­an­burði.

Mér fannst ég finna til

Sig­urður Gríms­son þótti efni­legt skáld fyrir næstum heilli öld. Hann gaf út ljóða­bók­ina Við lang­elda árið 1922 og hreifst af Ólafi Frið­riks­syni, fyrsta alvöru komm­ún­ista Íslands­sög­unn­ar. Sig­urður sagði um hann: „Hann var brenn­andi í and­anum - og pré­dik­aði sós­í­al­isma alls stað­ar, þar sem hann gat komið því við. Það var líf í tusk­un­um, þar sem hann kom. Eldur í æðum. Við hrif­umst af þessu, eins og lög gera ráð fyrir og dróg­umst ósjálfrátt að hon­um. Svo kom að því að við stofn­uðum Jafn­að­ar­manna­fé­lag Íslands.“

Á þriðja tug þúsund manns mótmæltu ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, og sérstaklega forsætisráðherranum sjálfum, á Austurvelli snemma í apríl 2016.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

En Sig­urður hvarf fljótt af trúnni og fékk fyrir glósur vinstri manna sem hædd­ust að ljóð­línu hans: „Mér fannst ég finna til“. Sig­urður lét sér fátt um finn­ast og rifj­aði upp gamla tíma: „Manni leið aldrei vel ef maður gat ekki fundið sorg­ina ein­hvers stað­ar. Samt voru engir ham­ingju­sam­ari en þessi ungu, sorg­bitnu skáld.“

Því rifja ég upp sög­una af Sig­urði Gríms­syni að hend­ing hans lýsir vel til­finn­ingum margra um þessar mund­ir. Ekki bara fólks á Íslandi heldur víða um heim. Fyrir réttum tíu árum skrif­aði ég: „Ofuraflið sem leys­ist úr læð­ingi þegar inn­byrgð reiði brýst út getur valdið íslensku þjóð­fé­lagi slíkum skaða að eng­inn hefur áður kynnst slíku hér á land­i.“ Reiðin var mikil á árunum 2008-9 og hún hefur kraumað undir niðri síð­an. Hún getur blossað upp þegar minnst var­ir.

Tug­þús­undir mættu á Aust­ur­völl vorið 2016 eftir að þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra gerði Ísland frægt um víða ver­öld með því að kann­ast ekki við fyr­ir­tæki sitt sem skráð er í Panama. Hann hrökkl­að­ist úr emb­ætti, en einu og hálfu ári síðar var hann mættur á Alþingi við sjö­unda mann. Þá taldi rúm­lega einn af hverjum tíu Íslend­ingum best að fela hon­um, með­reið­ar­sveinum og -mey hans að leiða þjóð­ina.

Ári síðar mætti hann á Klaust­ur­bar­inn með gam­an­mál um fjar­stadda alþing­is­konu: „Það voru ýmsir sem sögðu ‘take one for the team’ en Beggi var ekki til“ sagði Sig­mundur Davíð og upp­skar hlátur félaga sinna í K-6 hópn­um.

Um fyrr­ver­andi vin­konu sína segir hann af alkunnu lít­il­læti: „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aft­ur“ og bætti síðar við: „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karl­menn eins og kven­fólk kann.“

Ég hef löngum talið að virð­ing Alþingis væri í raun mæld með virð­ingu þess sem minnsts álits nýt­ur. Alþingi er ekki hátt skrifað þessa dag­ana.

Þess vegna eru margir reiðir

Stundum get ég ekki annað en brosað þegar okkar ágæti for­sæt­is­ráð­herra talar um sam­ráð rík­is­stjórn­ar­innar við verka­lýðs­hreyf­ing­una. Í ræðu sagði hún að „eitt af for­gangs­málum mínum sem for­sæt­is­ráð­herra [var] að slá nýjan tón í sam­skipt­unum og sýna strax að þessi rík­is­stjórn hafi skýran vilja til að hlusta eftir óskum og áhyggjum bæði verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og full­trúa atvinnu­rek­enda og bregð­ast við þeim eins og helst er unn­t.“ Ekki fara sögur af því að verk­stjóri rík­is­stjórn­ar­innar hafi fjallað um það þegar ljós­mæður og BHM fundu sig knúin til þess að „lýsa undrun og van­þóknun á ummælum heil­brigð­is­ráð­herra“ eins og gerð­ist í kjara­deil­unni síð­ast­liðið vor.

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­vera Katrínar og arf­taka míns sem fjár­mála­ráð­herra, hafði ekki starfað lengi þegar boðað var til fundar með for­ystu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar á Þing­völl­um. Bæði fyrir og eftir þetta átti ég mikil sam­skipti við þennan hóp, enda eðli­legur hluti af starfi fjár­mála­ráð­herra. Ég sendi reyndar ekki út frétta­til­kynn­ingu í hvert skipti, en sam­skiptin voru síður en svo neitt leynd­ar­mál; ég birti til dæmis á FB mynd af mér með for­manni BSRB og for­seta ASÍ við Öxará. En sumir stjórn­mála­menn hafa þá skemmti­legu kenn­ingu að sagan byrji með sér.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var skammlífasta meirihlutastjórn sögunnar. En hún náði samt að funda með verkalýðsforystunni.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þó að sam­skiptin við for­ystu verka­lýðs­fé­laga hafi verið ágæt, leyndi það sér ekki að und­ir­rót óánægju og bit­urðar í hreyf­ing­unni var ákvörðun Kjara­ráðs um að hækka laun þing­manna um tugi pró­senta. Um 44,3% á einu bretti árið 2016. Um það hefur síðan verið deilt hvort hækk­unin hafi verið rétt­mæt eða ekki, til dæmis með því að bera laun þing­manna saman við laun for­ystu verka­lýðs­fé­laga eða skoða launa­breyt­ingar yfir lengri eða skemmri tíma.

Vand­inn við þessa miklu hækkun Kjara­ráðs var einmitt það að hún var mikil á einu bretti og miklu meiri en þær tölur sem almennir laun­þegar höfðu sjálfir séð. Engu máli skipti hvort launin eftir hækkun væru sann­gjörn eða ekki, skað­inn var skeð­ur. Fólk lét sér líka fátt um finn­ast þegar þing­menn ákváðu ein­hliða að draga úr starfstengdum greiðslum og skeytir lítt um að þing­far­ar­kaup hefur ekki hækkað síðan 2016.

Ummæli sumra þing­manna hafa ekki hjálp­að, þegar þeir ögra almenn­ingi bein­lín­is. Þing­maður VG, Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, taldi eðli­legt að styrkur frá þing­inu ætti að standa undir fjár­fest­ingum hennar í íbúð: „Ég fæ í kringum 180 þús­und á mán­uði því ég held tvö heim­ili og það dugar ekki fyrir afborg­unum af lánum af þeirri íbúð sem ég fjár­festi hér í 2013.“

Það er grá­glettni örlag­anna að hefði Kjara­ráð ákveðið að hækka launin í takt við launa­vísi­töl­una frá upp­hafi árs 2016 til dags­ins í dag og ekki hefði komið til áður­nefndrar skerð­ingar á starfstengdum greiðslum til þing­manna væru kjör þing­manna svipuð því sem nú er, en reiðin myndi ekki krauma und­ir.

Við hlustum því við erum góð

Aðal­vandi rík­is­stjórn­ar­innar er hún sjálf. Með ítrek­uðum yfir­lýs­ingum um að hún ætli að leggja mikið til mál­anna í samn­inga­við­ræðum á vinnu­mark­aði hefur hún í raun fært samn­ings­mark­miðin til. Stærstu verka­lýðs­fé­lögin vilja „hafa völd“ í sam­fé­lag­inu og ætla að sækja þau völd til rík­is­stjórn­ar­innar í verka­lýðs­bar­átt­unni nú eftir ára­mót. Fjár­mála­ráð­herra reynir að draga í land og segir að kannski geri rík­is­stjórnin ekk­ert, á sama tíma og for­sæt­is­ráð­herr­ann hefur sam­talið og „hlustar eftir óskum og áhyggj­u­m“.

Jafn­framt því sem for­sæt­is­ráð­herra gefur í skyn að nóg svig­rúm sé í rík­is­fjár­málum til þess að gera margt fyrir verka­lýðs­fé­lögin situr sam­göngu­ráð­herra ekki auðum hönd­um. Hann vill taka lán sem verður „minnst 50 til 60 millj­arðar króna“ og stefnt er að því að þau verði borguð að loknum verk­tíma sem yrði í fyrsta lagi 2024.

Benedikt segir að aðalvandi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sé ríkisstjórnin sjálf.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í fjár­hags­á­ætlun þeirri sem ég lagði fram vorið 2017 var sér­stak­lega stefnt að því að minnka umfang rík­is­ins á kjör­tíma­bil­inu og lækka skuld­ir. Núver­andi rík­is­stjórn hefur þegar ákveðið að tefla á tæp­asta vað, svo mjög að VG hafði for­göngu um að skera niður áætlað fram­lag til öryrkja svo hægt væri að lækka veiði­gjöld á útgerð­ina. Ætla má að vænt­an­legur pakki til samn­inga á vinnu­mark­aði muni kosta ein­hverja tugi millj­arða. Ofan á þetta á svo að taka lán til vega­á­ætl­un­ar, en auð­vitað ekki að taka veggjöld á móti, eins og gefið hefur verið í skyn. Það stefnir því allt í að ríkið verði rekið með halla og safni skuldum í góð­ær­inu.

Ég mun halda áfram með United

Í Was­hington situr hálf­gal­inn for­seti einn í Hvíta hús­inu og tístir í gríð og erg. Það væri í sjálfu sér í lagi ef hann léti þar við sitja, en hann reisir á sama tíma múra umhverfis Banda­ríkin og ein­angrar þannig það ríki sem áður var í for­ystu fyrir frjálsum við­skipt­um. Og all­stór hluti Amer­ík­ana og rit­stjóri á Íslandi láta sér vel líka.

For­sæt­is­ráð­herra Breta er ekki gal­inn, en fær í hendur það verk­efni að gera ríkið valda­laust í sam­fé­lagi þjóð­anna og skerða lífs­kjör almenn­ings í leið­inni. Leið­togi stjórn­ar­and­stöð­unnar er sós­í­alisti af gamla skól­anum sem lætur sér vel líka að fylgj­ast með Bretum verða ann­ars flokks. Hér á landi eru svo stjórn­mála­menn sem sjá í nið­ur­læg­ingu Breta ýmis tæki­færi, þó að eng­inn viti enn hver þau eru.

Vinstri popúlistar víða um heim hafa sam­ein­ast undir merkjum þeirra Bernie Sand­ers, sem vildi verða for­seta­efni Demókrata í Banda­ríkj­un­um, og Yanis Varoufa­kis, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Grikkja. Þekkt­ustu liðs­menn þeirrar hreyf­ingar eru Julian Assange (sem studdi reyndar Trump), Noam Chom­sky, Cynthia Nixon og Katrín Jak­obs­dótt­ir. Þessi hreyf­ing hafnar end­ur­bóta­stefnu (e. reformis­m), sem hefur verið leið jafn­að­ar­manna til sós­í­al­isma, gagn­stæð bylt­ing­ar­stefn­unni.

Heim­ur­inn er sem sé að pól­ariser­ast í hægri og vinstri lýð­skrumara. Það er ekki bara for­ingi VG á Íslandi sem gengur í slíka hreyf­ingu, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ákvað fyrir nokkrum árum að ganga úr Evr­ópu­sam­tökum hóf­samra íhalds­flokka þar sem Kristi­legir demókratar Ang­elu Merkel hafa ætíð verið og færði sig til yfir í sam­tök hægri öfga­flokka.

En for­ingj­arnir þurfa lítið að ótt­ast. Sauð­tryggir flokks­menn fylgja sínu liði óháð stefn­unni. „Ég mun halda áfram með United eins og ég mun halda mig við Sjálf­stæð­is­flokk­inn“, sagði einn stuðn­ings­maður um jól­in.

Allt er þetta ugg­væn­legar fréttir fyrir venju­legt fólk á Íslandi, fólk sem finnst það ekki brýn­asta verk­efnið að auka hagnað útgerð­ar­innar eða koma í veg fyrir það að fólk á Íslandi fái ódýr­ari mat. Fólk sem vill hafa stöðugan gjald­mið­il, en ekki krónu sem getur sveiflað til millj­örðum úr einum vasa í annan eins og auga væri depl­að.

Horfur eru ekki góðar fyrir þá sem vilja að Ísland verði sam­keppn­is­hæft ríki þar sem stöð­ug­leiki og sann­gjarnar leik­reglur gildi. Rík­is­stjórnin undir for­yst­u VG hefur tekið að sér að verja hag þeirra sem mest hafa haft milli hand­anna. Á sama tíma vill verka­lýðs­hreyf­ingin hækka laun um ákveðna krónu­tölu, tals­vert umfram hag­vöxt, en það er ávísun á frek­ari verð­bólgu. Jafn­framt vill hún afnema verð­trygg­ingu, án þess þó að leggja til leið sem tryggir stöð­ug­leika, lægri vexti eða ódýr­ari mat­væli.

Er ein­hver von?

Ég var spurður að því á Þor­láks­messu hvort frjáls­lyndu öflin í sam­fé­lag­inu væru ekki of dreifð. Vissu­lega er það ekki sér­stak­lega til þess að auka stöð­ug­leik­ann hve margir flokkar sitja á Alþingi. Ég get vel við­ur­kennt það, þó að ég hafi lagt mitt af mörkum til þess að fjölga þeim.

Hinn hálfgalni Bandaríkjaforseti gleður suma landa sína, og einn ritstjóra á Íslandi.
Mynd: EPA

Segja má að flokk­arnir á Alþingi skipt­ist í stórum dráttum í þrennt: Fram­sókn­ar­flokk­ana þrjá sem nú mynda rík­is­stjórn gegn umbót­um, frjáls­lynda fylk­ingu þriggja flokka, Við­reisn­ar, Pírata og Sam­fylk­ing­ar, sem vilja breyt­ingar á kerfum með mis­mun­andi áherslum þó og tvo flokka sem einkum virð­ast hverf­ast um for­ingja sína. Skylt er að geta þess að innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru líka nokkrir frjáls­lynd­ir, en margir þeirra féllu út í síð­ustu kosn­ing­um, en þó ekki all­ir. Jafn­framt hefur Sam­fylk­ingin snúið sér meira til vinstri að und­an­förnu en áður, lík­leg­ast vegna þess að hún sér þar tóma­rúm eftir að VG gekk form­lega í Fram­sókn­ar­fylk­ing­una. Ekki er ólík­legt að Sós­í­alista­flokk­ur­inn fái hljóm­grunn hjá þeim hluta vinstri manna sem ekki sættir sig við að vera upp­fyll­ing­ar­efni.

Er ein­hver von til þess að frjáls­lyndi hóp­ur­inn nái áhrifum eða völdum á næst­unni? Meðan flokks­menn í VG una því að flokk­ur­inn sé brjóst­vörn sægreif­anna eru allar líkur á því að rík­is­stjórnin sitji út kjör­tíma­bil­ið. Því er það spurn­ingin hvort útlit sé fyrir breyt­ingar þegar þar að kem­ur. Reynslan gefur ekki góð fyr­ir­heit, hún bendir til þess að miklu auð­veld­ara sé að fá fólk upp á móti ein­hverju en með. Þó að meiri­hluti þjóð­ar­innar vilji taka upp annan gjald­miðil og líti á fiski­miðin við Ísland sem sam­eign þjóð­ar­inn­ar, þá hefur United-heil­kennið á end­anum haft yfir­hönd­ina og stór hluti kjós­enda leitar heim á sinn bás. Þangað vill klár­inn sem hann er kvaldast­ur.

Stjórn­mála­bar­átta vinnst samt ekki með því að líta stöðugt um öxl. Nýlega birt­ist við­tal við Hes­eltine lávarð, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­for­sæt­is­ráð­herra Breta, þar sem hann talar um hvernig hans kyn­slóð, í dap­ur­legri for­tíð­ar­hyggju, spillir fyrir kom­andi kyn­slóð­um. Á Íslandi höfum við séð það sama ger­ast. Menn sem gætu verið virtir hugs­uð­ir, elder statesmen, eyða allri sinni orku í að halda í kerfi sem leiðir til minni vel­sæld­ar.

Vonin er að ungt fólk taki höndum saman við víð­sýnt fólk af eldri kyn­slóðum og saman sköpum við sam­fé­lag sem þar sem lögð er áhersla á almanna­hag og sér­hags­munir látnir lönd og leið. Ég er bjart­sýn­is­maður og hef trú á því að heim­ur­inn fari batn­andi, þó að syrti um stund.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit