Hvalveiðiskýrsla Hagfræðistofnunar: Hvorki hinn heilagi sannleikur né samsæri Hvals hf.

Eikonomics rýnir í umdeilda hvalveiðiskýrslu. Og sest á grindverkið hvað varðar palladóma um hana.

Auglýsing

Í jan­úar gaf Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands út skýrslu varð­andi þjóð­hags­leg áhrif hval­veiða. Skýrslan, sem er rúm­lega 50 blað­síður og skrifuð á hag­fræðsku, kemst að þeirri nið­ur­stöðu að það sé eflaust þjóð­hags­lega hag­kvæmt að veiða hval, að gefnum for­send­um.

Mót­tökur skýrsl­unnar hafa verð bland­aðar og væg­ast sagt ýkt­ar. Stuðn­ings­menn hval­veiða hampa henni eins og nú sé komið vís­inda­legt plagg sem stað­festi nauð­syn grein­ar­innar geta hippar og önnur snjó­korn hætta að ybba gogg. And­stæð­ingar hval­veiða urðu hins vegar öskuillir og láta eins og Hag­fræði­stofnun gangi eitt­hvað til og stofn­unin sé í raun í fullri vinnu við að vernda sér­hags­muni Krist­jáns Lofts­son­ar.

Það er tvennt sem sam­einar hávær­ustu (oft sjálf­skip­aða) tals­menn þess­ara tveggja hópa: 1) oft hafa þeir greini­lega bara lesið inn­gang­inn, og ekki alla skýrsl­una; og 2) ef þeir hafa lesið hana hafa þeir ekki gert það af miklum skiln­ingi (sem er eðli­legt þar sem hag­fræð­ingar verða seint frægir fyrir aðgengi­leg skrif).

Auglýsing

Hvað er Hag­fræði­stofn­un?

Hag­fræði­stofnun er eig­in­lega ekki stofn­un, alla­vega ekki eins og við hugsum venju­lega um stofn­an­ir. Heldur er hún nokkur skrif­borð á þriðju hæð í Odda þar sem fimm karlar vinna hag­rann­sóknir. Verk­efna­val og rekstur stofn­un­ar­innar er á herðum fimm manna stjórn­ar. Stjórnin er sam­an­sett af tveimur fræði­mönnum við HÍ, einni fræði­konu við HÍ, full­trúa hag­fræði­nema, og svo (af ein­hverjum ástæð­um) fram­kvæmda­stjóra Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga.

Mark­mið og til­gangur stofn­un­ar­innar er nokkuð skýr en í meg­in­máli er hann að styðja við og byggja upp skiln­ing okkar á hag­kerf­inu sem við köllum Ísland. Einnig ber þeim að sinna þjón­ustu­verk­efnum í hag­fræði, sem skýrslan um hval­inn flokk­ast eflaust und­ir. Með öðrum orðum þá er hlut­verk þeirra að vinna rann­sókn­ir,  hjálpa öðrum með því að vinna rann­sóknir og deila þessum rann­sóknum með hinum og þess­um.

Stofn­unin reynir með besta móti að vinna fag­legar rann­sókn­ir, án utan­að­kom­andi áhrifa. Að sjálf­sögðu er mann­skepnan ófull­komin og þegar unnið er með ófull­komin vís­indi er alltaf hætta á að eigin hug­myndir um heim­inn liti rann­sókn­irn­ar. En Hag­fræði­stofnun reynir sitt besta – með ýmsum aðferð­um, eins og rit­rýn­ingu – til að koma í veg fyrir það.

Því sama hvernig á það er lit­ið, er starfs­fólk stofn­un­ar­innar ekki í lið með einni eða annarri fylk­ing­unni. Þetta eru bara mann­verur sem reyna bara að svara spurn­ing­um, sem oft er erfitt að svara.

Hvað segir þessi bless­aða skýrsla?

Skýrslan er 50 blað­síður af gröf­um, töflum og texta á hag­fræðsku. Ágrip skýrsl­unnar (sam­an­tekt í byrjun skjals­ins), útskýrir ýkta hegðun stuðn­ings­manna hval­veiða. Þar stendur orð­rétt að rök hnígi „til þess að hag­kvæmt sé fyrir þjóð­ar­hag að haldið verði áfram að veiða hvali“. Og það er vissu­lega rétt, en aðeins í því tak­markað sam­hengi sem skýrslan er skrif­uð.

Ef skýrslan er aftur á móti öll les­in, þá kemur fljótt í ljós að þessi bati þjóðar veltur ekki á hval­veiðum sem slík­um, heldur frekar hvala­drápi. Það er að segja þessi mikli ábati á að verða til af því að: hvalur borðar fisk; minni fiskur er í sjón­um; og útgerðin getur þar af leið­andi veitt og selt minni fisk. Og ef við drepum hvali verður meiri fiskur í sjónum fyrir útgerð­ina að veiða og selja svo til útlanda.

Einnig er það nokkuð skýrt í skýrsl­unni að hval­veiðar eru bæði áhættu­samur og hálf (eða jafn­vel full) glat­aður rekstur til að vera í. Til að mynda voru engar lang­reyðar veiddar árin 2016 og 2017 vegna veð­urs. Árið þar á und­an, sem var gósenár, veidd­ust 155 lang­reyð­ar, samt tap­aði Hvalur hf. um það bil 100 milj­ón­um. En Hag­fræði­stofnun er að sjálf­sögðu fag­leg og útskýrir þessa punkta í formi gagna og grein­ing­ar, en fara ekki leynt með stað­reynd­ir.

Skýrslan hefur hlotið tals­verða gagn­rýni fyrir að taka hið flókna sam­band hvala og fiska út fyrir sviga. Stundum hljómar umræðan eins og Hag­fræði­stofnun sé að reyna að fela eitt­hvað. En svo er ekki. Í skýrsl­unni stendur skýrt að „erfitt [sé] að meta heild­ar­á­hrif­in, vegna þess að vist­fræði­legt sam­spil hvala- og fiski­stofna er flók­ið.“ Að sjálf­sögðu á gagn­rýnin rétt á sér, en það rétt skal vera rétt: Hag­fræði­stofnun er ekki að reyna að blekkja einn eða neinn. Þeir eru bara að reyna að setja tölu á verð­mæti hval­veiða.

Hvað hefði þessi skýrsla ekki átt að segja?

Á köflum á skýrslan til að sippa í gegnum mik­il­vægar for­sendur sem hún gefur sér. Til að mynda er því haldið fram að gera megi „ráð fyrir því að stærð­ar­hag­kvæmni sé í hval­veið­um, þannig að arð­semi Hvals hf. auk­ist ef veiðar aukast.“ Það má vel vera, en engin til­raun er gerð í skýrsl­unni til þess að færa frek­ari rök eða sönnur á þessa ábend­ingu. Og er ef það er ekki gert er betra að sleppa því.

Einnig er stuttur kafli í skýrsl­unni, sem hefur heldur betur valdið fjað­ur­foki, sem er erfitt að skilja hvaða til­gangi þjón­ar. Kafl­inn fjallar um nátt­úru­vernd­ar­hryðju­verkaógn­ina. Þó erfitt sé að segja, þá virð­ist til­gangur kafl­ans vera að gera grein fyrir þeim kostn­aði sem fylgir því að veiða hvali, í formi auk­inna lík­inda á því að hryðju­verk verði fram­in. Það er að segja, ef hval­veiðar fela í sér aukna hryðju­verkaógn, þá dregur það úr þeim ábata sem hval­veiðar hafa í för með sér.

Ekki er mikið kjöt á kafl­anum og draga höf­undar rann­sókn­ar­innar þá nið­ur­stöðu að áhættan sé til en lítil og pæla svo ekk­ert meira í því. Því bætir þessi kafli engu við grein­ing­una, en með honum gaf Hag­fræði­stofnun færi á sér, sem nátt­úru­vernd­ar­innar hafa nýtt sér til að gagn­rýna skýrsl­una.

Hvað hefði þessi skýrsla átt að segja?

Að öllu jöfnu er þessi skýrsla ágæt. Hún er skýr og reynir ekki að fela for­sendur né draga úr þeirri óvissu sem útreikn­ingum hennar fylgja. Hún átti svo sann­ar­lega hvorki skilið þá trylltu gagn­rýni né ofsa­fengna lof sem hún fékk. Það hefði þó svo mátt bæta skýrsl­una og með því kannski losna aðeins við þá ýktu umræðu sem fylgdi henni.

Það fyrsta sem vantar í skýrsl­una er í það minnsta ein­hver umræða, eða til­raun, til þess að meta verð­mæti vernd­un­ar. Til að mynda hef ég óbeit á hval­veiðum (af til­finn­inga­leg­um, órök­vísum ástæð­um: hvalir > belj­ur), það væri því mik­ils virði fyrir mig, og mína líka, ef við hættum að slátra þessum undra­fögru risum hafs­ins. Fullt af fólki er á sama máli og er því verndum lík­lega mik­ils virði fyrir sam­fé­lagið í heild sinni. Hag­fræð­ing­ar, sér­stak­lega umhverf­is­hag­fræð­ing­ar, búa yfir tólum og tækjum til þess bæði að pæla í og mæla þennan bata. Og að þeim sé ekki beitt að ein­hverju leyti í slíkri skýrslu dregur hana vissu­lega nið­ur.

Í öðru lagi, þá byggja útreikn­ingar skýrsl­unnar og ráð­gjöf hennar aðal­lega á því að drepa um 16 þús­und afræn­ingja (hvali). Þessir útreikn­ing­arnir gefa sér það að hvalir hafi ein­ungis nei­kvæð áhrif á aðra stofna. En eins og skýrslan bendir heið­ar­lega á er er sam­spil hvala og fiska alls ekki skýrt, því ber að taka útreikn­ingum með fyr­ir­vara. Edda Elísa­bet Magn­ús­dótt­ir, aðjúnkt í líf­fræði, lagði einnig áherslu á þetta í sinni gagn­rýni og benti á að það gæti meira að segja verið að hvalkúkur hjálpi öðrum stofnum að vaxa of dafna. Því hefði verið ráð­legt ef Hag­fræði­stofnun hefði gert til­raun til þess að reikna óviss­una. Það er að segja, þeir hefðu kannski getað hringt í kollega sína, líf­fræð­ing­ana, og reynt að kom­ast til botns á þeirri óvissu sem fylgir for­sendum sínum og reiknað svo út batann út frá nokkrum sviðs­mynd­um.

Í þriðja lagi mætti Hag­fræði­stofnun reyna að gera efnið sitt aðgengi­legra fyrir almenn­ing, sér­stak­lega þegar það snertir svona marga og varðar svo við­kvæmt mál­efni. Til að mynda gæti stofn­unin gefið út ótækni­lega sam­an­tekt. Það er nokkrar blað­síður sem útskýrir hvað var gert og hver var nið­ur­stað­an, á máli sem hinir óhag­fræði­mennt­uðu skilja vel.

Skýrslan er ágæt. Hún er heið­ar­leg til­raun heið­ar­legra hag­fræð­inga til að reyna að magn­færa eitt­hvað sem er ótrú­lega erfitt að magn­færa. Og það er hið besta mál. Skýrslan er ekki sam­særi og heldur eru nið­ur­stöður hennar ekki heilagar kýr. Skýrslan var rit­rýnd af tveimur hlut­lausum hag­fræð­ing­um, eins og venjan er. Kannski næst þegar Hag­fræði­stofnun skrifar um svo flókið mál­efni, sem að miklu leyti teng­ist líf­fræði, þá ættu þeir kannski að láta einn hag­fræð­ing og einn líf­fræð­ing rit­rýna skýrsl­una, í stað tveggja hag­fræð­inga. Það gæti sparað smá drama.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics