Auglýsing

Sú staða sem nú er komin upp í kjara­málum kemur engum sem fylgst hefur með þeim und­an­farin ár á óvart. Það hefur blasað við lengi að verk­föll, með til­heyr­andi alls­herj­ar­skaða fyrir sam­fé­lagið allt, væru lang lík­leg­asta nið­ur­stað­an. Hóp­arnir sem eru að eiga sam­tal eru ekki að tala sama tungu­mál­ið. Annar vill verja stöð­ug­leika sem hinn telur að sé rót þeirra lífs­kjara sem umbjóð­endum þeirra er skammt­að. Annar ver kerfi sem hinn telur að sé beygt til að virka fyrst og síð­ast fyrir útvalda, en skilji stóra hópa eft­ir.

Efna­hags­kerfið er að kólna. Á því er eng­inn vafi. Lítið þarf út af að bregða til að það verði sam­dráttur í ár. Spár gera til að mynda ráð fyrir því að heild­ar­sæta­fram­boð til Íslands muni minnka um 800 þús­und frá því sem var í fyrra, eða um tíu pró­sent. Það þarf ekk­ert að vera hag­fræð­ingur til að reikna gróf­lega út hversu víð­tækar afleið­ingar á alla anga ferða­þjón­ust­unnar það mun hafa.

Og verk­föll eða hærri launa­hækk­anir en atvinnu­lífið ber munu lík­ast til leiða af sér atvinnu­leysi og hærri vexti. Ef verð­bólgan tekur hressi­lega við sér á sama tíma vegna lækk­andi gengi krónu, sem er sann­ar­lega ekki ólík­legt að ger­ist þegar inn­lendir og erlendir fjár­magns­eig­endur fara að færa pen­ing­anna sína út úr íslenska krón­urús­sí­ban­anum í enn meira magni og í raun­veru­legan stöð­ug­leika ann­arra mynta þar til að næsta upp­sveifla hefst, þá mun þorri launa­fólks gjalda fyrir það með kaup­mátt­arrýrnun og hærri lán­um. Við skulum nefni­lega muna að 77 pró­sent heild­ar­skulda heim­ila eru verð­tryggð­ar.

Veislu­borðið er hlaðið en það sitja ekki allir við það

Hvernig komumst við á þennan stað? Allar hag­stærðir benda til þess að hlut­irnir gangi svo vel. Það hefur verið blússandi hag­vöxtur sjö ár í röð. Kaup­máttur launa hefur stór­auk­ist á örfáum árum. Skulda­staða rík­is­sjóðs og heim­ila hefur tekið algjörum stakka­skiptum og heil­brigð­ari en nokkru sinni áður. Við sem sam­fé­lag erum með jákvæða eigna­stöðu við útlönd. Búið er að leysa úr flestum stóru efna­hags­legu úrlausn­ar­efnum banka­hruns­ins með jákvæðum hætti. Lands­fram­leiðsla hefur aldrei mælst hærri. Tekju­jöfn­uður mælist mjög mik­ill í öllum sam­an­burði. Út frá hag­stærðum hefur staðan aldrei verið betri. Veislu­borðið er að svigna undan skraut­t­ertum og öðrum efna­hags­legum kræs­ing­um.

Auglýsing
Hverjum er um að kenna að hér sé þá komið upp þrátafl sem mun óhjá­kvæmi­lega leiða af sér afleið­ingar sem eru nei­kvæðar fyrir okkur öll? Er það hinni nýju verka­lýðs­for­ystu sem töngl­ast er á að sé sturluð og án umboðs þrátt fyrir að hún sé lýð­ræð­is­lega kjör­inn og staða ann­ars leið­toga hennar sé svo sterk að eng­inn hafi lagt í að bjóða sig fram gegn hon­um? Er þetta kannski allt Gunn­ari Smára Egils­syni að kenna, líkt og sumir vilja af láta? Eða óbil­gjarnra atvinnu­rek­enda sem vilja bara éta alla kök­una sjálfir og láta fólkið sem býr til auð­inn með svita og blóði týna upp mylsn­una af henni til að draga fram líf­ið? Jafn­vel Ásgeiri Jóns­syni hag­fræð­ingi vegna þess að hann vann einu sinni í banka og er óhræddur við að opin­bera skoð­anir sínar sem eru mjög óvin­sælar í ákveðnum kreðsum?

Nei, allt ofan­greint er afleið­ing. Við­bragð, ekki orsök. Hér hafa verið teknar póli­tískar ákvarð­anir sem hafa leitt af sér þessa stöðu. Þetta stríð. Og það sem blasir við okkur í dag er birt­ing­ar­mynd þess.

Póli­tískar ákvarð­anir um að gefa sumum pen­ing

Það er stað­reynd að teknar voru stórpóli­tískar ákvarð­anir hér eftir hrun um að hjálpa þeim sem áttu fast­eign með pen­ingum úr rík­is­sjóði, á sama tíma og byrðar juk­ust á þá sem áttu ekki kost á að eign­ast slík­ar. Skýrasta birt­ing­ar­mynd þess var Leið­rétt­ing­in. Í henni fólst ann­ars vegar að færa 72 millj­arða króna til eig­enda fast­eigna, að mestu til tekju­hærri og eign­­ar­­meiri hópa sam­­fé­lags­ins. Hins vegar fólst í henni að heim­ila þeim sem safna sér­eigna­sparn­aði að nota hann skatt­frjálst til að greiða niður höf­uð­stól lána sinna. Þeir sem nýta úrræðið eru fyrst og síð­ast tekju­hærri hluti þjóð­ar­inn­ar. Fyrir um ári síðan höfðu atvinnu­rek­endur ráð­stafað á milli 15 til 16 millj­arða króna inn á höf­uð­stól þeirra sem nýttu úrræð­ið. Um tæra launa­við­bót er að ræða fyrir þann hóp. Og ríkið var á sama tíma búið að gefa eftir á bil­inu 12 til 13 millj­arða króna í skatt­greiðslur til þessa sama hóps.

Sam­hliða því að rík­is­sjóður var að gefa þessum hópi pen­inga bötn­uðu vaxta­kjör gríð­ar­lega, verð­bólga var sögu­lega lág í mörg ár og ruðn­ings­á­hrif af ferða­þjón­ustu tvö­fald­aði fast­eigna­verð. Eigna­fólk­ið, bæði stór­eigna­fólkið í fjár­magns­eigna­stétt­inni sem á millj­arða, og stór hluti milli­stétt­ar­inn­ar, hefur mok­grætt á þessu ástandi. Kaup­máttur þessa fólks hefur stór­auk­ist og lífs­kjör þess batn­að.

Póli­tískar ákvarð­anir um að skerða lífs­gæði sumra

Á hinum enda hús­næð­is­mark­að­ar­ins er staðan allt önnur og verri. Reykja­vík­ur­borg, langstærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins, hefur árum saman ekki tryggt nægj­an­legt fram­boð af íbúðum sem eft­ir­spurn er eft­ir, þ.e. minni íbúðir fyrir tekju­lægri ein­stak­linga. Þess í stað er offram­boð á lúxus­í­búðum í borg­inni. Höf­uð­borgin hefur þó reynt að gera sitt til að auka fram­boð á félags­legu hús­næði en er nán­ast eitt í að draga þann vagn. Það liggur ljóst fyrir að sveit­ar­fé­lög eins og Sel­tjarn­ar­nes og Garða­bær vilja ein­fald­lega ekk­ert fá fólk sem býr í slíku hús­næði í nær­sam­fé­lagið sitt. Þau ætla ekki að leggja neitt að mörk­um. Þetta eru allt póli­tískar ákvarð­anir sem hafa gert stöðu þeirra sem eiga ekki hús­næði og hafa minni ráð­stöf­un­ar­tekj­ur, verri.

Birt­ing­ar­myndir þess eru nokkr­ar. Til dæmis hefur leig­u­verð íbúð­­­ar­hús­næðis á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu tvö­­fald­­ast á rúm­lega átta árum. Á síð­­­­­ustu tveimur árum hefur það hækkað um meira en 30 pró­­­sent. Í könnun sem gerð var fyrir Íbúða­lána­­­sjóð í fyrra kom fram að þriðji hver leigj­andi borgi meira en helm­ing af ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekjum sínum í leigu og fáir þeirra geta safnað sér sparifé vegna hás leigu­kostn­að­ar. Ein­ungis 14 pró­­­sent þeirra sem eru á leig­u­­­mark­aði vilja vera þar.

Auglýsing
Þá er það stað­reynd að skatt­byrði tekju­lægstu hópa íslensks sam­fé­lags hefur auk­ist meira en ann­arra hópa frá árinu 1998. Það er stað­reynd að fjöl­skyldum sem fengu barna­bætur á Íslandi fækk­­­aði um tæp­­­lega tólf þús­und milli áranna 2013 og 2016. Það er því stað­reynd að dregið hefur úr tekju­jöfn­un­ar­hlut­verki skatt­kerf­is­ins og rík­is­sjóðs sem hefur gert það að verkum að hin mikla kaup­mátt­ar­aukn­ing sem átt hefur sér stað á und­an­förnum árum hefur síður skilað sér til lægri tekju­hópa.

Þetta var hóp­ur­inn sem rík­is­sjóður valdi að gera ekk­ert fyrir eftir hrun­ið, og hefur haldið áfram að gera lítið fyrir síð­ast­lið­inn ár. Hóp­ur­inn sem var skil­inn eft­ir. Hóp­ur­inn sem er núna að rísa upp og krefj­ast rétt­lætis og leið­rétt­ingar á kjörum sín­um.

Póli­tískar ákvarð­anir um að gera ekk­ert

Þá eru auð­vitað ótaldar launa­hækk­anir hálauna­fólks. Þar ber fyrst að nefna hækkun launa þing­manna, og ann­arra helstu ráða­manna, í einu kasti á kjör­dag 2016 um rúm­lega 44 pró­sent. Það var póli­tísk ákvörðun að vinda ekki ofan af þeim launa­hækk­unum þrátt fyrir að ráða­mönnum hafi verið gert það mjög ljóst að ef það yrði ekki gert þá myndi það hafa gríð­ar­leg áhrif á nú yfir­stand­andi kjara­samn­inga.

Næst koma þær ákvarð­anir að færa vald yfir launum rík­is­for­stjóra til póli­tískt skip­aðra stjórna rík­is­fyr­ir­tækja sem ákváðu, þvert á til­mæli, að hækka þau laun um tugi pró­senta. Fyrir hefur legið lengi að annað hvort þyrfti að trekkja þetta til baka ef það ætti ekki að hafa gríð­ar­leg áhrif á nú yfir­stand­andi kjara­samn­inga.

Að síð­ustu verður að taka sér­stak­lega út ákvarð­anir um laun þeirra sem stýra tveimur rík­is­bönk­um. Það er nán­ast víta­vert að eng­inn hafi haft dug til að átta sig á afleið­ingum þess að banka­stjóri banka sem færð­ist yfir í rík­i­s­eigu myndi áfram vera með í kringum fimm millj­ónir króna á mán­uði í laun þrátt fyrir það, sem leiddi af sér að hinn rík­is­banka­stjór­inn var hækk­aður í launum um 82 pró­sent svo hann yrði sam­an­burð­ar­hæfur við þann fyrsta. Það er ótrú­legt að eng­inn hafi skynjað hvaða gríð­ar­legu við­bót­ar­á­hrif þessi hegðun myndi hafa á kjara­bar­átt­una, ekki bara vegna þess að launin eru allt of há og hækk­an­irnar úr öllum takti við raun­veru­leik­ann, heldur líka vegna þess að hvernig venju­legt fólk upp­lifir banka. Hvað það telur þá standa fyr­ir. Kann­anir sýna nefni­lega að meg­in­þorri lands­manna treystir ekki bönkum og telja að þeir séu sjálftöku­fyr­ir­bæri sem séu fyrst og síð­ast til fyrir fólkið sem vinnur í þeim. Að þeir séu spilltir og að þeir níð­ist á fólk­inu sem þeir eigi að þjón­usta, svo að starfs­fólkið í bönk­unum geti greitt sér hærri laun.

Póli­tík er list hins ger­lega

Það hefur mynd­ast stétta­skipt­ing á Íslandi. Um það er eng­inn vafi. Við erum með mjög ríka fjár­magns­eig­enda­stétt sem hagn­ast meðal ann­ars mjög á póli­tískum ákvörð­un­ar­töku. Nægir þar að nefna til dæmis þá sem fá að nýta auð­lindir þjóðar án hæfi­legs afgjalds sem mæla nú auð sinn í hund­ruð millj­arða króna, eða þá sem hafa fengið að færa pen­ing­anna sína inn og út úr krónu­hag­kerf­inu til sanka að sér geng­is­hagn­aði og virð­is­aukn­ingu í boði opin­berra aðila.

Við erum með lág­stétt lág­launa­fólks, ein­stæð­inga, hluta líf­eyr­is­þega og öryrkja sem nær ekki endum saman í vel­meg­un­ar­sam­fé­lag­inu. Og þar á milli erum við síðan með stóra milli­stétt sem hefur líka verið klofin í tvennt; í þá sem á fast­eignir og og þá sem hefur ekki haft tök á því að eign­ast slík­ar.

Nið­ur­staðan er tog­streita milli stétta sem á sér fá for­dæmi hér­lend­is, og birt­ist meðal ann­ars í því sem nýir leið­togar verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar kalla stétta­stríð.

Það er ekki ómögu­legt að það tak­ist að höggva á hnút­inn í tíma, þótt það sé ólík­legt. Það reynir á stjórn­mála­kænsku ráða­manna, sér­stak­lega Katrínar Jak­obs­dóttur og Bjarna Bene­dikts­son­ar, við að reyna það. Lík­legt verður að telj­ast að loka­út­spilið sem kynnt var í vik­unni sé ekki jafn end­an­legt og gefið var til kynna. Stjórn­mál eru enda list hins ger­lega og það hefði ekki verið klókt að spila öllum tromp­unum út í einu. Það verður að minnsta kosti að vona það.

Þrátt fyrir allt tal um að stjórn­völd eigi ein­ungis að koma að lausn þess­ara mála með strá­sykri þegar búið sé að baka pönnu­kök­una þá blasir við að eng­inn önnur lausn er til staðar en ein­hvers­konar þjóð­ar­sátt, með ráða­menn í aðal­hlut­verki. Aðilar vinnu­mark­að­ar­ins náðu því ekki. Þeim við­ræðum var slitið í gær. Það eru verk­föll í spil­unum á allra næstu vik­um.

Það er nefni­lega þannig að allt sem hefur orsakað þessa stöðu eru afleið­ing af póli­tískum ákvörð­unum sem mótað hafa sam­fé­lagið okk­ar, og fóðrað stétta­stríð­ið. Þeim má snúa við með nýjum ákvörð­un­um.

Ákvörð­unum sem gætu til að mynda verið byggðar á ráð­legg­ingum Gylfa Zoega, pró­­fess­ors í hag­fræði, sem settar voru fram í skýrslu sem hann vann fyrir rík­is­stjórn­ina í fyrra­sum­ar. Þar sagði hann að við gerð kjara­­samn­inga verði að taka til­­lit til fleiri þátta sem hafa áhrif á lífs­­gæði en launa­hækk­­ana. Mörg tæki­­færi séu „til að bæta lífs­­kjör því þau ákvarð­­ast ekki aðeins af launum og neyslu heldur einnig t.d. hús­næð­is­­kostn­aði, vaxt­ar­stigi og frí­­tíma. Þannig gef­ist tæki­­færi til að bæta lífs­­kjör án þess að skerða sam­keppn­is­hæfni útflutn­ings­at­vinn­u­­grein­anna, t.d. með því að lækka kostnað í banka­­kerf­inu, bæta útreikn­ing hús­næð­isliðar vísi­­tölu neyslu­verðs sem notuð er til verð­­trygg­ing­­ar, gera áætlun um að koma upp ódýru hús­næði fyrir yngri kyn­slóð­ir, breyt­ingu á tekju­skatts­­kerf­inu í þágu lægri tekju hópa og stytt­ingu eða auk­inn sveigj­an­­leika vinn­u­­tíma.“

Nú er bolt­inn kyrfi­lega hjá rík­is­stjórn­inni. Hún verður að finna þjóð­ar­sátt­ina og tryggja fram­gang henn­ar. Skorti hana getu eða dug til þess þá á hún ekki erindi. Og nið­ur­staðan verður tap fyrir okkur flest öll.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari