Markaðurinn spáir í spilin: Á Hatari séns í kvöld?

Eiríkur Ragnarsson fjallar um hverjar líkurnar séu á því að Hatari nái markmiðum sínum í kvöld, að vinna Eurovision og knésetja kapítalismann.

Auglýsing

Hat­ari á sér tvö mark­mið: Að vinna Eurovision og  kné­setja kap­ít­al­ismann. Kap­ít­alistar hafa þó engin áform um það að kné­setja Hat­ara. Fyr­ir­tæki, stór og smá, hafa tekið þessum óvini sínum með opnum örm­um. Pizzu­staðir bjóða upp á 40% Hat­ara­af­slátt, Bónus svínið er komið með grímu og MS (sem reyndar er ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæki, blessað af rík­inu og þar með óvinur kap­ít­al­ism­ans, í liði með Hat­ara) hefur klætt kókó­mjólk í Hat­ara­bún­ing. Meira að segja erlendir veð­bankar hafa opnað markað þar sem ein­stak­lingar geta veðjað á gengi Hat­ara í keppn­inni.

Hag­fræð­ingar hafa lengi verið spenntir yfir veð­bönk­um. Sér­stak­lega hafa þeir gert sér von um að veð­bankar geti hjálpað til við að spá fyrir um fram­tíð­ina. Því hafa verið þró­aðar aðferðir til þess að taka veð­mála­stuðla og breyta þeim í lík­indi. Oft eru þessir útreikn­ingar áreið­an­leg­ir, en þeim mun meiri óvissa sem ríkir um það sem veðjað er á, þeim mun minna upp­lýs­inga­gildi hafa hin reikn­uðu lík­indi hag­fræð­ing­anna. 

Það er erfitt að segja hvort Hat­ara tak­ist að kné­setja kap­ít­al­ismann. Lítið er til af gögnum og ekk­ert for­dæmi er fyrir því að kepp­endur Eurovision setji sér það mark­mið, hvað þá tak­ist það.  En kap­ít­alistar í veð­bönk­un­um, geta þó hjálpað okkur að fá betri til­finn­ingu fyrir því hvernig Hat­ara á eftir að vegna í hinu mark­mið­inu sínu: að vinna keppn­ina.  

Auglýsing

Til eru ágætis gögn yfir síð­ustu fjórar keppn­ir. Þar er hægt að sjá stuðla mis­mun­andi veð­banka fyrir alla kepp­end­ur. Þegar gögnin eru skoðuð kemur það í ljós að veð­bankar eru góðir í því að spá fyrir um það hverjir eiga eftir að standa sig almennt vel í Eurovi­son. Til að mynda hafa þeir getað sagt til um 16 af þeim 20 lögum sem kom­ist hafa í topp fimm und­an­farin fjögur ár. Veð­bankar eru þó ekki eins lunknir við að velja nákvæm­lega réttan sig­ur­veg­ara. Þeir hafa ekki spáð rétt síðan 2015, þegar Sví­þjóð vann.

Veð­bankar eru einnig mjög góðir í að spá fyrir um það hvaða kepp­endur eiga eftir að standa sig almennt illa, en gefa sjaldan rétt svar um nákvæmt sæti. Það kemur þó ekki a óvart því veð­málin í þess­ari keppni virka þannig að bank­inn borgar bara ef lagið vinn­ur. Ef lík­urnar á því að lagið vinni eru ómæl­an­lega lágar á slatta af lög­um, þá er það ein­fald­lega ekki þess virði fyrir veð­bank­ana að reikna út nákvæman stuð­ul. Heldur setja þeir bara háan stuðul sem lokkar að sér hina órök­vísu (til dæmis þjóð­ern­is­sinna) og þá sem elska áhætt­una.

Veð­bankar spá ágæt­lega til um fyrstu sæt­in, en eiga í smá erf­ið­leikum með röð­ina (dæmi frá 2015)

Myndin að ofan sýnir spá veðbankana á lárétta ásnum og sætið sem þeir lentu í árið 2015 á þeim lóðrétta. Hver blár punktur merkir einn þátttakanda og í þeim tilfellum sem markaðurinn hafði rétt fyrir sér lenda punktarnir á 45° línunni. Athugið að veðbankar spáðu rétt fyrir um fyrstu fimm sætin. Almennt var 2015 gott ár hjá veðbönkunum. (Höfundur biður lesendur velvirðingar á þessu grafi, hann réði ekki við sig og lét það flakka.) Heimild: veðbankar, Eurovision og eikonomics.



Hvað heldur mark­að­ur­inn um Hat­ara?

Mark­að­ur­inn hatar ekki Hat­ara. Hann elskar Hat­ara þó ekki held­ur. Þegar þetta er skrifað er þeim spáð 6sæti. Það eitt og sér segir það er séns að Hat­ari nái í topp fimm, ef marka má sög­una. Það er þó að öllu ólík­legra að Hat­ari vinni keppn­ina. Stað­reyndin er sú að síð­ustu fjögur ár hefur sig­ur­veg­ari keppn­innar ávallt verið í einu af topp þremur sæt­unum af veð­bönk­um. 

En, ekki er öll nótt úti enn. Sam­kvæmt stuðlum dags­ins eru sig­ur­líkur Hat­ara í kringum 4%. Það er ekki svaka­lega há lík­indi, en þau eru ekki eins lág og margir halda. 4% lík­indi þýða það að ef Evrovision væri haldin sam­tímis í 25 víddum þá myndi Hat­ari vinna eina þeirra. Einnig huggar að vita að þegar Úkra­ína vann árið 2016 voru lík­urnar sem veð­bank­arnir gáfu þeim í kringum 6%. 

Spár veð­banka, í gegnum tíð­ina

Heimild: stuðlar veðbanka og útreikningar eikonomics

Þó ekki ómögu­legt, þá er það ólík­legt að Hat­ari nái mark­miði sínu að vinna Eurovision í ár. Því mið­ur. En, Hat­ara til hugg­un­ar, þá segja þessi gögn ekk­ert til um það hvort þeir nái hinu mark­mið­inu sínu: að kné­setja kap­ít­al­ismann. Ef það tekst, þá þarf ég að finna nýja leið til þess að reyna að spá til um Eurovision á næsta ári.

Veð­bankar telja það ólík­legt að Hat­ari muni sigra

Heimild: stuðlar veðbanka og útreikningar eikonomics



* áhuga­samir geta lesið meira um grein­ing­una á heima­síðu höf­unds: eikonomics.eu

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics