Markaðurinn spáir í spilin: Á Hatari séns í kvöld?

Eiríkur Ragnarsson fjallar um hverjar líkurnar séu á því að Hatari nái markmiðum sínum í kvöld, að vinna Eurovision og knésetja kapítalismann.

Auglýsing

Hatari á sér tvö markmið: Að vinna Eurovision og  knésetja kapítalismann. Kapítalistar hafa þó engin áform um það að knésetja Hatara. Fyrirtæki, stór og smá, hafa tekið þessum óvini sínum með opnum örmum. Pizzustaðir bjóða upp á 40% Hataraafslátt, Bónus svínið er komið með grímu og MS (sem reyndar er einokunarfyrirtæki, blessað af ríkinu og þar með óvinur kapítalismans, í liði með Hatara) hefur klætt kókómjólk í Hatarabúning. Meira að segja erlendir veðbankar hafa opnað markað þar sem einstaklingar geta veðjað á gengi Hatara í keppninni.

Hagfræðingar hafa lengi verið spenntir yfir veðbönkum. Sérstaklega hafa þeir gert sér von um að veðbankar geti hjálpað til við að spá fyrir um framtíðina. Því hafa verið þróaðar aðferðir til þess að taka veðmálastuðla og breyta þeim í líkindi. Oft eru þessir útreikningar áreiðanlegir, en þeim mun meiri óvissa sem ríkir um það sem veðjað er á, þeim mun minna upplýsingagildi hafa hin reiknuðu líkindi hagfræðinganna. 

Það er erfitt að segja hvort Hatara takist að knésetja kapítalismann. Lítið er til af gögnum og ekkert fordæmi er fyrir því að keppendur Eurovision setji sér það markmið, hvað þá takist það.  En kapítalistar í veðbönkunum, geta þó hjálpað okkur að fá betri tilfinningu fyrir því hvernig Hatara á eftir að vegna í hinu markmiðinu sínu: að vinna keppnina.  

Auglýsing

Til eru ágætis gögn yfir síðustu fjórar keppnir. Þar er hægt að sjá stuðla mismunandi veðbanka fyrir alla keppendur. Þegar gögnin eru skoðuð kemur það í ljós að veðbankar eru góðir í því að spá fyrir um það hverjir eiga eftir að standa sig almennt vel í Eurovison. Til að mynda hafa þeir getað sagt til um 16 af þeim 20 lögum sem komist hafa í topp fimm undanfarin fjögur ár. Veðbankar eru þó ekki eins lunknir við að velja nákvæmlega réttan sigurvegara. Þeir hafa ekki spáð rétt síðan 2015, þegar Svíþjóð vann.

Veðbankar eru einnig mjög góðir í að spá fyrir um það hvaða keppendur eiga eftir að standa sig almennt illa, en gefa sjaldan rétt svar um nákvæmt sæti. Það kemur þó ekki a óvart því veðmálin í þessari keppni virka þannig að bankinn borgar bara ef lagið vinnur. Ef líkurnar á því að lagið vinni eru ómælanlega lágar á slatta af lögum, þá er það einfaldlega ekki þess virði fyrir veðbankana að reikna út nákvæman stuðul. Heldur setja þeir bara háan stuðul sem lokkar að sér hina órökvísu (til dæmis þjóðernissinna) og þá sem elska áhættuna.

Veðbankar spá ágætlega til um fyrstu sætin, en eiga í smá erfiðleikum með röðina (dæmi frá 2015)

Myndin að ofan sýnir spá veðbankana á lárétta ásnum og sætið sem þeir lentu í árið 2015 á þeim lóðrétta. Hver blár punktur merkir einn þátttakanda og í þeim tilfellum sem markaðurinn hafði rétt fyrir sér lenda punktarnir á 45° línunni. Athugið að veðbankar spáðu rétt fyrir um fyrstu fimm sætin. Almennt var 2015 gott ár hjá veðbönkunum. (Höfundur biður lesendur velvirðingar á þessu grafi, hann réði ekki við sig og lét það flakka.) Heimild: veðbankar, Eurovision og eikonomics.


Hvað heldur markaðurinn um Hatara?

Markaðurinn hatar ekki Hatara. Hann elskar Hatara þó ekki heldur. Þegar þetta er skrifað er þeim spáð 6sæti. Það eitt og sér segir það er séns að Hatari nái í topp fimm, ef marka má söguna. Það er þó að öllu ólíklegra að Hatari vinni keppnina. Staðreyndin er sú að síðustu fjögur ár hefur sigurvegari keppninnar ávallt verið í einu af topp þremur sætunum af veðbönkum. 

En, ekki er öll nótt úti enn. Samkvæmt stuðlum dagsins eru sigurlíkur Hatara í kringum 4%. Það er ekki svakalega há líkindi, en þau eru ekki eins lág og margir halda. 4% líkindi þýða það að ef Evrovision væri haldin samtímis í 25 víddum þá myndi Hatari vinna eina þeirra. Einnig huggar að vita að þegar Úkraína vann árið 2016 voru líkurnar sem veðbankarnir gáfu þeim í kringum 6%. 

Spár veðbanka, í gegnum tíðina

Heimild: stuðlar veðbanka og útreikningar eikonomics

Þó ekki ómögulegt, þá er það ólíklegt að Hatari nái markmiði sínu að vinna Eurovision í ár. Því miður. En, Hatara til huggunar, þá segja þessi gögn ekkert til um það hvort þeir nái hinu markmiðinu sínu: að knésetja kapítalismann. Ef það tekst, þá þarf ég að finna nýja leið til þess að reyna að spá til um Eurovision á næsta ári.

Veðbankar telja það ólíklegt að Hatari muni sigra

Heimild: stuðlar veðbanka og útreikningar eikonomics


* áhugasamir geta lesið meira um greininguna á heimasíðu höfunds: eikonomics.eu

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics