Markaðurinn spáir í spilin: Á Hatari séns í kvöld?

Eiríkur Ragnarsson fjallar um hverjar líkurnar séu á því að Hatari nái markmiðum sínum í kvöld, að vinna Eurovision og knésetja kapítalismann.

Auglýsing

Hatari á sér tvö markmið: Að vinna Eurovision og  knésetja kapítalismann. Kapítalistar hafa þó engin áform um það að knésetja Hatara. Fyrirtæki, stór og smá, hafa tekið þessum óvini sínum með opnum örmum. Pizzustaðir bjóða upp á 40% Hataraafslátt, Bónus svínið er komið með grímu og MS (sem reyndar er einokunarfyrirtæki, blessað af ríkinu og þar með óvinur kapítalismans, í liði með Hatara) hefur klætt kókómjólk í Hatarabúning. Meira að segja erlendir veðbankar hafa opnað markað þar sem einstaklingar geta veðjað á gengi Hatara í keppninni.

Hagfræðingar hafa lengi verið spenntir yfir veðbönkum. Sérstaklega hafa þeir gert sér von um að veðbankar geti hjálpað til við að spá fyrir um framtíðina. Því hafa verið þróaðar aðferðir til þess að taka veðmálastuðla og breyta þeim í líkindi. Oft eru þessir útreikningar áreiðanlegir, en þeim mun meiri óvissa sem ríkir um það sem veðjað er á, þeim mun minna upplýsingagildi hafa hin reiknuðu líkindi hagfræðinganna. 

Það er erfitt að segja hvort Hatara takist að knésetja kapítalismann. Lítið er til af gögnum og ekkert fordæmi er fyrir því að keppendur Eurovision setji sér það markmið, hvað þá takist það.  En kapítalistar í veðbönkunum, geta þó hjálpað okkur að fá betri tilfinningu fyrir því hvernig Hatara á eftir að vegna í hinu markmiðinu sínu: að vinna keppnina.  

Auglýsing

Til eru ágætis gögn yfir síðustu fjórar keppnir. Þar er hægt að sjá stuðla mismunandi veðbanka fyrir alla keppendur. Þegar gögnin eru skoðuð kemur það í ljós að veðbankar eru góðir í því að spá fyrir um það hverjir eiga eftir að standa sig almennt vel í Eurovison. Til að mynda hafa þeir getað sagt til um 16 af þeim 20 lögum sem komist hafa í topp fimm undanfarin fjögur ár. Veðbankar eru þó ekki eins lunknir við að velja nákvæmlega réttan sigurvegara. Þeir hafa ekki spáð rétt síðan 2015, þegar Svíþjóð vann.

Veðbankar eru einnig mjög góðir í að spá fyrir um það hvaða keppendur eiga eftir að standa sig almennt illa, en gefa sjaldan rétt svar um nákvæmt sæti. Það kemur þó ekki a óvart því veðmálin í þessari keppni virka þannig að bankinn borgar bara ef lagið vinnur. Ef líkurnar á því að lagið vinni eru ómælanlega lágar á slatta af lögum, þá er það einfaldlega ekki þess virði fyrir veðbankana að reikna út nákvæman stuðul. Heldur setja þeir bara háan stuðul sem lokkar að sér hina órökvísu (til dæmis þjóðernissinna) og þá sem elska áhættuna.

Veðbankar spá ágætlega til um fyrstu sætin, en eiga í smá erfiðleikum með röðina (dæmi frá 2015)

Myndin að ofan sýnir spá veðbankana á lárétta ásnum og sætið sem þeir lentu í árið 2015 á þeim lóðrétta. Hver blár punktur merkir einn þátttakanda og í þeim tilfellum sem markaðurinn hafði rétt fyrir sér lenda punktarnir á 45° línunni. Athugið að veðbankar spáðu rétt fyrir um fyrstu fimm sætin. Almennt var 2015 gott ár hjá veðbönkunum. (Höfundur biður lesendur velvirðingar á þessu grafi, hann réði ekki við sig og lét það flakka.) Heimild: veðbankar, Eurovision og eikonomics.


Hvað heldur markaðurinn um Hatara?

Markaðurinn hatar ekki Hatara. Hann elskar Hatara þó ekki heldur. Þegar þetta er skrifað er þeim spáð 6sæti. Það eitt og sér segir það er séns að Hatari nái í topp fimm, ef marka má söguna. Það er þó að öllu ólíklegra að Hatari vinni keppnina. Staðreyndin er sú að síðustu fjögur ár hefur sigurvegari keppninnar ávallt verið í einu af topp þremur sætunum af veðbönkum. 

En, ekki er öll nótt úti enn. Samkvæmt stuðlum dagsins eru sigurlíkur Hatara í kringum 4%. Það er ekki svakalega há líkindi, en þau eru ekki eins lág og margir halda. 4% líkindi þýða það að ef Evrovision væri haldin samtímis í 25 víddum þá myndi Hatari vinna eina þeirra. Einnig huggar að vita að þegar Úkraína vann árið 2016 voru líkurnar sem veðbankarnir gáfu þeim í kringum 6%. 

Spár veðbanka, í gegnum tíðina

Heimild: stuðlar veðbanka og útreikningar eikonomics

Þó ekki ómögulegt, þá er það ólíklegt að Hatari nái markmiði sínu að vinna Eurovision í ár. Því miður. En, Hatara til huggunar, þá segja þessi gögn ekkert til um það hvort þeir nái hinu markmiðinu sínu: að knésetja kapítalismann. Ef það tekst, þá þarf ég að finna nýja leið til þess að reyna að spá til um Eurovision á næsta ári.

Veðbankar telja það ólíklegt að Hatari muni sigra

Heimild: stuðlar veðbanka og útreikningar eikonomics


* áhugasamir geta lesið meira um greininguna á heimasíðu höfunds: eikonomics.eu

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics