Auglýsing

Nú liggur fyrir fyrsta nið­ur­staða siða­nefndar Alþingis eftir rúm­lega tveggja ára til­veru. Hún hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ummæli þing­­­flokks­­­for­­­manns Pírata, Þór­hildar Sunnu Ævar­s­dótt­­­ur, sem hún lét falla þann 25. febr­­­úar 2018 um akst­­ur­s­greiðslur til þing­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, Ásmundar Frið­­riks­­son­­ar, hafi ekki verið í sam­ræmi við siða­­­reglur fyrir alþing­is­­­menn.

Við­brögðin í sam­fé­lag­inu hafa ekki látið á sér standa og hafa margir lýst yfir furðu sinni á þess­ari fyrstu nið­ur­stöðu í ljósi þess að þing­mað­ur­inn sem um ræðir var að gagn­rýna hátt­semi sem þótti mjög vafasöm og vegna þess að for­sætis­nefnd tók ekki afstöðu til sann­leiks­gildis ummæl­anna sjálfra.

23,4 millj­­ónir í end­­ur­greiðslur frá 2013 til 2018

Mikið var fjallað um akstur Ásmundar í byrjun árs 2018 en þann 9. febr­­­úar sama ár var upp­­­lýst um að hann væri sá þing­­­­maður sem fékk 4,6 millj­­­­ónir króna end­­­­ur­greiddar vegna akst­­­­­ur­s­­­­­kostn­aðar árið 2017. Það þýðir að hann fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­­­­ur­greiðslu úr rík­­­­­is­­­­­sjóði vegna keyrslu sinn­­­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­­­­metra árið 2017 og fékk end­­­­ur­greitt frá rík­­­­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­­­­ur.

Auglýsing

Í lok nóv­­­em­ber síð­­­ast­lið­ins end­­­ur­greiddi Ásmundur skrif­­­­stofu Alþingis 178 þús­und krónur vegna ferða sem honum hafði verið end­­­­ur­greiddar á árinu 2017. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum um akst­­ur­s­­kostnað þing­­manna hefur Ásmundur aftur á móti fengið 23,4 millj­­ónir króna end­­­ur­greiddar vegna akst­­­ur­s­­­kostnað á fimm ára tíma­bili, frá árinu 2013 til árs­ins 2018.

Mest keyrði Ásmundur árið 2014 en þá fékk hann tæpar 5,4 millj­­­ónir end­­­ur­greiddar vegna akst­­­ur­s­­­kostn­aðar á eigin bif­­­reið. Árið 2015 fór hann einnig yfir 5 millj­­­óna króna markið en þá fékk hann rétt rúm­­­lega 5 millj­­­ónir end­­­ur­greidd­­­ar. Árið 2016 fékk hann tæpar 4,9 millj­­­ónir fyrir akst­­­ur­s­­­kostnað á eigin bif­­­reið. Lægstu greiðsl­­­urnar vegna ferða­­­kostn­aðar á eigin bif­­­reið fékk hann árið 2013 fyrir tíma­bilið 2013 til 2017 en þá fékk hann tæpar 3,2 millj­­­ónir end­­­ur­greidd­­­ar.

Á síð­­asta ári lækk­uðu end­­­ur­greiðslur Ásmundar en þá voru þær rúmar 680 þús­und krónur fyrir ferðir á eigin bif­­­reið og tæpar 1,2 millj­­ónir fyrir ferðir með bíla­­­leig­u­bíl, eða sam­tals 1.850.000 krón­­ur.

For­sætis­nefnd taldi Ásmund ekki hafa brotið reglur með akstri sínum

Í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins kom fram í fréttum að nefndin teldi ekki skil­yrði til staðar fyrir því að fram færi almenn rann­­sókn á end­­ur­greiddum akst­­ur­s­­kostn­aði þing­­manna. Þá komst for­­sæt­is­­nefnd að þeirri nið­­ur­­stöðu að sú athugun sem þegar hefur farið fram á end­­ur­greiddum akst­­ur­s­­kostn­aði Ásmund­ar, ásamt skýr­ingum hans á akstr­in­um, „leiði til þess að ekk­ert hafi komi fram sem gefi til kynna að hátt­erni hans hafi verið and­­stætt siða­­reglum fyrir alþing­is­­menn“.

Nefndin taldi einnig að ekki hefðu komið fram neinar upp­­lýs­ingar eða gögn sem sýndu að til staðar væri grunur um að refsi­verð hátt­­semi hefði átt sér stað við fram settar kröfur um end­­ur­greiðslur vegna akst­­ur­s­­kostn­aðar sem kæra bæri sem meint brot til lög­­­reglu.

For­sætis­nefnd ákvað að skoða ekki frekar kyn­ferð­is­legt áreiti

For­­­sæt­is­­­nefnd hafði einnig til með­­­­­ferðar erindi um brot Ágústs Ólafs Ágústs­­­son­­­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á siða­regl­u­m ­­fyrir alþing­is­­­menn vegna kyn­­­ferð­is­­­legs áreiti hans. Á mán­u­dag­inn síð­ast­lið­inn birti for­­­sæt­is­­­nefnd nið­­­ur­­­stöðu sína en þar kemur fram að fyr­ir­liggj­andi erindi gefi ekki til­­­efni til frek­­­ari athug­unar af hennar hálf­­­u.

Einn nefnd­ar­maður for­sætis­nefnd­ar­inn­ar, Jón Þór Ólafs­­son þing­­maður Pírata, ­gagn­rýn­di aftur á móti þá ákvörðun for­­sæt­is­­nefndar að túlka meinta kyn­­ferð­is­­lega áreitni ekki sem brot á siða­­reglum og jafn­­framt bóka að erindið gefi ekki til­­efni til frek­ari ­at­hug­un­­ar.

„Slík máls­­með­­­ferð vekur ekki traust á að for­­sæt­is­­nefnd ætli að virða vilja Alþingis varð­andi kyn­­ferð­is­­lega áreitni sem eru skelfi­­leg skila­­boð að senda konum og þeim sem hafa orðið fyrir kyn­­ferð­is­­legri áreitn­i,“ segir Jón Þór í bókun sinni við afgreiðslu nefnd­ar­innar á mál­inu.

Þetta er annað dæmi um ákvörðun sem vert er að staldra við, þ.e. að þing­maður hafi við­ur­kennt að hafa áreitt aðra mann­eskju kyn­ferð­is­lega og fengið áminn­ingu frá flokki sínum en að for­sætis­nefnd hafi ekki talið til­efni til frek­ari athug­unar á mál­inu.

Traustið hríð­fellur

Eftir allt þetta er vert að spyrja hver til­gangur siða­nefndar Alþingis sé. Hvers vegna var hún sett á lagg­irnar og hverju eiga nið­ur­stöður hennar að skila til sam­fé­lags­ins? Svarið liggur ekki í augum uppi í dag og eru þær frekar til þess fallnar að rugla fólk í rým­inu en hitt; að auka traust almenn­ings á Alþing­i. 

Svo ég spyr: Hvaða ályktun eigum við að draga af þessum afgreiðslum for­sætis­nefndar og siða­nefnd­ar? Að þeim sem benda á það sem rangt fer hjá öðrum sé refsað og þeir sem ger­ast sekir um það sem aug­ljóst þykir að sé rangt sé hlíft? Í þessu sam­hengi verður áhuga­vert að sjá hvað for­sætis­nefnd og siða­nefnd gera við Klaust­ur­málið svo­kall­aða, þar sem þing­menn voru upp­vísir af því að ausa milli sín fúk­yrðum um annað fólk; sam­starfs­fólk og hina ýmsu minni­hluta­hópa í sam­fé­lag­inu.

Fyrir ímynd Alþingis eru þessar afgreiðslur baga­leg­ar. Eitt af grund­vall­ar­at­riðum í lýð­ræð­is­ríki er að traust ríki milli ráða­manna og almenn­ings. Traust til Alþingis hefur aftur á móti hrunið niður að und­an­­förnu og í lok febr­úar var um 18 pró­­sent þjóð­­ar­innar sem treystir því. Það var um 11 pró­­sent­u­­stigum minna en þegar þjóð­­ar­púls Gallup mældi það síð­­­ast. Nið­ur­stöður for­sætis­nefndar og siða­nefndar eru ekki til þess fallnar að auka traust­ið.

Nú er bolt­inn því hjá þing­mönn­unum sjálfum að breyta þessu, taka afstöðu og laga ástand­ið. Það er ekki ómögu­legt en til þess þarf vilji að vera fyrir hendi.

Þess ber að geta að höf­undur er blaða­mað­ur­inn sem Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, áreitti kyn­ferð­is­lega en málið fór fyrir for­sætis­nefnd eins og fram kemur í grein­inn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit