Auglýsing

Nú liggur fyrir fyrsta niðurstaða siðanefndar Alþingis eftir rúmlega tveggja ára tilveru. Hún hefur komist að þeirri niðurstöðu að ummæli þing­­flokks­­for­­manns Pírata, Þór­hildar Sunnu Ævar­s­dótt­­ur, sem hún lét falla þann 25. febr­­úar 2018 um akst­urs­greiðslur til þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Ásmundar Frið­riks­son­ar, hafi ekki verið í sam­ræmi við siða­­reglur fyrir alþing­is­­menn.

Viðbrögðin í samfélaginu hafa ekki látið á sér standa og hafa margir lýst yfir furðu sinni á þessari fyrstu niðurstöðu í ljósi þess að þingmaðurinn sem um ræðir var að gagnrýna háttsemi sem þótti mjög vafasöm og vegna þess að forsætisnefnd tók ekki afstöðu til sannleiksgildis ummælanna sjálfra.

23,4 millj­ónir í end­ur­greiðslur frá 2013 til 2018

Mikið var fjallað um akstur Ásmundar í byrjun árs 2018 en þann 9. febr­­úar sama ár var upp­­lýst um að hann væri sá þing­­­maður sem fékk 4,6 millj­­­ónir króna end­­­ur­greiddar vegna akst­­­­ur­s­­­­kostn­aðar árið 2017. Það þýðir að hann fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­­­ur­greiðslu úr rík­­­­is­­­­sjóði vegna keyrslu sinn­­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­­­metra árið 2017 og fékk end­­­ur­greitt frá rík­­­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­­­ur.

Auglýsing

Í lok nóv­­em­ber síð­­ast­lið­ins end­­ur­greiddi Ásmundur skrif­­­stofu Alþingis 178 þús­und krónur vegna ferða sem honum hafði verið end­­­ur­greiddar á árinu 2017. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum um akst­urs­kostnað þing­manna hefur Ásmundur aftur á móti fengið 23,4 millj­ónir króna end­­ur­greiddar vegna akst­­ur­s­­kostnað á fimm ára tímabili, frá árinu 2013 til árs­ins 2018.

Mest keyrði Ásmundur árið 2014 en þá fékk hann tæpar 5,4 millj­­ónir end­­ur­greiddar vegna akst­­ur­s­­kostn­aðar á eigin bif­­reið. Árið 2015 fór hann einnig yfir 5 millj­­óna króna markið en þá fékk hann rétt rúm­­lega 5 millj­­ónir end­­ur­greidd­­ar. Árið 2016 fékk hann tæpar 4,9 millj­­ónir fyrir akst­­ur­s­­kostnað á eigin bif­­reið. Lægstu greiðsl­­urnar vegna ferða­­kostn­aðar á eigin bif­­reið fékk hann árið 2013 fyrir tíma­bilið 2013 til 2017 en þá fékk hann tæpar 3,2 millj­­ónir end­­ur­greidd­­ar.

Á síð­asta ári lækkuðu end­­ur­greiðslur Ásmundar en þá voru þær rúmar 680 þús­und krónur fyrir ferðir á eigin bif­­reið og tæpar 1,2 millj­ónir fyrir ferðir með bíla­­leig­u­bíl, eða sam­tals 1.850.000 krón­ur.

Forsætisnefnd taldi Ásmund ekki hafa brotið reglur með akstri sínum

Í lok nóvember síðastliðins kom fram í fréttum að nefndin teldi ekki skil­yrði til staðar fyrir því að fram færi almenn rann­sókn á end­ur­greiddum akst­urs­kostn­aði þing­manna. Þá komst for­sætis­nefnd að þeirri nið­ur­stöðu að sú athugun sem þegar hefur farið fram á end­ur­greiddum akst­urs­kostn­aði Ásmundar, ásamt skýr­ingum hans á akstr­in­um, „leiði til þess að ekk­ert hafi komi fram sem gefi til kynna að hátt­erni hans hafi verið and­stætt siða­reglum fyrir alþing­is­menn“.

Nefndin taldi einnig að ekki hefðu komið fram neinar upp­lýs­ingar eða gögn sem sýndu að til staðar væri grunur um að refsi­verð hátt­semi hefði átt sér stað við fram settar kröfur um end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar sem kæra bæri sem meint brot til lög­reglu.

Forsætisnefnd ákvað að skoða ekki frekar kynferðislegt áreiti

For­­sæt­is­­nefnd hafði einnig til með­­­ferðar erindi um brot Ágústs Ólafs Ágústs­­son­­ar, þingmanns Samfylkingarinnar, á siða­regl­u­m ­­fyrir alþing­is­­menn vegna kyn­­ferð­is­­legs áreiti hans. Á mánu­dag­inn síðastliðinn birti for­­sæt­is­­nefnd nið­­ur­­stöðu sína en þar kemur fram að fyr­ir­liggj­andi erindi gefi ekki til­­efni til frek­­ari athug­unar af hennar hálf­­u.

Einn nefndarmaður forsætisnefndarinnar, Jón Þór Ólafs­son þing­maður Pírata, ­gagn­rýn­di aftur á móti þá ákvörðun for­sætis­nefndar að túlka meinta kyn­ferð­is­lega áreitni ekki sem brot á siða­reglum og jafn­framt bóka að erindið gefi ekki til­efni til frekari ­at­hug­un­ar.

„Slík máls­með­ferð vekur ekki traust á að for­sætis­nefnd ætli að virða vilja Alþingis varð­andi kyn­ferð­is­lega áreitni sem eru skelfi­leg skila­boð að senda konum og þeim sem hafa orðið fyrir kyn­ferð­is­legri áreitn­i,“ segir Jón Þór í bókun sinni við afgreiðslu nefndarinnar á málinu.

Þetta er annað dæmi um ákvörðun sem vert er að staldra við, þ.e. að þingmaður hafi viðurkennt að hafa áreitt aðra manneskju kynferðislega og fengið áminningu frá flokki sínum en að forsætisnefnd hafi ekki talið tilefni til frekari athugunar á málinu.

Traustið hríðfellur

Eftir allt þetta er vert að spyrja hver tilgangur siðanefndar Alþingis sé. Hvers vegna var hún sett á laggirnar og hverju eiga niðurstöður hennar að skila til samfélagsins? Svarið liggur ekki í augum uppi í dag og eru þær frekar til þess fallnar að rugla fólk í rýminu en hitt; að auka traust almennings á Alþingi. 

Svo ég spyr: Hvaða ályktun eigum við að draga af þessum afgreiðslum forsætisnefndar og siðanefndar? Að þeim sem benda á það sem rangt fer hjá öðrum sé refsað og þeir sem gerast sekir um það sem augljóst þykir að sé rangt sé hlíft? Í þessu samhengi verður áhugavert að sjá hvað forsætisnefnd og siðanefnd gera við Klausturmálið svokallaða, þar sem þingmenn voru uppvísir af því að ausa milli sín fúkyrðum um annað fólk; samstarfsfólk og hina ýmsu minnihlutahópa í samfélaginu.

Fyrir ímynd Alþingis eru þessar afgreiðslur bagalegar. Eitt af grundvallaratriðum í lýðræðisríki er að traust ríki milli ráðamanna og almennings. Traust til Alþingis hefur aftur á móti hrunið niður að und­an­förnu og í lok febrúar var um 18 pró­sent þjóð­ar­innar sem treystir því. Það var um 11 pró­sentu­stigum minna en þegar þjóð­ar­púls Gallup mældi það síð­ast. Niðurstöður forsætisnefndar og siðanefndar eru ekki til þess fallnar að auka traustið.

Nú er boltinn því hjá þingmönnunum sjálfum að breyta þessu, taka afstöðu og laga ástandið. Það er ekki ómögulegt en til þess þarf vilji að vera fyrir hendi.

Þess ber að geta að höfundur er blaðamaðurinn sem Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, áreitti kynferðislega en málið fór fyrir forsætisnefnd eins og fram kemur í greininni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit