Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein

Eikonomics fjallar um kínverska verðhjöðnun, afleiðingar af því að drasl er framleitt annars staðar nú en áður og þróun verðs og gæða á Café Sehnsucht, þar sem hann er fastagestur.

Auglýsing

Í hverf­inu sem ég bý í er frá­bær veit­inga­stað­ur. Hann heitir Café Sehns­ucht og er stað­settur í fimm mín­útna göngu­færi frá heim­ili mínu. Sehns­ucht býður upp á ljúf­fenga evr­ópska mat­ar­gerð – allt frá enskum morg­un­verð á morgn­anna upp í „steak tart­are“ á kvöldin – allt á við­ráð­an­legu verði.

Frá því að ég flutti til Köln­ar, fyrir um þremur árum, höfum við konan mín verið fasta­gest­ir. Í hverjum mán­uði upp­færir Sehns­ucht mat­seð­il­inn sinn, sem gerir það að verkum að við fáum aldrei leið á hon­um.

Á þeim þremur árum sem við höfum búið í hverf­inu og verið fasta­gestir hef­ur verð á mat­seðli Sehns­ucht svo gott sem staðið í stað. Mögu­lega hefur verð á ein­stökum réttum hækkað smá – en ef svo er þá er sú hækkun talin í krónum en ekki hund­ruðum króna. Þar af leið­andi höfum við ekki tekið eftir því.

Kín­versk verð­hjöðnun

Und­an­farin ár hafa ruglað tals­vert í hag­fræð­ing­um. Rétt eins og í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum hefur atvinnu­leysi á á Íslandi verið í algjöru lág­marki, vextir hafa verið lágir og pen­inga­stefna seðla­banka hefur verið laus. Sam­kvæmt stærð­fræði­mód­elum hag­fræð­inga er þessi þula nákvæm­lega sú sem vekur verð­bólgu­draug­inn af værum svefni. Samt sefur hann fast.

Sama hvernig með­al­a­talið er reiknað, þá hefur verð­lag hald­ist nokkuð lágt und­an­farin ár. Til að mynda var meðal verð­bólga ár árunum 2015 – 2018 um það bil helm­ingi lægri en árin fjögur á undan (2011 – 2014), sem samt voru á íslenskan mæli­kvarða mögur ár í líf­i verð­bólgu­draugs­ins. 

Verð­bólgu­draug­ur­inn má finna í gögnum Hag­stofu ÍslandsAth: Mögulega er verðbólgudraugurinn enn að jafna sig af burn-out, eftir of mikla vinnu skömmu eftir hrun. Það gæti einnig útskýrt þá miklu lægð í framleiðni hans. Heimild: Hagstofa Íslands.



Hvernig má þetta vera? Það eru að sjálf­sögðu hund­rað­þús­und­milljón útskýr­ingar á því. Og ætla ég að útlista þær allar hér. Djók. Ég ætla bara að tala um einn verð­bólgu­drauga­bana: Kína. 

Fyrir ekki svo löngu var mik­ill hluti alls­konar drasls – sjón­vörp, örbylgju­ofnar og lopa­peysur – að miklu leyti fram­leitt á Vest­ur­lönd­um. Þeir sem settu saman draslið voru vel þjálfað hand­verks­fólk sem, með hjálp stétt­ar­fé­laga, fékk mann­sæm­andi laun. Und­an­farna ára­tugi hafa þessi störf fært sig frá Vest­ur­lönd­um, að miklu leyti til Kína. Þar sem þau eru unnin af ekki eins vel þjálf­uðu, og illa laun­uðu, verka­fólki (svo ekki sé minnst á verka­börn­in). Allt gera þau þetta í auknu mæli í sam­starfi við róbóta.

Auglýsing
Þessi til­færsla á störfum hefur haft þau áhrif að fram­leiðslu­kostn­aður á alls­konar drasli – eins og sjón­vörp­um, örbylgju­ofnum og lopa­peysum – hefur hríð­fall­ið. Þessi fallandi fram­leiðslu­kostn­aður hefur því, að ein­hverju leyti, verið mótefni gegn þeim breytum sem stærð­fræði­módel hag­fræð­inga segja okkur að hefði átt að vekja verð­bólgu­draug­inn.

Lágir vext­ir, lítið atvinnu­leysi og laus pen­inga­stefna er amfetamín verð­bólgu­draugs­ins; ódýrt kín­verskt vinnu­afl og róbóta vinir þeirra eru Rohypnol.

Háhæla­verð­bólgan

Eins og áður sagði eru hund­rað­þús­und­milljón þættir sem spila hlut­verk og hafa áhrif á mæl­ingu verð­lags (sem lúðar kalla vísi­tölu neyslu­verðs). Til að bæta ofan á það eru svo líka aðrir þætt­ir, sem hafa raun­veru­leg áhrif á verð­lag í okkar dag­lega lífi, en er með eins­dæmum erfitt fyrir hag- og tól­fræð­inga Hag­stof­unnar að taka með í reikn­ing­inn. 

Frá­bært dæmi um þetta eru gæði, sem ein­fald­ast er að skýra með tölv­unni sem þú, kæri les­andi, ert að lesa þessa grein á. Berðu hana saman við tölv­una sem þú hefðir geta keypt þér fyrir sama pen­ing, fyrir tutt­ugu árum. Eins og þú veist vel, þá var gamla tölvan drasl – í öllu falli ekki sam­bæri­leg við ofur­tölv­una sem þú átt í dag. 

(Ef þú ert ung­menni sem féllst fyrir click-beit­inu mínu og ert enn að lesa þetta, vin­sam­leg­ast biddu þá mömmu þína – fal­lega! – um að segja þér hvernig tölvur voru í gamla daga.) 

Þessi mikla fram­þróun á gæðum tölv­unnar þýð­ir að í dag ert þú að fá enn meira fyrir pen­ing­ana þína en áður. Sem má einnig líta á sem verð­lækk­un. Og þetta vita hag- og töl­fræð­ingar Hag­stof­unnar vel. Þetta vita þeir svo vel að þeir gera sitt besta til þess að taka inn í útreikn­inga sína aukin gæði neyslu­vara.

Það er mis­erfitt að taka til­lit til gæða í útreikn­ingi vísi­töl­unn­ar. Fyrir vissar vör­ur, raf­tæki eins og sjón­vörp, örbylgju­ofna og tölv­ur, er það þokka­lega ger­legt. Til eru alls­konar mæli­ein­ingar sem gefa til kynna gæði. Til dæmis stærð skjás­ins, geymslu­minni harða disks­ins, vinnslu­minni, o.s.frv. Vissu­lega er engin leið að gera þetta á full­kom­inn máta, en það er betra en ekk­ert og fyrir vikið er vísi­talan bæði betri og trú­verð­ugri.

Erf­ið­ara er þó að aðlaga vísi­töl­una gangvart fallandi gæð­um. Til að mynda hefur verð á kven­skóm svo gott sem hald­ist óbreytt frá árinu 2002. Því má segja að háhæla­verð­bólga hafi mælst eng­in. Það er þó ekki bara mögu­legt, heldur lík­legt, að hlut­fall lágæða skótaus hafi auk­ist und­an­farin ár. Drasl úr skynd­i-­tísku versl­un­un­um, sem end­ist oft í minna en ár, er mun algeng­ara í dag en það var fyrir tutt­ugu árum. Sem þýður það að þó við greiðum jafn margar krónur fyrir kven­skó í dag og við gerðum fyrir 17 árum, þá end­ast þeir verr og fyrir vikið þurfa not­endur þeirra að kaupa oftar skó. Sem þýðir að fyrir hvert tekið skref í skónum borga not­endur mögu­lega meira og háhæla­verð­bólgan er í raun ekki núll, heldur hærri.

Auglýsing
Nú reikna ég með að sér­fræð­ingar Hag­stof­unnar séu með­vit­aðir um slík vanda­mál og eflaust reyna þeir sitt til að taka eins mikið á þeim og þeir geta. Tekið skal fram hér að þetta er ekki gagn­rýni á vinnu þeirra. Þvert á móti. Þessi pist­ill er óður um þá erf­ið­leika sem Hag­stofan stendur fyr­ir, þeir erf­ið­leikar ná sínu hámarki þegar kemur að þjón­ustu. Sem sífellt spilar stærra hlut­verk í lífi okkar allra.

Ef, sem dæmi, bið­tími hjá læknum lengjast, þá þarf fólk að lifa lengur með ein­kennum veik­inda. Eftir allt, þegar við förum til læknis erum við ekki að borga fyrir að taka í spað­ann á mann­eskju í hvítum slopp með hlust­un­ar­pípu, heldur borgum við (reyndar ríkið að mestu, en það er önnur saga), fyrir að hætta að líða illa, eða verða heil­brigð­ari. Því má segja það að í stað­inn fyrir að borga með pen­ingum fyrir að hætta að líða illa, þá borgum við með tíma okk­ar. Með öðrum orð­um, gæði þjón­ust­unnar er minni í dag ef við þurfum að bíða lengur en áður.

Ef það væri til­fellið að bið­tími hefðu lengst – sem það er eflaust ein­hvers staðar í heil­brigð­is­kerf­inu, en að mér sýn­ist ekki almennt – þá ætti það að koma fram í verð­bólgu­mæl­ing­um, sem er auð­vitað ótrú­lega erfitt að fram­kvæma. Og ef þetta er til­fellið í öðrum þjón­ustu grein­um, þá gæti verið að verð­bólgan sé í raun hærri en vísi­talan segir okk­ur. 

Skammta­verð­bólga

Í morgun fór ég á Café Sehns­ucht. Það var allt stapp­að. Sehns­ucht var alltaf vin­sæll, en fyrsta árið mitt hérna man ég ekki eftir honum full­um. Þetta er þróun sem hefur átt sér stað, smátt og smátt síðan ég flutti í hverf­ið. Und­an­farið ár er meira að segja orðið erfitt að fá borð á virkum dög­um. 

Við sett­umst því niður og biðum í þó nokkurn tíma eftir að vera vísað til borðs. Áður fyrr var veit­inga­stað­ur­inn mann­aður af vel þjálf­uðum þjónum á miðjum aldri. Þessa dag­ana eru meira og minna háskóla­nemar sem sinna manni. Háskóla­nem­arnir eru fín­ir, svo sann­ar­lega, en ekki með sömu reynslu og þjálfun eins og fag­fólkið sem áður var. 

Við sátum í dágóðan tíma áður en þjónn­inn kom að taka við pönt­un, sem var allt í lagi, en hefði ekki gerst fyrir þremur árum. Ég pant­aði mér enskan morg­un­verð og konan mín fjöl­korna­brauð með spældu eggi og Quark (ein­hvers­konar þýskt skyr). Mat­ur­inn tók sinn tíma að koma og þegar hann kom var hann ágæt­lega úti­lát­inn, en ekki eins vel úti­lát­inn og hann var fyrir þremur árum. 

Auglýsing
Beikoninu hafði verið skipt út fyrir ódýr­ara þýskt ersatz og svepp­irnir voru af ódýr­ari gerð en áður. Rétt­ur­inn sem konan mín pant­aði kom fyrir tveimur árum með tveimur sneiðum af brauði, í dag var bara ein brauð­sneið á diskn­um.

Sjálfur myndi ég gjarnan borga auka­lega fyrir það að upp­á­halds­stað­ur­inn minn, sem enn í dag er frá­bær, héldi sama stand­ard og þegar ég borð­aði þar fyrst. Margir væru því þó mót­falln­ir. Það er mín til­finn­ing að verð­hækk­un­ar­fælni versl­un­ar­fólks hafi und­an­farin ár færst í auk­ana. Því, þegar kostn­aður við rekst­ur­inn hækkar – eða vin­sældir stað­ar­ins aukast – þá bregst versl­un­ar­fólk í auknu mæli með því að hækka ekki verð, heldur draga úr gæðum þjón­ust­unn­ar. 

Að sjálf­sögðu má það vel vera að ég hafi rangt fyrir mér. Mögu­lega er þetta líka bara eins­dæmi og á ekki við víðar í sam­fé­lag­inu okk­ar. En ef ég hef rétt fyrir mér, og ef vanda­málið er útbreidd­ara en við gerum okkur grein fyr­ir, þá er mögu­legt að verð­bólgan sé hærri en opin­berar tölur gefa til kynna. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics