Opið bréf til Ármanns Þorvaldssonar

Kevin Stanford og Karen Millen, sem voru á meðal stærstu viðskiptavina Kaupþings fyrir hrun, skrifa opið bréf til Ármanns Þorvaldssonar.

Kevin and Karen
Auglýsing

Kæri Ármann. 

Þú mis­not­aðir traust okkar þar sem þú gegndir mik­il­vægu hlut­verki í svik­unum sem áttu sér stað í Kaup­þingi. Þú barst sér­stak­lega ábyrgð á inn­lána­söfnun Kaup­þing „Ed­ge” (net­reikn­ing­ar), sem að lokum fram­lengdu líf­tíma svikanna og leiddu til auk­ins sam­fé­lags­legs skaða sem hleypur á millj­örðum evra.

­Svik Kaup­þings námu 83 millj­örðum Banda­ríkja­doll­ara og gjald­þrot bank­ans varð það fimmta stærsta í sög­unni, stærra en Madoff-svika­myllan sem nam 64 millj­örðum Banda­ríkja­doll­ara. Sam­an­tekið mynd­uðu íslensku bank­arnir þrír þriðja stærsta gjald­þrot sög­unn­ar, en ein­göngu fall Lehman Brothers og Was­hington Mutual var stærra.

Und­ir­rit­aður (Kevin), hefur verið í deilum við slita­stjórn Kaup­þings frá falli bank­ans árið 2008, og af þeim deilum eru ásak­anir mínar lit­að­ar. Þess vegna leit­ast ég við að sanna ásak­anir mínar og í þeirri við­leitni lít ég til frá­sagna, þ.m.t. þinna, til að lýsa þeim atburðum sem áttu sér stað.

Ég hef sent stjórn Kviku banka hf., Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra og Unni Gunn­ars­dóttur for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sönn­un­ar­gögn sem sanna stað­hæf­ingar mín­ar, en eng­inn þeirra hefur svarað bréfum mín­um. Eftir að ég gerði yfir­völdum grein fyrir stað­hæf­ingum mín­um, var hins vegar greint frá því í fjöl­miðlum þann 27. maí 2019 að þú hefðir óskað eftir því að hætta sem for­stjóri Kviku banka hf. til þess að taka við stöðu aðstoð­ar­for­stjóra.

Það vekur furðu að fjár­mála­ráð­herra Íslands, Bjarni Bene­dikts­son, eða Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, svari eða rann­saki ekki stað­hæf­ingar mín­ar, vegna þess að það er skylda þeirra að tryggja að trú­verð­ug­leiki stjórn­enda bank­ans sé haf­inn yfir allan vafa. Hins vegar bendir skrán­ing Íslands á „gráan lista” alþjóð­legs starfs­hóps um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, með Mongólíu og Simbabve, skýrt til þess að eft­ir­lits­stofn­anir á Íslandi starfa ekki sam­kvæmt sömu við­miðum og ann­ars staðar í hinum vest­ræna heimi.

Auglýsing
Við buðum þér að halda uppi vörnum gagn­vart stað­hæf­ingum mínum eða segja af þér hjá Kviku banka hf., þar sem þú gerðir hvor­ugt, þarf að upp­lýsa fram­an­greinda aðila og almenn­ing, þar sem það er mik­ill munur á hátt­semi frá fyrri tíð sem leiðir til sak­fell­ingar og hátt­semi sem leyfir áfram­hald­andi traust til þess að reka banka sem skráður er á aðal­markað í kaup­höll.

Skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, sem skipuð var af íslenskum stjórn­völd­um, greindi frá því að yfir­völd á Íslandi sýndu langvar­andi gáleysi sem greiddi leið­ina fyrir einum stærstu svikum sög­unn­ar, og frá þeim tíma hefur stjórn Kviku banka hf. og íslensk stjórn­völd látið óátalið þína fyrri hátt­semi, og það virð­ist sem lítið hafi breyst. 

Í for­tíð­inni hefur póli­tískur þrýst­ingur á Íslandi haft meiri áhrif á fjár­mála­fyr­ir­tæki, Fjár­mála­eft­ir­lit og Seðla­bank­ann, en í öðrum löndum í hinum vest­ræna heimi sem hafa sinn eigin gjald­mið­il. Í landi með ein­göngu 360.000 manns, þá er ekk­ert skrýtið að það séu óum­flýj­an­legir hags­muna­á­rekstrar á milli lít­illa fyr­ir­tækja, stjórn­mála­manna (en sumir hverjir keyptu hluta­bréf í bönk­un­um), eft­ir­lits­að­ila, end­ur­skoð­enda og Seðla­bank­ans sem höfðu mikil áhrif á ein stærstu svik sög­unn­ar.

Þann 6. októ­ber 2017, greindi The Guar­dian frá því að Bjarni Bene­dikts­son (nú­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands) hafi selt nán­ast allar sínar eignir í pen­inga­mark­aðs­sjóði í einum af stóru bönk­unum dag­inn sem neyð­ar­lögin voru sett.

Eftir hrun Kaup­þings skrif­aðir þú bók sem var útgefin í októ­ber 2009 og bar heitið Frozen Assets, how I lived the boom and bust (ís­lensk útgáfa af bók­inni heitir Ævin­týra­eyj­an). Við óskum eftir því að leggir fram upp­runa­legu drögin að bók­inni (áður en lög­fræð­ingar þínir lag­færðu drög­in) til yfir­valda.

Fjallað er um bók­ina þína í kynn­ing­ar­mynd­bandi þar sem þú sagð­ir: „Lestu um hvernig ég upp­lifði íslensku útrás­ina og efna­hags­hrun­ið. Frá­sögn hvernig einn mað­ur, einn banki og eitt land upp­lif­iði og hafði áhrif á efna­hags­sögu heims­ins. Saga um upp­gang og hrun Kaup­þings frá inn­an­búð­ar­mann­i”. 

„Frozen Assets” gefur inn­sýn í vit­neskju þína um svik­in,  áður en greint var frá þeim síðar í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis í apríl 2010. 

Á bls. 67 og 68 í ensku útgáf­unni af bók­inni þinni, útskýrir þú hvernig sam­band okkar varð til:

„Inn­rás okkar á bresku versl­un­ar­göt­urnar hófst sum­arið 2000 þegar ég flaug út til London til að hitta Kevin Stan­ford og Karen Mil­len, stofn­endur tísku­vöru­keðj­unnar sem nefnd var eftir henni. Karen var hönn­uð­ur­inn en Kevin átti veg og vanda af upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

 „Fund­ur­inn átti sér stað fyrir til­stilli Magn­úsar Ármann og Sig­urðar Bolla­sonar en Sig­urður hafði starfað fyrir fyr­ir­tæki sem rak Karen Mil­len-verslun á Íslandi. Þeir leit­uðu til mín í von um að við gætum sett saman hóp fjár­festa til að kaupa veru­legan hlut í Karen  Mil­len.”

„Að lok­um, ári eftir að við hófum við­ræð­urn­ar, síð­sumar 2001, tókst okkur loks­ins að skrifa undir samn­ing­inn og hóp­ur­inn keypti 46 pró­sent í Karen Mil­len. Kaup­þing þurfti að kaupa stærri hlut en lagt var af stað með í upp­hafi sem skap­aði mér litlar vin­sæld­ir. Rekstur okkar var mjög erf­iður árið 2011 og lausa­fjár­skortur var á Íslandi. Ég þurfti að leggja höfuð mitt á högg­stokk­inn til að sann­færa Sig­urð Ein­ars­son um að styðja fjár­fest­ing­una sem ég var sann­færður um að væri góð. Eftir að hann var orð­inn upp­gef­inn á að hlusta á suðið í mér gafst hann loks­ins upp, sam­þykkti kaupin og hreytti í mig: „Og ef við töpum á þessu verður þú settur í að grafa skurði það sem eftir er!”.

„Sem betur fer reynd­ist fjár­fest­ingin mjög góð og við fengum hana marg­falda til baka. Karen Mil­len-­kaupin voru ekki risa­vaxin en verk­efnið var samt mjög mik­il­vægt. Nokkum árum síðar gegndi Karen Mil­len miklu hlut­verki er við bjuggum til eina stærstu tísku­vöru­keðju Bret­lands í sam­starfi við Baug. Vegna þess að vöru­merkið var vel þekkt urðu kaupin góð kynn­ing á því hvernig við gátum aðstoðað íslenska við­skipta­vini erlend­is.“

Á bls. 125 útskýrir þú hvernig sam­band okkar þró­að­ist þegar þú fluttir til London:

„Mér leið líkt og fátækum inn­flytj­anda á Ellis-eyju þgar ég lenti á Heat­hrow-flug­velli í London þann 18. júní 2003. Ég var aðeins tauga­ó­styrkur þegar ég gekk inn land­gönguran­ann. Við höfðum þegar unnið all­nokkur verk­efni í Bret­landi og ég hafði myndað ágætt tengsla­net þar.”

„Þegar ég kveikti á sím­anum mínum biðu mín í tal­hólf­inu skila­boð frá Kevin Stan­ford. Hann vildi hitta mig á fundi dag­inn eftir til að ræða 620 millj­óna punda kaup á Sel­fridges, einu stærsta og fræg­asta versl­un­ar­húsi Bret­lands. Ég trúði þessu varla. Fyrstu mín­út­urnar á breskri grund lof­uðu sann­ar­lega góð­u.”

Á bls. 131 lýstir þú sölu­ferl­inu á eft­ir­stand­andi hlutum okkar í Karen Mil­len árið 2004, og lagðir áherslu á hversu mikið við treystum þér:

„Fyrir Kevin og Karen Mil­len var sala fyr­ir­tæk­is­ins, sem þau höfðu byggt saman frá grunni, mikið til­finn­inga­mál. Þau höfðu áður selt hluta í félag­inu til íslensku fjár­fest­anna en eftir sam­ein­ing­una við Oasis yrðu þau sjálf minni­hluta­eig­endur og myndu láta af störfum hjá fyr­ir­tæk­inu. Nokkrum sinnum lá við að ekk­ert yrði úr sam­ein­ing­unni. Í kaup­samn­ingnum var ein grein sem kvað á um að Kevin og Karen fengju sér­staka auka­greiðslu ef óvenju­mik­ill hagn­aður yrði af rekstri félags­ins. En upp­hæðir greiðsl­unnar var háð túlkun og gat orðið að ásteyt­ing­ar­steini. Eftir miklar deilur sam­þykktu báðir aðilar að bæta við mjög óvana­legri grein sem kvað á um að ef til deilna kæmi myndi Ármann Þor­valds­son ákveða hvað væri sann­gjarnt. Ég var stoltur af því að báðir aðilar treystu mér til að taka ða mér hlut­verk Salómons en ég bað þess í hljóði að ekki myndi reyna á þetta ákvæð­i.”

Í apríl 2005, aðstoð­aðir þú okkur við kaup á hluta­bréfum í Kaup­þingi fyrir 60 millj­ónir punda, sem við fjár­mögn­uðum með lánum sem við ábyrgð­umst. Kaup­þing hafði staðið fyrir hluta­bréfa­út­boði á fjórða árs­fjórð­ungi árið 2004 til þess að fjár­magna kaup á FIH bank­anum í Dan­mörku, en mik­ill meiri­hluti hinna nýju bréfa voru keypt af íslenskum fjár­festum með lánum sem voru fjár­mögnuð af Kaup­þingi. Hluta­bréfa­aukn­ingin tvö­fald­aði stærð bank­ans og nam 92,4 millj­örðum íslenskra króna.

Auglýsing
Í mars árið 2006, gaf Danske Bank út skýrslu sem bar heitið „Geyser Cris­is”, sem leiddi til her­ferðar af skipu­lögðum blekk­ingum til þess að fela svikin í íslensku bönk­un­um.

Guð­rún John­sen tók saman skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis í bók sinni, „Bring­ing Down the Bank­ing System – Les­sons from Iceland“.

Á blað­síðu 86 skrifar Guð­rún Johnsen:

„Í við­leitni til að hemja lausa­fjár­krís­una, hófu íslenskir banka­menn skipu­lagða mark­aðs­her­ferð ásamt Við­skipta­ráði Íslands. Við­skipta­ráð réð hinn heims­þekkta hag­fræð­ing Freder­ick Mis­hk­in, sem var starf­andi pró­fessor í hag­fræði við Col­umbia háskóla, til þess að vinna skýrslu um fjár­mála­stöð­ug­leika á Íslandi ásamt íslenskum pró­fessor í hag­fræði, Tryggva Þór Her­berts­syni, sem starf­aði sem efna­hags­ráð­gjafi fjár­mála­ráð­herra. Vopn­aðir svo­kall­aðri Mis­hk­in-­skýrslu tókst bönk­unum að hafa áhrif á umræð­una um eigin stöðu og vefengja álit mark­að­ar­ins um áreið­an­leika þeirra eins og greint var frá í skýrslu Danske Bank.“

Við­tal við Freder­ick Mis­hkin um meintar blekk­ingar birt­ist í heim­ild­ar­mynd­inni „Inside Job“ sem hlaut Ósk­arsverð­laun:



Þann 6. nóv­em­ber 2006, til­kynnti Kaup­þing um for­kaups­rétt­ar­út­boð sem mið­aði að því að laða að alþjóð­lega fjár­festa til þess að mæta þeirri gagn­rýni sem kom frá Danske Bank, og hafði ollið hinni svoköll­uðu „Ís­lands­kreppu” (Geyser cris­is). Tilkynning Kaupþings.

Eftir hrun hitti ég Jan Petter Sissener, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra hluta­bréfa­við­skipta hjá Kaup­þingi, sem aðstoð­aði mig við rann­sókn mína og útveg­aði mér vitna­fram­burð þar sem seg­ir:

„Árið 2005 hóf ég störf hjá Kaup­þingi sem fram­kvæmda­stjóri Kaup­þings í Nor­egi og árið 2006 var ég skip­aður fram­kvæmda­stjóri hluta­bréfa­við­skipta hjá Kaup­þingi banka. Ég hætti í Kaup­þingi í febr­úar 2008 eftir rifr­ildi við yfir­stjórn­ina.

Vorið 2006 var ég beð­inn um af yfir­stjórn Kaup­þings banka að standa að sölu á hluta­bréfa­út­gáfu á 10% af heild­ar­hlutafé bank­ans. Nýja hluta­féð var um það bil 550 millj­ónir evra, heild­ar­hluta­féð var 5,5 millj­arðar evra.

Fjár­fest­inga­bank­arnir sem tóku þátt gagn­rýndu harð­lega kross­eign­ar­hald og Gold­man Sachs dró sig úr hópn­um. Þessi staða leiddi til skrán­ingar Exista á mark­að. Kaup­þing hafði þó haldið áfram að skila afburða­góðri afkomu. 

Nýju hluta­bréfa­út­gáf­unni var hleypt af stokk­unum 6. nóv­em­ber 2006. Það var lyk­il­at­riði fyrir Kaup­þing að koma í veg fyrir sögu­sagnir um kross­eign­ar­hald sem fjár­magnað var af bank­anum sjálf­um, sem getið hafði verið um í fjöl­mörgum skýrslum Danske Bank til Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og vera í dreifð­ari eign alþjóð­legri hlut­hafa. 

Auglýsing
Umsjónaraðilar hluta­bréfa­út­boðs­ins voru Morgan Stanley og Citi­bank, með Fox Pit Kelton sem þriðja umsjón­ar­að­ila. Nokkur þekkt fjár­mála­fyr­ir­tæki eins og Fidelity, Hend­er­son, Montrica og fleiri keyptu í útboð­inu.

Eftir vel heppn­aða hluta­bréfa­út­gáfu keyptu RMS og SE hvort um sig 500 þús­und hluti á mark­aðnum og verðið hækk­aði veru­lega. Margir hinna nýju alþjóð­legu fjár­festa fóru að græða með því að selja bréf á mark­aði.

Við sölu á bréf­unum vakti það athygli mína að miðl­arar Kaup­þings keyptu hluta­bréfin á mark­aði af mik­illi hörku og sköp­uðu ranga eft­ir­spurn eftir bréf­unum og héldu gengi hluta­bréf­anna hærra en það hefði ver­ið. Öfugt við önnur útboð minnk­aði hlutur Kaup­þings ekki undir 10% heldur raun­veru­lega jókst yfir útboðs­tíma­bil­ið.

Ég hafði miklar áhyggjur af sið­ferði og lög­mæti þess að Kaup­þing keypti eigin bréf og ég gerði yfir­mönnum mínum ljósar áhyggjur mínar bæði með sím­tölum og tölvu­pósti – hins vegar voru áhyggjur og athuga­semdir mínar huns­að­ar.

Þar sem engin við­brögð voru við mínum athuga­semdum ákvað ég að biðja Allen and Overy um að rita lög­fræði­á­lit um kaup Kaup­þings á eigin bréf­um, sér­stak­lega yfir útboðs­tíma­bil­ið.

Lög­fræði­á­lit Allen and Overy stað­festu mat mitt að þetta væri í raun ólög­legt. Eftir að stjórn­endur Kaup­þings fengu í hend­urnar lög­fræði­á­lit Allen and Overy og þungar umræður í kjöl­far­ið, stöðv­að­ist mark­aðs­mis­notkun Kaup­þings, en aðrir íslenskir bankar fóru að kaupa af miklum móð.

Eft­ir­far­andi rann­sóknir hafa síðan stað­fest að kaup Kaup­þings á eigin bréf­um  hófust fljót­lega án minnar vit­undar og var með mark­vissum hætti þar til bank­inn féll árið 2008.

Í jan­úar 2008 fékk ég drög að árs­reikn­ingi Kaup­þings sam­stæð­unnar fyrir árið 2007, og vakti hann áhyggjur af óveð­tryggðum lánum til stjórn­enda og tengdra aðila, og ef arð­ur­inn hefði verið not­aður til að kaupa hluta­bréf í Kaup­þingi hefði ekki verið gerð grein fyrir þessum lánum rétt í árs­reikn­ingi. Að auki  voru þessi lán notuð til áhættu­fjár­fest­inga þar sem hug­myndin var sú að stjórn­endur fengu hagn­að­inn en bank­inn bæri áhætt­una. Ef ég man rétt voru þessar fjár­fest­ingar 100% fjár­magn­að­ar.

Einnig skildi ég ekki af hverju hefði ekki verið greint frá tapi á skulda­bréfa­safni í árs­reikn­ingi, þar sem fjár­málakreppur gerðu það að verkum að miklar nið­ur­færslur voru á skulda­bréfa­söfnum hjá flestum bönk­um. En svo var ekki hjá Kaup­þingi.

Ég trúði því ekki að Kaup­þing væri að birta nákvæman árs­reikn­ing af raun­veru­legri fjár­hags­stöðu bank­ans og ég gerði það mjög skýrt gagn­vart æðstu stjórn­endum bank­ans.

Einnig var um að ræða útgáfu skulda­bréfa fyrir Kaup­þing sem stjórn­endur fram­kvæmdu til óupp­gef­ins kaup­anda – við­skipti sem fjár­mála­heim­ur­inn hafði ekk­ert heyrt um og jók það áhyggjur mín­ar. 

Ekki hafði verið brugð­ist við athuga­semdum mínum svo að þann 23. jan­úar 2008 flutti ég inn­láns­reikn­ing Kaup­þings verð­bréfa­miðl­unar út úr Kaup­þingi banka og yfir í DNB. Ég var svo rek­inn 12. febr­úar 2008.

Eft­ir­far­andi hefur verið stað­fest að mark­aðs­mis­notk­unin hélt áfram af fullum krafti án athuga­semda frá eft­ir­lits­að­ilum allt þar til bank­inn hrundi í októ­ber 2008. Síðar árið 2008 fjár­magn­aði Kaup­þing kaup á eigin bréf­um, skulda­bréfum og láns­hæf­istengdum skulda­bréfum (CLN) með fjár­munum sem almenn­ingur lagði inn í Kaup­þing Edge, en net­reikn­ing­unum var komið á kopp­inn stuttu eftir að ég yfir­gaf bank­ann.

Kaup­þing greiddi hæstu vext­ina á mark­aðnum til að laða að fjár­magn og not­aði fjár­magnið til þess að kaupa eigin bréf og skulda­bréf til þess að halda uppi hluta­bréfa­verði og mis­nota mark­að­inn, sem að mínu mati er hörmu­legt.

Það er mitt mat að hin kerf­is­bundnu kaup bank­ans á eigin bréfum og tengdra aðila, hafi í raun lengt hið óhjá­kvæmi­lega. Ef hluta­bréfa­verði hefði ekki verið haldið uppi er mjög lík­legt að lán til tengdra aðila og stjórn­enda hefðu gjald­fallið og bank­inn myndi tapa miklum fjár­mun­um.

Auglýsing
Af þeim skýrslum sem ég hef fengið er ljóst að Kaup­þing var gjald­þrota árið 2005. Það var mark­visst logið að mér af stjórn­endum bank­ans allt frá því ég hóf störf árið 2005.

Ef Kaup­þing hefði ekki fjár­magnað kaup á eigin hlutum hefði hluta­bréfa­verðið hrunið sem og skulda­bréf­in.“

Á bls. 174 í Frozen Assets, ritar Ármann:

„Við lok árs­ins 2006 höfðu flestir gleymt Íslands­krepp­unni. Það var í raun tákn­ræn stað­fest­ing á því að alþjóð­legir fjár­festar höfðu tekið Ísland í sátt þegar Citigroup, Morgan Stanley og Fix-Pitt Kelton sáu um 650 millj­óna evra alþjóð­legt hluta­bréfa­út­boð fyrir Kaup­þing. Í fyrsta sinn höfðum við nú stóran hóp erlendra fag­fjár­festa í hlut­hafa­hópn­um.”

Þann 12. des­em­ber 2006, eftir að þú sagðir að hin svo­kall­aða „Ís­lands­kreppa” (Geyser Cris­is) hafði verið yfir­stað­in, óskaðir þú eftir því að lánið þitt yrði flutt til aflands­fé­lags án end­ur­greiðslu, þegar þú vissir að við og margir af þínum sam­starfs­mönnum höfðu per­sónu­lega ábyrgst sín lán til að kaupa hluta­bréf í Kaup­þing­i. (RNA bls. 81

Þrátt fyrir að þú hafir full­yrt að eng­inn hafi hagn­ast á mark­aðs­mis­notkun Kaup­þings, fékkst þú og sumir af þínum sam­starfs­mönnum millj­ónir í arð þegar þú barst enga áhættu.

Þú baðst síðan mig (Karen) um að aug­lýsa árs­reikn­ing Kaup­þings fyrir árið 2006, sem þú vissir að værir upp­log­inn.Mynd af Karen Millen í ársreikningi Kaupþings fyrir árið 2006.

Í des­em­ber 2007 (fyrir reikn­ingsár Kaup­þings 31. des­em­ber), voru skulda­vafn­ingar (CDO´s) fluttir frá New Bond Street Asset Mana­gement til félags í eigu Kaup­þings sem hét „Black Suns­hine” (reikn­ingar félags­ins voru hjá dótt­ur­fé­lagi Kaup­þings í Lúx­em­borg), í þeim til­gangi að fela 1,5 millj­arða Banda­ríkja­doll­ara tap.

Tölvu­póst­sam­skipti vegna flutn­inga yfir til Black Suns­hine.

Eftir að tapið hafði verið falið í Lúx­em­borg, fór fram upp­gjör við stjórn New Bond Street Asset Mana­gement og starf­semin lögð nið­ur.

Lána­skjöl Black Suns­hine und­ir­rituð af Hreið­ari Már Sig­urðs­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings hf. (sjá hér og hér).

Eign­irnar sem voru fluttar frá New Bond Street Asset Mana­gement til „Black Suns­hine” birt­ast á blað­síðu 51 ískýrslu PwC sem var útbúin fyrir Emmanu­elle Henni­aux, sem dóm­stóll skip­aði sem umsjón­ar­mann greiðslu­stöðv­unar Kaup­þings Lúx­em­borg eftir fall bank­ans.

Í sím­tali sem ég tók upp (lög­lega í Bret­land­i), lýsir Francois Cabay (fyrr­ver­andi for­stöðu­maður fjár­stýr­ingar Kaup­þings Lúx­em­borg) „fegr­un­ar­að­gerð­um” á bók­haldi bank­ans sem var nauð­syn­leg til þess að fela tap vegna skulda­vafn­inga.

Úrdráttur 1: 

Francois Cabay (FC): Já, en Black Suns­hine skulda­bréf­in, það var ekk­ert að þeim eða hvað?

Kevin Stan­ford (KS): Sko, önnur en sú stað­reynd að Kaup­þing var gjald­þrota.

FC: Nei, ég veit það, já ég veit, önnur en sú stað­reynd að þau voru flutt þann 30. des­em­ber 2007, og að við, og að eigna­safnið var lélegt, og við aug­lýstum í mars að við höfðum ekki lengur neina útlána­á­hættu, eða skipu­lagða útlána­á­hættu, að við höfðum enga meiri sér­tryggða lána­vafn­inga (CDO´s / CLO´s), og blah blah blah, það er eitt­hvað sem við sögðum við alla okkar hlut­hafa, hvort sem þeir eru við­skipta­vin­ir, hvort þeir eru veit­endur milli­banka­lána, eða hvað sem er. Já, ég meina það var, þetta voru miklar lygar, já.

KS: En hver skipu­lagði þessi lán? Þessi fyr­ir­tækja­lán til …. ?

FC : Það var Egg­ert.

KS: Gerði Egg­ert allt það?

FC: Já.

KS: Svo, hvað gerðir þú þá? Þú, þú var­st….

FC: Í tengslum við Black Suns­hine?

KS: Já

FC: Ekk­ert, ekk­ert

KS: Ég vissi ekki, ég man að þú varst í tölvu­póst­sam­skipt­un­um, það var allt, ég bara…

FC: Nei, já einmitt, en nei, bara ekk­ert. Þú veist, ég meina í for­tíð­inni þeg­ar, þú veist, á tímum Kaup­þings, ég meina Íslend­ing­arn­ir, Magnús og Egg­ert, þeir voru í raun­inni að stjórna bank­an­um.

KS: Já, já.

FC: Og allt kjaftæðið sem var skipu­lagt af þeim, og þeir voru svo góðir að, þú veist fela hluti, að umm…

KS: En, hvernig felur þú hálfan millj­arð af skulda­vafn­ing­um? Þú veist, spyr eng­inn neinna spurn­inga?

FC: Nei, jæja það var, já þú veist bank­inn var stór á þeim tíma. Þetta voru bara nokkrir flutn­ing­ar.

KS: Já.

Auglýsing
FC: Það er bara, mmm, þú veist, ég meina nokk­ur, nokk­ur, nokkur hluta­bréf sem fjand­inn veit hver mark­aðsvirði þeirra er, þau hafa verið flutt án greiðslu, svo þannig…

KS: Án greiðslu, og svo færðu lán frá Íslandi til að hag­ræða í bók­hald­inu?

FC: Já, já einmitt.

KS: Og svo eftir hrun­ið, þá heldur þú eignum á móti lán­in­u… 

FC: Nei, nei, nei, málið var ef ég hef rétt fyrir mér, ég meina þessi skulda­bréf, þau fóru beint í aflands­fé­lög, svo í Black Suns­hine og hin tvö félög­in.

Úrdráttur 2:



FC: Já, jájá.. vegna þess það kom einu ári fyrir fall sam­stæð­unn­ar.

KS: Já, svo Kaup­þing, þeir hljóta að hafa verið ógjald­færi þeg­ar, þú veist það var tap upp á einn og hálfan millj­arð árið 2007, voru ógjald­færir ef það hefði verið greint frá því, er það ekki örugg­lega?

FC: Málið er að und­ir­málslána krísan byrj­aði að, umm….

FC: Það var seint 2007, það var…

KS: Nei, það var sum­arið 2007.

FC: Það fyrsta var 23. júlí 2007.

KS: Einmitt.

FC: Það var í fyrsta sinn sem við heyrðum um und­ir­málslána krísu, Fyrir mér, ég meina þetta hrundi raun­veru­lega í sept­em­ber.

KS: Já.

FC: Já jæja, ég meina ég raun­veru­lega get ekki sagt þeir voru…

KS: Nei, ég er ekki að segja þú, ég er bara að segja hvað þeir gerðu, Francois.

FC: Nei, ég hef ekki hug­mynd. Ég hef ekki hug­mynd, en stað­reyndin er sú, að þau hurfu úr efna­hags­reikn­ingi bank­ans.

KS: Og þeir gerðu þetta, hvers vegna gerðu þeir þetta yfir jól?

FC: Ekki hug­mynd.

KS: Var það út af þetta var í lok árs?

FC: Þetta var bara til þess að vera með hreint blað fyrir árs­reikn­ing 2007.

KS: Já, sem er 31….

FC: Þetta var fegr­un­ar­að­gerð.

KS: Já. Já, og svo eftir það opn­uðu þeir Kaupt­hing Edge.

FC: Já, og til þess að opna Kaupt­hing Edge, þá þurftir þú að segja að þú hafðir enga áhættu af struct­ured credit, af und­ir­málslán­um, og bla bla bla..

KS: And­skot­inn, þetta er eitt stærsta Ponzi-svindl í sög­unni.

FC: Já já.

Á bls. 179 í Frozen Assets, ritar Ármann:

„Því miður hafði Kaup­þing fjár­fest í skulda­vafn­ingum sem höfðu að geyma und­ir­málslán. Það var gert í fyr­ir­tæki sem við höfðum stofnað í London og hét New Bond Street Asset Mana­gement. Við þurftum að afskrifa tugi millj­arða króna þegar við los­uðum okkur að mestu út úr þessum fjár­fest­ingum í árs­lok 2007”.

Og á blað­síðu 240 í Frozen Assets ritar Ármann;

„Hjá okkur í Kaup­þingi hafði tapið að mestu leyti átt upp­runa sinn hjá New Bond Street Asset Mana­gement.“

Í árs­skýrslu Kaup­þings árið 2007 kemur fram á blað­síðu 19 að:

„Kaup­þing hefur enga beina áhættu af banda­rískum und­ir­málslán­um.”

Árið 2008 voru mark­aðir með milli­banka­lán lok­aðir Kaup­þingi og því var eina leiðin til þess að fjár­magna svikin að laða að inn­stæðu­eig­end­ur. Neð­an­greind mynd úr lausa­fjár­skýrslu Kaup­þings sýnir við­skipta­módel Kaup­þings Edge sem þú hleypir af stokk­unum í Bret­landi, þar sem „við­skipta­vinir munu velja með vesk­inu” þegar þeim eru boðið hæsta ávöxt­unin á mark­aði.Viðskiptamódel Kaupthing Edge.

Kald­hæðn­is­leg­lega hefur Kvika stofnað AUЭUR, net­reikn­inga sem bjóða inn­stæðu­eig­endum hæstu ávöxtun á mark­aðn­um. Á heima­síðu Kviku, skrifar Ólöf Jóns­dótt­ir, for­stöðu­maður Auðar (fyrr­ver­andi starfs­maður áhættu­stýr­ingar Kaup­þings á árunum 2005-2008):

„Inn­láns­vextir á íslandi eru lágir og með lít­illi yfir­bygg­ingu sáum við tæki­færi til að geta boðið betri kjör en bjóð­ast núna. Kvika er í ein­stakri stöðu sem sá við­skipta­banki, sem er með hæstu arð­semi og eig­in­fjár­hlut­fall, en heldur ekki úti dýru úti­búa­net­i.”

Þetta hljómar allt mjög kunn­ug­legt við „Kaupt­hink­ing” slag­orðið sem bank­inn not­aði í kynn­ing­ar­mynd­band­i:

Til að vitna í útdrátt úr mynd­band­inu: „Við héldum að við gætum tvö­fald­ast að stærð, og það gerðum við á hverju ári í átta ár. Við héldum að við gætum stækkað efna­hags­reikn­ing­inn, og það gerðum við, um 500% á ein­ungis þremur árum…. með því að skáka skrifræð­i”.

Kannski er „Kvikt­hink­ing” hið nýja „Kaupt­hink­ing” en von­andi ekki, en það mun vera komið undir Íslend­ing­um.

Þú vissir að Kaup­þing væri ógjald­fært þegar þú hleyptir Edge net­reikn­ing­unum af stokk­unum þann 8. febr­úar 2008. Þú vissir einnig að Kaup­þing hafði ekki dregið frá eigin fé bank­ans lán sem bank­inn hafði veitt aðilum til að kaupa eigin bréf, og þú vissir einnig að Kaup­þing væri að fela tap upp á 1,5 millj­arða Banda­ríkja­doll­ara (upp­hæð sem nemur árs­tekj­um) vegna banda­rískra und­ir­málslána.

Jan Petter Sissener stað­festir að:

„Það er eng­inn vafi í mínum huga að Ármann vissi um þau atvik sem ég lýsti í mínum vitn­is­burði í tengslum við hluta­bréfa­út­gáfu Kaup­þngs í nóv­em­ber 2006, og hvernig tap New Bond Street Asset Mana­gement var falið frá árs­reikn­ingi árs­ins 2007.” Þetta stað­festir að þú hafir vís­vit­andi logið að yfir­völdum í Bret­landi til þess að setja upp Edge net­reikn­ing­ana, og laugst svo aftur eftir hrun um vit­neskju þína um svik­in.

Pricewa­ter­hou­seCoopers hf. (PwC) gerði skýrslu að beiðni skila­nefndar Kaup­þings hf. sem var kölluð „Project Stay­ing Ali­ve”, sem greindi frá því að Edge net­reikn­ing­arnir leiddu til inn­lána upp á 4,2 millj­arða evra, en 2,8 millj­arðar evra voru svo nýttir til þess að halda uppi hluta­bréfa­verði Kaup­þings. 

Auglýsing
Eftir að Edge net­reikn­ingum var hleypt af stokk­un­um, varst þú með­vit­aður um það að Kaup­þing not­aði nöfn okkar (sem tveir af svoköll­uðum „High Net Worth Indi­vi­du­als”) í sam­særi til þess að hafa áhrif á skulda­trygg­ing­ar­á­lag Kaup­þings (CDS), og til að afvega­leiða inn­stæðu­eig­endur til þess að trúa því að Kaup­þing væri ólík­legt til þess að falla. Þann 7. októ­ber 2016, gerði Deutsche Bank sam­komu­lag vegna kröfu að fjár­hæð 510 millj­ónir evra frá skila­nefnd Kaup­þings, með greiðslu að fjár­hæð 425 millj­ónir evra, í stað­inn fyrir það að svind­lið yrði opin­berað fyrir enskum dóm­stól­um.

Á bls. 170 í Frozen Assets, ritar Ármann:

„Þegar fyrsta skulda­trygg­ingin var gefin út á Kaup­þing kost­aði trygg­ingin 20 punkta, eða 0,20 pró­senta álag. Ef skulda­trygg­ing­ar­á­lagið var 0,20 pró­sent var hægt að gera ráð fyrir að bank­inn myndi selja skulda­bréf með 0,20 pró­senta álagi á LIBOR vexti. Skulda­trygg­ing­ar­á­lagið var líka notað sem vís­bend­ing um „heilsu­far” banka. Blaða­menn mátu áhættu banka í skrifum sínum eftir álag­inu.

Þá fóru ýmsir að spá því að alþjóð­legir fjár­magns­mark­aðir væru lok­aðir íslensku bönk­un­um. Ef mark­að­ur­inn heldur að banki sé að verða uppi­skroppa með lausafé lánar hann þeim banka ekki einn ein­asta eyri. Við vorum að fest­ast í víta­hring og ástandið var orðið mjög óþægi­leg­t”.

Á bls. 180 í Frozen Assets, ritar Ármann:

„Í jan­úar 2008 fór skulda­trygg­inga­á­lag Kaup­þings í nýjar hæðir og varð rúm­lega fimm pró­sent. Þetta var byrjað að hafa áhrif á inn­lán okkar í Skand­in­avíu þar sem við upp­lifðum að leyst var út inn­lán í tals­verðum mæli.“

Á bls. 190 í Frozen Assets, ritar Ármann:

„Sú und­ir­liggj­andi þróun var að eiga sér stað að skulda­trygg­ing­ar­á­lagið hækk­aði. Mark­að­ur­inn benti til þess að við værum lík­legir til þess að falla.”

Ég fékk afhent gögn sem sér­stakur sak­sókn­ari hafði tekið saman vegna rann­sóknar á brotum Kaup­þing/Deutsche Bank á við­skiptum sem höfðu áhrif á skulda­trygg­ing­ar­á­lag bank­ans. Gögnin inni­halda sönn­un­ar­gögn sem sýna það að þú hafir sótt fundi með Deutsche Bank og mót­tekið tölvu­pósta í tengslum við við­skipti sem áttu að hafa áhrif á skulda­trygg­ing­ar­á­lag Kaup­þings.

Þinni þátt­töku í mark­aðs­mis­notkun Kaup­þings (sem var fjár­mögnuð með inn­lánum Kaup­þing Edge eftir að þú settir reikn­ing­ana af stað í febr­úar 2008), var greint frá í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis og stað­fest með dómi Hæsta­réttar 6. októ­ber 2016. Dómur Hæsta­réttar var byggður á skýrslu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem bar yfir­skrift­ina, „Meint mark­aðs­mis­notkun með hluta­bréf í Kaup­þing­i”. Rík­is­út­varpið not­aði skýrsl­una til að búa til stutt­mynd sem fjallar um kerf­is­bundna mark­aðs­mis­notkun Kaup­þings frá árinu 2005.



Eftir að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis var birt fór okkur að gruna að við höfðum verið blekkt, svo ég skipu­lagði fund með þér sem ég tók á upp­töku (lög­lega í London) sem hluta af rann­sókn okk­ar. Á meðan sam­tali okkar stóð við­ur­kenndir þú vit­neskju þína um mark­aðs­mis­notkun bank­ans í neð­an­greindum útdrætti:

Úrdráttur 3:

ÁÞ (Ár­mann Þor­valds­son): Ég ætl­aði að segja okkur til varnar ef svo er …. hvað sem þú hefur sem er svo sér­kenni­legt… ég velti því fyrir mér hvort Kaup­þing hefði verið .. segjum .. þú veist … ekki langstærsti banki á Ísland­i.. en við skulum segja að þetta hafi verið ein­angrað vanda­mál og þetta væri 5 eða 10% hluti Íslands og allt annað .. ef þú getur ímyndað þér hvað var að ger­ast hefðu menn gert allt þetta til að bjarga bank­an­um? emmmm teygja sig og það… ég er ekki viss… ég held að vanda­málið sé.. og ég held að það sem raun­veru­lega var að ger­ast .. fólk var ekki að bjarga bank­an­um.

KS (Kevin Stan­for­d): Þeir voru að bjarga land­inu

ÁÞ: Þeir voru að bjarga öllu land­inu, af því að allir vissu, þú veist að það er ástæða þess að ég segi voru að halda uppi …  þú veist… ég held að við­mótið á Íslandi… menn héldu á hluta­bréf­un­um.. því þú veist að fólk ein­hvern veg­inn eða starfs­menn­irnir sem áttu hluta­bréf myndu þá hugsa að þeir ættu pen­ing .. eða eitt­hvað þannig… eng­inn var að selja.. öllum var sama… ég leit ekki einu sinni á mín hluta­bréf á þessum tíma..

KS: En þið komuð í veg fyrir að þau lækk­uðu frekar en að…

ÁÞ: Já maður stopp­aði þau á leið­inni nið­ur.. en aðal­til­gang­ur­inn var sá var að fólk… err… þú getur spurt Hreiðar ég hef ekki spurt hann sér­stak­lega hvernig hann leit á þetta… en ég er frekar viss um að (1) allir hlut­haf­arnir hefðu orðið gjald­þrota sem hefði leitt til áhlaups á bank­ann…. þetta hefði allt endað í áhlaupi á bank­ann og þá myndi allt falla… það var það sem fólk var að horfa í síð­ustu tólf mán­uð­ina.. þetta var allt til að koma í veg fyrir áhlaup á bank­ann.

KS: Já, en það var óhjá­kvæmi­legt í raun og vera þegar þú hugsar um það, þetta hafði ekk­ert að gera með Lehman´s, þetta var að fara að ger­ast hvort eð er.

ÁÞ: Það veltur allt á því hversu slæmt það hefði orðið ég veit það ekki… ég meina fyrir Lehman´s eins og ég sagði ég meina QIA (Qat­ari Invest­ment Aut­hority) ætl­aði að koma inn… við sár­lega þurftum ein­hvern utan kerf­is­ins.

KS: Ein­hvern sem þið voruð ekki að fjár­magna.

ÁÞ: Já einmitt af því eng­inn… hlut­hafa­hóp­ur­inn var alltaf nokkurn veg­inn í öllum bönk­unum alveg íslenskir nán­ast allir lands­menn voru skuld­settir svo þeir voru allir dauðir … svo fólk… ég held að trúin hafi verið trú að … errr… að gengi hluta­bréf­anna til dæmis eins og þú seg­ir…  ef þeir hefðu ekki lánað pen­inga myndi hluta­bréfa­verð lækka… já … það hefði alveg hrunið … en ég held að fólk hefði þá sagt að það væri ekki vegna þess endi­lega að það væri eitt­hvað að bank­anum í grund­vall­ar­at­rið­um, heldur vegna þess að mark­að­ur­inn sjálfur var dauð­ur, eng­inn hafði fjár­muni til að kaupa jafn­vel þó þeir væru sann­an­lega 1000 króna virði þá hefðu þeir samt lækkað niður í 100 krónur vegna þess að þeir voru með eitt­hvað….

KS: Já… bank­inn hlýtur að hafa verið ógjald­fær fyrir Kaupt­hing Edge lík­lega?

ÁÞ: Það veltur á því hvað þú .. ég hef í raun ekki skoðað það en það sem aðal­lega gerð­ist síð­asta árið var það að lok­um, vegna þess að fólkið var að reyna að halda kerf­inu sam­an, þau voru að lána gegn veði í bréf­unum og það var að éta sig inn í eigið féð.

Úrdráttur 4: 

KS: Það var Ísland sem hélt hluta­bréfa­verð­inu uppi með blekk­ingum

ÁÞ: Sögu­lega séð… það var alltaf svo­lítið af því og fólk hélt ekki að þeir væru að hafa áhrif á mark­að­inn en þeir voru… og það var þannig fyrir alla bank­ana.. og það var satt.. þetta var Mikka mús mark­að­ur.

KS: Já ég veit en allir hinir bank­arnir voru ekki að fjár­magna vini sína til að kaupa hluta­bréf.

ÁÞ: Allir þeirra.

KS: Ha… Deutsche Bank?

ÁÞ: Nei… íslensku

KS: Já fyr­ir­gefðu, íslensku bank­arn­ir, íslensku bank­arnir voru að fjár­magna kaup á þeirra eigin hluta­bréf­um.

ÁÞ: Já en aðeins eft­ir… ekki alveg.. aðal­lega á síð­ustu tólf mán­uð­un­um… ástæðan fyrir því, þú veist, það gerir það betra.. en gerir það ekki lög­legt. Ef það er ólög­legt er það ólög­legt en ég er ekki viss um að svo sé. En í grund­vall­ar­at­riðum voru menn ekki að gera það vegna þess að þeir vor­u.. þeir voru að sjá til þess að mark­að­ur­inn væri skipu­leg­ur.. fólk vildi ekki sjá…

KS: Svo þeir héldu áfram að kaupa hluta­bréf.. og .. héldu áfram að lána pen­inga til þess að kaupa hluta­bréf.

Úrdráttur 5:

ÁÞ: Ég held.. já. ég meina það voru engir kaup­end­ur.. vanda­málið var..

KS: Það voru engir kaup­endur fyrir hluta­bréf­unum nema þú lán­aðir fólki til þess að kaupa þau

ÁÞ: Allir íslensku hlut­haf­arnir til að byrja með voru skuld­settir og ekki aðeins í gegnum íslensku bank­ana heldur ég meina Citi­bank var að lána til Ólafs Ólafs­son­ar, Exista var að fá lánað 500 millj­ónir frá nokkrum bönk­um, þeir voru allir skuld­settir og um leið og gengi hluta­bréfanna… þú veist.. byrj­aði að koma nið­ur.. aug­ljós­lega.. þú veist.. urðu þeir ótrú­lega veik­burða og það svona smám sam­an. Ég held að fólk hafi gert sér grein fyrir því eða ég veit ekki hvernig þeim datt í hug en fól sleppt­i.. ef það myndi falla nið­ur.. og það þýddi að eng­inn gæti keypt leng­ur… nema bank­arnir væru að lána.

Úrdráttur 6:

ÁÞ: Spurn­ingin er myndi Kaup­þing.. ef ekk­ert annað hefði gerst.. ef mark­að­ur­inn hefði ekki hrunið og Glitnir hefði ekki hrunið og svo fram­veg­is… hefði Kaup­þing lifað af..?

KS: Jæja þið hefðuð bara keypt meiri hluta­bréf… hlát­ur..

ÁÞ: Já (sími hringir).. má ég taka þetta?

KS: Já

ÁÞ: (eftir sím­tal­ið) Þú veist þegar maður lítur til bak­a.. það lítur ansi mik­ið.. umm..

KS: Já, það skildi fullt af fólki eftir í miklum vand­ræðum er það ekki?

ÁÞ: Jú

Úrdráttur 7: 

ÁÞ: Ég meina, ég held að fólk hafi trú­að.. ég meina Hreiðar senni­lega trúði því að við myndum lifa af en aug­ljós­lega það sem þeir voru að gera var að þynna út hlut­hafa­hóp­inn með að lána svo mikið gegn hon­um.

KS: Já

ÁÞ: En það var ekki til­gang­ur­inn, var ekki að, venju­lega þegar um mark­aðs­mis­notkun er að ræða þá er ein­hver að hækka verð­ið, til þess að selja og losa sig við og græða pen­ing

KS: En það var til að halda hluta­bréfa­verð­inu þar

ÁÞ: Rétt.. já.. en ég held hvort sem það er mik­il­vægt fyrir öðru fólki eða ekki, það er frekar mik­il­vægt hjá mér að það var ekki til að halda því uppi svo ein­hver gæti raun­veru­lega grætt pen­ing vegna þess þeir voru að halda því uppi

KS: Nei.. það var til að halda því upp­i..

ÁÞ: það var til að.. í mínum huga var það til þess að koma í veg fyrir það sem gerð­ist til dæmis hjá HBOS þegar þeir lækk­uðu um 30 pró­sent.

KS: En það var verið að leika á mark­að­inn vegna þess að mark­aðs­verð hefði verið lægra.

ÁÞ: Ef bank­inn hefði ekki keypt hluta­bréf sjálf­ur.. væri það lægra .. það væri .. það er eng­inn vafi um það.

Auglýsing
Þegar þínir fyrrum kolleg­ar, for­stjórar Kaup­þings á Íslandi og Lúx­em­borg, hafa verið fang­els­aðir fyrir sína glæpi, þá er ótrú­legt að hugsa til þess að FME geti lýst því yfir að þú sért hæfur til þess að stjórna Kviku Banka hf.

Fjár­mála­eft­ir­litið verður að stíga fast til jarð­ar. Ef FME við­ur­kennir hátt­semi þína frá fyrri tíð með því að leyfa þér að starfa sem for­stjóri (eða aðstoð­ar­for­stjóri) Kviku banka, mun það ein­göngu stuðla að frek­ari svikum og pen­inga­þvætti.



Í fyrri nið­ur­sveifl­um, hafa íslenskir bankar sett af stað her­ferð blekk­inga með aðstoð Seðla­banka Íslands, eft­ir­lits­að­ila og end­ur­skoð­endum bank­anna. Þar sem Fjár­mála­eft­ir­litið og stjórn Kviku banka hf. sýna gáleysi þegar litið er til þinnar fyrrum hátt­semi, þá virð­ist sem sama hug­ar­far sé enn við lýði.

Í yfir­lýs­ingu sem þú gafst út þann 29. maí 2019, eftir að þú hættir sem for­stjóri Kviku, kom fram:

„Upp­bygg­ingin á starf­semi bank­ans í Bret­landi hefur gengið mjög vel á und­an­förnum árum og ljóst að þar eru sókn­ar­tæki­færi til fram­tíðar fyrir Kviku. Með þess­ari breyt­ingu tel ég að hægt sé að nýta betur reynslu mína, þekk­ingu og tengsl í Bret­landi til þess að styðja við áfram­hald­andi vöxt þar.”

Breska fjár­mála­eft­ir­litið (FSA) bann­aði þér ásamt kol­legum þínum að stýra fyr­ir­tækjum í Bret­landi í fimm ár. Hins vegar efast ég um að þú segðir yfir­völdum í Bret­landi frá því sem þú sagðir mér, því ef þau hefðu slíka vit­neskju þá efast ég um að þeir heim­il­uðu þér að reka fjár­mála­fyr­ir­tæki þangað til að ásak­anir mínar væru rann­sak­að­ar.

Í við­tali sem birt var í Guar­dian þann 5. nóv­em­ber 2009 kom fram hjá Ármanni:

„Hluti af þeirri ástæðu að ég skrif­aði bók­ina var til að útskýra hvernig þetta gerð­ist í raun” segir hann. „Þetta var rekstur sem var byggðu úr nán­ast engu yfir 15 ára tíma­bil. Þetta var afsprengi vinnu hæfi­leik­a­ríks fólks. Núna heldur Jón og Gunna að allir banka­menn séu heimskir, óheið­ar­legir og á of háum laun­um, áhættu­fíklar sem eigi að fara í fang­elsi fyrir þau skemmd­ar­verk sem hafa verið unn­in. Það lætur manni ekki líða vel þegar litið er á mann með þessum hætt­i.”

Á bls. 256 í Frozen Assets, ritar Ármann:

„Það er ekki hægt annað en að líða illa yfir því sem gerst hef­ur. Ég trúi því samt að ég hafi starfað heið­ar­lega og reynt að hafa skyn­sem­ina að leið­ar­ljósi á Kaup­þings­ár­unum mín­um.”

Þá segir einnig á bls. 256:

„Þótt vita­skuld séu ýmsar ákvarð­anir sem ég sé eftir að hafa tekið og til sé annað sem hefði betur verið gert. Núna hef ég loks­ins skrifað þessa bók, ekki til þess að vera með afsak­an­ir, heldur til að segja hvernig þetta var.”

Bók þín var vís­vit­andi sett fram í þeim til­gangi að losa þig undan sök í einum stærstu svikum sög­unn­ar, svikum sem ekki hefðu verið mögu­leg án þinnar hlut­deild­ar.

Frozen Assets er svo sann­ar­lega ekki „hvernig þetta var”.

Þú sagðir að „það eru ekki allir banka­menn heimskir, óheið­ar­legir og yfir­borg­aðir áhættu­fíklar sem ætti að setja í fang­elsi fyrir þau stór­feng­legu skemmd­ar­verk sem þeir unn­u”.

Það er kald­hæðn­is­legt að sönn­un­ar­gögn benda einmitt til þess að það er nákvæm­lega það sem þú ert.

Við erum enn reiðu­búin að aðstoða yfir­völd á Íslandi, kjósi þau nú að hefja rann­sókn.

Virð­ing­ar­fyllst,

Kevin Stan­ford og Karen Mil­len OBE.

An Eng­lish version of the open letter to Ármann Þor­valds­son can be read here.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar