Að líta í sinn eigin hvíta barm

Bára Huld Beck fjallar um rasisma á Íslandi og tengir hann við atburðina vestan hafs – og þá byltingu sem á sér stað vegna þeirra.

Auglýsing

Við á Íslandi teljum okkur lifa í hvítri ver­öld – hvítum raun­veru­leika. Og þegar við sjáum fréttir frá Banda­ríkj­unum þá gætu fyrstu við­brögðin verið þau að þetta ástand snerti okkur ekki. Svart fólk er nefni­lega drepið þar í landi án dóms og laga úti á götu af lög­regl­unni. Það er hrætt og upp­lifir mikið óör­yggi í sínu eigin landi og nú er það búið að fá nóg. Ekki meira, þetta er komið gott. Kerf­is­lægur ras­ismi verður að stoppa, segir það. Black lives matter – Líf svartra skiptir máli. 

Við erum í fram­hald­inu að verða vitni að hruni banda­ríska draums­ins – ef hann var þá ein­hvern tím­ann til. Mich­ael Moore, kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur, benti á þetta á Instagramm­inu sínu í síð­ustu viku en hann segir að stóra amer­íska sam­fé­lags­til­raunin sé dauð. Hún hafi verið drepin með hné hvítu valda­blokk­ar­inn­ar, hvítum for­rétt­inum og hvítum eign­ar­rétti á fast­eign­um, auði og vinnu­afli launa­þræla. 

Hann segir að Banda­ríkin hafi aldrei verið fög­ur, allt hafi verið lygi frá byrj­un. „Allir skap­aðir jafn­ir.“ Aldrei, segir hann. Moore bendir á að þau hafi aldrei bætt fyrir erfða­syndir þeirra; þræla­hald og þjóð­ar­morð. „Of­beldið sem við beitum svarta þjóð­fé­lags­þegna er enda­laus dag­leg upp­lifun þeirra. Við erum heppin að vera á líf­i.“

Já, land hinna frjálsu manna og heim­kynni hinna hug­rökku. 

Auglýsing

„Eitt­hvað er rotið í Dana­veldi“

Áður en við Íslend­ingar klöppum okkur á bakið og upp­hefjum sjálf okkur fyrir for­dóma­leysi, jafn­rétti og umburð­ar­lyndi þá skulum við staldra við – því þrátt fyrir að ástandið hér á landi sé ekki nærri eins slæmt og í vestan hafs þá er það heldur ekki gott. 

Vitn­is­burðir fólks af erlendum upp­runa, hæl­is­leit­enda og hör­unds­dökks fólks sýna það og sanna að margt er „rotið í Dana­veld­i“. Við sendum hæl­is­leit­endur til baka í hörmu­legar aðstæður – allt í nafni laga og rétt­lætis og á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar. Börn er send í burtu, barns­haf­andi konur og fjöl­skyldu­fólk. Við höfum mýmörg dæmi um það og nú liggur fyrir Alþingi frum­varp Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra um breyt­ingu á útlend­inga­lögum sem gerir stjórn­völdum kleift að hafna umsóknum af meiri festu, á skemmri tíma og með minni til­kostn­aði en áður. 

Það eru þó ekki ein­ungis hæl­is­leit­endur sem þurfa að berj­ast fyrir til­veru­rétti sínum á Íslandi. Núna, í þessu ástandi, hafa sögur af „hvers­dags­legum ras­is­ma“ verið áber­andi á sam­fé­lags­miðl­um. Frá­sagnir af þessum lúmska ras­is­ma, eins og kona ein af erlendum upp­runa orð­aði það við mig. 

Eitt­hvað sem oft­ast er falið er nú að leita út, og það rétti­lega. 

Með leyfi nokk­urra ein­stak­linga birti ég þrjú dæmi um birt­ing­ar­mynd­ina hér á landi:

Móðir sem þarf að útskýra fyrir börn­unum sínum af hverju þau líta öðru­vísi út – „Ras­ismi er raun­veru­legur og hann er vanda­mál“

„Kyn­þátta­hatur á ekki bara við um USA þetta er vanda­mál um allan heim og líka hér á Íslandi. Veit ekki hversu oft ég hef þurft að útskýra fyrir börn­unum mínum að þau séu ekki ætt­leidd eða keypt þar sem ég fæ þessa spurn­ingu reglu­lega frá fólki og fyrir framan börn­in. 

Ég þarf líka að útskýra fyrir þeim að þau megi leika við alla líka hvít börn því það er verið að segja við þau að brún börn eigi að leika saman og brúnir og hvítir eigi ekki að leika sam­an. Ég þarf líka að segja þeim að þau séu fal­leg þar sem það hefur verið sagt að þau séu eins og kúkur á lit­inn. Ras­ismi er raun­veru­legur og hann er vanda­mál!“

Kona sem á kærasta af erlendum upp­runa sem þarf að þola öðru­vísi við­horf frá lög­regl­unni – „Try not to be suspici­ous“

„Í ljósi nýj­ustu atburða verð ég að koma eft­ir­far­andi sögu af [kærast­anum mín­um] á fram­færi sem gerð­ist aðfara­nótt föstu­dags: [Hann] fer út með blöðin á morgn­anna hér í 108 og hefur gert í þónokkurn tíma. Þessa nótt er lög­reglu­bíll á sveimi um hverfið og keyrir í átt til [hans]. (Sam­ræða fer fram á ensku)

Lög­ga: Hvað ertu að gera hérna?

[Hann]: Ég er að fara út með blöð­in.

Lög­ga: Hvaðan kem­uru?

[Hann]: Frá Íslandi

Lög­ga: Ekki held ég það

[Hann]: Fléttu því bara upp.

Lögga (eftir að hafa flett kenni­tölu upp, segir ekki neitt um það að hann er íslenskur): Try not to be suspici­ous

[Hann]: Hvað mein­arðu?

Lög­ga: Það var hringt og til­kynnt um grun­sam­legan mann.

[Hann]: Ég hef verið að fara með blöðin í þónokkurn tíma, frekar skrýtið að ein­hver hringi núna (var bara búinn að vera þarna í 5 mín­út­ur).



[Kærast­inn minn] sagði þetta hafa verið ekki óvin­sam­leg sam­skipti en ég held að ég myndi aldrei lenda í svona. Það hefur einnig verið leitað á vini hans við svip­aðar aðstæður en sá vinur er brúnn. Við höfum einnig lent í aðstæðum þar sem lög­reglan kom mun verr fram við mig en [hann].“

Kona af erlendum upp­runa sem upp­lifir for­dóma á Íslandi – „Hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“

Ber­en­ice Barrios Quiño­nes hefur búið hér á landi í sex ár og í sam­tali við Kjarn­ann rifj­aði hún upp atvik þar sem hún varð fyrir for­dómum hér á landi en það var fyrir um ári síðan þegar hún fór með fjöl­skyld­unni í bak­arí í versl­un­ar­mið­stöð­inni Firð­inum í Hafn­ar­firði. Eig­in­maður hennar og eldri sonur brugðu sér frá og var hún ein með yngri syn­inum þegar gömul kona fór til hins stutta og spurði hann hvar móðir hans væri og hvort það væri í lagi með hann – en þá var hann tveggja og hálfs árs gam­all. Litli er líkur föður sínum og segir Ber­en­ice að konan hafi efast um að hann væri sonur hennar vegna lit­ar­háttar henn­ar.

Atvik sem þessi segir Ber­en­ice særa sig enda sé um að ræða for­dóma sem séu rót­grónir í sam­fé­lag­inu. Þetta sé ein­ungis eitt lítið dæmi af fjöl­mörg­um. „Mér leið mjög illa eftir þetta atvik. Að fólk haldi að ég ræni barni ein­ungis vegna þess að ég lít ekki út eins og það er hræði­leg­t.“

Ber­en­ice segir að þótt þetta atvik hafi verið slæmt þá særi það hana meira þegar fólk sem hún vinnur með eða þekkir hana sýni for­dóma, jafn­vel án þess að gera sér grein fyrir því. Öll þessi litlu atvik safn­ast saman eins og drop­arnir sem hola stein­inn, segir hún.

Þá komi iðu­lega fyrir að hún fái slæma afgreiðslu í búðum og á veit­inga­stöðum vegna þess að hún lítur ekki út fyrir að vera íslensk. „Ég er stundum svo þreytt á þessu. Mað­ur­inn minn segir þá við mig að ég sé sterk kona sem ráði við þetta og ég er sam­mála því – en þrátt fyrir það þá langar mig svona einu sinni til tvisvar á ári að flytja í burtu. Þá hugsa ég með mér: Hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“

Afstöðu­leysi er afstaða með núver­andi kerfi

Hvað er þá til ráða? Já, er það ekki eins og margoft hefur verið bent á í þessum mót­mæl­um: Að hlusta og hætta að hrút­skýra til­finn­ingar ann­arra – og ofan á það að taka afstöðu, því afstöðu­leysi er afstaða með núver­andi kerfi. Að láta ekki í sér heyra eða for­dæma hvernig komið er fram við fólk er afstaða út af fyrir sig. 

Því við í for­rétt­inda­stöð­unni í okkar hvíta landi verðum að gera okkur grein fyrir að landið okkar er ekki lengur hvítt. Við erum að vaxa í það að verða fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag – þar sem fólk af erlendum upp­runa tekur eins­leitn­ina úr þessu hvíta. Við skulum fagna því og umfaðma nýjan og betri veru­leika. 

Svo ég tek upp ákall Mich­ael Moore: „Við skulum grípa til aðgerða til að bæta úr þessu núna og um leið og við biðj­umst fyr­ir­gefn­ingar og end­ur­lausn­ar“ og bæti við: 

  1. Hlustum á frá­sagnir fólks af erlendum upp­runa og þeirra sem líta öðru­vísi út
  2. End­ur­hugsum útlend­inga­stefn­una okkar
  3. Horf­umst í augu við eigin for­dóma
  4. Látum í okkur heyra
  5. Styðjum fólk sem verður fyrir órétt­læti

Höf­undur er blaða­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit