Voru gerð mistök í sumar?

Grein Gylfa Zoega, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, sem birtist í Vísbendingu 7. ágúst síðastliðinn vakti mikla athygi og viðbrögð. Hún er hér birt í heild sinni.

Auglýsing

Stjórn­völd tóku mik­il­væga ákvörð­un nú í sumar þegar þau „opn­uðu“ land­ið ­fyrir ferða­mönnum eftir að ferða­lög höfðu legið niðri síðan COVID far­ald­ur­inn hófst í mars á þessu ári. Hér verða færð rök fyrir því að stjórn­völd hafi með ákvörðun sinni gert mis­tök með­ því að ofmeta kosti þess að opna landið og van­meta þá hættu sem slík opnun skap­að­i ­fyrir efna­hags­líf­ið. 

Stóra stund­in 

Í júní var ákveðið að opna landið fyr­ir­ er­lendum sem inn­lendum ferða­mönn­um og skima á landa­mærum til þess að draga úr líkum þess að far­sóttin bær­ist aftur til­ lands­ins. 

Ýmis rök voru færð fyrir opn­un­inni, sum­ ­skyn­sam­legri en önn­ur. Sum voru rök­leys­ur eins og „það gengur ekki að hafa land­ið lok­að“ eða „efna­hags­lífið nær sér ekki á strik í lok­uðu land­i“. Tals­menn ferða­þjón­ust­u héldu uppi mjög öfl­ugum mál­flutn­ingi um að opnun væri bráð­nauð­syn­leg, ella blast­i (rétti­lega í mörgum til­vik­um) við gjald­þrot ­fyr­ir­tækja, en minna fór fyrir umræðu um hætt­urnar sem fælust í opn­un­inni. Engan ­málsvara var að finna fyrir þá sem mest­u hafa að tapa ef veiran tekur að dreifa sér­ um sam­fé­lagið að nýju; nem­endur í fram­halds­skólum og háskól­um, eldri kyn­slóð­ina, ­starfs­fólk og við­skipta­vini í þjón­ustu­geir­anum sem er stærsti hluti efna­hags­lífs­ins, og al­menn­ing sem var mikið létt þegar sótt­in hafði verið kveðin niður í jún­í. 

Auglýsing
Af frétta­flutn­ingi má ráða að svo til ein­u hags­mun­irnir sem skipta máli séu hags­munir ferða­þjón­ustu. Þessi áhersla kem­ur glöggt fram í grein­ar­gerðum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í júní og stýri­hóps um afnám ferða­tak­mark­ana í maí. Sjald­an hefur verið aug­ljósar hversu mikil áhrif ein atvinnu­grein getur haft á ákvarð­an­ir ­stjórn­valda. 

Stjórn­völd töldu sig standa frammi fyr­ir­ ­þremur kost­um. Í fyrsta lagi væri unnt að hafa öfl­ugar sótt­varnir á landa­mærum, t.d. með því að krefj­ast þess að allir sem koma til lands­ins séu 14 daga í sótt­kví. Í öðru lagi væri unnt að opna landið eins og ­Evr­ópu­löndin hafa flest valið að gera og í þriðja lagi væri hægt að fara þá leið sem valin var að skima við landa­mæri til þess að minnka hætt­una á að far­sóttin kæmi aft­ur til lands­ins. 

Sótt­varn­ar­læknir hafði áður lagt mat á þær leiðir sem mögu­legar væru við opn­un lands­ins og mælt með skimun á landa­mær­um. Svo virð­ist sem stjórn­völd hafi með þess­ari á­kvörðun talið sig geta styrkt stöðu ferða­þjón­ustu án þess að fórna sjón­ar­miðum um ­sótt­varn­ir. 

Ofmet­inn ábati af opnun

 Það er ekki rétt að það hafi verið nauð­syn­leg­t ­fyrir efna­hags­lífið að opna fyrir flæði ferða­manna. Önnur eyríki hafa kosið að vernda eigið efna­hags­líf og þjóð­fé­lög með öfl­ug­um ­sótt­vörnum á landa­mærum og efna­hag­ur lands­ins hefur verið framar vonum und­an­farnar vikur þótt fáir erlendir ferða­menn væru. 

Landa­mæri Nýja Sjá­lands eru, svo dæmi sé tek­ið, lokuð enn þann dag í dag. Þeir sem fá leyfi til þess að koma til lands­ins þurfa að dvelja í 14 daga í sótt­kví undir eft­ir­lit­i og taka síðan próf áður en þeim er hleypt út í sam­fé­lag­ið. Taiwan bannar allar ferð­ir ­ferða­manna og þeir sem koma til lands­ins þurfa að vera 14 daga í sótt­kví. Öll­u­m er­lendum rík­is­borg­urum er bannað að kom­a til Hong Kong. Suður Kórea (eins kon­ar eyland vegna þess að landa­mæri við Norð­ur­ Kóreu eru lok­uð) krefst þess að allir sem koma til lands­ins taki próf og séu í sótt­kví í 14 daga. Einnig leyfir Kanada ein­ung­is eigin borg­urum að koma til lands­ins auk far­and­verka­manna og erlendra stúd­enta og er 14 daga sótt­kví ófrá­víkj­an­leg. Finn­land ­bannar komu allra erlendra rík­is­borg­ara sem eru ekki með dval­ar­leyfi í Finn­landi og er einnig kraf­ist 14 daga sótt­kvíar fyrir þá sem ­mega koma til lands­ins. 

En hvað um efna­hags­legu afleið­ing­arn­ar af því að hafa áfram öfl­ugar sótt­varnir við landa­mær­in? Á það var bent í vor að í um­fjöllun um hag­ræn áhrif far­ald­urs­ins hefði oft gleymst að taka til­lit til þess að Ís­lend­ingar vörðu um 200 millj­örð­u­m króna á ferða­lögum erlendis árið 2019. Nú þegar þeir gætu síður farið utan mynd­u þeir verja þessum millj­örðum innan lands. Í sumar hefur glögg­lega komið í ljós hvert þessir pen­ingar hafa far­ið. Iðn­að­ar­menn og verk­takar, verslun og þjón­usta og jafn­vel ­ferða­þjón­usta úti á landi hafa fundið fyr­ir­ ­mik­illi eft­ir­spurn. Pen­ing­unum sem áður­ var eitt á Strik­inu í Kaup­manna­höfn, í London eða á sól­ar­ströndum er nú varið á Lauga­vegi, í Kringl­unni, í bygg­inga­vöru­versl­un­um, til þess að gera upp og við­halda hús­næði, til þess að byggja sum­ar­bú­stað­i, ­kaupa hjól­hýsi og aðrar tóm­stunda­vörur og þannig mætti lengi telja. Hótel hafa ver­ið ­upp­bókuð úti á landi og veit­ingahús full af Íslend­ing­um. Það er kald­hæðn­is­legt að opnun lands­ins hefur með því að mögu­lega valda annarri bylgju far­sóttar vald­ið ­ferða­þjón­ustu skaða. 

Áhrif brott­hvarfs erlendra ferða­manna eru þó að öllum lík­indum meiri en áhrif ­auk­innar inn­lendrar eft­ir­spurnar Íslend­inga. Þess vegna hafa vextir Seðla­bank­ans ver­ið ­lækk­aðir í 1% og hafa raun­vext­ir, mis­mun­ur ­nafn­vaxta og verð­bólgu, ekki verið jafn­lágir um ára­tuga­skeið. Til­gangur vaxta­lækk­un­ar var að létta greiðslu­byrði fyr­ir­tækja og heim­ila, örva inn­lenda eft­ir­spurn fyr­ir­tækja og ­setja gólf undir fast­eigna­mark­að­inn og hef­ur ­lækk­unin haft til­ætluð áhrif. Rík­is­stjórn­in hefur sömu­leiðis aukið útgjöld um rúm­lega 300 millj­arða sem kemur beint inn í inn­lenda eft­ir­spurn. Sjálf­virkir sveiflu­jafn­arar ­rík­is­fjár­mál­anna eru einnig að verki og koma fram í minni skatt­tekjum og hækk­un greiðslu atvinnu­leys­is­bóta sem hvort tveggja örvar inn­lenda eft­ir­spurn. 

Í sumar hefur atvinnu­leysi verið lægra en ­bú­ist var við á vor­mán­uðum (skv. Hag­stof­unni var atvinnu­leysi 3,5% í júní á þessu ári en 3,2% í júní 2019 og skv. Vinnu­mála­stofnun var það 7.3% í júli en var 3,4% í júlí í fyrra) og síð­asta verð­bólgu­mæl­ing var 3% sem bendir til þess að eft­ir­spurn sé þó nokkur í hag­kerf­in­u. 

Skortur á hag­fræði­legri ­grein­ingu 

Við und­ir­bún­ing ákvörð­unar um opn­un lands­ins í júní var ekki gerð heild­stæð athug­un á efna­hags­legum áhrifum opn­un­ar­inn­ar. 

Útflutn­ings­verð­mæti ferða­þjón­ust­unn­ar var um 370 millj­arðar árið 2019 á með­an verð­mæti inn­fluttrar ferða­þjón­ustu vor­u um 200 millj­arðar skv. Hag­stof­unni. En þá er ekki tekið til­lit til þess að útflutn­ingur ferða­þjón­ustu kallar á inn­flutn­ing marg­vís­legra aðfanga svo sem mat­væla og elds­neyt­is. Einnig er lík­legt að hlut­i ­launa þeirra 8000 erlendu rík­is­borg­ara sem unnu við ferða­þjón­ustu sé sendur úr land­i. Auð­vitað er einnig ljóst að hluti af þeirri inn­lendu eft­ir­spurn sem mynd­að­ist í sum­ar ­lekur út úr hag­kerfi í formi inn­flutn­ings á marg­vís­legum vörum sem keyptar eru í versl­un­um. 

Auglýsing
Ekki var heldur tekið nægi­legt til­lit til­ þess að nýr far­aldur hefði slæm áhrif á alla ­þjón­ustu­starf­semi í land­inu, t.d. versl­un og rekstur veit­inga­húsa og gisti­húsa, og alla starf­semi sem krefst þess að fólk vinn­i ­sam­an. Erlendis hefur verið rætt um 90% hag­kerfið þegar far­sótt herjar en með því er átt við að 10% af vergri lands­fram­leiðslu hverfi þegar fólk getur ekki unnið saman á vinnu­stöðum eða hitt við­skipta­vini. Alvar­leg ­bylgja far­sóttar gæti þá lækkað inn­lenda fram­leiðslu um 10% til við­bótar við þann ­sam­drátt sem lík­lega verður án þess að far­sóttin taki sig upp að nýju. 

Hags­munir ýmissa þjóð­fé­lags­hópa sem verða illa úti í far­sótt, svo sem nem­enda í skóla­kerf­inu sem hugs­an­lega verða fyr­ir­ ó­bæt­an­legum skaða, voru ekki teknir með í reikn­ing­inn. Það er ekki til neinn „fram­kvæmda­stjóri sam­taka fram­halds­skóla­nem­enda“ sem birt­ist í fjöl­miðlum á hverj­u­m deg­i. 

Loka­orð 

Stjórn­völd á Íslandi hafa löngum lát­ið ­stjórn­ast af ráð­andi atvinnu­grein­um. Með­ því að opna landið í sumar var hætt­unn­i ­boðið heim að önnur bylgja far­ald­urs­ins lam­aði þjóð­líf og efna­hags­líf. Sér­staða Ís­lands hefur fólgist í því und­an­farna ­mán­uði að hér hefur líf fólks verið næsta eðli­legt á meðan grímu­klæddar þjóðir í ná­grenn­inu glíma við það ill­leys­an­lega ­vanda­mál hversu mikið eigi að aflétta sótt­vörnum innan lands til þess að efla efna­hag þótt smitum fari fjöl­gang­i. 

Hér á landi er mögu­legt að lág­marka lík­urnar á því að far­sóttin komi aftur til­ lands­ins með öfl­ugum sótt­vörnum við landa­mæri eins og mörg sam­bæri­leg eyrík­i hafa ákveðið að gera, líf fólks hefur und­an­farnar vikur verið næsta eðli­legt og bjart­sýn­i ­auk­ist. Með ákvörð­unum sínum um opn­un lands­ins hafa stjórn­völd stefnt mik­il­væg­um al­manna­gæðum í hættu sem eru þau gæð­i að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við ann­að ­fólk. Og þar með er efna­hag lands­ins einnig ­stefnt í hætt­u. 

Á það hefur verið bent að þótt eft­ir­lit á landa­mærum væri hert þá væri ekki hægt að koma í veg fyrir að veiran kæmi til lands­ins aftur svo lengi sem far­aldur geisar erlend­is. En er ekki nær að bæta þær „stífl­ur“ sem leka frekar en að rífa þær?

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði og situr í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands. Þær skoð­anir og á­lykt­anir sem koma fram í grein­inni end­ur­spegla ekki við­horf ann­arra nefnd­ar­manna. Greinin birt­ist fyrst í Vís­bend­ingu 7. ágúst 2020.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit