Auglýsing

Það var sér­kenni­legt að bíða dögum saman eftir því að sá fram­bjóð­andi í banda­rísku for­seta­kosn­ing­unum sem er þegar búinn að fá á fimmtu milljón fleiri atkvæði en and­stæð­ingur sinn yrði form­lega lýstur nýr for­seti. Ástæðan er sú að í sjálf­skip­aðri vöggu lýð­ræð­is­ins skiptir fjöldi atkvæða heilt yfir ekki máli heldur hversu marga kjör­menn hver fram­bjóð­andi fær innan ríkj­anna 50. 

Þótt Joe Biden hafi loks verið stað­festur sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna á laug­ar­dag, með yfir 75 millj­ónir atkvæði á bak­við sig eða 2,8 pró­sentu­stigum fleiri en and­stæð­ingur hans í kosn­ingum þar sem fleiri greiddu atkvæði en nokkru sinni áður, stendur eftir að í Banda­ríkj­unum býr þjóð sem hall­ast frá miðju til vinstri en býr við kerfi sem er hannað til að ýkja nið­ur­stöður kosn­inga frá miðju til hægri. 

Vegna þessa þá hefur það gerst fimm sinnum í sögu Banda­ríkj­anna að for­seti hefur verið kos­inn án þess að hafa fengið fleiri atkvæði en sá sem bauð sig fram á móti hon­um. Þrjú þeirra skipta voru á nítj­ándu öld, slíkt gerð­ist aldrei á tutt­ug­ustu öld­inni en hefur gerst tví­vegis á þeirri tutt­ug­ustu og fyrstu. Bush yngri fékk um hálfri milljón færri atkvæði en Gore árið 2000 en samt 271 kjör­mann, sem rétt dugði honum til að vinna kjör­manna­ráð­ið. Árið 2016 fékk Don­ald Trump þremur millj­ónum atkvæðum minna en Hill­ary Clint­on, en samt 306 kjör­menn kjörna og varð þar með for­seti Banda­ríkj­anna. Ástæðan var sú að Trump vann „Bláa vegg­inn“ svo­kall­aða, þrjú Mið­vest­ur­ríki Banda­ríkj­anna: Penn­syl­van­íu, Michigan og Wiscons­in. For­set­inn fékk sam­tals um 77 þús­und fleiri atkvæði í þessum þremur ríkjum en Clint­on.

Auglýsing
Augljóslega er mál­efna­legt að gagn­rýna svona nið­ur­stöðu út frá lýð­ræð­is­legum rök­um. Vilji meiri­hlut­ans nær ekki að koma fram. Það hafa meira segja verið gerðar til­raunir til að afnema kjör­manna­ráðs­fyr­ir­komu­lag­ið. Árið 1969 sam­þykkti full­trúa­deild þings­ins með yfir­gnæf­andi meiri­hluta að breyta stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna með þeim hætti að kjör­manna­ráðið yrði lagt niður og bein kosn­ing for­seta yrði tekin upp. Atkvæði féllu þannig að 338 þing­menn úr báðum flokkum voru fylgj­andi en 70 á móti. Gallup-könnun sem hafði verið gerð ári áður sýndi að 80 pró­sent þjóð­ar­innar voru fylgj­andi breyt­ing­unni. Ric­hard Nixon, þáver­andi for­seti, studdi breyt­ing­una. Það gerði Hubert Hump­hrey, sem hafði tapað fyrir Nixon í for­seta­kosn­ingum 1968, lík­a. 

Ástæðan fyrir stuðn­ingi for­set­ans og mót­fram­bjóð­anda hans var sú sama hjá báðum: George Wallace. 

Ras­isti reynir að mis­nota kerfi til að tryggja aðskilnað

Sá var einn þekkt­asti ras­isti og aðskiln­að­ar­sinni banda­rískra stjórn­mála á síð­ustu öld. Hann var rík­is­stjóri í Ala­bama og beitti sér af hörku gegn rétt­inda­bar­áttu svartra og öllum til­raunum til að afnema aðskiln­að­ar­stefn­una í Suð­ur­ríkjum Banda­ríkj­anna. Flestir muna lík­ast til eftir Wallace, sem var lengst af fram­bjóð­andi demókrata líkt og margir af hans sauða­húsi á þeim tíma, sem mann­inum sem stóð í and­dyri háskól­ans í Ala­bama til að koma í veg fyrir að svartir nem­endur fengu að ganga þangað inn. Hann er líka sá sem skip­aði rík­is­lög­regl­unni í Ala­bama að stöðva kröfu­göng­una frá Selmu til Montgomery með valdi.

Wallace bauð sig fram til for­seta árið 1968 sem óháður fram­bjóð­andi, gegn Nixon og Hump­hrey. Hann vissi að sigur væri óhugs­andi, en til­gangur Wallace var að nýta sér kjör­manna­ráðs­fyr­ir­komu­lagið til áhrifa umfram stuðn­ing. Áætl­unin var að vinna nægi­lega marga kjör­menn til að koma í veg fyrir að hvor­ugur hinna fram­bjóð­end­anna fengi meiri­hluta, og að ákvörðun um hver yrði for­seti myndi þá enda hjá full­trúa­deild­inni. Þar von­að­ist hann til þess að íhalds­samir Suð­ur­ríkja­menn gætu nýtt stöð­una til að semja um að næsti for­seti myndi ekki beita sér fyrir frek­ari afnámi aðskiln­aðar milli kyn­þátta í Suðr­inu. „Að­skiln­aður nú, aðskiln­aður á morg­un, aðskiln­aður að eilífu,“ voru fræg­ustu orð þessa manns. 

Wallace er síð­asti svo­kall­aði þriðji fram­bjóð­andi í for­seta­kosn­ingum til að vinna kjör­menn. Alls vann hann sigur í fimm ríkjum í Suðr­inu og fékk 13,5 pró­sent allra atkvæða. Áætlun hans gekk hins vegar ekki upp þar sem Nixon náði í meiri­hluta kjör­manna. 

Kerfi sem vinnur gegn vilja meiri­hlut­ans

Til að afnema kjör­manna­ráð­ið, og breyta stjórn­ar­skránni þarf auk­inn meiri­hluta atkvæða í báðum deildum þings­ins, eða ⅔ þeirra. Í full­trúa­deild­inni náð­ist það með afger­andi hætti. Í öld­unga­deild­inni reynd­ist fámennur hópur þing­manna úr röðum bæði repúblik­ana og demókrata, frá Suð­ur­ríkj­unum og nokkrum minni ríkjum sem kjör­manna­ráðið tryggði póli­tísk áhrif umfram stærð, á móti þessu lýð­ræð­is­lega risa­skrefi. Þeir lögð­ust í mál­þóf og tókst að koma í veg fyrir breyt­ing­una.

Síðan að þetta var hefur ekki verið gerð merkj­an­leg til­raun til að afnema kjör­manna­kerfið í Banda­ríkj­un­um, þótt umtals­verður meiri­hluti Banda­ríkja­manna sé því enn fylgj­and­i. 

Fyrir vikið lifir kerfi þar sem atkvæði íbúa Banda­ríkj­anna í borgum og fjöl­menn­ari ríkjum hefur mun minna vægi en atkvæði þeirra sem búa í minni og dreif­býlli ríkj­um. Kerfið gerir það líka að verkum að öll áhersla í kosn­ingum er á um tug ríkja, sem telj­ast til svo­kall­aðra sveiflu­ríkja. Til að vinna for­seta­kosn­ingar þurfa fram­bjóð­endur að ein­beita sér nær ein­vörð­ungu að því að sann­færa kjós­endur í þeim ríkjum um ágæti sitt, og sníða lof­orða­flaum sinn að þeirra þörf­um. Þorri þjóð­ar­inn­ar, sem býr í ríkjum þar sem nán­ast meit­lað er í stein hvorn flokk­inn meiri­hluta íbúa rík­is­ins styð­ur, fær sér sæti í stúkunni á meðan að þetta gengur yfir. Þeir geta hvatt sitt lið áfram, og hall­mælt and­stæð­ingn­um, en hafa lítil bein áhrif á leik­inn.

Þegar for­seti vill ekki láta telja öll atkvæði

Nú til dags eru það fyrst og síð­ast repúblikanar sem vilja við­halda kjör­manna­ráð­inu. Þeir telja að það tryggi þeim póli­tísk áhrif umfram atkvæða­fjölda og kosn­ing­arnar 2000 og 2016 sýna svart á hvítu að það er rétt. Sú afstaða fékk byr undir báða vængi með til­komu Trump sem hefur sýnt í orði og á borði að honum er alveg sama um lýð­ræði. Hans póli­tík gengur ein­ungis út á Trump, og það sem hann telur að sé Trump fyrir bestu. Aldrei hefur það verið jafn sýni­legt og síð­ustu daga þegar hann, og helstu banda­menn sitj­andi for­seta, hafa beitt sér af öllu afli gegn því að öll atkvæði í kosn­ing­unum yrðu tal­in. Þess vegna töldu margir Banda­ríkja­menn að lýð­ræðið sjálft væri undir í nýliðnum kosn­ing­um. 

Biden ætlar að „lækna sál Banda­ríkj­anna“ og hefur heitið því að lækka hita­stigið í ofsa­fengnum árekstrum and­stæðra fylk­inga í landi sem hefur lík­ast til aldrei verið skaut­aðra. Von­andi tekst honum það og sam­tímis að leiða saman fólk á grund­velli þess sem það á sam­eig­in­legt, í stað þess að það tak­ist stans­laust á vegna þess sem aðskilur það.

En lýð­fræði­legar breyt­ingar í lyk­il­ríkjum í „sól­belt­inu“ svo­kall­aða gætu líka kallað á að repúblikanar gætu skipt um skoðun gagn­vart kjör­manna­kerf­inu sér­kenni­lega í nán­ustu fram­tíð. Frjáls­lyndu fólki og íbúum af öðrum kyn­þáttum en hinum hvíta hefur fjölgað hratt í ríkjum á borð við Arizona, sem Joe Biden vann nú, og í Texas. Í síð­ar­nefnda rík­inu minnkar for­skot repúblik­ana í hverjum kosn­ingum sem haldnar eru, enda vex íbúa­fjöldi þess hraðar en í nokkru öðru ríki, aðal­lega vegna aðflutn­ings fólks af öðrum kyn­þáttum en þeim hvíta. Mitt Rom­ney fékk 1,2 milljón fleiri atkvæði en Barack Obama í Texas árið 2012. Trump fékk rúm­lega 800 þús­und fleiri atkvæði en Hill­ary Clinton árið 2016. Í ár stefnir í að Trump fái um 650 þús­und fleiri atkvæði en Biden. 

Haldi þessi þróun áfram er mögu­legt að Texas, sem er með næst flesta kjör­menn allra ríkja eða 38, falli demókrötum í skaut annað hvort 2024 eða 2028. Þegar það ger­ist verður leið repúblik­ana að sigri í for­seta­kosn­ingum eftir reglum kjör­manna­ráðs­ins, sem fela í sér að það þarf að ná í alls 270 kjör­menn til að vinna, orðin mjög tor­sótt. 

Því verður að telj­ast lík­legt að aðstæður geti skap­ast á næstu árum til þess að ræða á ný, af fullri alvöru, lýð­ræð­is­legar umbætur á kosn­inga­kerfi Banda­ríkj­anna sem hafi það mark­mið að öll atkvæði gildi jafn mik­ið.

Lýð­ræð­is­vöntun á Íslandi

Við erum með útgáfu af þeirri stöðu sem er uppi í Banda­ríkj­unum hér á landi. Hún á sér ekki jafn djúp­stæðar rætur í kerf­is­bundnu ofbeldi og nið­ur­læg­ingu minni­hluta­hópa og þar, en snýst samt sem áður um að ákveð­inn for­rétt­inda­hópur sem hefur alltaf ráðið öllu er í heift­úð­legri bar­áttu gegn því að kerfin breyt­ist í takti við sam­fé­lags­gerð­ina. Kerfi sem færa þessum hópi auð, völd og önnur sam­fé­lags­leg áhrif langt umfram stuðn­ing. 

Póli­tískir angar hóps­ins, sem smíð­uðu kerfin hans, eru sífellt að minnka að stærð og þurfa að finna skraut­legri leiðir til að fjölga hjól­unum undir vagn­inum svo hann hökti áfram veg­inn. Hjá þessum hópi snú­ast stjórn­mál að stóru leyti um að ala á hræðslu gagn­vart breyt­ing­um. Það er oftar en ekki gert á grund­velli hug­myndar um að hóp­ur­inn sé sér­stakur varð­maður frelsis og sjálf­stæð­is. 

Þetta er hins vegar sér­tækt frelsi og sjálf­stæði, ekki almennt. Frelsi þeirra til að ráða og hagn­ast eftir gömlu leið­unum og vilji til að tak­marka per­sónu­frelsi ann­arra vegna þess að það rímar ekki við hug­myndir þeirra um aft­ur­halds­sama kjarna­menn­ing­u. 

Auglýsing
Ísland gengur ekki lengur í takti við þennan hóp. Að uppi­stöðu erum við nefni­lega frjáls­lynd þjóð. Því yngri sem lands­menn eru, því frjáls­lynd­ari eru þeir. Mik­ill meiri­hluti lands­manna er til að mynda fylgj­andi rúmum sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti kvenna til þung­un­ar­rofs og þar er him­inn og haf milli yngri og eldri kyn­slóða í afstöðu. Sömu sögu er að segja um afstöðu til aðskiln­aðar ríkis og kirkju og þegar spurt er um það hlut­verk sem trú á að leika í sam­fé­lag­inu. Eða við­horfi til inn­flytj­enda.

Þetta frjáls­lynda fólk er að finna í öllum þrepum sam­fé­lags­ins, og innan flestra stjórn­mála­flokka, meðal ann­ars allra sitj­andi stjórn­ar­flokka. Þeir inni­halda hins vegar líka sterk íhalds­öfl sem hafa af ein­hverjum ástæðum meiri áhrif en hin­ir, þótt fátt bendi til þess að þau gangi í takti við meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar. Því til stuðn­ings má nefna að þegar póli­tískur guð­faðir þess­arra afla tók sér stutt leyfi frá því að fækka les­endum Morg­un­blaðs­ins sum­arið 2016 til að bjóða sig fram til for­seta þá fékk hann 13,7 pró­sent atkvæða. Þjóðin hafn­aði honum með afger­andi hætti, í beinni kosn­ingu.

And­staðan við upp­færslu

Mik­ill meiri­hluti Íslend­inga vill breyt­ingar á grunn­kerf­um, sér­stak­lega stjórn­ar­skrá. Tek­ist er á um hversu umfangs­miklar þær eigi að vera og hvort þær eigi að byggja bók­staf­lega á vinnu stjórn­laga­ráðs eða ekki. En fyrir liggur að það er yfir­gnæf­andi vilji til breyt­inga. 

Í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 2012 sagði til að mynda um 74 pró­sent þeirra sem kusu að þeir vildu ákvæði í stjórn­ar­skrá sem tryggðu þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lind­um. Það hefur ekki gerst og til stendur að leggja fram útvatn­aða til­lögu þess efn­is. 

Alls sögð­ust 58,6 pró­sent lands­manna að þeir vildu, líkt og meiri­hluti kjós­enda vill í Banda­ríkj­un­um, að atkvæði kjós­enda alls staðar að á land­inu myndu telja jafnt. Það hefur ekki gerst og vinnu við það ákvæði hefur verið frestað fram á næsta kjör­tíma­bil vegna and­stöðu flokka sem hagn­ast á núver­andi fyr­ir­komu­lag­i. 

Alls sögð­ust 63,4 pró­sent að þeir vildu að til­tekið hlut­fall kosn­ing­ar­bærra manna geti kraf­ist þess að mál fari í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Ekk­ert hefur verið gert í því. Mun­ur­inn á þeim sem vilja þessar grund­vall­ar­breyt­ingar og hinum sem standa á móti hefur aldrei verið meiri.

Þátt­taka í ákvörð­unum sem varða almenn­ing

Íslend­ingar líta á frelsi sem víð­ara hug­tak en að í því felist frelsi ein­stak­lings­ins til að græða pen­inga eða sanka að sér völd­um, verj­ast breyt­ingum og segja hvað sem er um hvern sem er hvar sem er án þess að það eigi sér rætur í sann­leika eða stað­reynd­um. Íslend­ingar eru fram­farasinnuð þjóð sem hefur sterka rétt­læt­is­kennd og vill vera leið­andi í mann­rétt­inda­bar­áttu á heims­vísu. Þjóð sem vill skil­greina þá bar­áttu sem jöfnun á tæki­færum allra, ekki sem varð­stöðu um aukin tæki­færi sumra. 

Íslend­ingar eru 368.363 tals­ins. Við erum gjör­breytt þjóð frá þeirri sem var á síð­ustu öld. Þar af eru yfir 50 þús­und erlendir rík­is­borg­arar og enn fleiri af erlendum upp­runa sem hafa þegar hlotið rík­is­borg­ara­rétt. Við erum alls­konar og það er óþol­andi að öll þessi flóra þurfi að búa við kerfin sem minni­hlut­inn ver með kjafti og klóm, með hjálp nyt­sam­legra sak­leys­ingja sem sann­færa sig um að und­ir­gefni séu nauð­syn­legar mála­miðl­an­ir.

Lýð­ræði bygg­ist á þátt­töku almenn­ings í þeim ákvörð­unum sem hann varða. Valdið í lýð­ræð­inu á sér frum­upp­sprettu hjá fólk­inu. Stjórn­mála­menn­irnir eiga að end­ur­spegla vilja þess. Aug­ljóst er að stjórn­mála­menn segja eitt fyrir kosn­ingar en gera annað eftir þær. Það ger­ist vestan hafs og það ger­ist hér á landi. Fyrir vikið kemst vilji fólks­ins ekki að. Því þarf að breyta.

Yfir­vof­andi breyt­ingar í Banda­ríkj­unum gefa ein­hverja von um að það sé þó hægt.

Líka á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari