Veganismi: Svona tapaði ég rifrildinu

Eydís Blöndal gefur þeim réttlætingum sem hún notaði til að borða dýraafurðir stjörnur. Góðar og gildar ástæður fá 5 stjörnur en þær sem eru það ekki fá enga. Svo má líka gefa réttlætingum mínus stjörnur.

Auglýsing

Það er alltaf snúið að tala um vegan­isma. Umræður eiga það til að verða hlaðnar og stór orð gjarnan látin falla þangað til þau sem eru við­stödd ganga öll ósátt frá borði. Þess konar sam­skipti eru sam­fé­lags­legri umræðu ekki til fram­drátt­ar. 



Ég neytti dýra­af­urða fyrstu 24 ár ævi minn­ar. Ég veit af hverju ég gerði það og ég man hversu djúpt trú mín risti. Svo djúpt að mér var nær ómögu­legt að gagn­rýna hana. Og ég tel mig geta skilið af hverju flest fólk neytir dýra­af­urða og geri mér grein fyrir að þeim finn­ist ekk­ert sér­lega skemmti­legt að það sé gagn­rýnt. Sem er allt í góðu, því ég nenni ekk­ert að standa í yfir­borðs­kenndum rifr­ildum við fólk, svo það sé á hreinu – þið eruð hólp­in. Ég hef fyrir löngu misst áhug­ann á að skipta mér af því sem aðrir gera, borða eða kaupa. Það sem mér er hins vegar annt um eru sak­laus dýr og nátt­úran sem þarf að gjalda þess­ara ákvarð­ana. Og enn frekar, þá snýr þessi umræða hvorki að mat né föt­um, hún snýst ekki um kolefn­is­fót­spor og ekki um heilsu. Vegan­ismi gagn­rýnir það hvaða augum við lítum heim­inn og þær líf­verur sem deila honum með okk­ur.

Auglýsing



Sumt fólk segir þetta hreint út: „Dýrin eru hérna fyrir okk­ur“. Ég kann að meta þess konar hrein­skilni. Og þessi hugs­un­ar­háttur er víðar en bara þegar kemur að með­ferð okkar á dýr­um. Hann birt­ist í sam­bandi okkar við nátt­úr­una, þar sem við komum fram við hana eins og ótæm­andi auð­lind sem er hér til að þjón­usta okk­ur. Og enn verr, þá blasir þetta við í fram­komu okkar gagn­vart mann­eskjum sem við sjálf höfum ákveðið að eigi skilið verri kjör og kosti en við. Þetta er auð­vitað algjört bull, heims­mynd þar sem við tökum eigin venjum sem ófrá­víkj­an­legum nátt­úru­lög­mál­u­m. 

Auð­vitað eru dýrin ekki hér fyrir okk­ur, ekki frekar en að foss­arnir séu hér fyrir okkur til að virkja, eða börnin í Bangla­desh séu hér til þess að sauma á okkur jogg­ing­föt. Þarna að baki býr einn og sami hugs­un­ar­hátt­ur­inn sem er svo langt geng­inn að við notum hann til að rétt­læta allt ofbeldið sem hefur orðið vegna hans og á ennþá eftir að verða vegna hans. Það er í þess­ari hugs­un­ar­villu – sem gegn­sýrir sögu vest­rænnar menn­ingar – sem við sann­færum okkur um að neysla á lík­ömum dýra sé venju­leg hegð­un, nátt­úru­leg og nauð­syn­leg. 

Við eigum nefnilega ekki tilkall til líkama dýra. Við eigum í raun ekki tilkall til neins nema okkar sjálfra. Við erum frjáls. Og ábyrgðin sem fylgir frelsinu skyldar okkur til að endurskoða siðferðisgildin okkar í sífellu og lifa í samræmi við þau. Mynd: Brett Sayles/Pexels



Þegar látið er reyna á þessi gildi, sem okkur eru inn­rætt frá barn­æsku, förum við eðli­lega í vörn. Það tók á hjá mér að skoða stoð­irnar sem ég byggði heims­mynd mína á, sér­stak­lega þegar ég sá að þær voru holar að inn­an.



Í þess­ari grein lang­aði mig að fara yfir þær rétt­læt­ingar sem ég studdi mig við til að rétt­læta hag­nýt­ingu á dýr­um. Þær voru mis­góðar eins og vill vera, og mun ég gefa þeim stjörn­ur; 5 stjörnur ef ástæðan er góð og gild, 1 stjarna ef hún er það ekki.



Lík­am­inn minn þarf dýra­af­urðir til að vera heil­brigður - 1 stjarna

Þetta var lengi framan af mín helsta ástæða fyrir því að hlusta ekki á fólk sem predik­aði um vegan­isma en ég get ekki gefið því hald­reipi meira en 1 stjörnu. Ég þarf nefni­lega ekki að borða dýra­af­urð­ir.

Öll nær­ing­ar­efni sem lík­am­inn þarfn­ast má finna í plöntu­rík­inu. Prótein birt­ist ekki í kjöti fyrir til­stilli galdra – nei, þar að baki býr grund­vall­ar-eðl­is­fræðilög­mál: Ekk­ert hverf­ur, og ekk­ert verður til úr engu. Dýrið byggir vöðva, fram­leiðir mjólk, býr til egg o.s.frv., úr nær­ing­unni sem það fær úr fæð­unni sinni. Og hvað borða kýrn­ar, lömb­in, svín­in, hæn­urn­ar? Ekki dýra­af­urðir að minnsta kosti. Þau borða plönt­ur. Plöntur eru það sem kall­ast frum­fram­leið­endur í fæðu­keðj­unni og binda orku sól­ar­innar í vist­kerfin með ljóstil­líf­un. Plöntur eru þannig upp­spretta allrar orku sem síðan ferð­ast niður fæðu­keðj­una. Stór­kost­leg­t! 

Öll þurfum við að gæta að því að fá nauð­syn­leg nær­ing­ar­efni. Það er ekk­ert annað eða meira sem þarf að hafa í huga þegar þú borðar græn­ker­a­fæði. Vissu­lega þarf að fara í smá­vegis rann­sókn­ar­vinnu, ein­fald­lega af því að þegar við lærum að borða rétt er gert ráð fyrir því að við borðum dýra­af­urð­ir. Þetta opnar hins vegar upp nýja ver­öld! Ég fór fyrst að njóta þess að elda og borða þegar ég kynnt­ist heimi græn­ker­a­fæð­is. 



Per­sónu­legar ástæð­ur: Ég er járn­lít­il, ég hef til­hneig­ingu til að þróa þrá­hyggju gagn­vart mat, ég er í námi, ég er nýorðin ólétt o.s.frv. – 4 stjörnur

Auð­vitað eru aðstæður okkar allra ólík­ar. Sumar af þessum per­sónu­legu ástæðum sem ég not­aði voru aug­ljós­lega not­aðar til að friða sam­visk­una mína, en aðrar voru þess eðlis að ég þurfti að taka til­lit til þeirra. Þessi rök­semda­færsla fær 4 stjörnur því hún tekur á ákveðnum núönsum sem eru nauð­syn­legir og gíf­ur­lega mik­il­vægir þegar vegan­ismi er rædd­ur; félags­legum og efna­hags­legum aðstæðum fólks, heilsu­fari og and­legri líð­an. Ef ein­hver á ekki fyrir salti í graut­inn fer eng­inn að bögga við­kom­andi með því spurja hvort það sé ekki pott­þétt hafra­mjólk í téðum graut. Það er munur á því að búa til afsökun til að fría sig ábyrgð og svo að finna sig í aðstæðum þar sem kröfur um þetta og hitt eru and­styggi­legar og ómerki­leg­ar. 



Það er erfitt/flókið að vera vegan – 1,5 stjarna

Þetta var vissu­lega rétt hjá mér og olli mér vand­ræðum fyrstu vik­urnar og mán­uð­ina í þess­ari veg­ferð minni. En ég lækn­að­ist á auga­bragði þegar ég fékk ákveðna upp­ljóm­un. Um leið og ég hætti að horfa á sjálfa mig sem fórn­ar­lambið í þessu öllu saman og fór að sjá dýrin sem bók­staf­leg fórn­ar­lömb þess að ég borð­aði þau, þá hvarf vanda­málið með tíð og tíma. Nú flæk­ist þetta ekk­ert fyrir mér. 



For­feður okkar hefðu ekki kom­ist af án dýra­af­urða – 0 stjörnur

Rétt stað­hæf­ing. Hér áður fyrr var nauð­syn­legt fyrir fólk að neyta dýra­af­urða til þess að kom­ast af. Nú er öldin önn­ur, og dýra­af­urðir ónauð­syn­leg­ar. Þrátt fyrir það hefur aðbún­aður dýra versnað til muna um allan heim, fram­leiðslan auk­ist og ágangur iðn­að­ar­ins orð­inn því­líkur á nátt­úr­una að hann spilar stóra rullu í loft­lags­breyt­ing­um. Við erum ekki for­feður okkar – heim­ur­inn er breytt­ur, og við getum tekið ákvörðun um að breyt­ast í takt við hann. Þannig að, þótt að þessi stað­hæf­ing sé rétt þá á hún ekki við, og fær þess vegna enga stjörnu. Ég þarf ekki að borða dýra­af­urð­ir.



Hætt þú að yfir­færa þína sið­ferð­is­kennd yfir á mig – mínus 5 stjörnur

Þarna var ég komin á botn­inn í þessu rifr­ildi sem ég var í við sjálfa mig. Ég var farin að upp­lifa til­finn­ingar á borð við reiði, heift og pirr­ing, en sé nú að þessar til­finn­ingar áttu sér rætur í sorg. Mér fannst mjög sárt að ég hefði rangt fyrir mér; að mér hefði verið talin trú um að það að drepa dýr væri eðli­legur hlut­ur, jafn­vel til marks um að ég væri alvöru mann­eskja. Ég stát­aði mig af því að vinna í kjöt­borði með námi, skilj­iði? Ég upp­lifði sorg því ég var sam­mála því að eitt­hvað sem ég tók þátt í á hverjum degi olli gíf­ur­legri þján­ingu. Og sorg vellur oft upp á yfir­borðið í formi ann­arar til­finn­ing­ar, til að forð­ast það að upp­lifa sorg­ina. Eftir á að hyggja vildi ég að ég hefði haft þrosk­ann til að horfast í augu við það að ég væri í afneit­un. Full­kominni afneit­un, ban­anar í eyr­un­um. Ekki týpan sem ég vil vera. Mínus fimm stjörn­ur.



Ég vil ekki vera leið­in­leg – 2 stjörnur

Þegar ég var farin að sætta mig við það að ég væri að ljúga að sjálfri mér fór ég að benda á annað fólk. Ég vil ekki búa til auka vesen fyrir aðra, vil ekki draga að mér athygli, hvað á ég að segja ömmu minni? Þetta er vissu­lega góður punkt­ur, og inn­sæi mitt rétt að því leyti að fólk er víst til að vera nei­kvætt í garð vegan­isma. Reynslan hefur síðan sýnt mér að þessar áhyggjur voru til­efn­is­lausar að mestu. Nú vita allir sem ég þekki að ef þau ætla að bjóða mér í mat þá muni ég ekki borða dýra­af­urð­ir. Ef við­kom­andi er ekki reiðu­bú­inn til að koma til móts við þær óskir þá borða ég kart­öflur og sal­at, hef gaman í mat­ar­boð­inu og kem svo við í sjoppu á leið­inni heim. Velti því svo kannski fyrir mér af hverju í ósköp­unum gest­gjaf­inn hafi verið að bjóða mér í mat sem ég væri ekki að fara að borða, en staldra ekki lengi við þá hugsun og held áfram með líf­ið. 2 stjörn­ur, af því að það er rétt að fólk getur verið and­styggi­legt við mann þegar maður er vegan, og það er erfitt.



Mér er sama um dýrin – 0 stjörnur

Skeyt­ing­ar­leysi er ómögu­legt að rök­ræða. Þess vegna fá þessi rök 0 stjörn­ur, því allar rök­ræður þurfa að hætta þegar þau eru sett fram. Ég taldi sjálfri mér trú um að mér stæði á sama. Það var búið að sann­færa mig um að mér væri sama, með mark­aðs­setn­ingu og inn­ræt­ingu frá barns­aldri. Dreit­ill hafði sungið fyrir mig að mjólk væri góð og Skoppa og Skrítla sögðu mér að kýrnar gæfu mér mjólk­ina. Og ég dró þessar heim­ildir ekki í efa fyrr en nýlega.

Ég hef aldrei verið neinn sér­stakur dýra­vin­ur, ekk­ert frekar en hver ann­ar, en það þýðir ekki að ég þekki ekki mun­inn á réttu og röngu. Tóm­lætið var bara hent­u­gra, svo ég greip í það. Auð­vitað vissi ég alltaf bet­ur. Ég vissi að það er rangt að drepa. Að það er rangt að búa til líf til þess eins að taka það aft­ur, rangt að taka ákvarð­anir um örlög millj­arða viti­bor­inna ein­stak­linga. 



Við eigum nefni­lega ekki til­kall til lík­ama dýra. Við eigum í raun ekki til­kall til neins nema okkar sjálfra. Við erum frjáls. Og ábyrgðin sem fylgir frels­inu skyldar okkur til að end­ur­skoða sið­ferð­is­gildin okkar í sífellu og lifa í sam­ræmi við þau. Það væri að minnsta kosti ágætis ára­móta­heit. 

Höf­undur er ljóð­skáld.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit