Auglýsing

Á við­burða­ríku ári sem nú er liðið yfir­skyggði Covid-19 far­ald­ur­inn allt ann­að. Hann reyndi veru­lega á starfs­þrek heil­brigð­is­starfs­manna og ekki síst okkur sjúkra­liða. Mörg okkar voru í fram­lín­unni. Aðrir sjúkra­liðar stóðu vakt­ina í störfum sem ekki voru síður mik­il­væg. Ég er mjög stolt af því hve frá­bær­lega sjúkra­liða­stéttin hefur staðið sig í Covid far­aldr­in­um. Hann hefur svo sann­ar­lega beint athygl­inni að því hversu mik­il­vægir sjúkra­liðar eru í heil­brigð­is­kerf­inu.

Auglýsing

Fag­lega var árið mjög árang­urs­ríkt fyrir stétt­ina. Við gerðum tíma­móta­samn­inga um betri vinnu­tíma, sam­komu­lag um fag­nám til diplóma­prófs fyrir starf­andi sjúkra­liða, sam­þykkt var bar­áttu­mál okkar um ný fagráð heil­brigð­is­stofn­ana þar sem allar fag­stéttir eiga aðkomu, og undir lok árs var loks­ins kynnt ný i stefnu­mótun um mönnun og menntun í heil­brigð­is­kerf­inu sem félagið hefur barist fyr­ir. Innan félags­ins lauk tveggja ára stefnu­mót­un­ar­ferli með því að full­trúa­þing félags­ins okkar sam­þykkti ítar­lega stefnu­mót­andi álykt­anir í öllum helstu mála­flokk­um.



Tíma­móta­sigrar

Fyrir mig var mikil reynsla og lær­dóms­ríkt að leiða samn­inga sjúkra­liða í fyrsta sinn sem for­mað­ur. Kröfur sjúkra­liða voru mjög skýrar og tóku mið af vilja félags­manna um styttri vinnu­viku og að 80% starf í vakta­vinnu yrði metið sem fullt starf. Kjara­við­ræð­urnar stóðu lengi yfir, eða í rúmt ár. Krafan um vinnu­tíma­breyt­ingar var krefj­andi verk­efni sem leitt var af okkur í for­ystu BSRB. Það tók okkur langan tíma að fá við­semj­endur til að átta sig á sam­stöðu aðild­ar­fé­laga. Það tókst loks með því að bregða verk­falls­vopn­inu á loft. Þá loks­ins skildu við­semj­endur alvöru máls­ins og sam­stöð­una í okkar röð­um.Sandra vopnuð talstöðvum til að tala við samstarfsmenn á Landspítalanum.

Í mark­vissri sam­vinnu við BSRB náð­ust svo tíma­móta­samn­ingar um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Þá samn­inga á sagan eftir að skrá sem kafla­skil í verka­lýðs­bar­áttu hér á landi. Samn­ing­arnir fela í sér að vinnu­vikan mun nú fara úr 40 stundum niður í 36 stund­ir, og í sumum til­vikum niður í 32 stund­ir. Með þessu tekst okkur að  bæta lífs­kjör með bættum launum en ekki síður með betri vinnu­tíma sem gerir fjöl­skyldu­fólki kleift að sam­ræma betur vinnu­tíma og fjöl­skyldu­líf. Í ofaná­lag náðum við sjúkra­liðar um 24% launa­hækkun á samn­ings­tím­an­um. Annar sögu­legur sigur fólst svo í því að korteri fyrir verk­fall náði for­ysta sjúkra­liða fram bókun um fag­há­skóla­nám fyrir stétt­ina. Í því eru alger tíma­mót í mennta­sögu sjúkra­liða.



Lang­þráð háskóla­nám

Eftir að bók­unin um fag­há­skóla­námið náð­ist fram gekk félagið mjög fast eftir því að fyr­ir­heit hennar yrðu inn­leidd eigi síðar en nú þeg­ar. Ég átti ótal fundi og sam­töl við Lilju Alfreðs­dóttur mennta­mála­ráð­herra, Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra og rektor Háskól­ans á Akur­eyri auk þing­manna og margra starfs­manna ráðu­neyt­anna. Félags­stjórn sjúkra­liða sendi frá sér mjög skýra ályktun um mál­ið. Þessi harða, og á köflum ýtna, bar­átta okkar bar þann árangur að okkar ágæti mennta­mála­ráð­herra lýsti afdrátt­ar­lausum stuðn­ingi við fag­há­skóla­nám fyrir sjúkra­liða á Alþingi. Sjúkra­liðar nutu ekki síðri stuðn­ings hjá heil­brigð­is­ráð­herra. 

Sandra kannar hvort allur hlífðarbúnaður sé ekki á sínum stað áður en hún fer inn á sjúkrastofu.Skömmu síðar sam­þykkti rík­is­stjórnin að fag­há­skóla­nám fyrir sjúkra­liða verði við Háskól­ann á Akur­eyri haustið 2021. Næsta vers er að koma stjórn­endum stofn­ana í skiln­ing um að þeir verða að svara bættri menntun sjúkra­liða með auk­inni ábyrgð í starf­i.  Þeir hafa verið drag­bítar á að kerfið nýti til fulln­ustu þá auð­lind sem felst í sífellt mennt­aðri og fær­ari sjúkra­lið­um.

Fag­nám til diplóma­prófs fyrir starf­andi sjúkra­liða við Háskól­ann á Akur­eyri er mjög mik­il­vægt fyrir þróun stétt­ar­inn­ar. Sjúkra­liðar eru stétt í mik­illi sókn sem hefur allt of lengi verið van­metin af kerf­inu. Námið mun í senn skerpa fag­lega ásýnd stétt­ar­inn­ar, efla færni sjúkra­liða, og gera þeim kleift að axla aukna ábyrgð í starfi og taka að sér aukin stjórn­un­ar­hlut­verk. Diplóma­námið gerir starfið líka meira aðlað­andi fyrir ungt fólk, því nú er í fyrsta skipti boðið upp á sam­fellda náms­leið fyrir sjúkra­liða frá fram­halds­skóla­stigi yfir á háskóla­stig.

Ný fagráð

Ég hef lengi barist fyrir því að sjúkra­liðar fái tæki­færi til jafns við aðrar hjúkr­un­ar­stéttir til að móta hjúkr­un­ar­stefnu á sjúkra­húsum og öðrum heil­brigð­is­stofn­un­um. Eitt af mínum fyrstu verkum sem for­maður var því að leggja fram form­lega beiðni um aðild sjúkra­liða að hjúkr­un­ar­ráði Land­spít­al­ans. Það bar því miður engan árang­ur. Sjúkra­liðar svör­uðu með því að taka upp harða bar­áttu fyrir því að tekin yrði upp ný fagráð með aðild allra fag­stétta, þ.á.m. sjúkra­liða. 

Auglýsing

Það var því mikið fagn­að­ar­efni þegar Alþingi sam­þykkti í byrjun sum­ars lög um nýju fagráðin og leið­rétti þar með tíma­skekkj­una sem gömlu hjúkr­un­ar­ráðin stóðu fyr­ir. Nýju lögin voru að þessu leyti í fullu sam­ræmi við áherslur okkar sjúkra­liða. Í fram­tíð­inni verður því ekki lengur gengið fram­hjá sjúkra­liðum þegar hjúkr­un­ardtefnan er mót­uð. Þeir hafa loks­ins öðl­ast við­ur­kenn­ingu sem burð­ar­stétt í heil­brigð­is­kerf­inu.



Stefna um mönnun og menntun

Á full­trúa­þingi Sjúkra­liða­fé­lags Íslands sem haldið var í haust mælti ég fyrir ítar­legri mönn­un­ar­stefnu sjúkra­liða. Mönn­un­ar­vand­inn hefur verið eitt af vanda­málum heil­brigð­is­kerf­is­ins. Í dag skortir sjúkra­liða, og sá skortur mun verða enn átak­an­legri á næstu árum með mik­illi fjölgun aldr­aðra Íslend­inga. Verk­efni stétt­ar­innar við hjúkrun og umönnun aldr­aðra munu því vaxa hröðum skref­um. Sjúkra­liðar eru ein­fald­lega hin vax­andi hjúkr­un­ar­stétt, sem mun bera uppi heima­hjúkrun og hjúkr­un­ar­heim­ili í fram­tíð­inni og nú þegar sinnum við nær­hjúkrun á sjúkra­húsum lands­ins.Sandra í fullum skrúða á vaktinni á Landspítalanum.

Á heil­brigð­is­þingi 2020 kom fram að ákveðið hefur verið að leggja fram á Alþingi þings­á­lyktun um sér­stakt lands­ráð sem verður ráð­gef­andi sam­ráðs­vett­vangur um mönnun heil­brigð­is­þjón­ust­unnar og menntun heil­brigð­is­stétta. Lands­ráðið er í algjöru sam­ræmi við þær óskir sem Sjúkra­liða­fé­lagið kom á fram­færi í árs­lok 2018. Þar skap­ast loks­ins vett­vangur til að greina mann­afla­þörf til fram­tíð­ar, ekki síst hina miklu þörf sem verður fyrir sjúkra­liða með fjölgun aldr­aðra. Um leið skap­ast rými til að bregð­ast við fyr­ir­sjá­an­legum skorti með réttum aðferð­um, s.s. auk­inni menntun og betri starfs­kjör­um.

Bak­varða­sveitin

Þegar bak­varða­sveit heil­brigð­is­þjón­ust­unnar var virkjuð í seinni lotu Covid-far­ald­urs­ins skráði ég mig sem bak­vörð. Þegar fyrri lotan gekk yfir var Sjúkra­liða­fé­lagið í erf­iðum við­ræðum um gerð kjara­samn­inga og ég átti því ekki kost á að verða við útkall­inu á þeim tíma. Í seinni Covid-19 bylgj­unni vann ég mikið heima­við fyrir félagið með til­heyr­andi fjar­fundum og ein­veru og sá fram á að geta hag­rætt og for­gangs­raðað verk­efnum þannig að ég gæti sinnt bak­varða­störfum á kvöld­vökt­um. Ég bauð mig fram til að sinna Covid-smit­uð­um.

Jákvæða deildin

Ég var kölluð inn eftir að smitið kom upp á Landa­koti og brýn þörf skap­að­ist fyrir vant fólk til starfa. Ég fór á lungna­deild­ina í Foss­vogi sem var kölluð „já­kvæða deild­in“ því allir sjúk­lingar á deild­inni voru með jákvæða svörun við Covid-19. Hjúkr­unin var ein­stök og á sér í raun engin for­dæmi hér á landi. Skipu­lagið var þannig að allar sjúkra­stofur voru gerðar að ein­angr­un­ar­stof­um. 

Gang­ur­inn frammi var hefð­bund­inn sjúkra­hús­gangur þar sem starfs­menn voru í venju­legum vinnu­föt­um, og allir með grímu. Þegar við vorum inn á stofum hjá sjúk­lingum þurftum við að vera í sér­stak­lega óþægi­legum hlífð­ar­föt­um. Það var mjög krefj­andi fyrir starfs­fólk og ekki síður fyrir sjúk­ling­ana að vera í þessum aðstæð­um. Sjúk­lingar sjá óþekkj­an­lega mann­eskju í þessum bún­ingi og við það missa þeir allt það per­sónu­lega sem þeir alla jafna upp­lifa í sam­skiptum við hjúkr­un­ar­fólk­ið. Það eitt og sér er mjög óþægi­legt fyrir sjúk­ling­inn en líka fyrir starfs­fólk­ið. Eðli máls sam­kvæmt voru sjúk­ling­arnir mis­jafn­lega á sig komn­ir. Sumir voru mjög veikir og þurftu mikla hjúkrun og því miður lifðu ekki allir af. Aðrir voru hress­ari og fengu að fara heim þegar þeir þurftu ekki lengur súr­efn­is­stuðn­ing við önd­un.

Frá­bær liðs­heild

Starfsand­inn á lungna­deild­inni var mjög góð­ur. Þar var ein­stakt sam­starf og yfir­leitt létt yfir fólki þrátt fyrir stöð­una. Við vorum öll að róa í sömu átt, öll í sömu veg­ferð­inni, öll að sinna Covid-veiku fólki. Hjúkr­un­ar­fræð­ingur og sjúkra­liði voru í hverju teymi sem saman sinnti ákveðnum sjúk­ling­um. Farið var inn á stof­urnar til skiptis og stundum þurftum við að vera fleiri til að sinna þeim veik­ustu. Þá var annað hvort hjúkr­un­ar­fræð­ingur eða sjúkra­liði frammi á gang­inum sem eins konar hlaup­ari sem tók við skila­boðum um hvaða hjúkr­un­ar­vör­ur, mat, lyf eða annað sem við þurftum að fá inn í lok­aða rým­ið. Þannig gátum við tryggt örugg­ari og skil­virk­ari þjón­ustu, og þurftum ekki klæð­ast úr og í hlífð­ar­fötin til að sækja hlut­ina.

Sandra B. Franks.Sam­vinnan á deild­inni var ein­stök og lær­dóms­rík. Eitt af því sem var óvenju­legt og með allt öðrum hætti en venju­lega var að það hringdi eng­inn bjöllu og við sáum aldrei sjúk­ling­ana nema þegar við vorum inni á stof­unum til að sinna þeim. Ekk­ert ráp var á göng­um, allir voru lok­aðir inni á sinni ein­angr­un­ar­stofu. Það var athygl­is­vert, og stundum erfitt, að upp­lifa hvernig sjúk­ling­arnir tók­ust á við kvíð­ann sem fylgir ein­angrun sem þess­ari. Öll sam­skipti milli rýmanna, á milli þeirra sem voru frammi á gang­inum og sjúk­linga og starfs­fólks inni á stof­un­um, voru um litlar tal­stöðvar og spjald­tölv­ur. Auk þess var fylgst með líðan sjúk­linga á skjám sem voru í vakther­bergjum og kaffi­stofu og sýndi lífs­mörk í gegnum mónitora.

Ómet­an­leg reynsla

Það sem mér finnst standa upp úr þess­ari reynslu er hversu fag­fólkið okkar í fram­lín­unni brást vel við þessum fram­andi aðstæð­um. Í kjöl­far Covid-19 verða til verk­ferlar og breytt vinnu­lag sem tryggja að verk­efni sem þessi ganga upp. Land­spít­al­inn fór yfir á neyð­ar­stig, sem er mjög alvar­legt ástand en með því frá­bæra starfs­fólki sem við höfum í heil­brigð­is­kerf­inu tókst að koma í veg fyrir að verr færi. Allir unnu sem einn maður og hefð­bundin fag­leg landa­mæri hurfu. Ég er reynsl­unni rík­ari eftir að hafa tekið þátt í þessu verk­efni og þakk­lát fyrir að hafa fengið tæki­færi til að leggja mitt að mörk­um.

Höf­undur er for­maður Sjúkra­liða­fé­lags Íslands.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit