Ljósglæturnar í kófinu 2020

Kristján Guy Burgess reynir sitt besta til að finna það jákvæða sem gerðist á hinu ferlega ári 2020. Og það í loftlagsmálum og stefnubreytingu Bandaríkjanna í þeim málaflokki með nýjum forseta.

Auglýsing

Það þarf nú að vera eitt­hvað meira en lítið skrýt­inn til að skrifa jákvæða og pepp­aða grein um árið 2020. Árið þegar allt fór úr skorð­um, heim­ur­inn stöðv­að­ist, landa­mæri lok­uð­ust, fólk var læst inni, tug­millj­ónir veikt­ust og ást­vinir dóu.

Já, þetta var fer­legt ár. Alveg aga­legt eig­in­lega. Greinin gæti endað hér.

Og ekki nóg með það, að þegar við skríðum út úr kóf­inu þegar líður á árið, vofir yfir okkur ham­fara­hlýn­un­in, risa­stór ógn við sjón­ar­rönd. Tak­ist mann­kyni ekki að taka skarpa beygju af þeirri braut sem það hefur verið á, er voð­inn vís. 

Framundan verður að vera ára­tugur aðgerða, ára­tug­ur­inn þegar þarf að takast að draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um helm­ing, og svo áfram koll af kolli, fram til þess að öldin verður hálfnuð og mark­miðin sem við höfum sett okk­ur, þurfa að vera í höfn.

Til þess að það takist, verður að halda í von­ina, trúa á kraft­inn í fólk­inu, sjá ljósið í gegnum kóf­ið. 

Ég hef áður skrifað um hvernig hin ógn­ar­hraða þróun bólu­efnis hefur sýnt okkur að það sem dugar þegar þarf að ná raun­veru­legum árangri frammi fyrir gríð­ar­stórum áskor­un­um, sé það opið sam­fé­lag, góð mennt­un, fjöl­breytni og jöfn tæki­færi fólks til að rækta hæfi­leika sína sem virkar best.

Horfum nú á hvað hefur gerst í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­arnar á þessu und­ar­lega ári. Aldan sem reis frá stétt­inni í Gamla Stan haustið 2018, þegar ung­lings­stúlka hætti að mæta í skól­ann og sett­ist alein fyrir utan sænska þing­húsið með verk­falls­skilti, náði hámarki ári síðar þegar þessi sama stúlka ávarp­aði Alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna og hund­skamm­aði ráða­menn fyrir að tala fag­urt en gera fátt. 

Greta Thun­berg, Lína langsokkur okkar tíma, stefndi til hafs og sigldi á skútu yfir Atl­ants­hafið og aftur til baka til að messa yfir samn­inga­fólki á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í Madrid sama haust. 

En þetta var ekki að ganga upp. Unga fólkið hafði tal­að, það hafði fylkt liði, safn­ast á torg og kraf­ist aðgerða, kallað hátt og skýrt á breyt­ing­ar, en póli­tíkin var ekki að fylgja með. Tröllið í Hvíta hús­inu ætl­aði ekki að spila með, þvert á móti ætl­aði það að spilla eins mikið fyrir og mögu­legt væri og aðrir gátu skákað í hans skjóli og vikið sér undan ábyrgð.

Og svo kom Covid.

Auglýsing
Það þurfti ár í við­bót til að finna mómentið á ný. Og í þetta sinn kom það ekki frá sautján ára stúlku, heldur sex­tíu árum eldri karli.

Aðgerðir gegn lofts­lagsvá eru eitt af fjórum helstu áherslu­málum nýrrar rík­is­stjórnar Joe Biden. Biden er búinn að stilla upp lið­inu, velja fjöl­breyttan hóp af reynslu­boltum og nýja­brumi og skipa sér­stakan lofts­lags „ráð­herra“ til að ná árangri í alþjóð­legum aðgerðum gegn ham­fara­hlýn­un. 

Það er ekki víst að allir átti sig á hversu mikil stefnu­breyt­ingin er hjá æðstu yfir­stjórn þessa vold­ug­asta ríkis heims. Í stað skemmd­ar­vargs er komið sam­vinnu­afl.

Banda­rík­in, það ríki sem hefur borið mesta ábyrgð á útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, ætlar að vera með í alþjóða­sam­vinnu, mun ganga aftur til liðs við Par­ís­ar­sam­komu­lagið og fjár­festa í stór­tækum aðgerðum fyrir lofts­lag­ið.

Þetta hef ég verið að fara yfir með nem­endum mínum í háskóla­nám­skeiði sem ég bjó til um Lofts­lags­breyt­ing­ar, alþjóða­samn­inga og græn stjórn­mál sem er hið fyrsta sinnar teg­undar hér á landi.

Lofts­lags­málin eru í for­gangi Biden­stjórn­ar­inn­ar. Mark­miðið er einnig að aðgerðir gegn kór­óna­veirunni og krepp­unni sem hún veld­ur, muni jafn­framt gagn­ast í bar­átt­unni gegn ham­fara­hlýn­un.

Biden birtir lista af margs kyns aðgerðum til að vinna gegn lofts­lags­breyt­ing­um, breyt­ingum á orku­kerf­un­um, sam­göng­unum og massí­vri fjár­fest­ingu í nýjum grænum störfum

Þýðir það að allt verði gott strax? Að þetta verði skítlétt? Að við getum andað létt­ar? Nei, alls ekki. En þetta þýðir að vilj­inn er til staðar til breyt­inga og vilj­inn er ekki allt sem þarf, en hann er það sem þarf.

Einna mik­il­væg­ast kann að verða að Banda­ríkja­stjórn hefur metnað til að ná saman þeim ríkjum sem blása mestum gróð­ur­húsa­loft­teg­undum út í and­rúms­loft­ið, til að reyna að finna sam­stöðu, tengja við sam­eig­in­lega hags­muni og grípa til aðgerða. 

Sam­vinna gegn lofts­lagsvá geta orðið eitt stærsta sam­starfs­verk­efni Banda­ríkj­anna með Evr­ópu­sam­band­inu sem hefur haldið uppi kyndl­in­um. Græni sátt­máli Evr­ópu var eitt af stór­tíð­indum árs­ins, styrkur græn­ingja hefur verið að aukast og aðrir flokkar fylgt með kröf­unni úr evr­ópskum sam­fé­lögum um nýjar áherslur og stefnu­breyt­ing­u. 

Lofts­lags­málin verða einnig leið til sam­vinnu nýrrar Banda­ríkja­stjórnar við land sem á í sögu­legum hremm­ingum þessa dag­ana, Bret­land. 

Stjórn Borisar John­son vildi liggja réttu megin við Trump og tal­aði fjálg­lega um frí­versl­un­ar­samn­ing, klór­þveg­inn kjúkling fyrir únsur af haggisi, þotur fyrir þotu­hreyfla. Nú eru breyttir tímar og í stað Trump sem hataði Evr­ópu­sam­bandið og elskaði Brex­it, er mættur Evr­ópu­sinn­aður Banda­ríkja­for­seti, stoltur af írskum upp­runa og enn Evr­ópu­sinn­aðri utan­rík­is­ráð­herra, alinn upp í Par­ís. 

Brex­it-­banda­lag er úr sög­unni og besta leiðin til sam­starfs nú er að vinna saman að lofts­lags­málum í aðdrag­anda 26. Lofts­lags­ráð­stefn­unnar í Glas­gow næsta haust þar sem Bretar verða að sýna lit og taka for­yst­u. 

Svona geta nú veður skip­ast skjótt í lofti. Þegar Boris John­son þurfti að skipta um umræðu­efni frá afleitri Covid-frammi­stöðu og vildi sækja fram, kom hann fram með til­lögur að grænni bylt­ingu, fjár­fest­ingu í grænum innvið­um, orku og umhverfi, 12 millj­arða punda og 250 þús­und störf. Hann vildi sýna að hann skildi hvað klukkan sló. 

Og lofts­lags­málin verða einnig nýtt sam­starfs­verk­efni fyrir Banda­ríkin og Kína, því þessi tvö ríki, hverra valda­kapp mun lita ára­tug­ina framund­an, verða að vinna saman til að koma böndum á útblást­ur, og til að fjár­festa í grænni fram­tíð. 

Það sem verður dríf­andi fyrir sam­skipti þess­ara stór­velda sam­tím­ans, verður líka spenn­andi fyrir sam­skipti Íslands og Banda­ríkj­anna. Stjórn­ar­skipti í Banda­ríkj­unum eru í öllu til­liti góðar fréttir fyrir Ísland og önnur ríki sem treysta á alþjóða­kerfið og alþjóða­lög. Hér eru ný tæki­færi í sjón­máli. 

Sam­vinna stór­veld­is­ins í vestri og okkar hér í norðri gæti orðið sögu­leg. Í stað tæki­fær­is­sam­vinnu við Trump­ista kemur raun­hæft sam­starf um mest aðkallandi mál sam­tím­ans. Ekki er nema ár síðan nýi lofts­lags­ráð­herrann, John Kerry var hér á landi að tala um lofts­lags­mál í sam­hengi Norð­ur­slóða. 

Í nýjum áherslum Banda­ríkj­anna á lofts­lags­mál felst raun­veru­legt tæki­færi til þess að efla sam­skipt­in, bæði tví­hliða og í sam­hengi norð­ur­slóða. Það eru frá­bærar fréttir fyrir Ísland og Norð­ur­slóðir ef Banda­ríkin ætla að beita sínu afli í þágu aðgerða í lofts­lags­mál­um, því okkar heims­hluti og mál­efni hafs­ins eru aug­ljós­lega hluti af því. Hér er nýtt og ­kon­kret ­sam­starfs­svið ef rétt verður á málum hald­ið.

Sam­vinna við Banda­ríkin um lofts­lags­að­gerðir gæti búið til ný tæki­færi hér á landi, störf við rann­sóknir og þró­un, og ný spenn­andi verk­efni eins og Car­bfix sem í upp­hafi var vís­inda­sam­starf banda­rískra, íslenskra og franskra háskóla og íslensks orku­fyr­ir­tæk­is. Ísland getur með snjöllum sam­starfs­verk­efnum og fram­sýnum samn­ingum orðið sýni­dæmi um aðgerðir í lofts­lags­málum og hvernig hin græna fram­tíð getur litið úr. 

Árið 2021 eru 70 liðin frá und­ir­ritun varn­ar­samn­ings Íslands og Banda­ríkj­anna og 80 ár frá því banda­rískir her­menn komu hingað til lands að verja landið gegn öxul­veldum nas­ism­ans. Varn­ar­samn­ing­ur­inn hefur síðan verið grund­vall­ar­stoð í utan­rík­is- og örygg­is­málum Íslands. Sam­hengi þess samn­ings var kalda stríð­ið, spenna, átök og kapp­hlaup stór­veld­anna, örygg­is- og varn­ar­mál. 

Nú er sam­hengið ann­að. Umhverf­is- og lofts­lags­mál eru grund­vall­ar­mál dags­ins, þau mál sem hafa úrslita­á­hrif á fram­tíð­ina og á alla aðra mála­flokka – efna­hag, öryggi, mann­rétt­indi o.s.frv. Aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum eru örygg­is­mál okkar tíma.

Hvernig væri að Íslend­ingar kæmu fram með til­lögu að því að gera Lofts­lags- og umhverf­is­samn­ing Íslands og Banda­ríkj­anna? Ný stoð í sam­skipt­un­um, ný vídd á pari við varn­ar­samn­ing­inn. Samn­ing­ur­inn gæti kveðið á um fjöl­þætt sam­starf; rann­sókn­ar­sam­vinnu háskóla og vís­inda­fólks, aukin við­skipti og grænar fjár­fest­ing­ar, nem­enda­skipti; nýsköpun og sprot­ar, sjálf­bær ferða­mennska, jarð­varmi, Car­bfix og þannig má áfram telja.

... 

2020 hefur verið ólíkt öllum árum sem við höfum lif­að. For­sendur hafa breyst, það sem ekki var mögu­legt, er allt í einu veru­leik­inn. Stóra spurn­ingin er hvernig unnið verður úr. Mun veirukófið leiða til hug­ar­fars­breyt­ingar og nýrrar stefnu fyrir heim­inn? Vöknum við og ákveðum að nýta reynsl­una til að skapa betri fram­tíð. Að við­brögð gegn veirunni verði jafn­framt aðgerðir fyrir opin sam­fé­lög, jöfn tæki­færi, meiri fjöl­breytni, betra lofts­lag. Í því mun leynd­ar­dómur árs­ins 2021 liggja.

Höf­undur kennir alþjóða­­stjórn­­­mál í Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit