Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?

Það er ekki „bölvuð óheppni“ að vörurnar sem þú helst kýst hafi ekki verið til í IKEA undanfarið. Eikonomics rýnir í ástæðurnar.

Auglýsing

Fyrr á þessu ári keyptum við hjónin litla íbúð í Reykja­vík. Eins og flestir sem kaupa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu reiddum við okkur á IKEA til að þurfa ekki að sitja á gólf­inu og borða KFC í öll mál (íbúðin er í göngu­færi).

Við völdum hús­gögn á net­inu sem okkur þótti passa vel en þegar við mættum í versl­un­ina góðu var aldrei neitt til á lag­er. „Bölvuð óheppn­i,“ hugs­uðum við og keyptum hluti sem okkur þóttu fín­ir, þó ekki nákvæm­lega það sem við vorum að leita eft­ir.

Um dag­inn upp­götv­aði ég það að við erum ekki einu Íslend­ing­arnir sem lentu í þessu. Það var á mínum dag­lega rúnti um Twitter sem ég sá fólk bölva því að aldrei væri það sem það helst óskaði sér til á lager í IKEA.

Auglýsing

Hvernig getur á því stað­ið? Fólk fer með pen­ing upp í Garðabæ (eða er IKEA í Hafn­ar­firð­i?). Það býður fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í að láta í té hús­gögn fyrir pen­ing og fyr­ir­tækið segir ein­fald­lega að það vildi gjarnan þennan pen­ing en geti því miður ekki tekið við hon­um?

Svarið er að sjálf­sögðu fram­boð og eft­ir­spurn. Eða nokkurn veg­inn.

Fram­boð í rugl­inu

IKEA, eins og flest fyr­ir­tæki nú til dags, reiðir sig á alþjóð­lega aðfanga­keðju. Þ.e. IKEA kaupir timbur þar sem það er í boði, t.d. í Sví­þjóð, sendir það svo til ann­ars lands þar sem launa­kostn­aður er lág­ur, t.d. Kína, þar sem úr því er búið til borð. Svo er borð­inu pakkað sam­an, sent í eitt­hvað vöru­hús í Evr­ópu og þaðan siglir svo eitt­hvað skipa­fyr­ir­tæki með það til Íslands.

Ef þetta hljómar flókið þá vara ég ykkur við, þessi lýs­ing er Óla Prik útgáfan af raun­veru­leik­an­um.

COVID-19 setti þetta flókna kerfi, sem á ein­hvern ótrú­legan hátt virkar oft­ast bara, í kland­ur. Kína lok­aði öllum sínum landa­mær­um. Alls­konar sótt­varn­ar­reglur sendu skrif­stofu­fólk í heima­vinnu og sendi verka­fólk í frí. Allt þetta hægði á fram­leiðslu, allt frá skóg­ar­höggi upp í hús­gagna­smíði. Fyrir vikið fór þetta kerfi í hnút.

Þessar trufl­anir sendu verð á timbri upp í sínar hæstu hæðir og það hækk­aði um 150% í verði milli jan­úar 2020 og maí 2021. Þetta sést ansi vel á graf­inu hér að neðan og er best lýst sem fjall­göngu með Jet Pack.

Mynd: Vísi­tala mjúk­við­ar­verðs, jan­úar 2015 til ágúst 2021

Heimild: FRED (Producer Price Index by Commodity: Lumber and Wood Products: Softwood Lumber)

Að sama skapi hafa afhend­ing­ar­tímar á vörum og aðföngum lengst umtals­vert og ansi hratt. Ef við skoðum upp­lýs­ingar frá Amer­íku sést það vel að lang­flestir inn­kaupa­stjórar hafa upp­lifað lengri afhend­ing­ar­tíma eftir að COVID tók yfir.

Mynd: Vísi­tala afhend­ing­ar­tíma, jan­úar 2015 til ágúst 2021

Heimild: FRED (Current Felivery Time; Diffusion Index for FRD: New York)

Þegar verð á timbri hækkar og afhend­ing­ar­tímar lengj­ast þá hækkar kostn­aður IKEA við fram­leiðslu og afhend­ingu. Þetta ætti alla jafna að leiða til hærra verðs á ýmis konar vörum, í þessu til­felli timb­ur­vörum, sem eru oft­ast vör­urnar sem við viljum úr IKEA. Það er ef við tökum kjöt­boll­urnar út fyrir sviga.

Eft­ir­spurn ekki í neinu rugli

Á sama tíma og kostn­aður IKEA hefur farið hækk­andi virð­ist vera sem svo að ekk­ert logn sé í eft­ir­spurn eftir vör­unum þeirra. Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar hefur haldið henni á floti. Því eru Billy, Ivar og Klippan svo gott sem jafn vin­sælir í COVID og áður. Ef ekki vin­sælli.

Ef heim­ur­inn virk­aði nákvæm­lega eins og hag­fræði­módel þá hefði þessi takt­lausi dans neyt­enda og selj­enda átt að þýða eft­ir­far­andi:

  • Neyt­endur vilja kaupa jafn mikið af sömu timb­ur­vörum úr IKEA og áður á því verði sem í boði var.
  • Kostn­aður IKEA við að búa til timb­ur­vörur hækk­ar.
  • IKEA hækkar verð í sam­an­burði við kostn­að­ar­hækk­un.
  • Ein­hverjir vilja ekki lengur kaupa timb­ur­vörur af því þær eru of dýrar – og nota pen­ing­ana sína í eitt­hvað ann­að.
  • Þeir sem endi­lega vilja kaupa timb­ur­vörur kaupa þær bara samt en á hærra verði.

Ef mark­að­ur­inn hefði virkað eins og í skóla­bók, þá hefðu ekki verið farnar eins margar fýlu­ferðir í IKEA og þessi skortur á vörum hefði í raun aldrei orðið að veru­leika. Við hjónin – og not­endur Twitter – hefðum bara nöldrað yfir því hvað allt væri orðið dýrt í IKEA. Þótt IKEA sé auð­vitað ekk­ert eins­dæmi, þetta á að sjálf­sögðu við alla hús­gagna­versl­an­ir, er ég hér bara að nota vin­sæl­ustu félags­mið­stöð mið­aldra Íslend­inga sem dæmi.

En IKEA stærir sig af sann­gjörnum verðum og er því mjög illa við að hækka verð. Við­skipta­vinir þeirra reiða sig á fyr­ir­sjá­an­legt og lágt verð og því er ekki ólík­legt að IKEA velji frekar að græða minna á hverri sölu. Eins og hag­fræð­ingar segja: IKEA verð­leggur þannig að skortur mynd­ast.

En horf­urnar eru góðar

Svo virð­ist sem „jet pack­ið“ sem timbrið tók upp á Ever­est hafi orðið bens­ín­laust á toppn­um. Verð á timbri hefur helm­ing­ast frá því að það náði sinni hæstu hæð og svo virð­ist sem það komi til með að lenda á sama stað og það byrj­aði á í ekki svo fjar­lægðri fram­tíð.

Að sama skapi virð­ist svo vera að afhend­ing­ar­tímar séu að koma aftur niður á jörð­ina. Þó tekur svo flókið kerfi eins og hið alþjóð­lega aðfanga­kerfi ansi langan tíma að jafna sig eftir annað eins háls­tak.

IKEA, og margir aðrir smá­sal­ar, ákváðu að halda verðum niðri, ekki hækka þau eins mikið og þeir hefðu get­að. Ef IKEA hefði hækkað verð hefði IKEA kannski getað notað þann við­bótar gróða til að hafa áhrif á afhend­ing­ar­tíma (í öllu falli hefði fyr­ir­tækið getað rétt­lætt að kaupa dýr­ara timb­ur). Það kann að hljóma furðu­lega, en mögu­lega hefðu fleiri getað keypt þær mublur sem þá lang­aði í ef IKEA hefði hækkað verð á þeim.

Ef IKEA hefði hækkað verð, óháð því hvort það hefði skilað sér í auk­inni fram­leiðslu, þá hefði það þó alla­vega sparað okkur sem ekki tímum að borga mikið meira en lista­verðið nokkrar fýlu­ferð­ir. Þá hefðu aðeins þeir sem virki­lega hefðu verið til í að borga mark­aðs­verð farið í ferða­lag upp í Garðabæ (eða Hafn­ar­fjörð?).

Það að mark­að­ur­inn sé að jafna sig eru góðar fréttir fyrir okkur fjöl­skyld­una. Því næsta sum­ar, þegar við komum aftur heim úr þýsku sveit­inni, þá getum við farið á upp­á­halds veit­inga­húsið okkar í Garða­bænum (eða Hafn­ar­firði, hvort er það?), fengið okkur kjöt­bollur og gripið eina hillu með í leið­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics