Auglýsing

Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar hefur til­kynnt það að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðild­ar­við­ræður við ESB á nýjan leik og líti svo á að Ísland sé ekki lengur í hópi umsókn­ar­ríkja. Frá þessu var sagt í kvöld.

Málið var leynd­ar­mál rík­is­stjórn­ar­innar þangað til í kvöld. Það fékk enga þing­lega með­ferð. Þingið fjall­aði ekk­ert um það, utan­rík­is­mála­nefnd fjall­aði ekki um það, þing­flokkar rík­is­stjórn­ar­innar fjöll­uðu ekki einu sinni um það. Ein­göngu rík­is­stjórnin fjall­aði um það. Það gerði hún á fundi sínum á þriðju­dag, en henni þótti ekki taka því að hafa málið á dag­skrá fund­ar­ins svo ein­hver gæti mögu­lega fengið vit­neskju um hvað stæði til.

Hvers vegna skyldi þetta vera gert með þessum hætti? Það er aug­ljóst. Rík­is­stjórnin veit vel að hún kæm­ist ekki í gegn um þingið með þetta mál sitt. Hún hefur prófað það áður, og varð ekki ágengt þá. Það eina sem rík­is­stjórnin fékk áorkað í það skiptið var að fjölga stuðn­ings­mönnum þess að aðild­ar­við­ræðum yrði lokið og þjóðin fengi að kjósa. Í nýlegum skoð­ana­könn­unum kemur í ljós að sá stuðn­ingur hefur síður en svo minnk­að. Almenn­ingur vill fá að taka ákvörðun um málið sjálf­ur, eins og honum hefur ítrekað verið lof­að, bæði fyrir síð­ustu kosn­ingar og í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni þar sem ákveðið var að sækja um aðild. Allt tal um annað er bara útúr­snún­ing­ur.

Auglýsing

Engin þörf fyrir þingið lengurRík­is­stjórnin hefur boðað allt þetta ár að þings­á­lykt­un­ar­til­laga um aft­ur­köllun umsóknar yrði lögð fram á þing­inu á nýjan leik á þessu þingi. Þannig hefur verið gert ráð fyrir því að fram færi umræða um málið í þing­inu. Hún yrði hörð og á meðan yrðu lík­lega fjöl­menn mót­mæli fyrir utan, rétt eins og síð­ast þegar rík­is­stjórnin reyndi að slíta aðild­ar­við­ræð­un­um.

En nú hefur rík­is­stjórn Íslands dottið niður á aðra og þægi­legri lausn fyrir sjálfa sig. Hún telur enga þörf fyrir þingið leng­ur. Hún sendir bara bréf og segir Evr­ópu­sam­band­inu að hún vilji ekki ganga þar inn og ESB eigi að taka mið af því héðan af. Jafn­framt er tekið fram að þessi nýja stefna stjórn­valda „yf­ir­taki þær skuld­bind­ingar sem gefnar voru í aðild­ar­við­ræðum fyrri rík­is­stjórn­ar,“ svo vitnað sé í til­kynn­ingu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sem send var fjöl­miðlum í kvöld.

En nú hefur rík­is­stjórn Íslands dottið niður á aðra og þægi­legri lausn fyrir sjálfa sig. Hún telur enga þörf fyrir þingið lengur.

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra sagði í við­tali við RÚV í kvöld að síð­asta rík­is­stjórn hefði sótt um aðild að ESB og byggt það á til­mælum frá þing­inu. „Það þing er ekki til staðar og ekki sá meiri­hluti sem var að baki álit­inu á sínum tíma. Það er komin ný rík­is­stjórn með nýja stefn­u,“ sagði hann.

Þarna er margt áhuga­vert, til að mynda full­kom­inn mis­skiln­ingur um það hvernig þjóð­þing virka. Ef þessi rök­semda­færsla verður notuð frekar erum við í ansi miklu ves­eni. Þá verður nefni­lega hægt að ógilda allar ákvarð­anir þings á hverju kjör­tíma­bili fyrir sig um leið og nýtt kjör­tíma­bil hefst. Og segja svo bara „nei sko, það þing sem sam­þykkti þetta er ekki til staðar og ekki sá meiri­hluti sem var að baki þessu á sínum tíma.“ Það er aug­ljóst að þetta gengur ekki upp.

Hefur bréfið merk­ingu?Í raun er óljóst hvort þetta bréf Gunn­ars Braga hefur ein­hverja raun­veru­lega merk­ingu. Getur hann ákveðið það, gagn­vart þing­inu og ekki síður gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu, að þessi nýja stefna rík­is­stjórn­ar­innar yfir­taki allar skuld­bind­ingar sem áður hafa verið gerðar af íslenskum stjórn­völd­um? Getur Evr­ópu­sam­bandið litið á þetta bréf sem við­ræðu­slit? Því á eftir að svara og það verður spenn­andi að sjá við­brögð sam­bands­ins á næstu dög­um. Hvernig sem svarið við þessum spurn­ingum verður er alla­vega ljóst að það er nákvæm­lega ekk­ert stór­mann­legt við þessa aðferð rík­is­stjórn­ar­innar við að slíta aðild­ar­við­ræð­un­um. Ekki gagn­vart þing­inu, ekki gagn­vart þjóð­inni og ekki gagn­vart Evr­ópu.

Rík­is­stjórn sem hefði staðið við að leyfa þjóð­inni að kjósa um fram­haldið hefði getað borið höf­uðið hátt gagn­vart þjóð, þingi og Evr­ópu. Rík­is­stjórn sem hefði farið með þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í gegnum erf­iða umræðu í þing­inu og í kjöl­far þess slitið við­ræðum hefði getað verið sátt þegar hún sendi bréf um aft­ur­köllun umsóknar til Evr­ópu.

Rík­is­stjórn sem pukrast með málið og afhendir svo leyni­bréf um við­ræðu­slit til þess að reyna að sleppa við það að takast á við þingið og vilja þjóð­ar­innar er ekk­ert annað en heigull.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None