Auglýsing

Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar hefur til­kynnt það að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðild­ar­við­ræður við ESB á nýjan leik og líti svo á að Ísland sé ekki lengur í hópi umsókn­ar­ríkja. Frá þessu var sagt í kvöld.

Málið var leynd­ar­mál rík­is­stjórn­ar­innar þangað til í kvöld. Það fékk enga þing­lega með­ferð. Þingið fjall­aði ekk­ert um það, utan­rík­is­mála­nefnd fjall­aði ekki um það, þing­flokkar rík­is­stjórn­ar­innar fjöll­uðu ekki einu sinni um það. Ein­göngu rík­is­stjórnin fjall­aði um það. Það gerði hún á fundi sínum á þriðju­dag, en henni þótti ekki taka því að hafa málið á dag­skrá fund­ar­ins svo ein­hver gæti mögu­lega fengið vit­neskju um hvað stæði til.

Hvers vegna skyldi þetta vera gert með þessum hætti? Það er aug­ljóst. Rík­is­stjórnin veit vel að hún kæm­ist ekki í gegn um þingið með þetta mál sitt. Hún hefur prófað það áður, og varð ekki ágengt þá. Það eina sem rík­is­stjórnin fékk áorkað í það skiptið var að fjölga stuðn­ings­mönnum þess að aðild­ar­við­ræðum yrði lokið og þjóðin fengi að kjósa. Í nýlegum skoð­ana­könn­unum kemur í ljós að sá stuðn­ingur hefur síður en svo minnk­að. Almenn­ingur vill fá að taka ákvörðun um málið sjálf­ur, eins og honum hefur ítrekað verið lof­að, bæði fyrir síð­ustu kosn­ingar og í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni þar sem ákveðið var að sækja um aðild. Allt tal um annað er bara útúr­snún­ing­ur.

Auglýsing

Engin þörf fyrir þingið lengurRík­is­stjórnin hefur boðað allt þetta ár að þings­á­lykt­un­ar­til­laga um aft­ur­köllun umsóknar yrði lögð fram á þing­inu á nýjan leik á þessu þingi. Þannig hefur verið gert ráð fyrir því að fram færi umræða um málið í þing­inu. Hún yrði hörð og á meðan yrðu lík­lega fjöl­menn mót­mæli fyrir utan, rétt eins og síð­ast þegar rík­is­stjórnin reyndi að slíta aðild­ar­við­ræð­un­um.

En nú hefur rík­is­stjórn Íslands dottið niður á aðra og þægi­legri lausn fyrir sjálfa sig. Hún telur enga þörf fyrir þingið leng­ur. Hún sendir bara bréf og segir Evr­ópu­sam­band­inu að hún vilji ekki ganga þar inn og ESB eigi að taka mið af því héðan af. Jafn­framt er tekið fram að þessi nýja stefna stjórn­valda „yf­ir­taki þær skuld­bind­ingar sem gefnar voru í aðild­ar­við­ræðum fyrri rík­is­stjórn­ar,“ svo vitnað sé í til­kynn­ingu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sem send var fjöl­miðlum í kvöld.

En nú hefur rík­is­stjórn Íslands dottið niður á aðra og þægi­legri lausn fyrir sjálfa sig. Hún telur enga þörf fyrir þingið lengur.

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra sagði í við­tali við RÚV í kvöld að síð­asta rík­is­stjórn hefði sótt um aðild að ESB og byggt það á til­mælum frá þing­inu. „Það þing er ekki til staðar og ekki sá meiri­hluti sem var að baki álit­inu á sínum tíma. Það er komin ný rík­is­stjórn með nýja stefn­u,“ sagði hann.

Þarna er margt áhuga­vert, til að mynda full­kom­inn mis­skiln­ingur um það hvernig þjóð­þing virka. Ef þessi rök­semda­færsla verður notuð frekar erum við í ansi miklu ves­eni. Þá verður nefni­lega hægt að ógilda allar ákvarð­anir þings á hverju kjör­tíma­bili fyrir sig um leið og nýtt kjör­tíma­bil hefst. Og segja svo bara „nei sko, það þing sem sam­þykkti þetta er ekki til staðar og ekki sá meiri­hluti sem var að baki þessu á sínum tíma.“ Það er aug­ljóst að þetta gengur ekki upp.

Hefur bréfið merk­ingu?Í raun er óljóst hvort þetta bréf Gunn­ars Braga hefur ein­hverja raun­veru­lega merk­ingu. Getur hann ákveðið það, gagn­vart þing­inu og ekki síður gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu, að þessi nýja stefna rík­is­stjórn­ar­innar yfir­taki allar skuld­bind­ingar sem áður hafa verið gerðar af íslenskum stjórn­völd­um? Getur Evr­ópu­sam­bandið litið á þetta bréf sem við­ræðu­slit? Því á eftir að svara og það verður spenn­andi að sjá við­brögð sam­bands­ins á næstu dög­um. Hvernig sem svarið við þessum spurn­ingum verður er alla­vega ljóst að það er nákvæm­lega ekk­ert stór­mann­legt við þessa aðferð rík­is­stjórn­ar­innar við að slíta aðild­ar­við­ræð­un­um. Ekki gagn­vart þing­inu, ekki gagn­vart þjóð­inni og ekki gagn­vart Evr­ópu.

Rík­is­stjórn sem hefði staðið við að leyfa þjóð­inni að kjósa um fram­haldið hefði getað borið höf­uðið hátt gagn­vart þjóð, þingi og Evr­ópu. Rík­is­stjórn sem hefði farið með þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í gegnum erf­iða umræðu í þing­inu og í kjöl­far þess slitið við­ræðum hefði getað verið sátt þegar hún sendi bréf um aft­ur­köllun umsóknar til Evr­ópu.

Rík­is­stjórn sem pukrast með málið og afhendir svo leyni­bréf um við­ræðu­slit til þess að reyna að sleppa við það að takast á við þingið og vilja þjóð­ar­innar er ekk­ert annað en heigull.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None