Keflavíkurlögreglan týndi Geirfinni

Soffía Sigurðardóttir skrifar um atburðarrásina í Geirfinnsmálinu og vinnubrögð lögreglunnar. Á þessum degi fyrir 48 árum, 19. nóvember 1974, hvarf Geirfinnur Einarsson í Keflavík.

Auglýsing

Þriðju­dags­kvöldið 19. nóv­em­ber 1974 hvarf Geir­finnur Ein­ars­son í Kefla­vík. Tvö vitni sáu hann síð­ast ganga út úr Hafn­ar­búð­inni í Kefla­vík nokkru eftir klukkan tíu um kvöld­ið. Eig­in­kona hans vitnar um að hann hafi komið heim og skömmu síðar horfið frá heim­ili sínu. Með honum hvarf sann­leik­ur­inn og lyga­sagan um Geir­finns­málið hófst.

Til að leita sann­leika um það hvað varð um Geir­finn, þarf að byrja á byrj­un­inni. Skoða þarf hvarf Geir­finns eins og komið sé að því frá upp­hafi, þar sem ekk­ert er satt nema það sé sann­reynt. Við upp­haf rann­sóknar er eng­inn sak­laus og eng­inn sek­ur, allt þarf að rann­saka og allt er véfengt uns það er stað­reynt. Algeng­ustu mis­tök við rann­sóknir eru að gefa sér hvað þurfi ekki að rann­saka og næst algeng­ustu mis­tökin eru að gefa sér hvað rann­sóknin muni leiða í ljós. Frá upp­hafi og til enda Geir­finns­máls­ins féll lög­reglan á báðum þessum próf­um.

Grund­vall­ar­at­riði leitar

Í upp­hafi leitar að horf­inni mann­eskju liggur heim­ur­inn allur und­ir. Upp­haf­s­punkt­ur­inn er þar sem síð­ast er talið að hinn horfni hafi verið og þaðan liggja leit­ar­línur í 360° og mæt­ast hinum megin á hnett­in­um. Þetta er auð­vitað allt of stórt leit­ar­svæði, svo til þess að ná árangri þarf að beita mark­vissum aðferðum til að þrengja leit­ina að lík­ind­um. Mik­il­vægur þáttur í því er að finna það sem ekki er. Ef leitað er ummerkja og leitin er vand­leg og finnur ekki ummerki, þá er það mik­il­væg nið­ur­staða, sem strax þrengir leit­ar­svæðið sem eftir er. Þetta er gjör­ó­líkt því að finna ekki neitt, sem er afleið­ing þess að leita ekki eða illa.

Ef hinn horfni eða vís­bend­ingar um hann finn­ast ekki, þá fer leitin víðar og þá fara jafn­vel að vakna grun­semdir sem bein­ast að ein­hverjum til­teknum sem gætu átt sök að hvarfi hans. Það að leita á heim­ili horfinnar mann­eskju, barns eða full­orð­ins, og að kanna hagi fjöl­skyldu­með­lima, er skilj­an­lega við­kvæmt mál. En þess þarf samt. Reynslan sýnir að þegar líður á árang­urs­lausa leit, þá bein­ist oft grunur að þeim sem næstir stóðu hinum horfna, fjöl­skyldu og vin­um. Slíkur grunur kemur ekki endi­lega fyrst og fremst frá lög­reglu, heldur frá utan­að­kom­andi fólki. Þá geta aðstand­endur þakkað fyrir að góð lög­reglu­rann­sókn hafi leitt í ljós að ekk­ert benti til sektar þeirra.

Algengstu ástæður í morð­sög­um, bæði sönnum og skáld­uð­um, eru ást eða auður og þeim fylgja afbrýð­is­semi eða völd. Frakkar segja Cherchez la femme (leitið kon­unn­ar), en Amer­ík­anar segja Follow the money (fylgið pen­ing­un­um). Kefla­vík­ur­lög­reglan var á amer­ísku lín­unni og leit­aði ávinn­ings af glæp­a­starf­semi, en skildi lík­lega lítið í frönsku og sleppti því alveg kon­unni.

Höf­uð­paurar Kefla­vík­ur­lög­regl­unnar við rann­sókn­ina á hvarfi Geir­finns, þeir Val­týr Sig­urðs­son fógeta­full­trúi og Haukur Guð­munds­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur, hafa marg­sinnis haldið því fram að engin rann­sókn á manns­hvarfi hafi verið jafn víð­tæk og leit þeirra að Geir­finni. Víð­tæk var hún, en vönduð var hún ekki. Sumt sem átti að rann­saka var ekki rann­sak­að, sumt sem var rann­sakað var ekki skráð, sumt sem var skráð var ekki haft rétt eft­ir, nið­ur­stöður voru ekki dregnar af þeim víð­tækum rann­sóknum sem þó fóru fram.

Auglýsing
Á þriðja degi frá hvarfi Geir­finns hafði lög­reglan slegið fastri atburða­rás kvölds­ins sem hann hvarf, án þess að hafa hald­bæra ástæðu fyrir mik­il­vægum hluta henn­ar. Á sama föstu­degi var lög­reglan búin að gefa sér að hvarf Geir­finns mætti rekja til glæp­a­starf­semi sem Geir­finnur hefði flækst í og hafði til­tekna glæpa­menn grun­aða, án þess að hafa neitt fyrir sér í því. Þá gaf lög­reglan sér líka að maður hafi hringt í Geir­finn úr Hafn­ar­búð­inni klukkan að ganga í hálf ell­efu um kvöldið og verið valdur að hvarfi hans. Eftir það beind­ist leit lög­regl­unnar frá Geir­finni og að þessum sím­hringj­anda sem síðar var kall­aður Leir­finn­ur.

Fólkið

Geir­finnur Ein­ars­son var fæddur og upp­al­inn í Vopna­firði og flutti 17 ára suður til Kefla­vík­ur, þar sem hann síðar kynnt­ist eig­in­konu sinni Guð­nýju Sig­urð­ar­dótt­ur. Þau bjuggu síð­ast að Brekku­braut 15 í Kefla­vík, en þar höfðu þau keypt sér sína fyrstu íbúð á neðri hæð í tví­býl­is­húsi. Hann vann á vinnu­vélum og hafði í nokkur ár unnið við virkj­ana­fram­kvæmdir á hálend­inu, fyrst við Búr­fell og síðan í Sig­öldu. Nú vann hann hjá Ell­ert Skúla­syni verk­taka í grjót­námu nærri Sand­gerði við að moka stór­grýti upp á vöru­bíla sem sturt­uðu því í nýjan hafn­ar­garð fyrir Sand­gerð­is­höfn.

Guð­ný, kona Geir­finns, hafði alltaf átt heima í Njarð­vík eða Kefla­vík og þar bjuggu móðir hennar og stjúpi og hluti systk­ina henn­ar. Þau Geir­finnur og Guðný hófu að draga sig saman þar sem þau unnu bæði í frysti­húsi, hún þá 14 ára og hann 20. Þau eign­uð­ust dreng þegar Guðný var 15 ára og hún gekk inn í hlut­verk móður og hús­móður og hann vann fyrir fjöl­skyldu sinni. Þau giftu sig dag­inn eftir að hún varð 16 ára og eign­uð­ust dóttur fimm árum síð­ar. Þegar Geir­finnur hvarf, var sonur þeirra 10 ára síðan í ágúst og dóttirin varð 5 ára í jan­úar á eft­ir.

Yngri bróðir Geir­finns kom síðar suður til hans og unnu þeir um tíma saman og bjuggu á ver­búð. Þegar hér er komið sögu hafði bróð­ir­inn stofnað til fjöl­skyldu og bjó í Hafn­ar­firði. Aðra fjöl­skyldu­með­limi átti Geir­finnur ekki á Suð­vest­ur­horn­inu, en ætt­ingja á Norð­aust­ur­landi.

Þriðju­dagur

Á þriðju­dags­morgun fór Geir­finnur til vinnu sinnar í grjót­námunni við Sand­gerði, en hann og Þórður vinnu­fé­lagi hans unnu báðir við ámokstur og skipt­ust á yfir dag­inn, annar byrj­aði fyrst á morgn­ana og hinn lauk síð­asta ámokstr­in­um. Geir­finnur byrj­aði fyrr þennan dag og var búinn fyrr, eða um klukkan þrjú. Frá þessu hafa vinnu­fé­lagar hans sagt. Ekki er vitað hvernig Geir­finnur fór heim frá vinnu þann dag eða hvenær hann kom heim til sín, en vitað er að hann var ekki á eigin bíl.

Næst er kona hans ein til frá­sagnar um að hún hafi komið heim um klukkan sex og taldi að Geir­finnur hafi þá verið nýkom­inn heim. Ekki kemur fram af hverju hún taldi svo vera. Hún seg­ist hafa eldað kvöld­mat og vaskað upp á eft­ir, en síðan hafi hún farið til vin­konu sinnar um klukkan átta. Hún sagð­ist næst hafa komið heim aftur skömmu fyrir klukkan tíu og Geir­finnur þá verið að tygja sig til brott­farar með Þórði vinnu­fé­laga sín­um. Hún seg­ist hafa beðið hann um að kaupa fyrir sig sígar­ettu­pakka í leið­inni.

Því næst er frá­sögn vinnu­fé­lag­ans, Þórð­ar, sem seg­ist hafa komið í heim­sókn til Geir­finns rétt fyrir klukkan níu um kvöldið og spurt hann hvort hann væri ekki til í að skreppa með sér í bíó, en Geir­finnur mælst undan því. Þeir hafi síðan setið saman að spjalli þar til klukkan að verða tíu, en þá hafi Þórður búið sig til heim­ferðar og Geir­finnur fal­ast eftir að fá far með honum áleiðis að Hafn­ar­búð­inni, þar sem Þórður hafi sett hann út á Vatns­nes­vegi um klukkan tíu.

Auglýsing
Afgreiðslukona í Hafn­ar­búð­inni og 16 ára stúlka sem þar var gest­kom­andi, segj­ast báðar hafa séð Geir­finn koma inn í Hafn­ar­búð­ina uppúr klukkan 10 og verið far­inn þaðan skömmu síð­ar. Afgreiðslu­konan segir þau hafa skipst á fáeinum orðum og hann hafa keypt sígar­ettu­pakka og farið út aft­ur. Afgreiðslu­konan segir að skömmu eftir að Geir­finnur fór út, hafi ókunn­ugur maður komið inn í Hafn­ar­búð­ina og fengið að hringja eitt sím­tal, borgað fyrir það og farið á brott. Áður­nefnd ung­lings­stúlka sá þennan mann líka.

Loks er frá­sögn eig­in­kon­unnar um að Geir­finnur hafi komið heim og fengið sím­tal rétt á eft­ir, sem varð til þess að hann fór út aftur og að því sinni á bíl þeirra. Segir hún að sonur þeirra hafi svarað sím­anum og kallað í pabba sinn að það væri sím­inn til hans. Einnig seg­ist hún hafa heyrt hann segja eitt­hvað á þá leið að hann væri búinn að koma og að hann kæmi þá aft­ur.

Skýrslu­tökur í skralli

Mik­il­væg­asta skýrslan um fyrstu atvik rann­sókn­ar­innar á hvarfi Geir­finns eru í ódag­settri sam­an­tekt­ar­skýrslu sem und­ir­rituð er af Hauki Guð­munds­syni rann­sókn­ar­lög­reglu­manni. Miðað við það hvað er rakið í henni og hvað ekki, virð­ist hún byggð á minnis­p­unktum sem hafi verið skráðir á mis­jöfnum tíma, en verið lokið senni­lega á mánu­dag eða þriðju­dag eftir að Geir­finnur hvarf.

Sam­an­tekt­ar­skýrslan hefst á því að segja að á fimmtu­dags­morgn­inum 21. nóv­em­ber hafi Ell­ert Skúla­son, vinnu­veit­andi Geir­finns, hringt í Hauk og til­kynnt að Geir­finnur væri horf­inn og þar með hafi lög­reglu­rann­sóknin haf­ist. Samt segir í næstu setn­ingu að „þá lá fyrir skýrsla af Þórði“ vinnu­fé­laga hans, sjá skýrslu nr. 1, og síðan er rakið það sem fram kemur í fyrri huta skýrsl­unnar af hon­um, um það sem þeim Geir­finni fór á milli á þriðju­dags­kvöld­inu.

Vitað er að strax á mið­viku­deg­inum var byrjað að grennsl­ast fyrir um hvað orðið hefði af Geir­finni og búið að hringja á lög­reglu­stöð­ina til að gá hvort lög­reglan hefði ein­hverjar upp­lýs­ingar um hann. Um kvöldið hafði Ell­ert, sem var í björg­un­ar­sveit­inni Stakki, farið ásamt for­manni sveit­ar­innar og þeir fundið bíl Geir­finns og fengið spor­hund til að rekja slóðir frá hon­um. Um þetta var lög­regl­unni kunn­ugt og hafði þá talað við eig­in­konu Geir­finns það sama kvöld. Það er því nokkuð skrýtið að lög­reglan skuli síðar halda því fram að þeir hafi ekk­ert vitað um hvarf Geir­finns fyrr en á fimmtu­dags­morgn­in­um.

Engin skýrsla var tekin af til­kynn­and­an­um, en lög­reglan hefur greini­lega haft snör hand­tök því strax kl 09:30 var lesin til­kynn­ing í útvarp­inu þar sem lög­reglan í Kefla­vík lýsti eftir Geir­finni með lýs­ingu á klæðn­aði hans og var sú til­kynn­ing end­ur­tekin í hádeg­inu. Næsta verk lög­regl­unnar var að Haukur fór við annan mann í grjót­námuna til að tala við vinnu­fé­laga Geir­finns, en engin skýrsla er til um það við hverja var talað þar og ekk­ert haft eftir þeim.

Skýrslan af Þórði er dag­sett föstu­dag 21. nóv­em­ber, en á föstu­degi var kom­inn 22. nóv­em­ber. Reyndar er á reiki hvenær og hvernig sú skýrsla varð til, en hún er und­ir­rituð bæði af Þórði og af Hauki. Í sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni rekur Haukur frá­sögn Þórðar af sam­skiptum hans og Geir­finns á þriðju­dags­kvöld­inu og er sú frá­sögn í sam­ræmi við það sem fram kemur í skýrsl­unni. Í seinni hluta skýrsl­unnar af Þórði er búið að bæta því við að Þórður er spurður um för þeirra félaga við þriðja mann þar sem þeir fóru að skemmta sér í Klúbbnum á sunnu­dags­kvöld­inu næst á und­an. Er þar mikið spurt um það hverja Geir­finnur gæti hafa hitt þar og hvort þar hafi eitt­hvað grun­sam­legt skeð, en svo var ekki. Ekki er minnst á það í sam­an­tekt­inni hvað Þóður sagði um Klúbb­ferð­ina, svo lík­lega var bút­ur­inn um skýrslu Þórðar sam­inn áður en síð­ari hluti efnis hennar varð til. Fyrri hlut­inn gæti hafa komið fram í námu­ferð lög­regl­unnar á fimmtu­dags­morgn­inum eða í sam­tali við Þórð á mið­viku­dags­kvöldi, en lög­reglan vissi ekk­ert um ferð­ina í Klúbb­inn fyrr en eig­in­konan sagði frá henni eftir hádegi á fimmtu­dag. Lík­lega var skýrslan af Þórði kláruð á föstu­dag.

Auglýsing
Það beið hins vegar Reykja­vík­ur­lög­regl­unnar að spyrja nokkra þeirra mörgu Kefl­vík­inga sem voru í Klúbbnum sunnu­dags­kvöldið 17. nóv­em­ber hvað þeir hefðu séð og heyrt til Geir­finns þar. Kefla­vík­ur­lög­reglan ræddi ekki við aðra en sam­ferða­menn Geir­finns um Klúbb­ferð­ina.

Engin bein skýrsla er til af eig­in­kon­unni um atburði þriðju­dags­ins. Frá­sögn hennar um atburði þess dags er ein­göngu rakin í áður­nefndri sam­an­tekt­ar­skýrslu, þar sem Haukur segir frá því hvað hún hafi sagt honum þegar hann fór heim til hennar klukkan 14 á fimmtu­deg­in­um. Þegar þeir Val­týr og Haukur taka síðan einu lög­reglu­skýrsl­una sem til er af henni, viku seinna, þá er hún ekk­ert spurð út í atburði dags­ins sem Geir­finnur hvarf. Þegar Njörður Snæ­hólm, þá aðal­varð­stjóri rann­sókn­ar­lög­regl­unnar í Reykja­vík, kallar eig­in­kon­una í apríl 1976 til að stað­festa skýrsl­una sem var óund­ir­rit­uð, þá spurði hann hana um nokkur atriði í við­bót, samt ekk­ert um atburði dags­ins sem Geir­finnur hvarf. Hann taldi hins vegar upp alla þá sem lög­reglan hafði í varð­haldi grun­aða um að hafa banað Geir­finni eða jafn­vel Guð­mundi og hún þekkti engan þeirra.

Í fyrstu frá­sögnum eig­in­kon­unnar er ekk­ert minnst á það hvar börn þeirra voru þetta kvöld, fyrr en hún segir að sonur þeirra hafi svarað í sím­ann þegar hringt var í pabba hans um kvöldið og líka að hann hafi spurt pabba sinn hvort hann mætti fara með honum þegar hann fór út með Þórði. Hvergi í rann­sókn­inni, hvorki fyrr né síð­ar, kemur fram hvenær dreng­ur­inn fékk að vita að faðir hans væri horf­inn eða hvað það eig­in­lega þýddi að faðir hans væri horf­inn.

Þessi tíma­setn­ing skiptir máli, af því í huga barns sem er rétt orðið 10 ára, eru tíma­setn­ingar ekki alveg á hreinu. Þannig er ekki hægt að slá því föstu að sím­hring­ing sem dreng­ur­inn svar­aði hafi átt sér stað á þriðju­dags­kvöld­inu en ekki t.d. kvöldið áður. Dreng­ur­inn er aðeins spurður um þetta sím­tal, ekki um það hvar hann hafi verið fyrr um kvöldið eða hvað pabbi hans hafi gert eftir sím­tal­ið. Hann er aldrei spurður um hvað hann hafi yfir höfuð séð og heyrt á heim­il­inu annað en þetta sím­tal. Hann er þrá­spurður um sím­tal­ið, fyrst í Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni og svo ítrekað í Reykja­vík­ur­rann­sókn­inni og loks fyrir saka­dómi, og end­ur­tekur sömu stuttu sög­una um karl­mann sem hafði ráma rödd. Það kemur oftar en einu sinni fram, að þegar dreng­ur­inn var spurður af lög­reglu þá var hann las­inn og rúm­liggj­andi. Hins vegar kemur ekk­ert fram um að neinum hafi dottið í hug að van­líðan barns­ins staf­aði af öðru en lík­am­legum kvill­um.

Aldrei var tekin skýrsla af nágrönnum Geir­finns, sem bjuggu á efri hæð­inni í tví­býl­is­húsi þeirra. Þar bjuggu hjón með nokkur börn frá 11 ára og upp­fyrir tví­tugt. Það á auð­vitað að vera skyldu­verk­efni við rann­sókn á manns­hvarfi að spyrja næstu nágranna hvers þeir hafi orðið var­ir. Það á alveg við þótt eng­inn grunur sé um að hvarfið stafi af sak­næmu athæfi, hvað þá þegar lög­reglan hafði sterkan grun um slíkt. Í sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni er haft eftir eig­in­kon­unni að eftir kvöld­mat­inn hafi Geir­finnur komið fram í eld­hús og spurt hana af hverju hún væri að öskra eins og ein­hver væri að drepa hana, en hún kann­að­ist ekki við neitt ösk­ur. Þetta þótti nógu áhuga­vert til að skrá það nið­ur, en ekki til að spyrja nágrann­ana hvort þeir hafi heyrt eitt­hvert öskur og þá hvenær. Það er vissu­lega til ein skýrsla þar sem Haukur seg­ist hafa haft tal af frúnni á efri hæð­inni og hún borið nágrönnum sínum í neðri hæð­inni góða sögu. Þar er hún ekki spurð um neitt sem gerst hafi á neðri hæð­inni eða manna­ferðir þangað fyrr eða síð­ar. Reyndar er full ástæða til að ætla að þessi skýrsla hafi aldrei verið tek­in, bara skrif­uð.

Engar vett­vangs­rann­sóknir

Í allri rann­sókn lög­regl­unnar í Kefla­vík eru engar ljós­myndir og ekki eitt fingrafar.

Í Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni er gengið út frá því að Geir­finnur hafi horfið frá þeim stað sem bíll hans fannst á, fyrir utan Járn og skip, verslun kaup­fé­lags­ins, um 100 metra frá Hafn­ar­búð­inni. Leit spor­hunds frá bíln­um, var að frum­kvæði björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar, áður en lög­reglan var farin að rann­saka málið sem lík­legt saka­mál. Ekki er vitað til að nein önnur vett­vangs­rann­sókn hafi farið fram í nágrenni þess stað­ar. Þar stóð bíll­inn þangað til lög­reglan sótti hann klukkan 18:10 á fimmtu­dag og fór með hann inn á slökkvi­stöð­ina til rann­sókn­ar.

Skýrslan um rann­sókn­ina á bílnum er stutt og alls­endis ófull­nægj­andi. Þar segir að reynt hafi verið að taka fingraför af bílnum að utan og innan án árang­urs. Ekki kemur fram af hverju það var árang­urs­laust, hvort það var af því bíll­inn hafði verið þrif­inn svo vel eða af því lög­reglu­menn­irnir kunnu ekki að taka fingraför. Síðan segir bara að ekk­ert hafi fund­ist í bílnum sem bent geti til þess hvað varð um mann­inn. Ekki er getið um neitt sem fund­ist hafi í bíln­um, en listi yfir allt slíkt er hluti þeirra gagna sem síðar gætu rennt stoðum undir eða undan því hvort þar hafi verið neitt það sem máli skipt­ir. Þess má geta að löngu síðar fabúler­aði Krist­ján Pét­urs­son toll­vörður um eitt­hvað sem fund­ist hafi í bíln­um.

Ekki er getið um km stöðu bíls­ins eða magn elds­neytis á hon­um. Ekki kemur fram hvort bíll­inn hafi verið læstur eða ólæstur og hvort lykl­arnir hafi verið í hon­um. Heim­ildir eru fyrir því að hann hafi verið ólæstur og lykl­arnir í sviss­inum allan tím­ann. Ekki er heldur ótví­rætt af öðrum gögnum hvar bíll­inn stóð og hvort hann var færður eitt­hvað til áður en lög­reglan sótti hann. Engin ljós­mynd er til af bílnum sem sýnir hvar hann stóð nákvæm­lega. Mis­ræmi er milli blaða­ljós­mynda þar sem öðrum bíl er stillt upp til að sýna hvar bíll­inn fannst og lýs­ingar sjón­ar­votta af því hvar þeir sáu bíl­inn. Þá kemur heldur ekki fram hvernig bíll­inn var fluttur á slökkvi­stöð­ina, en lík­lega var honum bara ekið þang­að. Svo er sagt í skýrsl­unni að eftir skoð­un­ina á bílnum hafi hann verið fluttur á lög­reglu­stöð­ina, en ekk­ert er til um af hverju hann fór þangað eða hversu lengi hann var þar. Á lög­reglu­stöð­inni var ekki aðstaða til að geyma bíl­inn inn­an­húss.

Auglýsing
Í sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni er skráð að Haukur hafi haft tal af tveimur mönnum sem unnu í húsi gegnt Járn og skip og haft eftir þeim að þeir hafi séð bíl­inn þegar þeir voru að fara úr vinnu eftir að hafa stimplað sig út klukkan 22:34 „kvöld þetta“. Segir Haukur þennan stað og stund vera til merkis um að þar og þá hafi Geir­finnur verið kom­inn á stað­inn og horf­inn það­an. Þessi punktur í tíma og rúmi er ekk­ert minna en upp­haf­s­punktur leit­ar, en samt er aldrei tekin skýrsla af vitn­un­um. Það gerð­ist ekki fyrr en þeir voru kall­aðir fyrir saka­dóm þremur árum seinna og þá voru þeir ekki sam­mála um það hvar og hvenær þeir sáu bíl­inn, hvort þeir voru þá að koma til að sækja verk­færi eða að fara eftir að hafa gengið frá, hvort bíll­inn var rauður eða grænn, en voru samt vissir um að klukkan var 22:34.

Við nán­ari skoðun á þessu atriði er alls ekki víst að „kvöld þetta“ hafi verið þriðju­dags­kvöldið sem Geir­finnur hvarf, heldur bendir ýmis­legt til þess að það gæti hafa verið á mið­viku­dags­kvöld­ið, en þá stóð bíll­inn svo sann­ar­lega þarna, því það er kvöldið sem leitað var með spor­hundi út frá bíln­um. Enn og aftur kemur ekki fram hvenær Haukur tal­aði við menn­ina og hvort þeim var þá ljóst að Geir­finnur hafi horfið á þriðju­dags­kvöld­inu, en almenn vit­neskja um að hann væri horf­inn varð ekki fyrr en á fimmtu­dag eftir að lýst var eftir hon­um. Því er eðli­legt að margir hafi talið hann hafa horfið kvöldið áður, á mið­viku­dags­kvöld, enda var Geir­finnur ekk­ert horf­inn á þriðju­dag, þá var hann í vinnu og í sam­skiptum við fjölda fólks.

Engin vett­vangs­rann­sókn fór fram í Hafn­ar­búð­inni og auð­vitað engin fingrafara­leit þar. Til er grunn­mynd af Hafn­ar­búð­inni þar sem inn eru færð borð sem gestir sátu við, afgreiðslu­borð, búð­ar­kass­inn og hvar sím­inn var. Einnig eru til ljós­myndir úr Hafn­ar­búð­inni sem sýna m.a. þennan síma, en til að kom­ast að honum þurfti að ganga inn­ar­lega í búð­ina og að vegg við dyr þar. Inn á teikn­ing­una eru færð númer og skráð við þau hver hafi geng­ið, staðið eða setið hvar.

Engin vett­vangs­rann­sókn fór fram á heim­ili Geir­finns. Þar er líka til grunn­mynd af íbúð­inni og inn á hana er fært hvar sím­inn stóð þegar Geir­finnur tal­aði við hinn dul­ar­fulla sím­hringj­anda og hvar kona hans stóð þegar hún heyrði hann tala í sím­ann. Lög­reglan rann­sak­aði ekk­ert á heim­il­inu, en fól eig­in­kon­unni að finna til þau skjöl og gögn sem þeir ósk­uðu eft­ir. Áður en Val­týr fór með skjala­safnið í ferða­tösku til rík­is­sak­sókn­ara í byrjun jan­úar 1976, fékk eig­in­konan að fara í gegnum hrúg­una og vinsa úr per­sónu­leg skjöl.

Engin fingraför eru til af Geir­finni, en hægt hefði átt að vera að ná þeim af heim­ili hans. Fingraför hins horfna hefðu getað komið sér vel ef svo hefði farið að fund­ist hefði ein­hver vett­vangur sem ástæða hefði þótt til að vita hvort hinn horfni hefði komið á. Eins gætu þau nýst ef síðar hefði þurft að bera kennsl á lík.

Liður 3. Hjú­skap­ar­brot

Í sam­an­tekt­ar­skýrsl­unni segir Haukur frá því að hann hafi haft tal af eig­in­kon­unni klukkan 14 á fimmtu­dag og einnig að hann sé búinn að tala við afgreiðslu­kon­una í Hafn­ar­búð­inni og ung­lings­stúlku sem þar var stödd. Eftir afgreiðslu­kon­unni og ung­lings­stúlkunni hefur hann upp­lýs­ingar um komu Geir­finns í Hafn­ar­búð­ina og um komu ókunn­ugs manns sem kom inn rétt eftir að Geir­finnur fór og fékk að hringja. Hefur hann eftir þeim lýs­ingu á útliti og klæðn­aði sím­hringj­and­ans, afgreiðslu­konan var með ítar­leg­ari lýs­ingu en stúlkan, en stúlkan sagð­ist loks taka undir lýs­ingu afgreiðslu­kon­unn­ar.

Hefur hann síðan eftir eig­in­kon­unni ýmis­legt um sam­skipti þeirra hjóna og um það að Geir­finnur hafi farið ásamt tveimur vinum sínum í Klúbb­inn á næst liðnu sunnu­dags­kvöldi, eftir að hafa farið með þeim í bíó í Kefla­vík fyrr um kvöld­ið. Hann hefur hins vegar ekk­ert eftir eig­in­kon­unni um það hvað hún gerði þetta sama sunnu­dags­kvöld. Hann hefur heldur ekki eftir henni að hún sagði honum þá frá því að hún ætti í virku ást­ar­sam­bandi við annan mann fram­hjá sínum horfna eig­in­manni. Má ætla að elsk­hug­inn og eig­in­mað­ur­inn hafi mæst á Reykja­nes­braut­inni þetta kvöld.

Að kvöldi mánu­dags 25. nóv­em­ber, kl 23:00, tekur Val­týr skýrslu af Svan­berg þeim sem átti í ást­ar­sam­bandi við eig­in­konu Geir­finns. Svan­berg mætti á lög­reglu­stöð­ina og skýrslan af honum er vél­rituð á rit­vél Hauks, svo lík­lega er hún tekin inni á skrif­stofu Hauks. Sjálfur hélt Svan­berg að hann hefði verið að tala við Hauk, en hann þekkti hvor­ugan mann­anna í útliti á þessum tíma. Haukur hefur stað­fast­lega sagt að hann hafi aldrei talað við eða séð þennan Svan­berg. Margoft er búið að tala við Hauk um þetta mál á þeim árum sem síðan eru lið­in. Þar hefur hann m.a. verið spurður af hverju hann hafi ekki talað við Svan­berg og þá svarað því til að hann hafi ekki þurft þess af því Val­týr hafi verið búinn að segja honum að Njörður Snæ­hólm væri búinn að gera það í Reykja­vík. Það má vel vera rétt þótt engin skjöl séu til um það. En hitt er skjal­fest að Val­týr tók skýrslu af Svan­berg og að Haukur kom þar hvergi nærri.

Í skýrsl­unni er farið fim­lega í kringum það að segja berum orðum hvert sam­band Svan­bergs og eig­in­kon­unnar hafi ver­ið. Með góðum vilja má skilja hvort heldur er að þau hafi bara átt sam­eig­in­lega vini eða að þau hafi verið í nán­ara sam­bandi en svo. Í skýrsl­unni er sagt svo frá að hann hafi komið til Kefla­víkur á sunnu­dags­kvöld­inu til að hitta nafn­greinda vin­konu sína og að þangað hafi eig­in­kona Geir­finns komið og þau setið að sum­bli fram eftir nóttu. Eig­in­konan hafi skot­ist heim til að taka á móti eig­in­manni sínum um klukkan 2 og komið svo aftur til vin­kon­unnar og ekki farið þaðan fyrr en langt var liðið að morgni. Þá hafi Svan­berg lagt sig á eld­hús­bekk og sofið þar til morg­uns klukkan 10, verið síðan eitt­hvað að þvæl­ast um í Kefla­vík og farið aftur til vin­kon­unnar um kvöld­ið. Þangað hafi eig­in­konan komið og verið það kvöld og farið síðan heim til sín. Þá seg­ist hann hafa ætlað heim til Reykja­víkur en verið orð­inn of bens­ín­lít­ill og misst af opnun bens­ín­stöðva og endað á því að fá að gista heima hjá frænda sínum í Kefla­vík og farið þaðan á þriðju­dags­morgun í tíma í háskól­anum og ekki komið til Kefla­víkur aftur og alls ekki verið þar á þriðju­dags­kvöld. Engin skýrsla er til um það hvort og þá hvernig eða hver hafi leitað stað­fest­ingar á fjar­vist­ar­sönnun við­halds eig­in­kon­unnar kvöldið sem eig­in­maður hennar hvarf. Bæði Val­týr og Haukur hafa svarað síð­ari spurn­ingum þar um að þeir hafi vitað það af því bara.

Auglýsing
Fyrr sama kvöld og Svan­berg mætti í skýrslu­tök­una hjá Val­tý, var frændi hans boð­aður til skrafs við Valtý á lög­reglu­stöð­inni. Skýrsla þar um er skráð í skýrslu­skrá Kefla­vík­ur­lög­regl­unn­ar, en skýrslan sjálf er ein af þeim sem eru gjör­sam­lega horfn­ar. Það næsta sem var rætt við frænd­ann var þegar Lára V. Júl­í­us­dóttir hæsta­rétt­ar­lög­maður var að vinna skýrslu um síð­ustu alda­mót og lét starfs­mann sinn hringja í frænd­ann sem þá var búsettur í Nor­egi. Hann sagði sam­talið við Valtý hafa verið frekar óform­legt og að hann hafi verið spurður um hvað hann þekkti til bíla og ungs fólks í djamm­liði bæj­ar­ins í tengslum við rann­sókn­ina á hvarfi Geir­finns. Hann man ekki hvað þeim fór í milli um þessa gist­ingu, sem hann man síðar ekki hvort átti sér stað. Hann man þó að hann var lát­inn bíða áfram á lög­reglu­stöð­inni framundir klukkan ell­efu af því það var von á ein­hverjum öðrum í skýrslu­töku, en svo fékk hann að fara og vissi ekki einu sinni að skrifuð hefði verið skýrsla um þessa við­komu hans á lög­reglu­stöð­inni. Það eru því í raun ekki heldur til nein gögn um það hvort og þá hvenær Svan­berg gisti hjá frænda sín­um, hvorki hvaða dag eða á hvaða tíma kvölds.

Næst var tekin skýrsla af Svan­berg í Reykja­vík síðla árs 1976 og þá sagði hann frá því berum orðum að hann hefði átt í ást­ar­sam­bandi við eig­in­konu Geir­finns og að það hefði staðið frá því um mitt sum­ar. Þá sagði hann líka frá því að þegar hann kom til Kefla­víkur á leið í skýrslu­tök­una hjá lög­reglu, hafi hann fyrst hitt vin­kon­una á sjoppu og þau rætt saman þar áður en hann fór á lög­reglu­stöð­ina og að síðan hafi þau talað saman líka á eft­ir.

Það er ekki fyrr en á fimmtu­dag 28. nóv­em­ber sem tekin er form­leg skýrsla af eig­in­konu hins horfna manns, 9 dögum eftir hvarf hans. Þá fara þeir Val­týr og Haukur heim til hennar með seg­ul­bands­tæki og hljóð­rita skýrslu­töku af henni. Sú skýrsla er síðan vél­rituð upp, en ekki er vitað hvenær það var gert eða hver samdi hana. Sú skýrsla er ekki orð­rétt upp­skrift af því sem fram fór, heldur er búið að end­ur­segja hana og hún fram sett í 12 tölu­settum lið­um.

Þriðji lið­ur­inn ber yfir­skrift­ina Hjú­skap­ar­brot. Þar segir eig­in­konan frá því að hún hafi átt í ást­ar­sam­bandi við Svan­berg frá því þau hitt­ust fyrst í Garðabæ hjá vin­konu henn­ar, sem var frænka Svan­bergs, um mitt sumar sama ár. Hafi þau hittst oft, ýmist heima hjá honum í Reykja­vík, eða frænku hans, eða heima hjá eig­in­kon­unni að Geir­finni fjar­ver­andi eða heima hjá bestu vin­kon­unni í Kefla­vík. Einnig segir hún frá öðrum til­vikum undir þessum lið um hjú­skap­ar­brot. Flestir hinir liðir skýrsl­unnar eru um hvernig þau kynntu­st, um sam­skipti þeirra, fjár­mál þeirra, vini og kunn­ingja, heilsu­far og hegðun Geir­finns og loks er 12. lið­ur­inn Kyn­ferð­is­legar til­hneig­ingar og kyn­ferð­is­sam­band þeirra hjóna. Þarna er í fyrsta sinn ýjað að því að eitt­hvað gætu kyn­hneig­ingar Geir­finns verið afsökun fyrir fram­hjá­haldi konu hans eða jafn­vel hafa leitt hann á þá glap­stigu sem ullu hvarfi hans. Ekk­ert kom fram fyrr eða síðar sem renndi stoðum undir slíkar vanga­velt­ur, en þetta áhuga­mál Kidda P og fleiri varð samt lífseigt. Það finnst m.a. í end­ur­minn­ingum Kidda P, sem eru reyndar alveg mögnuð sam­suða af alls­konar dylgj­um, en það er önnur saga.

Það verður að telj­ast mjög skrýtin ráð­stöfun að taka ekki fyrr form­lega skýrslu af eig­in­konu hins horfna manns. Skýrsl­urnar sjálfar eru jafn­vel enn und­ar­leg­ari. Þá er það víta­vert að rann­saka ekki hvort fram­hjá­hald eig­in­konu horf­ins manns hafi átt ein­hvern þátt í hvarfi hans og að rann­saka ekki þátt við­halds henn­ar, ekki síst þar sem aldrei kom fram nein skyn­sam­leg skýr­ing á því af hverju mað­ur­inn hvarf. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera að trúa eigin trölla­sögum um stór­hættu­lega glæpa­menn, svo hægt sé að yfir­sjást nær­tæk­ari skýr­ing­ar.

Með þessu er ég alls ekki að saka eig­in­konu Geir­finns eða ást­mann hennar um að bera nokkra sök á því að Geir­finnur hvarf. Það bara átti að rann­saka þennan þátt af mik­illi alvöru. Það er engin heið­ar­leg skýr­ing á því af hverju það var ekki gert.

Vitni í málum eru ekki öll í sömu stöðu hvað varðar áreið­an­leika og það hefur ekk­ert með heið­ar­leika þeirra að gera. Í því efni skiptir máli hvort fleiri en einn bera óháðir um það sama og hvort vitni eru tengd eða ótengd máls­að­il­um. Þess vegna er það sem að í lögum eru tengdir aðilar und­an­þegnir vitna­skyldu og að í góðu verk­lagi á að taka vitn­is­burði þeirra með fyr­ir­vara og sann­reyna þá.

Síð­búnar vitna­skýrslur

Eftir að lög­reglan hefur ákveðið á föstu­dag að sím­hringj­and­inn úr Hafn­ar­búð­inni sé lyk­ill­inn að lausn­inni er ráð­ist strax í það að vinna gleggri lýs­ingu á þessum manni. Um helg­ina er afgreiðslu­konan send til Reykja­víkur til að vinna með lög­reglu að því að raða saman borðum til að búa til and­lits­mynd, tveir teikn­arar eru fengnir til að rissa upp myndir eftir lýs­ingu kvenn­anna og einnig ljós­myndum sem lög­reglan lét þá hafa. Annar teiknar­anna hófst handa við að móta höfuð hins grun­aða í leir, þar sem lík­legt væri að vitnin ættu auð­veldar með að átta sig á útliti manns í þrí­vídd en tví­vídd. Afgreiðslu­konan og ung­lings­stúlkan voru látnar skoða þús­undir mynda, passa­myndir af karl­mönnum yngri en 35 ára sem áttu vega­bréf eða öku­skír­teini og ýmsar ljós­myndir af völdum ein­stak­ling­um. Leir­höf­uðið var sýnt í sjón­varpi á þriðju­dags­kvöld 26. nóv­em­ber og í öllum blöðum dag­inn eftir og þá fyrst var birt lýs­ing á útliti og klæðn­aði þessa sím­hringj­anda, sem eftir þetta var kall­aður Leir­finn­ur. Af þessu er ljóst að lög­reglan lagði mjög mikla áherslu á að finna þennan til­tekna mann, strax í upp­hafi rann­sókn­ar­innar og það án þess hún hefði neitt fyrir sér í því að hann hefði hringt í Geir­finn.

Það er samt ekki fyrr en á föstu­dag 29. nóv­em­ber sem þeir Val­týr og Haukur heim­sækja fyrst afgreiðslu­kon­una og síðan ung­lings­stúlk­una, með seg­ul­band­ið, til að taka fyrstu form­legu skýrsl­urnar af þeim. Eins og fyrri dag­inn, eru skýrsl­urnar síðan vél­rit­aðar eftir end­ur­sögn en ekki beint af upp­runa­legu upp­tök­un­um. Hvor­ugt vitn­anna und­ir­ritar skýrsl­urnar og eins og eig­in­konan höfðu þær aldrei lesið hvað eftir þeim var haft að skýrslu­tök­unni lok­inni. Samt endar skýrslan af stúlkunni á orð­unum Upp­lesið og stað­fest rétt. Þá var ekki búið að skrifa neitt til að lesa upp, heldur aðeins að hjóð­rita og aldrei að stað­festa.

Auglýsing
Þegar skýrsl­urnar eru teknar af þeim, eru þær búnar að marg segja lýs­ing­una af sím­hringj­and­an­um, bæði hjá lög­reglu og hjá mynd­ar­gerð­ar­mönnum og búið er að birta lýs­ingu af honum í fjöl­miðlum og leir­mynd af höfði hans. Einnig var búið að láta þær skoða þús­undir mynda af ungum karl­mönn­um. Lýs­ingin á Leir­finni, sem lög­reglan gaf sam­hliða frum­sýn­ingu á leir­hausnum, er orð­rétt sú sama og Haukur hefur eftir vitn­unum í sam­an­tekt­ar­skýrslu sinni og orð­rétt aftur sú sama í skrif­legu vitna­skýrsl­un­um.

Vinnu­brögðin við þessar skýrslu­tökur eru alveg stór­und­ar­leg. Fyrir það fyrsta að taka ekki strax form­legar skýrslur af lyk­il­vitnum sem bæði eru þær sem síð­ast er vitað að sáu Geir­finn og þær einu sem sáu mann­inn sem lög­reglan lýsti eft­ir. Síðan það að taka skýrslur upp á seg­ul­band og láta það ekki koma fram í skrif­legu útgáf­unni að þar sé búið að umorða allt sem fram kom í vitn­is­burði þeirra. Skýrsl­urnar eru líka allar settar þannig upp að það er ekki einu sinni gert ráð fyrir að vitnin und­ir­riti. Þær hefj­ast á því að „Við und­ir­rit­aðir“ hafi farið á fund vitn­anna, þetta eru í raun þeirra skýrslur af fram­burði vitn­anna en ekki skýrslur vitn­anna með vitn­is­burði sín­um.

Sveigt framjá sumum

Í Kefla­vík­ur­rann­sókn­inni var aldrei tekin skýrsla af, eða svo mikið sem minnst á að talað hafi verið við, bestu vin­konu eig­in­konu Geir­finns. Þær voru nán­ast sam­lokur á þessum tíma. Vin­konan var barns­móðir bróður eig­in­kon­unnar og hún skildi fljótt við hann og flutti inn til Geir­finns og konu hans með barnið lít­ið. Á þessum tíma bjuggu þær ekki lengur saman en sam­gangur þeirra í milli var mjög mik­ill, þær voru heima­gangar hvor hjá ann­arri, pössuðu börn hvor ann­arar og voru trún­að­ar­vin­kon­ur. Þessi vin­kona vissi um sam­band Svan­bergs við eig­in­kon­una og skaut oft skjóls­húsi yfir ást­ar­fundi þeirra eða hafði milli­göngu um boð milli þeirra. Ef ein­hver vissi allt um hagi eig­in­konu Geir­finns og þar með nær allt um hans hagi líka, þá var það þessi vin­kona. Samt tók Kefla­vík­ur­lög­reglan aldrei skýrslu af henni, þótt langt væri seilst í að hafa tal af ýmsum sem stóðu þeim fjær.

Það var heldur aldrei tekin nein skýrsla af neinum í fjöl­skyldu eig­in­kon­unn­ar, sem bjó þó nærri þeim, ekki bóður hennar sem var jafn­framt vinur Geir­finns, ekki móður hennar sem stundum pass­aði börn henn­ar. Það var tek­inn svo stór sveigur fram­hjá þeim sem næstir stóðu fjöl­skyldu og heim­ili Geir­finns og á svo mik­illi fart að skrens­förin sjást langar leið­ir.

Klúbb­glæponar Kidda P

Eins og ég hef rakið ítar­lega í fyrri grein í Kjarn­anum, þá voru Magnús Leó­polds­son fram­kvæmda­stjóri veit­inga­stað­ar­ins Klúbbs­ins og Sig­ur­björn Eiríks­son eig­andi Klúbbs­ins grun­aðir af Krist­jáni Pét­urs­syni, sem kall­aður var Kiddi P, um að stunda smygl og annað mis­ferli með áfengi. Kiddi P var hjá toll­gæsl­unni á Kefla­vík­ur­flug­velli og tók sitt hlut­verk mjög alvar­lega í stóru sem smáu. Vitn­is­burðir eru um það að þegar spíra­brúsa rak á land á Vatns­leysu­strönd helg­ina fyrir hvarf Geir­finns hafi heldur betur hitnað í þeim grun­semdum og þeir óvinir númer eitt þegar verið bendl­aðir við smygl­ið. Það sem verra er, þá tókst ein­hvern veg­inn að flækja hvarf Geir­finns inn í þetta smygl­sam­særi og afvega­leiða rann­sókn­ina á hvarfi hans inn í þrá­hyggju um að þar stæðu smygl­arar að baki.

Vitn­is­burðir eru einnig um það að Haukur hafi borið myndir af Magn­úsi Leó­polds­syni undir afgreiðslu­kon­una í Hafn­ar­búð­inni strax í upp­hafi og sent myndir af honum til bæði teikn­ara og leir­mót­ara. Afgreiðslu­konan hafn­aði stað­fast­lega að bendla Magnús við Leir­finn.

Tvær Leir­finns­rann­sóknir fóru fram, eftir mikla bar­áttu Magn­úsar Leó­polds­sonar við að fá upp­lýst hvort og af hverju hann hafi verið bendl­aður við Leir­finn frá upp­hafi og síðar verið hand­tek­inn og setið lengi í ein­angrun grun­aður af rann­sókn­ar­lög­regl­unni í Reykja­vík um aðild að morði á Geir­finni. Í fyrri rann­sókn­inni var lög­regl­unni falið að rann­saka lög­regl­una og fann ekk­ert mis­jafnt þar. Í síð­ari rann­sókn­inni var Lára V. Júl­í­us­dóttir settur sak­sókn­ari og stýrði ítar­legri rann­sókn á árunum 2001 til 2003. Það tók Magnús nokkur ár að þrýsta þeirri rann­sókn í gegnum stjórn­kerfið í and­stöðu við dóms­kerf­ið.

Auglýsing
Þessi bar­átta Magúsar rataði af og til inn í fjöl­miðla og þar á meðal tekur DV við­tal við Kidda P 10. októ­ber 1998 og hafði eftir honum að að Leir­finnur hafi verið gerður eftir ljós­myndum af Magn­úsi Leó­polds og að „vitni“ hefðu þar að auki talið hann vera „við­rið­inn málið“. Kiddi reyndi snar­lega að bera þetta laus­mælgi sitt til baka en DV stóð við sitt. Fjórum dögum seinna birtir DV við­tal við annan teiknar­anna sem þá nafn­greindi hinn teiknar­ann sem jafn­framt gerði leir­haus­inn. Leir­haus­inn sjálfan gerði sumsé Ríkey Ingi­mund­ar­dótt­ir, sem á þeim tíma var gift lög­reglu­manni við lög­regl­una í Kefla­vík og hafði ekki verið nafn­greind í þessu sam­hengi fyrr . Þegar Val­týr sá að Ríkey hafði verið nafn­greind brást hann við um leið og með svari í les­enda­bréfi á Mogg­anum seg­ist hann seg­ist hafa haft tal af Rík­eyju og að: „Í því sam­tali full­yrti hún að við gerð leir­mynd­ar­innar hefði hún aldrei stuðst við teikn­ingu frá Magn­úsi Gísla­syni, hvað þá ljós­myndum af Magn­úsi Leó­polds­syni.“

Ríkey og Val­týr þekkt­ust frá upp­vaxt­ar­árum sínum á Siglu­firði, þar sem bræður hennar voru í vina­hópi Val­týs. Í fyrri leir­finns­rann­sókn­inni sagði Ríkey frá því að lög­reglan hefði látið hana hafa ljós­myndir af Magn­úsi Leó­polds­syni, en í rann­sókn­inni hjá Láru kann­að­ist hún ekk­ert við þetta og end­ur­tók það sem Val­týr sagði í Mogg­anum að hún hefði sagt honum þremur árum áður. Þetta þótti Láru und­ar­legt en lét þar við sitja og tók skýrsl­una hjá sér fram­yfir þá fyrri og komst að þeirri nið­ur­stöðu að það væru engar sann­anir fyrir því að myndir af Magn­úsi hafi verið hafðað til hlið­sjónar við mótun Leir­finns.

Val­týr var afar snú­inn þegar hann var kall­aður fyrir í rann­sókn Láru og fann þess­ari rann­sókn allt til for­áttu. Krafð­ist hann þess að fá rétt­ar­stöðu grun­aðs manns í rann­sókn­inni og þar með rétt til að þurfa ekki að tjá sig um sak­ar­efni. Honum var hins vegar svo mikið í mun að kom­ast að því hvað Lára væri eig­in­lega að gera að hann féllst á að koma í skýrslu­töku hjá henni. Sem maður með rétt­ar­stöðu grun­aðra hefur hann líka vænt­an­lega fengið skýrslu Láru á loka­stigi til að geta gætt and­mæla­réttar síns við það sem þar kom fram. Alla­vega tromm­aði hann upp í fjöl­miðlum dag­inn fyrir afhend­ingu skýrsl­unnar og gaf þeim sína útgáfu af því hvað í þess­ari löngu skýrslu væri að finna bita­stætt. Stutta útgáfan hans var að þar kæmi fram að lög­reglan í Kefla­vík væri alsak­laus af því að hafa nokk­urn­tíma dregið Magnús Leó­polds­son inn í að vera grun­aður um sak­næmt athæfi vegna hvarfs Geir­finns. Þessu gat eng­inn and­æft þá, því skýrslan var ekki orðin opin­ber.

Fals­aðar lög­reglu­skýrslur

Við rann­sókn á skýrslum lög­regl­unnar í Kefla­vík sést að þær eru skrif­aðar á mis­mun­andi rit­vélar og hverjar þeirra eru skrif­aðar á hvaða rit­vélar og stíl­brigði hjá bæði rit­urum og höf­und­um. Vitað er að margar skýrslur voru vél­rit­aðar af rit­ara á fógeta­kontórnum þar sem Val­týr vann. Rit­arar höfðu mjög skýrar verk­regl­ur, þær skrif­uðu eftir inn­lestri á seg­ul­band og breyttu aldrei orði án sam­ráðs við höf­und­inn. Þetta gilti um alla rit­ara alls­stað­ar, dóms­rit­ara, lækna­rit­ara og einka­rit­ara lög­manna og ýmissa stjórn­enda. Það er af og frá að halda að rit­ar­inn á fógeta­kontórnum hafi umritað sam­töl af seg­ul­böndum og fært þau í rit­mál á skýrslu­formi. Það er því næsta víst að rit­ar­inn hafi fengið upp­lestur á seg­ul­bandi sem hún vél­rit­aði orð­rétt. Á þessum skýrslum sést líka að þær eru vél­rit­aðar í belg og biðu og varla sett í þær greina­skil. Undir hverja þeirra er síðan vél­rituð lína og undir hana vél­ritað nafn skráðs skýrslu­höf­und­ar, ýmist Hauks Guð­munds­sonar eða bæði hans og Val­týs.

Aldrei hefur verið upp­lýst hver samdi hvaða skýrslu og hver las inn hvaða skýrslu af þeim sem rit­ari fóget­ans vél­rit­aði. Hitt er vitað að hún var starfs­maður Val­týs en ekki Hauks. Það sést líka á skýrslum hver mun­ur­inn er á fram­setn­ingu Hauks og Val­týs þar sem Val­týr er öllu skipu­lagð­ari og fótafimari á svelli frá­sagn­ar­list­ar­inn­ar.

Gróft dæmi um hreina fölsun á skýrslu er skýrslan af Jóni Gríms­syni. Sú skýrsla er merkt Hauki Guð­munds­syni, Haukur hefur sjálfur sagt að hann hafi aldrei talað við þennan Jón og óvíst hvenær hann vissi að skýrsla af honum væri merkt sér. Hann lætur sig samt hafa það, eins og fleira.

Sama dag og lög­reglan í Kefla­vík frum­sýndi Leir­finni með flenni­at­hygli í öllum fjöl­miðl­um, var lög­reglu­maður á þeirra veg­um, Skarp­héð­inn Njáls­son, við rann­sókn­ar­störf við Sig­öldu. Þar tók hann skýrslu af manni sem hafði unnið lengi með Geir­finni bæði í Búr­fell og Sig­öldu og verið her­berg­is­fé­lagi hans í vinnu­búð­um. Sá sagði frá því að hann væri nú nýkom­inn upp í Sig­öldu eftir að hafa verið á nokk­urra vikna drykkju­túr í Reykja­vík. Sagði hann að vinnu­fé­lagi hans hefði komið til Reykja­víkur og sótt hann. Hefði félag­inn þurft að fara fyrst til Kefla­víkur á þriðju­dags­kvöld­inu 19. nóv­em­ber til að sækja bíl sem ætt­ingjar hans höfðu komið í skjól hjá frænku hans í Kefla­vík og svo keyrt hann upp í Sig­öldu dag­inn eft­ir. Lög­reglu­mað­ur­inn kall­aði þennan Kefla­vík­ur­fara fyrir sig og var langt kom­inn með að taka af honum skýrslu þegar þeir þurftu að rjúka út til bjargar mönnum sem lent höfðu í vinnuslysi. Frá þessu slysi er sagt í fréttum og það gerð­ist sama dag og Leir­finnur var frum­sýnd­ur, viku eftir hvarf Geir­finns.

Kefla­vík­ur­far­inn hét Jón Gríms­son. Hann fór til Kefla­víkur klæddur brúnum leð­ur­jakka sem sam­svar­aði lýs­ing­unni á jakka Leir­finns og fannst lýs­ingin á Leir­finni eiga við sig. Í skýrsl­unni af honum nafn­greinir hann kon­una sem hann sótti bíl­inn til og heim­il­is­fang henn­ar. Lög­reglan spurði kon­una aldrei og enn síður var verið að sýna þess­ari erf­iðu afgreiðslu­konu í Hafn­ar­búð­inni þennan eina sjálf­boða­liða í hut­verk­ið. Mörgum árum seinna tók Reynir Trausta­son við­tal við Jón Gríms­son og þar sagði hann frá þess­ari lífs­reynslu sinni. Í fram­haldi af því birt­ust við­töl við hann í DV þar sem hann lýsti því yfir að í helg­ar­fríi skömmu síðar hafi sjálfur Njörður Snæ­hólm komið heim til hans og látið hann klæð­ast jakk­anum og síðan lýst því yfir að það væri ekki réttur brúnn litur á jakk­an­um. Þá bar Jón á móti veiga­miklum atriðum í lög­reglu­skýrsl­unni og sér­stak­lega því að í skýrsl­unni var hann sagður hafa farið inn á Aðal­stöð­ina til að hringja í kon­una til að vísa sér til veg­ar, en hann er viss um að hann hafi farið inn á mun stærri stað, eins og Hafn­ar­búðin var, en afgreiðsla Aðal­stöðv­ar­innar var pínu­lít­il.

Auglýsing
Á þessum tíma var Lára að leggja loka­hönd á skýrslu sína og kall­aði Jón Gríms­son til skýrslu­töku sem hún tók með aðstoð­ar­manni sín­um, sem þá var jafn­framt for­maður félags rann­sókn­ar­lög­reglu­manna. Skýrslan af Jóni er ekki aðgengi­leg, hún er ásamt öllum frum­gögnum í skýrslu Láru í læstri skúffu í dóms­mála­ráðu­neyt­inu, en ekki inni á þjóð­skjala­safni og ráðu­neytið neit­aði nýlega um aðgang að henni. Opin­ber­lega hefur aðeins verið birt frétt ráðu­neyt­is­ins um útkomu skýrsl­unnar og valin atriði í henni og nið­ur­stöður henn­ar. Skýrsl­unni hefur samt verið lekið inn á inter­net­ið, en frum­gögn­unum ekki. Er skemmst frá því að segja að Lára kemst að þeirri nið­ur­stöðu að ekk­ert í nýrri skýrslu Jóns skýri breyttan fram­burð hans frá fyrri skýrslu og því standi hún óhögguð.

Þarna yfir­sést Láru alveg að meint fyrri skýrsla Jóns er ekki skýrsla sem hann gaf, heldur upp­spuni lög­regl­unnar með blöndu af sann­leikskorn­um, útúr­snún­ingum og blekk­ing­um. Skýrslan í safni lög­regl­unnar í Kefla­vík er ódag­sett og óstað­sett og hvorki kemur þar fram að Skarp­héð­inn hafi rætt við Jón í Sig­öldu né að Njörður hafi rætt við hann í Reykja­vík. Af ein­hverjum ástæðum virð­ist Lára ekki heldur hafa vitað af þessarri Sig­öldu­för Skarp­héð­ins, því hún spyr lög­regl­una í Rang­ár­valla­sýslu um skýrslu­tök­una þar, sem lög­reglan kann­ast ekki við, enda var skýrslan tekin af lög­reglu­manni frá Kefla­vík. Reyndar er hvorki til tangur né tetur af margra daga rann­sókn­ar­vinnu Skarp­héð­ins við bæði Sig­öldu og Búr­fell. Það eru heldur engin gögn til hjá lög­reglu um rann­sókn­ar­vinnu Njarðar Snæ­hólm fyrir lög­regl­una í Kefla­vík vegna hvarfs Geir­finns, annað en það að á fundi í Saka­dómi Reykja­víkur með Kefla­vík­ur­lögregl­unni, dag­inn sem Leir­finnur var frum­sýnd­ur, var ákveðið að Njörður yrði tengiliður við Kefla­vík­ur­lög­regl­una og þeim innan handar við verk­efni og skýrslu­tökur í Reykja­vík.

Flón eða fól

Rann­sókn lög­regl­unnar í Kefla­vík á hvarfi Geir­finns Ein­ars­sonar er sam­bland af fúski við rann­sókn, þrá­hyggju um máls­at­vik og yfir­hylm­ing­um, undir stjórn þáver­andi fógeta­full­trúa Val­týs Sig­urðs­son­ar. Með þessum vinnu­brögðum tókst lög­regl­unni í Kefla­vík að týna mann­inum sem þeir áttu að finna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar