Eins og allir vita endaði heimsmeistaramótið í Katar snemma fyrir Þýskaland. Eftir frekar klúðurslega byrjun, þar sem þeir töpuðu á móti Japan, og svo fína frammistöðu gegn Spáni tók Die Nationalelf sig til og kláruðu Costa Rica örugglega 4-2 í síðasta leiknum sínum á mótinu. Sem var þó ekki nóg.
Japan aftur á móti, á einhvern ótrúlegan hátt, skoppaði á milli leikja og fann sig í 16 liða úrslitum. Japan vann óvart Þýskaland tapaði 1-0 á móti Costa Rica og svo, öllum til undrunar, vann Spán 2-1.
Sem nokkuð vel aðlagaður innflytjandi í Þýskalandi, og faðir og eiginmaður Þjóðverja, var ég þó nokkuð spældur í lok leiks Þýskalands og Costa Rica. Ekki það að þýska liðið hafi staðið sig sérstaklega illa, það var alveg fínt. Allavega eftir því sem ég gat séð, ég er veit eitthvað um leiki en þó ekki mikið um þessa íþrótt.
Það sem spældi mig þó mest var það að þegar sjö mínútur af tíu í uppbótartíma var lokið, og Þýskaland tveimur mörkum yfir gegn Costa Rica og greinilegt að Spánn var búin tapað gegn Japan, hefði ég viljað sjá Þjóðverja skora þrjú mörk á þremur mínútum. Öll í eigið mark. Og tapa þar með leiknum gegn Cost Rica og gefa þeim pláss Spánar í 16-liða úrslitum og þar með sent framtíðar andstæðingum mínum mikilvæg skilaboð.
Staðan fyrir leikina
Áður en leikir Þýskalands/Costa Rica og Spánar/Japan hófust var staðan í riðlunum virkilega spennandi.
- Ef Þýskaland ynni Costa Rica og Spánn ynni Japan þá hefði Þýskaland komist áfram.
- Ef Spánn gerði jafntefli við Japan þá hefði Þýskaland þurft að vinna Costa Rica með tveggja marka mun til þess að komast áfram, annars færi Japan áfram.
- Ef Spánn tapaði gegn Japan (með einu marki) þá hefði eina leiðin fyrir Þýskaland til að komast áfram að vinna Costa Rica – með átta marka mun.
- Eina leiðin fyrir Costa Rica til að komast áfram var að vinna Þýskaland og vona að Japan myndi vinna Spán. Og Þá hefði Spánn dottið úr keppninni og Japan farið áfram með Costa Rica.
Þetta var því merkilegt ástand, allavega ef maður spáir í því hvaða merki liðin hefðu átt að senda hvor öðru áður en leikirnir hófust.
Spánn vissi að Þýskaland yrði að vinna Costa Rica. Og Spánn vissi að það er nánast örugg niðurstaða. Því er voða lítið upp úr því að hafa að brenna of miklu eldsneyti í að vinna Japan, betra að taka því rólega og spara orkuna fyrir úrslitakeppnina. Jafntefli er fínt veðmál, ef það klikkar og Japan vinnur (sem það hefði aldrei gert með meira en einu eða tveimur mörkum), þá er nánast öruggt að Þýskaland vinni Costa Rica og Spánn fari áfram.
Spánn hefði unnið Japan hefði Þýskaland sett húsið að veði
Þýskaland hafði sama aðgang að öllum þessu sömu upplýsingum og Spánn. Og þar sem Þjóðverjar vissu að þeir sjálfir yrðu að vinna Costa Rica, það hámarkar líkurnar á því að þeir komist áfram, þá átta þeir sig á því að það er takmarkaður hvati fyrir Spánverja að leggja sig alla fram. Ekki nóg með það, þá væri eflaust best fyrir Spán að losna bara við Þýskaland fyrr en síður úr keppninni.
Þess vegna hefði Þýskaland átt að setja húsið að veði.
Ég átta mig á því að Þýskaland hefði ekki getað gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kæmi að ef Spánn væri undir gegn Japan í uppbótartíma að þá myndu Þjóðverjar herja á eigið mark og skora það mörg sjálfsmörk að Spánn kæmist ekki áfram. Allavega væri það ekki vel séð.
En, þeir hefðu getað gefið út yfirlýsingu þess efnis, eða allavega gefið til kynna, að Spánn ætti að spila gegn Japan til að vinna, örugglega. Allt annað en að spila til sigur væri þá nefnilega veðmál sem Spánn gæti tapað.
Með því að stilla upp 11 sóknarmönnum: 0-0-11, eða allavega fylla völlinn af leikmönnum sem kunna að skora, hefði Þýskaland getað gefið til kynna að þeir ætluðu að leggja allt undir – go for-broke – og þar með neytt Spán til að leggja allt á sig til að vinna.
Slík yfirlýsing hefði gert það algjörlega skýrt að allt gæti gerst. Þýskaland væri til í að taka áhættu og það gæti vel þýtt að þeir myndu vinna Costa Rica 11-2 eða 15-5. Eða mögulega tapa. Hvernig þetta gengi væri ófyrirsjáanlegt.
Hefði Þýskaland einfaldlega lofað því að ekkert væri hægt að segja til um það hvernig leikurinn gegn Costa Rica færi, þá hefði Spánn ekkert getað gert nema reynt að vinna Japana. Og líklegast, af því gefnu hvað Þýskaland er mikið betra en Costa Rica, þá hefði Þýskaland unnið Costa Rica.
Það sem er best fyrir Die Nationalelf er ekki endilega best fyrir Hansi Flick
Að setja alla í sókn frá upphafi hefði auðvitað verið áhættusamt fyrir þjálfara þýska liðsins, Hansi Flick. Ef Þýskaland hefði drattast út úr keppninni eftir að tapa 14-12 fyrir Costa Rica, þá hefði hann líklegast endað fljótlega á hreppnum eftir heimkomuna. Því var öruggast fyrir hann að spila þennan leik með það markmiði að vinna með tveggja marka mun.
Fyrr nefndi ég það sem ég hefði gert, hefði ég verið ráðinn þjálfari Þýskalands fyrir mótið (sem hefði verið versta ráðining mannkynssögunnar!) Á 97 mínútu, þegar það var ljóst að Spánn hafði tapað á móti Japan, hefði ég skipað leikmönnum mínum að skora 3 sjálfsmörk. Það hefði vissulega ekki breytt neinu fyrir liðið mitt, Þýskaland hafi dottið úr keppninni. En, ég hefði séð það sem fjárfestingu í mannorði liðsins. Því hefði Þýskaland gefið leikinn á síðustu 3 mínútunum, þá hefði Þýskaland rifið Spán með sér og kennt þeim – og öllum öðrum liðum í framtíðinni sem íhuga að spila undir getu í sambærilegri stöðu – mikilvæga lexíu. Það borgar sig að gera sitt besta ef það kemur niður á Þýskalandi að gera sitt næst besta.
En jæja, hvað veit ég. Þetta er auðvitað flóknari leikur en það að maður geti stillt honum upp í einföldu módeli eins og ég geri hér. Og kannski er eitthvað sem ég er að missa af. Það er ekki ólíklegt, ég þurfti að googla hvort 22 eða 24 leikmenn byrjuðu inn á vellinum. Það er þó gaman að pæla í þessu.