Mun Covid breyta heiminum?

Þórólfur Matthíasson segir að yfirvöld peningamála og ríkisfjármála um allan heim hafi leitað í smiðju Keynes lávarðar til að takast á við Covid. Þau hafi lækkað vexti og opnað fyrir flóðgáttir úr ríkissjóðum. Margt hafi gengið vel, annað verr.

Auglýsing

Um síð­ustu ára­mót var ástæða til þess, á þessum vett­vangi, að rifja upp hug­tök á borð við almanna­gæði og almannaslæmsku. Skiln­ing­ur, eða skiln­ings­leysi, á þessum hug­tökum hefur ráðið miklu um við­brögð sótt­varn­ar­yf­ir­valda við Covid-far­aldr­in­um. Afleið­ingar mis­skiln­ings eða vís­vit­andi dreif­ingu fals­frétta (t.d. for­seti sem mælti með inn­töku sótt­hreinsilagar til að drepa veiruna!) koma fram í ógn­væn­legum dán­ar­töl­um, þanng hafa a.m.k. 800.000-900.000 manns lát­ist vegna Covid í Banda­ríkum Norður Amer­íku. Það jafn­gildir 800-900 Covid-dauðs­föllum á Íslandi, eða 25 falt fleiri en raunin er. Yfir­völd pen­inga­mála og rík­is­fjár­mála um allan heim hafa leitað í smiðju Key­nes lávarð­ar, lækkað vexti og opnað fyrir flóð­gáttir fjár­stuðn­ings úr rík­is­sjóði. Margt hefur gengið vel, annað verr, enda vart við öðru að búast þegar djarft er teflt.

Bólu­setn­ingar og und­an­brögð veirunnar

Þann 29. des­em­ber 2020 var fyrsti íslend­ing­ur­inn bólu­settur gegn Covid-19. Margir, und­ir­rit­aður þar á með­al, töldu bólu­setn­ingu vera byrj­un­ina á end­inum hvað þessa far­sótt áhrær­ir. Ein for­senda bjart­sýn­innar af minni hálfu var að dreif­ing bólu­efnis yrði jöfn og góð um alla heims­byggð­ina. Sú varð ekki raun­in. Þvert á for­tölur Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, nýttu stóru löndin afl sitt til að stýra dreif­ingu bólu­efn­is­ins sér í hag. Stjórn­mála­menn tóku þar fremur mið af eigin skamm­tíma vin­sældum en loka­mark­mið­inu, að losna undan oki veirunn­ar. Fremstu lýð­skrumarar hér heima spurðu hvers vegna Íslend­ingar hefðu ekki gert eins og Bretar og samið um kaup á bólu­efni Pfizer utan við sam­starf við Evr­ópu­sam­band­ið. Gleymd­ist í öllum hama­gang­inum að Bretar nýttu sér að hafa fjár­magn­að, að hluta til, grunn­rann­sókn­irnar og nýj­ung­arnar sem liggja að baki Astra-Zeneca bólu­efn­inu. Enn­fremur nýttu þeir sér, ótæpi­lega, að bólu­efna­fram­leiðsla fer fram innan landamæra Stóra Bret­lands og komu á óform­legu útflutn­ings­banni. Ísland gat að sjálf­sögðu ekki beitt slíkum þving­unar­úr­ræðum og hefðu hæg­lega getað orðið út undan í dreif­ing­ar­á­ætl­unum fram­leið­end­anna, rétt eins og ríki Afr­íku. Í byrjun árs var staðan sú að mann­kynið hafði tæki til að takast á við veiruna. Veiru­fræð­ingar bentu á að það er eðli veira að stökk­breyta sér. Flestar slíkar stökk­breyt­ingar eru óheppi­legar fyrir „teg­und­ina“, veiruna. En ein og ein þess­ara stökk­breyt­inga gerir hana skæð­ari. Bar­átta stökk­breyttu afbrigð­anna inn­byrðis fylgir lög­máli Darwins um sigur hins hæf­asta, þær skæðustu, mest smit­andi, „sigr­a“. Fjöldi stökk­breyt­inga stendur í réttu hlut­falli við útbreiðslu veirunn­ar. Mikil útbreiðsla, margar stökk­breyt­ing­ar. Margar stökk­breyt­ingar auka lík­indi á skæðum og erf­iðum afbrigð­um. Af þessu leiðir að „við erum ekki örugg fyrr en allir eru öruggir“. Eitt er að vita, annað að breyta. Yfir 70% mann­fjöld­ans í hátekju­löndum (USA; UK, o.s.frv.) er bólu­sett­ur, en innan við 5% í lág­tekju­löndum (Haiti, Chad, Afganistan, sjá einnig heims­yf­ir­lit á mynd 1). Það er því ekki með öllu óvænt að ný skæð afbrigði veirunnar birt­ist í Bras­ilíu eða Suður Afr­íku þar sem hægt gekk að bólu­setja í upp­hafi far­ald­urs og þar sem illa hefur gengið að ná til hluta mann­fjöld­ans.

Auglýsing
Bóluefni hefur nú verið ár í notk­un. Lær­dóm­ur­inn er að bólu­setn­ing er alþjóð­legt almanna­gæði. Það er ekki nóg að ná mik­illi þátt­töku í bólu­setn­ing­ar­átak­inu í einu landi, fyrr eða síðar mun koma fram skætt afbrigði sem kemst fram­hjá vörnum bólu­efn­anna. Góða sviðs­myndin sem setja má fram er sú að fram komi mein­laust, en afar smit­andi afbrigði af veirunni sem útrými „vondu“ afbrigð­un­um, alfa, delta, omíkron og öllum þeim. Vonda sviðs­myndin er að fram komi skæð og ban­vænna afbrigði. Til að forð­ast vondu sviðs­mynd­ina þarf að beita bólu­setn­ing­ar­tæk­inu til að jafna umfang bólu­setn­ingar milli land. Lær­dóm­ur­inn er líka sá að fram­boð á bólu­efni er ekki nóg. Heil­brigð­is­inn­viðir skipta líka máli. Komum að því síð­ar.

Mynd 1: Hlutfall þeirra sem hafa fengið a.m.k. 1 skammt af bóluefni í byrjun nóvember 2021, eftir löndum, sjá einnig töflu 1 og tilvísun þar.

Efna­hags­legar afleið­ingar og við­brögð

Skuggi efna­hag­skrepp­unnar frá 2008 hvíldi yfir og allt um kring í byrjun árs 2020 þegar ljóst var að Covid-19 (sem hét eitt­hvað allt annað þá) væri ekki enn ein Asíu-flens­an. Fólk, fyr­ir­tæki og stjórn­völd sáu fyrir sér hrun efna­hags­starf­sem­innar. Í apríl 2020 gerðu spá­að­ilar á Íslandi ráð fyrir að lands­fram­leiðsla drægist saman um allt að 13% á árinu 2020 og að íbúða­fjár­fest­ing drægist saman um allt að 25%. Raunin varð sú að sam­dráttur lands­fram­leiðslu varð 6,6% og íbúða­fjár­fest­ing breytt­ist lítt sem ekk­ert sam­an­borið við 2019. Það má þakka hinum ýmsu aðgerðum stjórn­valda auk þess sem áhrif veirunnar á efna­hags­lífið voru mjög frá­brugðin áhrifum banka­hruns­ins. Í banka­hrun­inu hrundi bygg­ing­ar­geir­inn og íbúða­bygg­ingar stopp­uðu alveg. Þessi stað­reynd, auk hræðslu við frá­tafir bygg­ing­ar­verka­manna frá verkum vegna Covid-veik­inda og sótt­kvíar kann að hafa dregið úr vilja bygg­ing­ar­að­ila til að leggja grunn að nýjum verkum sem gætu komið í sölu 2022 og 2023. Ferða- og veit­inga­grein­arnar hlutu sömu örlög í Covid og bygg­inga­geir­inn í banka­hrun­inu. En mik­il­vægur munur er á áhrifum banka­hruns­ins ann­ars vegar og Covid hins veg­ar. Í banka­hrun­inu fundu nánast allir hlutar einka­geirans fyrir sam­drætti. Í Covid náði sam­drátt­ur­inn til fárra geira. Gylfi Zoega tal­aði um 90%-10% í þessu sam­bandi. Að 90% hag­kerf­is­ins hafi verið í lagi, en 10% í vanda. Við­brögð stjórn­valda hafa verið af ýmsum toga. Almennum tækjum á borð við vaxta­tæki seðla­banka (eða upp­kaup skulda­bréfa þar sem vextir voru þegar í námunda við núllið) var beitt í ríku mæli. Sömu­leiðis hafa stjórn­völd aukið rík­is­út­gjöld og dregið úr tekju­öfl­un. Land­fræði­leg dreif­ing þess­ara við­bragða hefur sama yfir­bragð og land­fræði­leg dreif­ing bólu­setn­ing­ar­þekju, þó með vissum und­an­tekn­ing­um, sjá mynd 2.

Mynd 2: Áhrif COVID á fjárhag hins opinbera, , sjá einnig töflu 1 og tilvísun þar.

Afr­íku­ríkin hafa ekki haft mikla burði til að bregð­ast við með fjár­málapóli­tískum aðgerð­um. Reyndar er mældur sam­dráttur lands­fram­leiðslu í ríkj­unum sunnan Sahara aðeins 2% á árinu 2020. Það kann að helg­ast af umfangi óskráðrar starf­semi á borð við umönn­un­ar­störf, heim­il­is­störf og fleira. Þar kann sam­drátt­ur­inn að hafa verið meiri en í hinum skráða hluta. Kína lagði meiri áherslu á að halda veirunni í skefjum en að halda uppi atvinnu og tekj­um. Einnig má sjá nokkurn mun eftir sam­setn­ingu atvinnu­lífs. Sví­þjóð og Finn­land eru aug­ljós­lega minna háð ferða­manna­iðn­aði en Ísland, Nor­eg­ur, Spánn, Frakk­land, Ítalía og Grikk­land. Heims­hag­kerfið er talið hafa minnkað um ríf­lega 3% árið 2020. Áður en omíkron afbrigði Covid-19 skaut upp koll­inum var ætlað að hag­kerfi heims­ins myndi ná fyrri styrk og ríf­lega það árið 2021, vaxa um heil 6% og um tæp 5% 2022.

Hvað höfum við lært um heil­brigð­is­inn­viði?

Eins og nefnt var í inn­gangi skipta heil­brigð­is­inn­viðir miklu máli varð­andi þau fjöl­mörgu úrlausn­ar­efna sem Covid býður upp á. Traust til heil­brigð­is­yf­ir­valda er einn þeirra inn­viða sem jafnan er ekki gef­inn gaumur en sem sýnir sig nú að vera lyk­il­at­riði. Hér á landi má ætla, útfrá tölum frá Félags­vís­inda­stofnun að 0,4-4% almenn­ings vilji ekki hlýta ráðum sótt­varn­ar­yf­ir­valda. Á öðrum bæjum má finna dæmi um að þessi tala sé nær 20%. Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin hefur af þessu áhyggjur og leggst t.d. gegn skyldu­bólu­setn­ingum með þeim rökum að þær kunni að grafa undan trausti til heil­brigð­is­yf­ir­vald og efla and­stæð­inga bólu­setn­inga og auka til­trú á fals­frétt­um. Van­traust í formi and­stöðu við bólu­setn­ingu getur kostað krónur og aura. Minni þátt­taka í bólu­setn­ingu kallar fram harð­ari tak­mark­anir sem koma niður á efna­hags­starf­sem­inni.

Auglýsing
Traust á heil­brigð­is­yf­ir­völdum ræðst mörgum þátt­um, m.a. af fyrri frammi­stöðu þess­ara sömu yfir­valda og því hvernig almenn stjórn­völd styðja við ákvarð­anir og ráð­legg­ingar land­lækna og sótt­varn­ar­lækna. Frammi­stöðu heil­brigð­is­yf­ir­valda á fyrri árum er ekki hægt að breyta eft­irá. Sama á við um fjár­fest­ingu í bún­aði og mann­afla. Gjör­gæslu­rúm, önd­un­ar­vélar og gjör­gæslu­starfs­fólk er ekki „hillu­vara“ sem hægt er að park­era inn á lager í góðu árferði og taka fram þegar verr stendur á. Menn búa að þeim bún­aði sem er til staðar þegar áföll dynja á. Þess vegna eiga fram­leiðni­kröfur sem gerðar eru í hót­el­brans­anum eða í flug­brans­anum (nýta hvert sæti og hvert rúm) ekki við nema í hluta heil­brigð­is­geirans. Bráða­þjón­usta þar sem hvergi er autt rúm, hvergi laus stund hjá lækni eða hjúkr­un­ar­fræð­ingi er ekki bráða­þjón­usta. Slík þjón­usta lík­ist meira her­sjúkra­húsi í miðri stór­or­ustu þar sem hlut­verk lækn­anna er að skammta hver fær aðstoð og hver fær mor­fín. Það hefur gengið mjög hægt fyrir íslenska stjórn­mála­menn að læra þessa lexíu („..á­kveðið áhyggju­efni að afköst í kerf­inu [eru] ekki að aukast til jafns við aukin fram­lög“), þrátt fyrir stöðugar brýn­ingar Kára Stef­áns­sonar og margra ann­arra. Lands­virkjun passar upp á það að tæma aldrei uppi­stöðu­lónin sín. Sama lög­mál gildir um bráða­þjón­ustu, það á helst aldrei að vera full nýt­ing á öllum þáttum henn­ar.

Mynd 3: Umframdauðsföll á 100.000 íbúa vegna Covid á árunum 2020-2021, mat Economist, sjá einnig töflu 1 og tilvísun þar.

Það er fróð­legt að bera myndir 2 og 3 sam­an. Þrátt fyrir mik­ila útgjalda­aukn­ingu í ríkjum Mið og Suður Evr­ópu, Banda­ríkja Norður Amer­íku og Stóra Bret­lands er fjöldi umframdauðs­falla um 260 á hver 100.000 íbúa í USA, 200 í UK, Dan­mörk 25, Ísland 6 og Sví­þjóð um 90.

Ástæða þess að Banda­ríkin og Bret­land standa illa sam­an­borið við önnur sam­bæri­legar þjóðir felst ekki í aðgengi að bólu­efn­um, þekk­ingu á hegðun smit­sjúk­dóma eða öðrum tækni­legum atrið­um. Mis­tök eða rangar ákvarð­anir stjórn­valda skipta miklu eins og þegar hefur verið rak­ið. Á „heima­vett­vangi“ getum við metið áhrif stjórn­un­ar­mistaka með því að bera saman Ísland, Dan­mörku og Sví­þjóð. Svíar gerðu lítið til að draga úr útbreiðslu far­sótt­ar­innar í upp­hafi, misstu hana inn á dval­ar- og elli­heim­ili og upp­skáru umframdauðs­föll fjór­falt til tutt­ugu­falt umfram það sem nágranna­löndin urðu fyr­ir.

For­ysta sótt­varn­ar­yf­ir­valda og almennra stjórn­valda, gæði heil­brigð­is­inn­viða og stöð­ug­leiki í sótt­varna­stjórn­sýslu eru allt þættir skipta sköpum hvernig til tekst við að verja almenn­ing gegn far­sótt­ar­vá­gest­in­um. Sam­spil þess­ara þátta virð­ist ekki síður mik­il­vægt en að gera vel á ein­hverju einu sviði. Reynsla Svía bendir alla vega til þessa.

Hvað höfum við lært um efna­hags­leg við­brögð?

Nei­kvæðir lær­dómar af fjár­málakrepp­unni 2008 lit­uðu við­brögð yfir­valda í upp­hafi. Götótt atvinnu­leys­is­bóta­kerfi voru sum­staðar bætt tíma­bund­ið, skatt­greiðslum lög­að­ila frestað eða þær felldar nið­ur, rekstr­ar­styrkir greiddir til fyr­ir­tækja sem gert var að loka. Seðla­bankar stóðu einnig fyrir víð­tækum aðgerð­um. Í fyrstu höfðu banka­menn­irnir áhyggjur af að lausa­fjár­þurrð kynni að auka á þau vand­ræði sem þegar voru fram kom­in. Því voru fyrstu við­brögðin að auka aðgengi að lausa­fé. En síðar var gripið til vaxta­lækk­ana og svo­kall­aðrar magn­bund­innar íhlut­un­ar. Mark­miðið að gera lánsfé til almenn­ings og fyr­ir­tækja ódýr­ara. Umfang þess­ara aðgerða kom mörgum á óvart. Við ríkj­andi aðstæður virkar pen­ingapóli­tík svipað og gefa botn­langa­sjúk­lingi verkja­lyf þegar skurð­að­gerðar er þörf. Ágæt sem hluti áætl­un­ar, en gagns­laus sem höf­uð­úr­ræði. Hefð­bundna kenni­setn­ingin er sú að lægri vextir hvetji til frek­ari fjár­fest­inga í fasta­fjár­mun­um, allt annað óbreytt. Sam­kvæmt hefð­bund­inni hag­fræði­kenn­ingu kalla fjár­fest­inga­um­svif síðan á frek­ari umsvif í einka­neyslu. En í upp­hafi Covid far­ald­urs­ins var ekki allt annað óbreytt. Fyr­ir­tæki í 10% hag­kerf­inu vissu ekki hver eft­ir­spurn eftir vörum þeirra yrði næstu ár. Hvers vegna þá að fjár­festa? Þetta átti t.d. við um verk­taka í bygg­ing­ar­brans­anum sem mundu vel hrun hús­næð­is­mark­að­ar­ins eftir fjár­málakreppu. Fyr­ir­tæki í 90% hag­kerf­inu voru í betri stöðu, en ekki endi­lega í fjár­fest­inga­hug­leið­ing­um, kannski nýbúin að tæma skrif­stof­ur, biðja fólk að vinna að heiman og biðja við­skipta­vini um að nota netið til að eiga við sig við­skipti. En þeir sem versla með verð­bréf áttu góða daga. Lok­anir vinnu­staða og heima­vinna jók einnig áhuga margra á að stækka við sig hús­næði. Frá sjón­ar­hóli lána­stofn­ana er lán með veði í íbúð­ar­hús­næði mun trygg­ara en lán með veði í verk­smiðju­húsi eða skrif­stofuturni. Afleið­ingin lágra stýri­vaxta og tak­mark­aðs fram­boðs á nýjum íbúðum er umfangs­mikil hækkun hús­næð­is­verðs í öllum hinum vest­ræna heimi og jafn­vel víð­ar. Seðla­bankar hafa ýmist hafið vaxta­hækkana­ferli eða aug­lýst að til standi að hefja slíkt ferli á árinu 2022. Aðrir hafa gripið til aðgerða á borð við hækkun eig­in­fjár­kröfu­hlut­falls við kaup á íbúð­ar­hús­næði eða aðrar sér­tækra aðgerða. Full­yrða má að hér á landi hefði farið betur hefði verið gengið aðeins hægar um vaxta­lækk­ana­dyrnar og hlið­ar­ráð­staf­anir kynntar fyrr til skjal­anna.

Það var ekki bara áhrif Covid á sam­setn­ingu hús­næð­is­eft­ir­spurnar (stærri íbúðir fjær mið­borg­um) sem kom flatt upp á efna­hags­sér­fræð­inga. Eft­ir­spurn eftir þjón­ustu á borð við veit­inga­húsa­mál­tíðir eða heilsu­rækt­ar­heim­sóknir datt niður eða var jafn­vel bönnuð tíma­bund­ið. Margir þurftu að koma sér upp heima­skrif­stofu. Almenn­ingur sótt­ist þess vegna eftir heima­heilsu­rækt­artólum og betri tækjum í eld­hús­ið, betri tölv­um, nýjum heyrn­ar­tól­um, þægi­legri skrif­borðs­stól: Minni þjón­ustu, meira af dóti. Þjón­usta er fram­leidd og veitt í nágrenni þjón­ustu­þeg­ans. En dót er fram­leitt í Kína og nágrenni. Lyft­inga­lóð og hlaupa­bretti þarf að flytja með gám­um. Þessi skyndi­lega breyt­ing á sam­setn­ingu einka­neysl­unnar hafði alvar­legar afleið­ingar á flutn­inga­kerfi heims­ins. Tómir gámar söfn­uð­ust upp í Amer­íku og Evr­ópu en gáma­skortur umtals­verður í Asíu og vakta­kerfi eyr­ar­kalla í Los Ang­eles og San Fransico var end­ur­skoðað, og hjálp­aði lít­ið.

Í upp­hafi far­ald­urs töldu bíla­fram­leið­endur botn­inn dott­inn úr sínum mark­aði. Töldu að aukin heima­vinna og minni ferða­lög almennt myndu draga úr bíla­kaup­um. Þeir end­ur­skoð­uðu fram­leiðslu­á­ætl­anir og afpönt­uðu dýra íhluti á borð við tölvukubba. Tölvukubbafram­leið­endur snéru sér að því að fram­leiða íhluti í leikja­tölvur og borð­tölv­ur. Þegar kom í ljós að bíla­fram­leið­end­urnir mis­reikn­uðu mark­að­inn sinn lentu þeir aft­ar­lega í pant­ana­röð­inni. Ekki bætti elds­voði í stórri tölvukubba­verk­smiðju í Japan úr skák. Á heims­mark­aði fyrir olíu hafa svipuð vanda­mál skotið upp koll­in­um. Sam­tök olíu­fram­leiðslu­ríkja, OPEC+, komu sér saman um fram­leiðslu­sam­drátt við upp­haf far­ald­urs­ins, en hafa verið treg til að breyta af þeirri áætl­un. Fyrir bragðið hefur olíu­verð á spot mark­aði sveifl­ast frá því að vera nei­kvætt í nokkra klukku­tíma í apríl 2020 í það að vera nálægt 80 USD tunnan um þessar mund­ir.

Auglýsing
Tengt umræð­unni um heil­brigð­is­inn­viði má einnig geta þess að draga má þann lær­dóm að fjár­út­lát t.d. í gegnum rík­is­sjóð geta ekki komið að fullu í stað­inn fyrir traust á þeim innvið­um. Það skýrir hvers vegna Banda­ríkin standa sig svo illa sam­an­borið við t.d. Norð­ur­löndin þegar kemur að fjölda dauðs­falla vegna Covid.

Lær­dóm­ur­inn af hag­rænu við­brögð­unum er marg­þættur og togar í mis­mun­andi átt­ir. Sumt gekk vel: auknar atvinnu­leys­is­bætur og rekstr­ar­styrkir til fyr­ir­tækja sem skipað var að loka hafa vafa­lítið komið í veg fyrir keðju­verk­andi aukn­ingu atvinnu­leysis og fjölda­gjald­þrot fyr­ir­tækja. Fram­kvæmd þess­ara þátta var fálm­kennd­ari á Íslandi en víða ann­ars stað­ar. Almennt var mark­mið evr­ópskra stjórn­valda að við­halda tengslum laun­þega og atvinnu­rek­enda þrátt fyrir tíma­bundna fjar­veru laun­þeg­ans frá vinnu­stað. En á Íslandi var, auk lok­un­ar­styrkja, boðið upp á upp­sagn­ar­styrki, en þeir síð­ar­nefndu gengu þvert á mark­miðið um við­hald ráðn­ing­ar­sam­bands. Pen­inga­stefnan hefur virkað að ein­hverju marki, en sumar af auka­verk­unum pen­inga­þensl­unnar kunna að skapa vanda­mál í fram­tíð­inni. Þá hefur komið í ljós að for­svars­menn stórra fyr­ir­tækja á borð við bíla­fram­leið­endur og fyr­ir­tækja í flutn­inga­starf­semi hafa átt í vand­ræðum með að skilja áhrif far­ald­urs á eigin rekst­ur.

Breytir Covid sam­fé­lögum og grunn­gerð sam­fé­laga?

Hag­fræð­ingar og hag­sögu­fræð­ingar hafa lagt tals­vert að sér s.l ár að draga lær­dóma af bæði Spænsku veikinni (1918-1919) og Svarta dauða, (1347-1352). Far­sóttir eða far­sótt­ar­kenndir atburðir áttu sinn þátt í falli Róm­ar­veldis og sigri vestur evr­ópu­búa á her­veldum frum­byggja Norður og Suður Amer­íku. Vegna svarta dauð­ans fækk­aði um 25-40% á vinnu­mark­aði í Englandi og raun­laun hækk­uðu um 100%. Svarti dauði skap­aði mik­inn hryll­ing meðan hann gekk yfir. En lang­tíma­á­hrifin voru mis­jöfn og afleið­ing­anna kann jafn­vel að gæta enn í dag í formi mis­ræm­is­ins milli vel­meg­unar norður og vestur Evr­ópu ann­ars vegar og Suður Evr­ópu hins­veg­ar. Vel­megun jókst í Englandi og norð­ur­löndum þar sem hag­kerfin náðu jafn­vægi við hærri raun­laun en fyrir 1350. Sú varð ekki raunin í syðri hluta Evr­ópu. Egypta­land er einnig talið hafa farið illa. Vegna fólks­fækk­unar var ekki lengur hægt að halda flóknu áveitu­kerfi gang­andi sem dró úr fram­leiðslu, raun­launum og lífs­gæð­um. Ásýnd heims­ins í dag hefði kannski orðið önnur hefði svarti dauði ekki gengið yfir af þeim ofsa sem hann gerði um miðja 14. öld­ina. Kannski hefði heim­ur­inn talað saman á ítölsku og spænsku.

Ennþá er allt of snemmt að segja hvort Covid-19 muni breyta valdastrúktúr og tekju­dreif­ingu í heim­in­um, eða heimstungu­mál­um. En við höfum séð hversu ómark­viss og tak­mark­andi dreif­ing bólu­efna um heims­ins byggðu ból er. Það gefur ekki endi­lega von um að í þessu bar­áttu­ferli gegn veirunni tak­ist okkur að „finna bestu leið allra leiða“, svo orð Birt­ings séu end­ur­rituð.

Höf­undur er pró­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit