Það er of seint fyrir okkur að vera svartsýn
Maðurinn er afsprengi jarðarinnar og hefur með hugviti sínu lagt undir sig ólíklegustu svæði heimili síns og beislað krafta náttúrunnar. Nú er svo komið að ef fram heldur sem horfir munum við menn klára auðlindir jarðar á næstu áratugum.
Allt á jörðinni tengist öllu öðru hvort sem það er vatn, jarðvegur, loft eða tré. Þessar tengingar urðu til hér á jörðinni og af þeim spratt líf. Lífverur og dýrategundir heimsins, manneskjan þar á meðal, reiða sig á þessar tengingar og eru raunar hlutar af þeim. Með ofsókn í auðlindir jarðarinnar virðist manneskjan (homo sapiens) vera að stefna þessum tengingum í hættu og raska náttúrulegu jafnvægi lífsins á jörðinni. Verður ekki eitthvað gert til að snúa þeirri þróun við munum við ekki geta bjargað heimili okkar, jörðinni.
Kvikmyndin Home var fyrst gefin út árið 2009 á fjölmörgum tungumálum. Hún var frumsýnd í kvikmyndahúsum víða um heim en um leið og sýningar hófust var myndin sett á YouTube svo sem flestir gætu séð. Leikstjóri myndarinnar, Yann Arthus-Bertrand, hefur gefið öllum þeim sem vilja endurnýta efni myndarinnar leyfi til að gera það. „Myndin er ekki varin höfundarrétti. Þann 5. júní [2009], umhverfisdaginn, munu allir geta hlaðið henni niður á vefnum,“ sagði hann í TED-fyrirlestri.
Myndina má sjá í heild sinni hér að ofan. Nær allt myndefnið eru loftmyndir frá öllum heimshornum sem sýna náttúruna, dýralíf, skóga, ár, dali, plöntur, eyðimerkur og auðvitað menn.
Umfjöllun Kjarnans um loftslagsmál
-
10. janúar 2023Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
-
10. janúar 2023Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
-
8. janúar 2023Náttúra og umhverfi í forgang
-
5. janúar 2023Öfgafullar hitabylgjur 160 sinnum líklegri vegna loftslagsbreytinga
-
4. janúar 20232022: Ár raunsæis
-
23. desember 2022Trú og náttúra
-
22. desember 2022Tíu jákvæðar fréttir af dýrum
-
18. desember 2022Kemur að skuldadögum
-
17. desember 2022Vilja flytja út íslenska orku í formi fljótandi metangass
-
13. desember 2022Vindurinn er samfélagsauðlind