Loftslagsmál

Það er of seint fyrir okkur að vera svartsýn

Maðurinn er afsprengi jarðarinnar og hefur með hugviti sínu lagt undir sig ólíklegustu svæði heimili síns og beislað krafta náttúrunnar. Nú er svo komið að ef fram heldur sem horfir munum við menn klára auðlindir jarðar á næstu áratugum.

Allt á jörð­inni teng­ist öllu öðru hvort sem það er vatn, jarð­veg­ur, loft eða tré. Þessar teng­ingar urðu til hér á jörð­inni og af þeim spratt líf. Líf­verur og dýra­teg­undir heims­ins, mann­eskjan þar á með­al, reiða sig á þessar teng­ingar og eru raunar hlutar af þeim. Með ofsókn í auð­lindir jarð­ar­innar virð­ist mann­eskjan (homo sapi­ens) vera að stefna þessum teng­ingum í hættu og raska nátt­úru­legu jafn­vægi lífs­ins á jörð­inni. Verður ekki eitt­hvað gert til að snúa þeirri þróun við munum við ekki geta bjargað heim­ili okk­ar, jörð­inni.

Kvik­myndin Home var fyrst gefin út árið 2009 á fjöl­mörgum tungu­mál­um. Hún var frum­sýnd í kvik­mynda­húsum víða um heim en um leið og sýn­ingar hófust var myndin sett á YouTube svo sem flestir gætu séð. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Yann Art­h­us-Bertrand, hefur gefið öllum þeim sem vilja end­ur­nýta efni mynd­ar­innar leyfi til að gera það. „Myndin er ekki varin höf­und­ar­rétti. Þann 5. júní [2009], umhverf­is­dag­inn, munu allir geta hlaðið henni niður á vefn­um,“ sagði hann í TED-­fyr­ir­lestri.

Mynd­ina má sjá í heild sinni hér að ofan. Nær allt myndefnið eru loft­myndir frá öllum heims­hornum sem sýna nátt­úr­una, dýra­líf, skóga, ár, dali, plönt­ur, eyði­merkur og auð­vitað menn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiSjónvarp