Samningstextanum skilað og ráðherrarnir taka við

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í París er hálfnuð og samninganefndir búnar að skila af sér samningstextanum. Í næstu vku er svo ráðherravika þar sem umhverfisráðherrar heimsins binda endahnútinn.

Sendinefndir ríkja heims hafa unnið að samningstexta lagalega bindandi samkomulags um loftslagsmál alla vikuna í París.
Sendinefndir ríkja heims hafa unnið að samningstexta lagalega bindandi samkomulags um loftslagsmál alla vikuna í París.
Auglýsing

Samn­inga­nefndir skil­uðu yfir­förnum samn­ings­texta laga­lega bind­andi lofts­lags­sam­komu­lags í París í dag. Text­inn er enn ekki til­bú­inn því enn á eftir að taka afstöðu til fjöl­margra álita­mála. Það verður gert í svo­kall­aðri ráð­herra­viku sem hefst á mánu­dag, þar sem umhverf­is- og utan­rík­is­ráð­herrar aðild­ar­ríkj­anna setj­ast að samn­inga­borð­inu.

Ráð­stefnan hófst síð­ast­lið­inn mánu­dag með for­dæma­lausum leið­toga­fundi 150 ríkja heims­ins. Þar voru saman komnir stjórn­mála­leið­togar lang flestra aðild­ar­ríkja Sam­ein­uðu þjóð­anna. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, ávarp­aði leið­toga­fund­inn og sagð­ist vona að hægt væri að ná sam­komu­lagi á ráð­stefn­unni. „Áhrif lofts­lags­breyt­inga eru þegar sjá­an­leg á Íslandi. Jökl­arnir okkar bráðna. […] Ísland verður lif­andi kennslu­stofa um áhrif lofts­lags­breyt­inga. Ef ekk­ert verður að gert mun ísinn á Íslandi hverfa að miklu leyti á næstu 100 árum,“ sagði Sig­mundur í erindi sínu.

Sig­mundur Davíð nefndi einnig vilja Íslend­inga til að miðla þekk­ingu á virkjun jarð­varma víðar í heim­in­um. For­sæt­is­ráð­herra var svo í síma­við­tali í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 á fimmtu­dag þar sem hann sagði það hafa staðið uppúr hversu áhuga­samir leið­togar heims­ins væru um virkjun jarð­varma.

Auglýsing

Frakk­ar, sem veita ráð­stefn­unni for­sæti, ósk­uðu eftir því áður en sendi­nefndir ríkja heims­ins komu saman á mánu­dag­inn að búið væri að útkljá helstu álita­mál í samn­ings­text­anum áður en vikan væri úti. Samn­inga­nefndir voru enn að störfum í gær­kvöldi en samn­ings­drögin sem búið var að rita áður en ráð­stefnan hófst eru smekk­full af horn­klofum þar sem listuð eru ágrein­ings­mál eða mis­mun­andi kostir fyrir hvert vanda­mál fyrir sig. 

Francois Hollande, forseti Frakklands.
Francois Hollande, forseti Frakklands.


Flest þróuð ríki heims komu til Par­ísar með nokkur vel mótuð áherslu­at­riði. Eitt þeirra er að lög­gilda mark­mið allra aðild­ar­ríkj­anna. Annað er að sann­færa þró­un­ar­ríki að fjár­magns­flæðið muni duga til þess að van­þróuð lönd geti öðl­ast nýj­ustu tækni í end­ur­nýj­an­legri orku­fram­leiðslu hratt. Mestur af þessum pen­ingum mun að öllum lík­indum koma úr einka­geir­an­um. Þriðja mark­miðið er að fylgst verði vel með því hvort mark­mið­unum sé fylgt eft­ir.

Ríku löndin hafa þó verið gagn­rýnd fyrir að hafa lagt fyrir ráð­stefn­una of hóf­leg mark­mið svo útlit er fyrir að mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna um að hlýnun jarðar hald­ist innan við tvær gráður náist ekki. Á móti er bent á að með átaki aðila á lægra stjórn­sýslu­stigi; borga, sveit­ar­fé­laga og fyr­ir­tækja er mögu­legt að ná mark­mið­inu. Stefnu­mótun ríkj­anna verði þá að stuðla að slíku átaki.

Jafn­rétti ríkja

Í samn­inga­nefnd­unum hefur einnig verið tek­ist á um eft­ir­lits­kröfur og eft­ir­fylgni með mark­mið­un­um. Vest­ræn ríki vilja að á fimm ára fresti verði gerð ítar­leg úttekt á því hvernig ríkjum heims tekst til við skuld­bind­ing­arn­ar. Þau ríki sem lengst af hafa verið kölluð þró­un­ar­ríki en eru nú á fleygi­ferð framá­við eru mót­fallin svo ítar­legri eft­ir­fylgni. Hér er helst talað um Kína, Ind­land, Mið-Aust­ur­lönd og ríki Suð­ur­-Am­er­íku. Þau vilja heldur að tekin verði umræða um stöðu mark­mið­anna að ein­hverjum tíma liðn­um, án þess að kvaðir liggi við þeim ríkjum sem standa sig illa.

Veltur þessi umræða helst á jafn­rétt­is­rökum og mis­mun­andi sjón­ar­miðum hvað þau varð­ar. The Guar­dian hefur eftir einum full­trúa sem situr samn­ings­fund­ina að þetta fjalli um að allir spili sam­kvæmt sömu reglum á sama leik­velli. „Það er mik­il­væg meg­in­regla,“ lætur hann hafa eftir sér. Annar full­trúi seg­ist ekki vilja kef­i­s­væða of hóf­legan metn­að. Því sé mik­il­vægt að gerð verði úttekt á fimm ára fresti.

Auglýsing

Þessi til­laga gæti vel orðið það mál sem við­ræð­urnar í París stranda á. Þegar sams­konar við­ræður fóru fram í Kaup­manna­höfn fyrir sex árum strönd­uðu við­ræður á svip­uðu jafn­rétt­is­máli milli ríkj­anna. Frétta­skýrendur eru þó sam­mála að búið sé að leysa stærstu vanda­mál ráð­stefn­unnar í Kaup­manna­höfn með því að óska eftir mark­miðum hvers ríkis fyrir sig og snúa þannig vald­inu á hvolf.

Eitt þeirra atriða sem sam­þykkt voru í Kaup­manna­höfn var að rík­ari lönd heims­ins myndu veita þró­un­ar­ríkjum aðstoð í formi 100 millj­arða doll­ara til árs­ins 2020. Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin hef­ur, ásamt öðrum alþjóða­stofn­un­um, sýnt fram á að pen­inga­flæðið sé þegar orðið nægi­legt til að hægt sé að upp­fylla lof­orðið árið 2020. 

Mikilvægt er að þróunarríkin hljóti stryrki til að geta komið sér hratt upp endurnýjanlegum orkugjöfum.
Mikilvægt er að þróunarríkin hljóti stryrki til að geta komið sér hratt upp endurnýjanlegum orkugjöfum.


Megnið af þessum pen­ingum munu koma úr einka­geir­anum auk þess að þró­un­ar­sjóðir alþjóða­stofn­anna muni leggja til fé. Ísland ætlar að leggja fram eina milljón Banda­ríkja­dala í Græna lofts­lags­sjóð­inn. Á gengi dags­ins í dag eru það rúm­lega 135 millj­ónir íslenskra króna.

Gagn­rýnendur hafa haldið því fram að hluti þess­ara pen­inga sem ríki heims­ins veita í lofts­lags­sjóði sé tek­inn úr öðrum þró­un­ar­að­stoð­ar­verk­efn­um. Útlit er fyrir að pen­inga­málin muni verða annar steinn í götu laga­lega bind­andi sam­komu­lags á ráð­stefn­unni í Par­ís.

Ítar­lega var fjallað um samn­ings­horfur og hvað þarf að ger­ast svo samn­ingur náist í þætt­inum Þukl í Hlað­varpi Kjarn­ans í síð­asta mán­uði. Þátt­ur­inn er helg­aður lofts­lags­málum í tengslum við ráð­stefn­una. Þar sagði Auður Ing­ólfs­dótt­ir, alþjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur, að brjóta þyrfti múr­inn milli norð­urs og suð­urs. Mik­il­vægt sé að öll ríki heims vinni saman að mark­mið­inu án þess að gert sé upp á milli ríkra og fátækra landa.

Ráð­herra­vika í næstu viku

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, mun hitta kollega sína frá aðild­ar­löndum ramma­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál í París í næstu viku. Þá verður svokölluð ráð­herra­vika ráð­stefn­unnar og reynt að setja hnúta á lausa enda sam­komu­lags­ins. Það er ein ástæða þess að tími samn­inga­nefnda var tak­mark­aður við dag­inn í dag, því ráð­stefnan er nú hálfnuð og mik­il­vægt að ráð­herr­arnir fái tíma til umræðu áður en ráð­stefn­unni lýk­ur.

Það er hins vegar hætta á því, vegna þess hversu skammur tími er til stefnu, að sam­komu­lag strandi á atriðum eins og samn­ings­text­anum sjálf­um. Eins og rakið hefur verið þá eru samn­ings­drögin smekk­full af horn­klofum þar sem listuð eru álita­mál við setn­ingar og orða­lag. Samn­inga­nefnd­unum tókst ekki að að hreinsa alla horn­klof­ana í síð­ustu viku. Í Kaup­manna­höfn varð þetta eitt af þeim vanda­málum sem urðu til þess að laga­lega bind­andi sam­komu­lag náð­ist ekki.

Hugi Ólafs­son, samn­inga­maður Íslands á ráð­stefn­unni, lýsti því þannig á kynn­ing­ar­fundi um ráð­stefn­una í París í síð­asta mán­uði að varla væri hægt að leggja nokkurn skiln­ing í samn­ings­drögin vegna allra þess­ara horn­klofa og fyr­ir­vara. Málið væri gríð­ar­lega flókið og snerti svo mörg mál­efni að þetta væri í raun óhjá­kvæmi­leg­t. 

Ekki er ólík­legt að ráð­stefnan drag­ist eitt­hvað á lang­inn. Sam­kvæmt útgef­inni dag­skrá á henni að ljúka á föstu­dag­inn eftir tæpa viku. Það eru hins vegar for­dæmi fyrir því að ráð­stefnu­lok frest­ist um hátt í tvo sól­ar­hringa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None