Plútoníumborgirnar

Þegar kjarnorkukapphlaup stórveldanna hófst fór af stað atburðarás sem er á skjön við allt sem eðlilegt getur talist. Tvær borgir, Richland í Washington ríki í Bandaríkjunum og Cheyliabinsk í Úralfjöllum, léku þar stór hlutverk.

Geislavirkur úrgangur
Auglýsing

Þeg­ar kjarn­orku­kapp­hlaup stór­veld­anna hófst fór af stað atburða­rás sem er á skjön við allt sem eðli­legt getur talist. Því er saga tveggja borga sem þar leika stórt hlut­verk, þ.e. Richland í Was­hington ríki í Banda­ríkj­unum og Cheyli­abinsk í Úral­fjöllum í fyrrum Sov­ét­ríkj­un­um, einkar áhuga­verð.

Árið 1942 hófu ­Banda­ríkja­menn þróun kjarn­orku­vopna­tækn­innar undir for­merkjum Man­hatt­an-­á­ætl­un­ar­innar og Sov­ét­menn, sem voru full­með­vit­aðir um ráða­gerðir Banda­ríkja­manna, fylgdu fljót­lega í kjöl­far­ið. Richland, sem var þá til­tölu­lega afskekktur smá­bær í Was­hington­rík­i, var umbreytt í sér­staka borg og varð aðsetur starfs­manna hinnar umfangs­miklu Han­for­d-plúton­íum­verk­smiðju. Sov­ét­menn fylgdu for­dæmi Banda­ríkja­manna í strjál­býlu skóg­lendi í Úral­fjöll­um. Þar var byggð hin sér­hæfða borg Chelya­bin­sk-40, ­sem seinna varð Ozersk, þar sem bjuggu starfs­menn Mayak-plúton­íum­verk­smiðj­unn­ar.

Öryggisgirðing sem umlykur borgina Ozersk, áður Chelyabinsk.Í verk­smiðj­un­um t­veimur Han­ford og Mayak var fram­leiddur meiri­hluti alls þess plúton­íums sem þurfti til víg­bún­að­ar­kapp­hlaups stór­veld­anna tveggja á tutt­ug­ustu öld. Fram­leiðslan hafði mjög alvar­legar afleið­ingar því hún gat af sér gíf­ur­legt magn af ­geisla­virkum úrgangi sem meng­aði umhverfi verk­smiðj­anna.  Bæði var það vegna ónógra örygg­is­ráð­stafanna en einnig var úrgangur los­aður út í ár og jarð­veg. Talið er að meng­unin á hvorum stað hafi á 40 ára tíma­bili numið um tvö­földu því magni sem slapp út í um­hverfið í Tjerno­bylslys­inu í Úkra­ínu.

Auglýsing

Svo virð­ist sem litlar ráð­staf­anir hafi verið gerðar til að tryggja öryggi fólks, jafn­vel þótt ­yf­ir­völd hafi haft undir höndum gögn sem sýndu fram á hversu alvar­legt ástand­ið v­ar. Banda­rísk yfir­völd vissu m.a. um ástandið í Chelya­binsk en forð­uð­ust að ­gera þá vit­neskju opin­bera því það hefði beint sjónum fólks að þeirra eig­in ranni, hvar ástandið var lítið betra. Víg­bún­að­ar­kapp­hlaup var hafið og ­tak­markið að fram­leiða eins mikið plúton­íum og mögu­legt var án trufl­ana.

Fjöldi fólks veikt­ist og lést vegna geisl­unar og svæðin umhverfis verk­smiðj­urnar tvær eru meðal þeirra meng­uð­ustu á jörð­inni. Sú ­spurn­ing vaknar því hvernig gat þetta gerst án þess að brugð­ist væri við.

Sér­stakar aðstæður í fyr­ir­mynd­ar­sam­fé­lögum

Yfir­völd beggja ríkja höfðu safnað saman tugum þús­unda inn­fluttra far­and­verka­manna, jafn­vel ­stríðs­fanga, til að vinna við upp­bygg­ingu plúton­íum­verk­smiðj­anna. Það gafst þó ekki vel. Meg­in­þorri þess verka­fólks var ungt og ein­hleypt og sýndi gjarnan af ­sér óábyrga hegð­un, eins og drykkju­skap, slags­mál og laus­læti. Það var hegðun sem ekki var talin til­hlýði­leg og yfir­völd töldu sig ekki geta treyst slíku fólki þeg­ar hin við­kvæma plúton­íum­fram­leiðsla var ann­ars veg­ar. Því þurfti að finna betri ­lausn til að manna verk­smiðj­urn­ar. Þess vegna voru þessar lok­uðu borgir ­byggð­ar, borgir sem skyldu vera eft­ir­sóttar að búa í og þangað val­ið ­fjöl­skyldu­fólk sem síður yrði til vand­ræða.

Það voru sterk lík­indi með borg­unum tveimur þrátt fyrir ólíkt stjórn­ar­far. Íbú­arnir nutu alls kon­ar ­fríð­inda, fyrsta flokks skóla og mun hærri launa en almennt gerð­ist. Í Richland greiddi fólk mála­mynda­leigu og starfs­fólk á vegum stjórn­valda hafði umsjón með­ hús­næði, plant­aði trjám í görðum fólks og lagði til hús­bún­að. Það sama var upp­i á ten­ingnum Sov­ét­megin þar sem íbúar Chelya­binsk nutu lífs­gæða langt umfram það ­sem almennt tíðk­að­ist þar í landi.

Starfs­menn verk­smiðj­anna og fjöl­skyldur þeirra bjuggu því við mikil for­rétt­indi. Virð­is­t ­fólk hafa verið til­búið að vinna og búa við aðstæður sem mögu­lega vor­u lífs­hættu­legar í skiptum fyrir efna­hags­lega hag­sæld. Umbunin sem fólst í áður­ ó­þekktum lífs­gæðum var vissu­lega umtals­verð en skýr­ingin kann einnig að liggja í virð­ingu fólks fyrir valdi, tryggð, föð­ur­lands­ást og trú á vís­indi og tækni.

Columbia-áin í Washingtonríki, mengaðasta á Bandaríkanna.Í báðum til­vik­um var fólk með­vitað um að það væri í fram­línu þess sem kalla mætti óyf­ir­lýst ­stríð. Borg­irnar urðu hvor á sinn hátt ímynd þess drauma­sam­fé­lags sem hin­ar ó­líku stjórn­mála­stefnur í Banda­ríkj­unum og Sov­ét­ríkj­unum boð­uðu. Umtals­verð fjár­fram­lög banda­ríska rík­is­ins tryggðu að Richland gat orðið sú borg þar sem amer­íski draum­ur­inn varð að raun­veru­leika um leið og Chelya­binsk varð ímynd draum­sýn­ar hins full­komna sós­íal­íska sam­fé­lags.

Athygli vekur að eng­inn af starfs­mönnum Han­for­d-verk­smiðj­unnar virð­ist hafa verið til­bú­inn að ­stíga fram og tjá sig um málið fyrr en komið var fram á átt­unda ára­tug­inn. Jafn­vel þótt fólk gerði sér grein fyrir hætt­unni var ekki kvartað og enn í dag á fólk erfitt með að tjá sig um lífið í plúton­íum­borg­unum tveim­ur. Ástæðan er lík­lega sú að íbúar borg­anna tveggja og starfs­menn áttu mjög óhægt um vik. Minnstu ­yf­ir­sjónir eða kvart­anir um aðbúnað á vinnu­stað, jafn­vel hraða­sekt gat þýtt brott­rekstur úr borg­inni og var­an­legan missi allra fríð­inda.

Skaða­bóta­mál fyrrum starfs­manna

Stjórn­völd beittu einnig ým­iss konar laga­á­kvæðum sem tryggðu leynd og komu í veg fyrir að gögn sem sýnd­u fram á heilsu­far­s­vanda sem rekja mátti til geisla­virkra efna væru gerð opin­ber, eða nýtt­ust til mála­rekstr­ar. Þó hafa ein­hverjir sem enn þjást af sjúk­dómum sem rekja má til geisla­meng­unar reynt að sækja bætur til yfir­valda. Fyrrum ­starfs­menn hinnar rúss­nesku Mayak-verk­smiðju eiga þó sumir hverjir í vanda þar ­sem þeir voru skil­greindir sem börn á þeim tíma sem um ræðir og voru því ekki ­skráðir form­legir starfs­menn, sem er for­senda bóta­réttar sam­kvæmt rúss­neskum lög­um.

Fyrrum starfs­fólk í Han­for­d-verk­smiðj­unum banda­rísku hefur einnig átti í erf­ið­leikum með að fá við­ur­kenndan rétt sinn til bóta og það þrátt fyrir að lagðar hafi verið fram lækn­is­fræði­legar rann­sókn­ir. Banda­ríska kjarn­orku­mála­stofn­unin hafn­aði til að ­mynda þegar árið 1948 að rann­saka frekar hvort teng­ing gæti verið milli krabba­meins og meng­unar í verk­smiðj­unum og nágrenni þeirra. Stofn­unin sjálf og seinna orku­mála­ráðu­neyti Banda­ríkja­stjórnar hafa jafn­framt verið gagn­rýnd fyrir að þegja um mál­ið, kæfa umræðu og hafna sönn­un­ar­gögnum um meng­un.

Hanskabox - sem starfsmenn nouðu til  að vinna með geislavirk efni í Hanford-verinu.Hér skiptir máli það sem kallað hefur verið sér­stöðu­hyggja kjarn­orkunnar (e. Nuclear except­iona­l­ism). Sér­stöðu­hyggju mætti lýsa á þann hátt að allt sem við­kemur kjarn­orkunni er talið svo ­sér­stakt og óvenju­legt að það nýtur algerrar sér­stöðu. Er það sakir þess hversu öflug, flókin og dýr tæknin er og hversu auð­velt er að fella kjarn­ork­una und­ir­ ýtr­ustu þjóð­ar­hags­muni. Því ríkir gjarnan leynd­ar­hyggja um kjarn­orku­mál og þannig er þeim oft haldið utan stofn­ana sam­fé­lags­ins.

Athygl­is­vert er að þetta ástand átti við á báðum víg­stöðv­um, eins ólíkar og þær voru. Hvort sem um var að ræða það sem okkur er kennt að sé frjálst og opið lýð­ræð­is­þjóð­fé­lag eða lokað alræð­is­skipu­lag. Og enn í dag ríkir sér­stöðu­hyggja í kjarn­orku­mál­um. Allt ­sem við­kemur kjarn­orku lýtur sér­stökum lögum og regl­um, bæði innan ríkja og í al­þjóða­sam­fé­lag­inu, sem kemur í veg fyrir lýð­ræð­is­legar ákvarð­anir og -­stefnu­mót­un.

Eftir að rann­sókn á vegum Was­hington­rík­is, sem kunn­gerð var árið 1974, stað­festi að starfs­menn Han­for­d-verk­smiðj­unnar hefðu margir hverjir veikst af krabba­meini, réði banda­ríska kjarn­orku­mála­stofn­unin vís­inda­mann­inn Thomas Mancuso til að gera í skynd­i ­sjálf­stæða rann­sókn. Þegar hann neit­aði síðar að skrif­a undir yfir­lýs­ingu stofn­un­ar­inn­ar, þar sem hafnað var öllum ásök­unum um þátt verk­smiðj­unnar í krabba­meinstil­fell­um, var sjálf­stæð rann­sókna­stofun fengin í verk­ið. Nið­ur­staða hennar var þvert á nið­ur­stöður Mancusos, eða að engin tengsl væru á milli dauðs­falla starfs­manna og þess að þeir hefðu orðið fyrir geisl­un.

Enn­fremur var rann­sókn­in talin leiða í ljós að veik­indi eins og skjald­kirtil­sjúk­dóm­ar, sem rekja mætt­i til  geisl­un­ar, væru síst meiri á svæð­u­m ­sem hefðu orðið fyrir geisla­mengun en á öðrum svæð­um. Heil­brigð­is­stofn­un ­Banda­ríkj­anna sá sig þó knúna til að gefa út yfir­lýs­ingu þar sem sagt var að það væri full­langt gengið að segja að geislun hefði þarna engin áhrif. Þrátt ­fyrir þessar óljósu nið­ur­stöð­ur, sem í raun drápu umræð­unni á dreif, hafa nokkrir ­fyrrum starfs­menn unnið mál­sóknir á hendur Han­for­d-verk­smiðj­un­um.

Plúton­íum var ­síð­ast fram­leitt á Han­for­d-­svæð­inu árið 1987 en þar er þó enn kjarn­orku­ver og ýmiss konar þró­un­ar- og rann­sókn­ar­starf­semi sem teng­ist kjarn­orku. Banda­ríska ríkið los­aði um tengsl sín við Richland árið 1957, íbú­arnir áttu þess kost að kaupa hús og íbúðir af rík­inu og borgin varð eins og hver önnur banda­rísk smá­borg.

Svæðin sem um ræðir eru eins og áður sagði nú talin með þeim meng­uð­ustu á jörð­inni. Í Band­ríkj­unum er áætlun um flókið og erfitt hreins­un­ar­starf komin af stað. Auk þeirrar meng­unar sem til­komin er vegna lélegs umbún­aðar í Mayak-ver­in­u rúss­neska, hafa þar orðið nokkur meiri­háttar óhöpp sem fóru aldrei hátt en ­kost­uðu hund­ruð manna lífið og hund­ruð þús­unda urðu fyrir geisl­un. Borg­in Cheyli­abin­sk-40, sem nú heitir Orz­ersk, er því á lok­uðu svæði og er nú mið­stöð end­ur­vinnslu og eyð­ingar kjarn­orku­úr­gangs í Rúss­landi. Þar eins og við Han­ford bíð­ur­ um­fangs­mikið hreins­un­ar­starf sem seint mun verða lok­ið.

Sjá nánar

Abra­ham, I. (2004). Notes toward a Global Nuclear History. Economic and Polit­ical Weekly .

Brown, K. (2010). The For­sa­ken: The Unfin­is­hed Business of Mak­ing Pluton­ium in Russi­a. International Labor and Work­ing-Class History , 137–144.

D'Amato, A. A. (1967). Legal Aspects of the French Nuclear Tests. The Amer­ican Journal of International Law , 66-77.

Flank, S. (1993-4). Explod­ing the Black Box: The Histor­ical Soci­ology of Nucle­ar Proli­fer­ation. Security Stu­dies , 259-94.

Hecht, G. (2006). N­uclear Ontologies. Con­stellations Volume , 320-331.

Jenks, A. (2007). Model City USA: The Environ­mental Cost of Vict­ory in World War II and the Cold W­ar. Environ­mental History, , 552-577.

 

 

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None