Plútoníumborgirnar

Þegar kjarnorkukapphlaup stórveldanna hófst fór af stað atburðarás sem er á skjön við allt sem eðlilegt getur talist. Tvær borgir, Richland í Washington ríki í Bandaríkjunum og Cheyliabinsk í Úralfjöllum, léku þar stór hlutverk.

Geislavirkur úrgangur
Auglýsing

Þeg­ar kjarn­orku­kapp­hlaup stór­veld­anna hófst fór af stað atburða­rás sem er á skjön við allt sem eðli­legt getur talist. Því er saga tveggja borga sem þar leika stórt hlut­verk, þ.e. Richland í Was­hington ríki í Banda­ríkj­unum og Cheyli­abinsk í Úral­fjöllum í fyrrum Sov­ét­ríkj­un­um, einkar áhuga­verð.

Árið 1942 hófu ­Banda­ríkja­menn þróun kjarn­orku­vopna­tækn­innar undir for­merkjum Man­hatt­an-­á­ætl­un­ar­innar og Sov­ét­menn, sem voru full­með­vit­aðir um ráða­gerðir Banda­ríkja­manna, fylgdu fljót­lega í kjöl­far­ið. Richland, sem var þá til­tölu­lega afskekktur smá­bær í Was­hington­rík­i, var umbreytt í sér­staka borg og varð aðsetur starfs­manna hinnar umfangs­miklu Han­for­d-plúton­íum­verk­smiðju. Sov­ét­menn fylgdu for­dæmi Banda­ríkja­manna í strjál­býlu skóg­lendi í Úral­fjöll­um. Þar var byggð hin sér­hæfða borg Chelya­bin­sk-40, ­sem seinna varð Ozersk, þar sem bjuggu starfs­menn Mayak-plúton­íum­verk­smiðj­unn­ar.

Öryggisgirðing sem umlykur borgina Ozersk, áður Chelyabinsk.Í verk­smiðj­un­um t­veimur Han­ford og Mayak var fram­leiddur meiri­hluti alls þess plúton­íums sem þurfti til víg­bún­að­ar­kapp­hlaups stór­veld­anna tveggja á tutt­ug­ustu öld. Fram­leiðslan hafði mjög alvar­legar afleið­ingar því hún gat af sér gíf­ur­legt magn af ­geisla­virkum úrgangi sem meng­aði umhverfi verk­smiðj­anna.  Bæði var það vegna ónógra örygg­is­ráð­stafanna en einnig var úrgangur los­aður út í ár og jarð­veg. Talið er að meng­unin á hvorum stað hafi á 40 ára tíma­bili numið um tvö­földu því magni sem slapp út í um­hverfið í Tjerno­bylslys­inu í Úkra­ínu.

Auglýsing

Svo virð­ist sem litlar ráð­staf­anir hafi verið gerðar til að tryggja öryggi fólks, jafn­vel þótt ­yf­ir­völd hafi haft undir höndum gögn sem sýndu fram á hversu alvar­legt ástand­ið v­ar. Banda­rísk yfir­völd vissu m.a. um ástandið í Chelya­binsk en forð­uð­ust að ­gera þá vit­neskju opin­bera því það hefði beint sjónum fólks að þeirra eig­in ranni, hvar ástandið var lítið betra. Víg­bún­að­ar­kapp­hlaup var hafið og ­tak­markið að fram­leiða eins mikið plúton­íum og mögu­legt var án trufl­ana.

Fjöldi fólks veikt­ist og lést vegna geisl­unar og svæðin umhverfis verk­smiðj­urnar tvær eru meðal þeirra meng­uð­ustu á jörð­inni. Sú ­spurn­ing vaknar því hvernig gat þetta gerst án þess að brugð­ist væri við.

Sér­stakar aðstæður í fyr­ir­mynd­ar­sam­fé­lögum

Yfir­völd beggja ríkja höfðu safnað saman tugum þús­unda inn­fluttra far­and­verka­manna, jafn­vel ­stríðs­fanga, til að vinna við upp­bygg­ingu plúton­íum­verk­smiðj­anna. Það gafst þó ekki vel. Meg­in­þorri þess verka­fólks var ungt og ein­hleypt og sýndi gjarnan af ­sér óábyrga hegð­un, eins og drykkju­skap, slags­mál og laus­læti. Það var hegðun sem ekki var talin til­hlýði­leg og yfir­völd töldu sig ekki geta treyst slíku fólki þeg­ar hin við­kvæma plúton­íum­fram­leiðsla var ann­ars veg­ar. Því þurfti að finna betri ­lausn til að manna verk­smiðj­urn­ar. Þess vegna voru þessar lok­uðu borgir ­byggð­ar, borgir sem skyldu vera eft­ir­sóttar að búa í og þangað val­ið ­fjöl­skyldu­fólk sem síður yrði til vand­ræða.

Það voru sterk lík­indi með borg­unum tveimur þrátt fyrir ólíkt stjórn­ar­far. Íbú­arnir nutu alls kon­ar ­fríð­inda, fyrsta flokks skóla og mun hærri launa en almennt gerð­ist. Í Richland greiddi fólk mála­mynda­leigu og starfs­fólk á vegum stjórn­valda hafði umsjón með­ hús­næði, plant­aði trjám í görðum fólks og lagði til hús­bún­að. Það sama var upp­i á ten­ingnum Sov­ét­megin þar sem íbúar Chelya­binsk nutu lífs­gæða langt umfram það ­sem almennt tíðk­að­ist þar í landi.

Starfs­menn verk­smiðj­anna og fjöl­skyldur þeirra bjuggu því við mikil for­rétt­indi. Virð­is­t ­fólk hafa verið til­búið að vinna og búa við aðstæður sem mögu­lega vor­u lífs­hættu­legar í skiptum fyrir efna­hags­lega hag­sæld. Umbunin sem fólst í áður­ ó­þekktum lífs­gæðum var vissu­lega umtals­verð en skýr­ingin kann einnig að liggja í virð­ingu fólks fyrir valdi, tryggð, föð­ur­lands­ást og trú á vís­indi og tækni.

Columbia-áin í Washingtonríki, mengaðasta á Bandaríkanna.Í báðum til­vik­um var fólk með­vitað um að það væri í fram­línu þess sem kalla mætti óyf­ir­lýst ­stríð. Borg­irnar urðu hvor á sinn hátt ímynd þess drauma­sam­fé­lags sem hin­ar ó­líku stjórn­mála­stefnur í Banda­ríkj­unum og Sov­ét­ríkj­unum boð­uðu. Umtals­verð fjár­fram­lög banda­ríska rík­is­ins tryggðu að Richland gat orðið sú borg þar sem amer­íski draum­ur­inn varð að raun­veru­leika um leið og Chelya­binsk varð ímynd draum­sýn­ar hins full­komna sós­íal­íska sam­fé­lags.

Athygli vekur að eng­inn af starfs­mönnum Han­for­d-verk­smiðj­unnar virð­ist hafa verið til­bú­inn að ­stíga fram og tjá sig um málið fyrr en komið var fram á átt­unda ára­tug­inn. Jafn­vel þótt fólk gerði sér grein fyrir hætt­unni var ekki kvartað og enn í dag á fólk erfitt með að tjá sig um lífið í plúton­íum­borg­unum tveim­ur. Ástæðan er lík­lega sú að íbúar borg­anna tveggja og starfs­menn áttu mjög óhægt um vik. Minnstu ­yf­ir­sjónir eða kvart­anir um aðbúnað á vinnu­stað, jafn­vel hraða­sekt gat þýtt brott­rekstur úr borg­inni og var­an­legan missi allra fríð­inda.

Skaða­bóta­mál fyrrum starfs­manna

Stjórn­völd beittu einnig ým­iss konar laga­á­kvæðum sem tryggðu leynd og komu í veg fyrir að gögn sem sýnd­u fram á heilsu­far­s­vanda sem rekja mátti til geisla­virkra efna væru gerð opin­ber, eða nýtt­ust til mála­rekstr­ar. Þó hafa ein­hverjir sem enn þjást af sjúk­dómum sem rekja má til geisla­meng­unar reynt að sækja bætur til yfir­valda. Fyrrum ­starfs­menn hinnar rúss­nesku Mayak-verk­smiðju eiga þó sumir hverjir í vanda þar ­sem þeir voru skil­greindir sem börn á þeim tíma sem um ræðir og voru því ekki ­skráðir form­legir starfs­menn, sem er for­senda bóta­réttar sam­kvæmt rúss­neskum lög­um.

Fyrrum starfs­fólk í Han­for­d-verk­smiðj­unum banda­rísku hefur einnig átti í erf­ið­leikum með að fá við­ur­kenndan rétt sinn til bóta og það þrátt fyrir að lagðar hafi verið fram lækn­is­fræði­legar rann­sókn­ir. Banda­ríska kjarn­orku­mála­stofn­unin hafn­aði til að ­mynda þegar árið 1948 að rann­saka frekar hvort teng­ing gæti verið milli krabba­meins og meng­unar í verk­smiðj­unum og nágrenni þeirra. Stofn­unin sjálf og seinna orku­mála­ráðu­neyti Banda­ríkja­stjórnar hafa jafn­framt verið gagn­rýnd fyrir að þegja um mál­ið, kæfa umræðu og hafna sönn­un­ar­gögnum um meng­un.

Hanskabox - sem starfsmenn nouðu til  að vinna með geislavirk efni í Hanford-verinu.Hér skiptir máli það sem kallað hefur verið sér­stöðu­hyggja kjarn­orkunnar (e. Nuclear except­iona­l­ism). Sér­stöðu­hyggju mætti lýsa á þann hátt að allt sem við­kemur kjarn­orkunni er talið svo ­sér­stakt og óvenju­legt að það nýtur algerrar sér­stöðu. Er það sakir þess hversu öflug, flókin og dýr tæknin er og hversu auð­velt er að fella kjarn­ork­una und­ir­ ýtr­ustu þjóð­ar­hags­muni. Því ríkir gjarnan leynd­ar­hyggja um kjarn­orku­mál og þannig er þeim oft haldið utan stofn­ana sam­fé­lags­ins.

Athygl­is­vert er að þetta ástand átti við á báðum víg­stöðv­um, eins ólíkar og þær voru. Hvort sem um var að ræða það sem okkur er kennt að sé frjálst og opið lýð­ræð­is­þjóð­fé­lag eða lokað alræð­is­skipu­lag. Og enn í dag ríkir sér­stöðu­hyggja í kjarn­orku­mál­um. Allt ­sem við­kemur kjarn­orku lýtur sér­stökum lögum og regl­um, bæði innan ríkja og í al­þjóða­sam­fé­lag­inu, sem kemur í veg fyrir lýð­ræð­is­legar ákvarð­anir og -­stefnu­mót­un.

Eftir að rann­sókn á vegum Was­hington­rík­is, sem kunn­gerð var árið 1974, stað­festi að starfs­menn Han­for­d-verk­smiðj­unnar hefðu margir hverjir veikst af krabba­meini, réði banda­ríska kjarn­orku­mála­stofn­unin vís­inda­mann­inn Thomas Mancuso til að gera í skynd­i ­sjálf­stæða rann­sókn. Þegar hann neit­aði síðar að skrif­a undir yfir­lýs­ingu stofn­un­ar­inn­ar, þar sem hafnað var öllum ásök­unum um þátt verk­smiðj­unnar í krabba­meinstil­fell­um, var sjálf­stæð rann­sókna­stofun fengin í verk­ið. Nið­ur­staða hennar var þvert á nið­ur­stöður Mancusos, eða að engin tengsl væru á milli dauðs­falla starfs­manna og þess að þeir hefðu orðið fyrir geisl­un.

Enn­fremur var rann­sókn­in talin leiða í ljós að veik­indi eins og skjald­kirtil­sjúk­dóm­ar, sem rekja mætt­i til  geisl­un­ar, væru síst meiri á svæð­u­m ­sem hefðu orðið fyrir geisla­mengun en á öðrum svæð­um. Heil­brigð­is­stofn­un ­Banda­ríkj­anna sá sig þó knúna til að gefa út yfir­lýs­ingu þar sem sagt var að það væri full­langt gengið að segja að geislun hefði þarna engin áhrif. Þrátt ­fyrir þessar óljósu nið­ur­stöð­ur, sem í raun drápu umræð­unni á dreif, hafa nokkrir ­fyrrum starfs­menn unnið mál­sóknir á hendur Han­for­d-verk­smiðj­un­um.

Plúton­íum var ­síð­ast fram­leitt á Han­for­d-­svæð­inu árið 1987 en þar er þó enn kjarn­orku­ver og ýmiss konar þró­un­ar- og rann­sókn­ar­starf­semi sem teng­ist kjarn­orku. Banda­ríska ríkið los­aði um tengsl sín við Richland árið 1957, íbú­arnir áttu þess kost að kaupa hús og íbúðir af rík­inu og borgin varð eins og hver önnur banda­rísk smá­borg.

Svæðin sem um ræðir eru eins og áður sagði nú talin með þeim meng­uð­ustu á jörð­inni. Í Band­ríkj­unum er áætlun um flókið og erfitt hreins­un­ar­starf komin af stað. Auk þeirrar meng­unar sem til­komin er vegna lélegs umbún­aðar í Mayak-ver­in­u rúss­neska, hafa þar orðið nokkur meiri­háttar óhöpp sem fóru aldrei hátt en ­kost­uðu hund­ruð manna lífið og hund­ruð þús­unda urðu fyrir geisl­un. Borg­in Cheyli­abin­sk-40, sem nú heitir Orz­ersk, er því á lok­uðu svæði og er nú mið­stöð end­ur­vinnslu og eyð­ingar kjarn­orku­úr­gangs í Rúss­landi. Þar eins og við Han­ford bíð­ur­ um­fangs­mikið hreins­un­ar­starf sem seint mun verða lok­ið.

Sjá nánar

Abra­ham, I. (2004). Notes toward a Global Nuclear History. Economic and Polit­ical Weekly .

Brown, K. (2010). The For­sa­ken: The Unfin­is­hed Business of Mak­ing Pluton­ium in Russi­a. International Labor and Work­ing-Class History , 137–144.

D'Amato, A. A. (1967). Legal Aspects of the French Nuclear Tests. The Amer­ican Journal of International Law , 66-77.

Flank, S. (1993-4). Explod­ing the Black Box: The Histor­ical Soci­ology of Nucle­ar Proli­fer­ation. Security Stu­dies , 259-94.

Hecht, G. (2006). N­uclear Ontologies. Con­stellations Volume , 320-331.

Jenks, A. (2007). Model City USA: The Environ­mental Cost of Vict­ory in World War II and the Cold W­ar. Environ­mental History, , 552-577.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None