Erlent ungt fólk notað í undirboði á vinnumarkaði

Haldið var málþing á dögunum á vegum Vinnumálastofnunar og var yfirskriftin „Þörf vinnumarkaðarins fyrir erlent vinnuafl - Áskoranir og ávinningur.“

Vegavinna
Auglýsing

„Nýjasta upp­finn­ingin í brota­starf­semi er erlent, ungt fólk, sem fengið er hingað til sjálf­boða­liða­starfa eða í starfs­þjálfun, og er bara notað í und­ir­boði á vinnu­mark­aði. Við sjáum þetta fyrst og fremst í ferða­þjón­ust­unni og í land­bún­aði og í bland­aðri starf­semi út á lands­byggð­inn­i,“ segir Hall­dór Grön­vald, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri ASÍ. Hann segir að algengt sé orðið að ung­menni fái fæði og hús­næði í stað­inn fyrir vinnu­fram­lag. Engir ráðn­ing­ar­samn­ingar séu gerðir og engir launa­seðlar gefnir út. 

Mál­þing á vegum Vinnu­mála­stofn­unar var haldið mið­viku­dag­inn 20. apríl í Gamla bíó. Fjöl­breyttur hópur við­mæl­enda tók til máls og voru allir sam­mála um að taka þurfi vel á móti því erlenda starfs­fólki sem vilji vinna á Íslandi. Það þurfi að huga vel að rétt­indum þeirra og koma í veg fyrir brota­starf­semi hjá íslenskum og erlendum fyr­ir­tækj­um. Hall­dór kynnti meðal ann­ars her­ferð­ina Einn rétt - Ekk­ert svindl sem gengur út á það að vinna gegn und­ir­boðum á vinnu­mark­aði og svartri atvinnu­starf­sem­i. 

Ánægju­leg þróun

„Til þess að manna þessi störf munum við fyrst og fremst þurfa að treysta á erlent launa­fólk og að ein­hverju leyti ung­menni sem eru að vinna fyrir skóla eða vilja taka þátt í atvinnu­líf­inu. Auð­vitað er þetta ánægju­leg þró­un,“ segir Hall­dór um ástandið í dag á vinnu­mark­að­in­um. Hann bendir á að atvinnu­leysi sé lítið og almenn upp­sveifla sé í sam­fé­lag­in­u. Hann segir að við ættum að fagna þessu og taka vel á móti þeim útlend­ingum sem hér koma til að vinna og eru til­búnir til að taka þátt í upp­bygg­ingu á íslensku atvinnu­lífi. Enda séu þeir og fyr­ir­tæki, sem fá þá hingað til lands, að gera það á réttum og lög­mætum for­send­um.

Auglýsing

Margir hafa ekki þekk­ingu á rétt­indum sín­um 

En Hall­dór segir að þessi þróun eigi sér þó skugga­hlið. Að hans mati er vand­inn stærstur í bygg­ing­ar- og ferða­manna­iðn­að­in­um, þrátt fyrir að auð­vitað finn­ist svört starf­semi í öðrum greinum í sam­fé­lag­inu. „Brota­starf­semi bein­ist að þeim sem eru veik­astir fyrir á vinnu­mark­aði. Þessir aðilar hafa minnsta þekk­ingu á rétt­indum sín­um. Þeir hafa minnsta þekk­ingu á vinnu­mark­að­inum og þeim reglum sem gilda,“ segir hann. Þetta á bæði við um þá útlend­inga sem hingað koma og unga fólkið sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnu­mark­að­i. 

Halldór Grönvold

„Við höfum hér fjölda heið­ar­legra fyr­ir­tækja sem virða lög og regl­ur. En hvernig birt­ist þessi brota­starf­sem­i?“ spyr Hall­dór. Í fyrsta lagi sé brotið á erlendu verka­fólki og ungu fólki. Kjara­samn­ingar séu ekki virtir hjá íslenskum fyr­ir­tækjum en hægt sé að sjá mörg dæmi þess. Launin séu undir lág­marks­kjörum sam­kvæmt kjara­samn­ingum og starfs­rétt­indi og starfs­reynsla séu ekki við­ur­kennd­ar. „Hér er að koma fullt af vel mennt­uðu fólki, iðn­að­ar­mönnum og fólki með aðra menntun frá Evr­ópu en það er verið að setja það á lág­marks­laun hér. Það er eitt af stóru vanda­mál­unum á vinnu­mark­aði; þ.e.a.s. að virða ekki starfs­rétt­indi og starfs­reynslu,“ segir Hall­dór. 

Hann segir að þau hjá ASÍ heyri oft að yfir­vinnu- og vakta­vinnu­laun séu ekki greidd og að fólk viti ekki um rétt­indi sín ef slys eigi sér stað. Einnig sé greitt svart og ekki í sam­eig­in­lega sjóði. Starfs­mönnum sé þannig haldið utan við sam­fé­lagið til þess að þeir sæki ekki rétt­indi sín. Þetta á við um erlend fyr­ir­tæki sem íslensk. 

Herða þarf við­ur­lög

Brota­starf­semin tekur á sig ýmsar myndir og fer vax­andi. Hall­dór segir að við henni þurfi að bregð­ast. „Í fyrsta lagi þarf að upp­lýsa fyr­ir­tæki um skyldur þeirra og ábyrgð. Bæði íslensku fyr­ir­tækin og þau erlend­u,“ segir hann. „Að upp­lýsa erlent launa­fólk um rétt­indi þess og skyldur og íslenskan vinnu­markað er mjög mik­il­vægt. En það er erfitt og flók­ið, því við þurfum að ná til þeirra. Við þurfum að ná eyrum þeirra og við þurfum að fá þau til að hlusta á okk­ur. Það er oft erfitt vegna þess að þau eru ótta­legin og hrædd við það að eiga nokkur sam­skipti við okk­ur.“ Hann telur að öflugt eft­ir­lit á vinnu­stöðum sé lyk­ill­inn og sam­starf þeirra aðila sem málin varða. „Til þess að upp­lýsa, til þess að kanna og fylgja eftir ef þörf kref­ur. Við þurfum líka harð­ari við­ur­lög og við þurfum að beita þeim af fullri hörku,“ segir Hall­dór. Hann telur að þeir sem brjóta af sér eigi að vera refsað þannig að þeir viti að það bjóð­ist ekki fleiri tæki­færi. 

Allir bera ábyrgð

„Ábyrgðin er okkar allra,“ segir Hall­dór. Hann á þá við verka­lýðs­hreyf­ing­una, stjórn­völd, vinnu­mála­stofn­un, rík­is­skatt­stjóra, vinnu­eft­ir­lit­ið, lög­regl­una og jafn­vel sveita­fé­lögin og Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Hann segir að þetta mál varði alla og að sam­starfið hafi þegar skilað árangri en að það þurfi samt að efla það enn frek­ar. 

Hall­dór skaut föstum skotum að Sam­tökum atvinnu­rek­enda, þar sem hann sagði að hann hefði orðið fyrir von­brigðum með sam­tök­in. Hann kall­aði eftir því að fá sam­tökin með í þessa veg­ferð, því það væri þau sem ættu að stuðla að heil­brigðri atvinnu­starf­semi og þau fyr­ir­tæki sem eru með hlut­ina í lag­i. 

Hann bendir einnig á að fjöl­miðlar beri sína ábyrgð. Það væru þeir sem mót­uðu almenn­ings­á­lit­ið, þeir kæmu upp­lýs­ingum á fram­færi og svo fram­veg­is. Þetta væri verk­efni fyrir sam­fé­lagið allt. 

Okkar vanda­mál lúx­us­vanda­mál

Ragnar Árna­son, forstöðu­maður vinnu­mark­aðs­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins, tók einnig til máls á mál­þing­inu. Í erindi sínu veltir hann fyrir sér umfangi vanda­máls­ins og segir að oft sé athygl­inni beint að því sem illa gangi og minna að því sem gangi vel. „Ég held að aðrar þjóðir myndu kalla okkar vanda­mál lúx­us­vanda­mál, sam­an­borið við þau vanda­mál sem þær eru að glíma við. Við erum og höfum verið til­tölu­lega fámenn eyja. Við höfum verið varin gagn­vart umheim­in­um,“ segir hann. 

Ragnar ÁrnasonHann segir að Íslend­ingar verði frekar varir við það ef eitt­hvað er í ólagi. „Við höfum sett okkur mark­mið sem aðrar þjóðir telja óraun­hæf,“ segir hann og á meðal ann­ars við upp­ræt­ingu lög­brota á Íslandi. Þetta er að ein­hverju leyti óraun­hæft, segir hann. „Við verðum því miður alltaf með ein­hverja glæp­a­starf­sem­i.“

„Við ættum að geta gert góða hluti til að draga úr vanda­mál­inu eins og hægt er. En við gerum það ekki með því að loka land­in­u,“ segir Ragn­ar. Hann segir að vel­megun og hag­vöxtur hafi byggst á því að hér sé störfum fjölgað og teknir hafi verið inn starfs­menn frá öðrum löndum til þess að fylla þessi lausu störf til þess að skapa verð­mæt­i. 

Fólk og fyr­ir­tæki freist­ast til að svindla

Ragnar telur að freistni­vand­inn sé útbreiddur vandi í sam­fé­lag­inu. Þar á hann við þann vanda að neyt­endur sæki í ódýr­ari vörur og þjón­ust­u. Fólk sé líka til­búið að gefa afslátt af launum eða fara að vinna í sjálf­boða­liða­störfum í ævin­týra­leit. „Þetta er sú sam­fé­lags­mynd sem við sjáum í kringum okk­ur,“ segir hann. Ragnar telur að það sé erfitt fyrir íslenska ferða­þjón­ustu að vera í sam­keppni við lönd sem eru ekki með kjara­samn­inga. Þá sé það ákveðin freistni að reyna að halda niðri kostn­aði með ólög­mætum hætt­i. 

Gott að búa í litlu sam­fé­lagi

„Það sem er jákvætt í þessu umhverfi sem við búum í dag er hvað við búum þó í litlu sam­fé­lagi. Og við getum átt auð­veld­ara með að hafa yfir­sýn yfir mark­að­inn,“ segir Ragn­ar. Í þessu litla sam­fé­lagi þá verða brot meira áber­andi að hans mati. Hann segir að við megum ekki taka kjara­samn­ing­ana sem sjálf­sagða. Að lokum gerir Ragnar þá kröfu að allir virði kjara­samn­ing­ana og að þau hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins for­dæmi svarta atvinnu­starf­semi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent
None