Hlutverk stjórnvalda í útlendingamálum skýrt og skilgreint í nýjum lögum

Hádegisfundur fór fram í Háskóla Íslands í gær um ný lög um útlendinga. Lögin eru afrakstur tveggja ára þverpólitískrar samvinnu en á fundinum var sjónum beint að áhrifum nýju laganna, kostum og göllum.

Mannúðarmál hafa mikið verið í umræðunni undanfarið vegna flóttamannastraums til Evrópu á síðustu misserum.
Mannúðarmál hafa mikið verið í umræðunni undanfarið vegna flóttamannastraums til Evrópu á síðustu misserum.
Auglýsing

 „Við erum að reyna að skýra og skil­greina hlut­verk stjórn­valda sem tengj­ast þessum mála­flokki og stuðla að sam­ræm­ingu lag­anna um útlend­inga og þessi atvinnu­rétt­ind­i,“ seg­ir Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, þing­maður og for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar Alþing­is. Hún gerði grein fyrir nýjum lögum um útlend­inga og mark­miðum þeirra en þau voru sam­þykkt þann 2. júní síð­ast­lið­inn á Alþing­i. Lögin taka gildi um næstu ára­mót 2016-2017. Þetta kom meðal ann­ars fram á hádeg­is­fundi í funda­röð Háskóla Íslands sem ber yfir­skrift­ina Fræði og fjöl­menn­ing.

Unnur Brá segir að lögin snú­ist ekki ein­ungis um flótta­fólk heldur líka um fólk sem vilji flytja til Íslands í leit að nýju lífi eða til að vinnaHún segir að heim­ur­inn sé alltaf að stækka og að fólk þurfi að taka mið af því. Með lög­unum sé einnig verið að auka mannúð og skil­virkni í kerf­inu. Hún telur að regl­urnar verði að vera skýrar og að þau séu einnig að reyna að gera lögin aðgengi­leg.

Útlend­inga­lög ætluð fyrir alla sem koma til Íslands

Unnur Brá segir að lögin hafi áður fyrr verið samin með það í huga að hafa eft­ir­lit með útlend­ingum en ekki endi­lega til að veita fólki rétt­indi. Umræðan hafi lit­ast af því hversu margir séu á flótta um heim all­an. Laga­breyt­ing­arnar snú­ist ekki bara um umsækj­endur um alþjóð­lega vernd heldur líka um útlend­inga almennt sem vilji koma og vinna til styttri eða lengri tíma.

Auglýsing

Það fá ekki allir það sem þeir vilja

Unnur Brá KonráðsdóttirÞverpóli­tískri þing­manna­nefnd var komið á lagg­irnar til þess að búa til drög að frum­varpi fyrir ráð­herra. Þetta er ekki venju­leg aðferð að sögn Unnar Brár. „Ég held að þetta sé eitt það mik­il­væg­asta sem við gerðum í þessu ferli, að fá full­trúa frá öllum stjórn­mála­flokkum til að setj­ast saman við þetta stóra verk­efn­i,“ segir hún. Hún segir að þau hafi treyst því að fá góða nið­ur­stöðu með þess­ari nálgun og að verkum hafi ekki verið skipt eftir þing­styrk. 

Hún segir að mikið sam­ráð hafi verið haft milli nefnd­ar­innar og þeirra sér­fræð­inga sem vinna að mála­flokkn­um, atvinnu­lífs­ins, verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, útlend­inga­stofn­un­ar, lög­regl­un­ar, ráðu­neyt­is­ins og No Borders. Hún segir að reynt hafi verið að koma til móts við alla en eins og gefi að skilja geti ekki allir fengið nákvæm­lega það sem þeir vilja. Hún telur þetta ágæta mála­miðl­un. Fram­tíðin sé þó óráðin og þess vegna er erfitt að segja hvernig ástandið verði eftir fimm ár. Laga­bálkar verði því alltaf að vera í stöðugri end­ur­skoð­un. 

Biðin verður styttri

Það fyrsta sem breytt verður í lög­gjöf­inni er starf­semi kæru­nefndar útlend­inga­mála. Málin tóku oft langan tíma og margir þurftu að bíða í jafn­vel mörg ár eftir nið­ur­stöð­um. Unnur Brá segir að núna þurfi ekki að bíða svo lengi. Útlend­inga­stofnun hefur lagað alla sína vinnu­ferla og er búin að ná betri tökum á sínum verk­efn­um, að hennar mat­i. 

Kæru­nefnd útlend­inga­mála tekur við ef umsækj­endur fá höfnun hjá útlend­inga­stofnun og kæra. Þau mál sem eru komin út úr ráðu­neyt­inu verða komin í hendur sér­fróðra aðila sem eru ein­ungis í þessum verk­efn­um. Málin eiga að taka eins skamman tíma og mögu­legt er. 

Íslend­ingar græða

Einnig eru breyt­ingar gerðar á lögum um atvinnu­rétt útlend­inga. Atvinnu­lífið hefur í áraraðir kallað eftir auð­veld­ari afgreiðslu í þeim efn­um, segir Unnur Brá. „Ef maður er algjör­lega eig­in­gjarn þá erum við að græða ein­stak­linga fyrir okkur án þess að hafa þurft að kosta þá í gegnum allt grunn­skóla­kerf­ið,“ segir hún. Þannig að Íslend­ingar fái mikið út úr því að liðka þessar regl­ur, það er að gera fólki auð­veld­ara fyrir að koma til lands­ins og vinna.

Nefndin leggur til stofnun mót­töku­mið­stöðv­ar. Unnur Brá segir að það væri grund­vall­ar­breyt­ing að hægt væri að safna á einn stað öllu utan­um­haldi um þá sem eru að sækja um alþjóð­lega vernd. Þar færi fram grein­ing á aðstæðum fólks og hvaða þjón­ustu þyrfti að veita. 

Auknir mögu­leikar á fjöl­skyldu­sam­ein­ingu

Arndís A. K. GunnarsdóttirArn­dís A. K. Gunn­ars­dótt­ir, lög­fræð­ingur hjá Rauða kross­in­um, lýsir yfir ánægju vegna skýr­ari ákvæða sem varða heim­ildir stjórn­valda til að taka mál til efn­is­með­ferð­ar. Einnig að það séu auknir mögu­leikar á fjöl­skyldu­sam­ein­ingu fyrir fylgd­ar­laus börn og að réttar­ör­yggi útlend­inga sé tryggt. Hún fjall­aði á fund­inum um sýn Rauða kross­ins en hann vinnur í sam­vinnu við stjórn­völd að mál­efnum flótta­manna og hæl­is­leit­enda og flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna.  

Hún bendir á að rétt­ar­staða rík­is­fangs­lausra sé bætt. Því beri að fagna og einnig refsi­leysi vegna ólög­legrar komu eða fals­aðra skil­ríkja. Hún segir að nýju lögin ítar­legri en þau gömlu. 

Aðgengi að dóm­stólum skert

Arn­dís segir það áhyggju­efni að aðgengi hæl­is­leit­enda að dóm­stólum sé skert. Heim­ildir séu til staðar í nýju lög­unum sem geri for­manni kæru­nefndar kleift að útskurða einn í mál­um. Hún bendir einnig á að með breyt­ing­unum á lögum útlend­inga árið 2014 hafi kær­anda í máli verið veittur réttur til að koma fyrir nefnd og gera grein fyrir sinni afstöðu. Með þessum nýju lögum hafi þessi réttur verið afnum­inn. Kæru­nefndin ákveði því hvort við­kom­andi komi fyrir nefnd­ina. Hún segir að það sé mjög mik­il­vægt að mati Rauða kross­ins að tryggja að umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eigi þess kost að tjá sig munn­lega um eigin mál óski þeir þess. 

Einnig var lagt til að heim­ild yrði bætt við til að veita vega­bréfs­á­ritun ein­stak­lingi sem óskar eftir því að koma til Íslands svo að fólk geti sótt um alþjóð­lega vernd. Þessi til­laga hefur ekki kom­ist inn í lög­in, segir Arn­dís.

Þarf lista yfir örugg ríki?

Í lög­unum er á mörgum stöðum vísað í lista yfir örugg ríki. „Hvað þetta varðar þá ítrekar Rauði kross­inn fyrst og fremst sína afstöðu gagn­vart hug­myndum um slíka lista. Þessir listar eru til þess fallnir að koma í veg fyrir að sumar umsóknir um hæli hljóti sömu skoðun og aðrar og telur Rauði kross­inn þessa lista í eðli sínu skerða réttar­ör­yggi fólks á flótta,“ segir Arn­dís. Þau telja slíka lista vera óþarfa, stjórn­völd ættu að gera greint á milli án þessa lista.

Fagnar því að réttur til fjöl­skyldu­sam­ein­ingar sé ekki skertur

Arn­dís fagnar því að nýju lögin skerði ekki rétt til fjöl­skyldu­sam­ein­ingar eins og sum önnur Evr­ópu­lönd hafa far­ið. Arn­dís segir að slíkar skerð­ingar leiði til þess að konur og börn fara frekar í bát­ana og leggi upp í erfitt ferða­lag. 

Claudie Ashonie Wil­son, lög­fræð­ingur hjá lög­manns­stof­unni Rétti, tekur í sama streng og Arn­dís en hún var einnig frum­mæl­andi á hádeg­is­fund­in­um. Hún fjall­aði um áhrif lag­anna á rétt­ar­stöðu flótta­fólks á Íslandi. Hún óskaði þverpóli­tísku nefnd­inni sér­stak­lega til ham­ingju með að hafa náð settu mark­miði að ná að gera heild­ar­skoðun á mál­efnum útlend­inga. Nýju lögin séu skref í rétta átt til að tryggja að rétt­indi þeirra sem lögin gilda um séu virt. 

Hún fagnar þeim nýmælum sem eru til rétt­ar­bóta fyrir umsækj­endur um alþjóða­vernd, mót­töku­mið­stöð, ákvæði um rétt­ar­stöðu rík­is­fangs­lausra ein­stak­linga og aukna vernd fyrir fylgd­ar­laus börn. 

Áhyggjur af áhrifum lag­anna

Claudie Ashonie WilsonClaudie lýsir þó yfir áhyggjum af ákveðnum laga­á­kvæð­um. Í fyrsta lagi nefnir hún áhrif lag­anna á með­ferð umsóknar barna í fylgd með for­eldrum sín­um. Í öðru lagi áhrif þeirra á með­ferð umsóknar fylgd­ar­lausra barna sem verða full­orðin á meðan máls­með­ferð stend­ur. Æski­legt væri að miða við aldur þeirra við komu til lands­ins eða þegar umsóknin er lögð fram. 

Í þriðja lagi lýsir hún áhyggjum sínum af for­gangs­með­ferð og áhrifum hennar á rétt til aðgengis að dóm­stólum en hún tekur undir með Arn­dísi að styðj­ast eigi ekki við lista yfir örugg rík­i. 

Það verður að taka til­lit til þess hvar Ísland er stað­sett

Í síð­asta lagi talar hún um refsi­leysi umsækj­enda um alþjóð­lega vernd vegna ólög­legrar komu eða fals­aðra skil­ríkja marka ákveðin tíma­mót í rétt­inda­bar­áttu þeirra sem sækja um alþjóð­lega vernd hér á landi. Aftur á móti eru hnökrar á ákvæð­inu, það er að umsækj­andi verður að koma beint frá land­svæð­inu. „Að teknu til­liti til þess að fjöl­margir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd sem koma til Íslands hafa farið í gegnum að minnsta kosti eitt eða fleiri Evr­ópu­ríki áður en þau koma til Íslands,“ bendir hún á. Það sé því ekki raun­hæft að gera þá kröfu til þeirra að þeir komi í óslit­inni för til Íslands. Það verði að tala til­lit til land­fræði­legrar stað­setn­ingar Íslands.

Hvernig vegnar flótta­fólki og inn­flytj­endum í íslensku sam­fé­lagi?

Við lok fundar var und­ir­rit­aður samn­ingur milli inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is, vel­ferð­ar­ráðu­neytis og Háskóla Íslands um heild­stæða úttekt á því hvernig flótta­fólki og inn­flytj­endum vegnar í íslensku sam­fé­lagi. Ríkið sam­þykkti á fundi nýlega að leggja 10 millj­ónir króna til verk­efn­is­ins.

Samningar undirritaðir

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None