Skiptir kosningaþátttaka ungs fólks máli?

Kosningaþátttaka er dræm í yngsta aldursflokknum og ástæður þess virðast vera margþættar og flóknar. Kjarninn leitaði svara hjá tveimur álitsgjöfum til að fá innsýn í þessar ástæður.

Rannsóknir sýna að traust skipti ekki máli í kosningaþátttöku hjá eldra fólki. Því er öfugt farið hjá því yngra.
Rannsóknir sýna að traust skipti ekki máli í kosningaþátttöku hjá eldra fólki. Því er öfugt farið hjá því yngra.
Auglýsing

Kosn­inga­þátt­taka hjá ungu fólki er alla­jafna dræm­ari en hjá þeim eldri. En eru ein­hverjar útskýr­ingar á þess­ari dræmu þátt­töku? Hvað þýðir það að vera þátt­tak­andi í lýð­ræði og skiptir það máli fyrir lýð­ræðið að sem flestir taki þátt? Umræða um minnk­andi kosn­inga­þátt­töku hjá ungu fólki er engin nýlunda enda er mantran „heimur versn­andi fer“ end­ur­tekin kyn­slóð fram af kyn­slóð. Spurn­ingar vakna eins og hvort al­mennt áhuga­leysi sé á hefð­bundnum stjórn­málum og hvort nei­kvæð við­horf til stjórn­valda hafi áhrif. Þá má velta því fyrir sér hvort traust til stjórn­valda hafi áhrif á þátt­töku. 

Sé með­­al­­tal kjör­­sóknar í kosn­­ing­unum 2003, 2007, 2009 og 2013 skoðað sést að ald­­ur­s­hóp­­ur­inn 18-24 ára skilar sér síst á kjör­­stað. Að með­­al­tali svör­uðu 82 pró­­sent þess fólks á aldr­in­um 18 til 24 ára sem tók þátt í kosn­­inga­rann­­sókn­inni þessi ár að þau hefðu kosið í Alþing­is­­kosn­­ing­­um. Miðað við fólk á ald­urs­bil­inu 35 til 64 ára þar sem með­­al­hlut­­fall þeirra sem sögð­ust hafa kosið var 91,8 pró­­sent. 

Auglýsing

Kjarn­inn setti af stað sam­fé­lags­miðla­her­ferð á dög­un­um, ásamt Nútím­an­um, sem miðar að því að hvetja ungt fólk til að fara á kjör­stað.

Í síð­­­ustu for­­seta­­kosn­­ing­um hefur kjör­­sókn verið mun lak­ari en kjör­­sókn í Alþing­is­­kosn­­ing­­um. Í for­­seta­­kosn­­ing­un­um 2012 kusu aðeins 69,3 pró­­sent þeirra sem voru á kjör­­skrá, sam­­kvæmt tölum Hag­­stof­unn­­ar. Árið 2004 kusu enn færri eða 62,9 pró­­sent. Til sam­an­­burðar kusu 81,5 pró­­sent í Alþing­is­­kosn­­ingum 2013 og enn fleiri árið 2009 eða 85,1 pró­­sent kosn­­inga­­bærra ein­stak­linga.

Kjarn­inn leit­aði svara hjá Evu Heiðu Önnu­dótt­ur, nýdoktor á Fé­lags­vís­inda­sviði við Háskóla Íslands og Ólafi Páli Jóns­syni, pró­fessor í heim­speki á Mennta­vís­inda­sviði háskól­ans.

„Eðli­legt“ að kosn­inga­þátt­taka sé í sumum til­fellum dræm­ari

Eva Heiða ÖnnudóttirEva segir að kosn­inga­þátt­taka ungs fólks sé lakri í sveita­stjórn­ar­kosn­ingum en í til dæmis Alþing­is­kosn­ing­um. Stundum sé talað um ann­ars stigs kosn­ing­ar, eins og sveita- og for­seta­kosn­ing­ar, en þær þyki ekki eins merki­legar og fyrsta stigs kosn­ing­ar. Eva bætir við að það sé á ein­hvern hátt eðli­legt.

Er að verða kyn­slóða­breyt­ing?

Hún segir að ef litið sé á rann­sóknir sem gerðar hafa verið um kosn­inga­þátt­töku þá megi sjá að ungt fólk taki síður þátt. Það komi inn eftir 25 ára ald­ur­inn. Hún bendir á að þetta megi sjá úti um allan heim.

Stundum verður kyn­slóða­breyt­ing í kosn­inga­þát­töku, að sögn Evu. Þá komi fólk ekki aftur inn eftir 25 ára ald­ur­inn heldur hald­ist dræm þátt­taka hjá sömu kyn­slóð. Þátt­takan hald­ist þannig við kyn­slóð­ina en ekki við ævi­skeiðið sjálft. Hún segir að núna séu vís­bend­ingar um að á Íslandi séu slíkar breyt­ingar að eiga sér stað. Það sé þó mjög erfitt að spá fyrir um það og að tím­inn og fleiri kosn­ingar verði að leiða það í ljós.

Ungt fólk hefur áhuga á stjórn­málum

Eva segir afdrátta­laust að unga fólkið hafi jafn mik­inn áhuga á stjórn­málum og eldra fólk. Og kann­anir sýni að ungt fólk í dag hefur jafn mik­inn áhuga og ungt fólk fyrir 30 árum. Þannig að ekki sé hægt að kenna áhuga­leysi um dræma kosn­inga­þátt­töku. Ástæð­urnar séu marg­þættar og liggi í öðrum þátt­um.

Verður að koma ungu fólki á kjör­stað sem fyrst

Engin ein lausn virð­ist vera til að fá ungt fólk á kjör­stað. Eva bendir á að oft hefur átak verið sett af stað út um allan heim. Hún telur að lang­best sé að koma ungu fólki á kjör­stað sem fyrst, þannig að það kom­ist í vana.

En hvað á að segja við unga fólkið í aðdrag­anda kosn­inga? „Það verður að haga mál­flutn­ingi með þeim hætti að það sé aug­ljóst að hann höfði til þeirra,“ segir Eva. Hún segir einnig að kosn­inga­próf virð­ist virka vel, sér­stak­lega fyrir ungt fólk, að senda út kosn­inga­leiki og að minna fólk á að kjósa.

Traust skiptir máli hjá yngra fólki

Sam­kvæmt rann­sóknum hefur traust á stjórn­málum mikil áhrif á kosn­inga­þátt­töku hjá ungu fólki. Eva segir að þetta traust skipti ekki máli fyrir 75 ára og eldri enda sé það lík­leg­ast vant því að kjósa. Þetta eigi ekki við um unga fólk­ið. Hún segir um unga fólkið að það kjósi síður ef það beri ekki traust til stjórn­mála­manna. Einnig telur hún að allt sem ger­ist í sam­fé­lag­inu hafi meiri áhrif á ungt fólk, hvort sem það er hvetj­andi eða letj­andi.

Kannski ekk­ert sjálf­sagt að kjósa

Ólafur Páll JónssonÓlafur Páll segir að margir hafi spurt sig þeirrar spurn­ingar síð­ustu ár og jafn­vel ára­tugi af hverju kosn­inga­þátt­taka hjá ungu fólki sé dræm. En þegar svona sé spurt sé eins og fólk gefi sér að það sé sjálf­sagt að kjósa. Kannski sé ekk­ert sjálf­sagt að kjósa og þá ættum við ef til vill að snúa þessu við og spyrja hvers vegna kosn­inga­þátt­taka sé í raun jafn mikil og hún er. „Í öllu falli þá virð­ist mér ekki að ungt fólk sé áhuga­laust um stjórn­mál eða sam­fé­lags­mál yfir­leitt. Þetta sjáum við á mjög grósku­mik­illi lýð­ræð­is­legri þátt­töku ungs fólks allt niður í grunn­skóla og leik­skóla,“ segir hann og tekur í sama streng og Eva varð­andi áhuga ungs fólks á stjórn­mál­um.

Ólafur Páll telur að þessi áhugi birt­ist með marg­vís­legum hætti. „Þegar ég var ung­lingur í grunn­skóla þá held ég að við höfum ekki verið sér­lega póli­tísk. Og mér heyr­ist á jafn­öldrum mínum að það sama eigi yfir­leitt við um þá,“ segir hann. En núna séu krakk­arnir póli­tísk­ir. Það birt­ist í því að stofnuð eru femínista­fé­lög í skól­un­um, krakkar ger­ast græn­metisætur og koma jafn­vel for­eldrum sínum upp á slíkt fæði. Hann segir að ungt fólk sé virkt í mann­rétt­inda­bar­áttu, til dæmis hjá Amnesty International og UNICEF, það taki þátt í bar­áttu fyrir bættu umhverfi og verndun nátt­úr­unnar og þannig mætti lengi telja. Almennar kosn­ingar til Alþingis full­nægi ekki þessum krafti og telur hann að hugs­an­lega sé ungt fólk bara komið á undan kerf­in­u. 

Hvers vegna að kjósa?

Ólafur Páll telur að að margt ungt fólk sem tekur virkan þátt í lýð­ræð­is­legu starfi sjái hin hefð­bundnu stjórn­mál ekki sem aðlað­andi vett­vang – jafn­vel ekki sem vett­vang sem skiptir máli. „Og ég skil þetta vel. Ég get vel ímyndað mér að margt ungt fólk – og ekki bara ungt – hugsi eitt­hvað á þessa leið: „Hvers vegna skyldi ég fara á kjör­stað á fjög­urra ára fresti til að setja kross við ein­hver lista­bók­staf, þegar þing­menn og rík­is­stjórn hlusta ekki á raddir almenn­ings. Og hvers vegna skyldi ég kjósa til Alþingis þegar hið raun­veru­lega vald virð­ist vera ann­ars stað­ar, til dæmis hjá stór­fyr­ir­tækj­um, útgerðum og kannski innsta kjarna stjórn­mála­flokka“.“ 

Sann­leik­ur­inn sé sá að það eru margar ástæður til að hafa lít­inn áhuga á hefð­bundnum stjórn­mál­um. Það séu vit­an­lega líka margar ástæður til að hafa mik­inn áhuga á hefð­bundnum stjórn­málum en þær vegi ekki endi­lega þyngra í hugum fólks. „Og þetta kjör­tíma­bil sem nú er að renna sitt skeið hefur ekki bætt ástand­ið,“ bætir hann við.

Ungt fólk tekur kannski raun­veru­lega afstöðu

Sú stað­reynd að fólk er til­búið að kjósa aðra flokka en það kaus í sein­ustu kosn­ingum er lýð­ræð­is­legt þroska­merki, að mati Ólafs Páls. Það bendi til þess að fólk kjósi eftir að hafa raun­veru­lega tekið afstöðu til flokk­anna. Þetta þýði ekki endi­lega minni tengsl á milli almenn­ings og stjórn­mála­flokka, í raun gæti þetta þýtt nán­ari tengsl. Tengslin væru þá þannig til komin að flokk­arnir yrðu að tala til almenn­ings en gætu ekki gengið að ein­hvers konar „erfða­fylgi“ sem gefn­u. 

En hann veltir því svo fyrir sér hvernig sam­tal flokka og almenn­ings sé. Ef það sé und­ir­lagt af henti­stefnu og popúl­isma þá sé það mjög baga­legt. Hann telur líka að fjöl­miðl­arnir gegni mik­il­vægu hlut­verki í að leyfa stjórn­mála­mönnum ekki að kom­ast upp með slíkt hátta­lag. Það sé kannski mik­il­væg­asta hlut­verk fjöl­miðla.

Af hverju að treysta? 

„Ég held að traust hafi mikil áhrif,“ segir Ólafur Páll. Hann telur að traustið þurfi að vera með tvennum hætti. Í fyrra lagi þurfi að vera hægt að treysta stjórn­mála­mönnum til að vinna af heil­ind­um. Þær upp­lýs­ingar sem birt­ust í Pana­ma-skjöl­unum sýni svart á hvítu að mörgum stjórn­mála­mönnum sé alls ekki treystandi. Enn fremur segir hann að því miður virð­ist þeir sem halda um valdataumana ekki skilja þetta. Í öllu falli sé ekk­ert gert til að efla traust­ið. 

Í öðru lagi telur hann að það sé ekki síður mik­il­vægt að treysta ungu fólki. Og ekki bara ungu fólki, heldur fólki almennt. Stundum sé sagt að fólk sé ekki til­búið til að taka ábyrgð. En hans reynsla sé sú að fólk sé einmitt til­búið til að taka ábyrgð þegar því er treyst fyrir hlutum sem því finnst mik­il­vægir og það hefur vit á. Eitt af því sem hafi verið Þrándur í götu stjórn­mál­anna og stjórn­kerf­is­ins er að þar sé of mikið af gömlum körlum sem sitja fastir í sínum sess í full­vissu þess að öðrum sé ekki treystandi. „Við getum til dæmis tekið nýlegt dæmi um þjóð­hags­ráð. Þar sitja fimm karlar – og frá sjón­ar­hóli ungs fólks eru þeir allir mið­aldra,“ segir hann. Ef þetta sé birt­ing­ar­mynd hefð­bund­inna stjórn­mála þá þurfi ekki að útskýra það neitt sér­stak­lega hvers vegna ungt fólk hafi ekki áhuga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None