Frjáls án farða

Söngkonan Alicia Keys ákvað að hætta að nota farða og voru það ekki síst viðbrögðin sem vöktu athygli. Kjarninn kannaði ástæður söngkonunnar og leit yfir sögu förðunar og andlitsmálningar til þess að skilja betur hvaðan þessi iðja á rætur sínar að rekja.

Söngkonan Alicia Keys á MTV tónlistarhátíðinni. Hún steig fram og opinberaði þá ákvörðun að hætta að nota farða.
Söngkonan Alicia Keys á MTV tónlistarhátíðinni. Hún steig fram og opinberaði þá ákvörðun að hætta að nota farða.
Auglýsing

Söng­konan Alicia Keys gekk eftir rauða dregl­inum á MTV tón­list­ar­há­tíð­inni í síð­ustu viku án farða og við­brögðin létu ekki á sér standa á sam­fé­lags­miðl­um. Margir gagn­rýndu hana fyrir þessa ákvörðun en aðrir studdu hana. Sumir efuð­ust jafn­vel um sann­leiks­gildi þess að hún hafi í raun verið ómál­uð, aðrir töldu hana vera að setja sig á háan hest og enn aðrir klöpp­uðu henni lof í lófa. Með því að hætta að nota farða þá seg­ist hún vilja hrinda af stað bylt­ingu og breyta hug­ar­fari gagn­vart við­horfum til útlits kvenna. 

Umræðan afhjúpaði í raun þær skorður sem konum eru settar varð­andi útlit. Í raun­inni má líta svo á að bara það að fólk taki afstöðu til þess, hvort ein­hver sé farð­aður eða ekki, sé áhuga­vert út af fyrir sig. Söng- og leikkonur hafa í gegnum tíð­ina verið eins konar tákn­myndir fyrir hvernig konur eigi að líta út. Eliza­beth Taylor og Audrey Hep­burn eru dæmi þess á 20. öld­inni en þær voru fyr­ir­myndir fyrir konur út um allan heim. Förðun og and­lits­máln­ing á sér þó langa sögu og djúpar rætur og við­horfin til þess­ara athafna hafa verið mis­mun­andi eftir tíma­bilum og menn­ing­ar­heim­um.

Fann fyrir mik­illi pressu

Þessi ákvörðun söng­kon­unnar að hætta að nota farða var ekki til­vilj­un­ar­kennd en hún gerði grein fyrir máli sínu í bréfi sem birt­ist á Lenn­y­Lett­er.com í maí 2016. Hún lýsir þar á grein­ar­góðan hátt þeirri sam­fé­lags­pressu sem ungar stúlkur finna mjög snemma fyrir á lífs­leið­inni og eru undir fram eftir aldri. 

Auglýsing

Keys vísar í eigin reynslu og segir frá því hvernig var að vera í sviðs­ljós­inu sem ung söng­kona. Hún seg­ist hafa verið óör­ugg og notað farða til að fela óör­ygg­ið. Þess vegna hafi hún tekið þessa ákvörð­un, hún vildi ekki hylja sig leng­ur. Ekki and­lit­ið, ekki hug­ann, ekki sál­ina, ekki hugs­an­ir, ekki drauma, ekki erf­ið­leika og ekki til­finn­inga­legan þroska. Hún vildi ekki hylja neitt leng­ur.



Notkun farða ekki bara fyrir konur

Nefertiti Mynd: EPASaga förð­unar er löng en hún er talin vera alla­vega 5000 ára göm­ul. Á árunum 3000-1500 f.Kr. í Egypta­landi til forna mál­aði fólk af báðum kynjum var­irnar með rauðum lit. Það mál­aði einnig svarta línu í kringum augum en talið er að ástæður þess hafi verið trú­ar­leg­ar, sem og hag­nýt­ar. Svarti lit­ur­inn varði húð­ina fyrir eyði­merk­ur­sól­inni og við­hélt æski­legu raka­stigi húð­ar­inn­ar. Einnig var talið að lit­ur­inn verði þann sem bar hann einnig fyrir illum öndum eða hinu svo­kall­aða „illa auga“. Þennan sið má sjá á vegg- og högg­myndum þessa tíma.

Fleiri menn­ing­ar­heimar tóku upp and­lits­máln­ingu. Gyð­ing­ar, Róm­verjar og Persar not­uðu til að mynda and­lits­máln­ingu í ýmsum til­gangi og í Asíu, Kína og Japan var sér­stök teg­und af svepp borin á húð­ina til þess að koma í veg fyrir öldrun henn­ar. 

Kajal notað til að vernda augun

Á Ind­landi er saga förð­unar löng. Fólk þar í landi hefur lengi notað and­lits­máln­ingu, bæði konur og karl­ar. Slíkt athæfi hefur meira með trú­ar­iðkun og menn­ingu að gera en útlits­kröf­ur. 

Shiki ber á sig „kajal“ með sverði á trúarhátíð. Mynd: EPAFrá fornu fari hafa Ind­verjar málað svartar línur í kringum augun og litað augn­hárin svört með svoköll­uðu kajal en það er það sama og hið afríska og mið-aust­ur­lenska kohl sem unnið er úr antím­onsalla. Enn í dag er kajal not­að, til dæmis til að vernda augun fyrir sól. Það er jafn­vel borið á smá­börn til þess að styrkja og vernda augun og fyrir „illum aug­um“.

Ekki má gleyma bindi, rauða punkt­inum sem Ind­verjar setja eða mála milli augn­anna. Þrátt fyrir að þetta fyr­ir­bæri sé orðið að eins konar tísku­bylgju þá á það sér langa sögu og merk­ingu. Í hindúisma er svæðið milli augn­anna þekkt sem ajna eða „þriðja aug­að“ en það er orku­stöð sem Ind­verjar trúa að sé mið­punktur and­legrar orku og að í henni sé inn­byggð viska. Þegar mann­eskja, kona eða karl, setur rauða punkt­inn milli augn­anna er hún að auka feg­urð sína og and­lega orku. Nú á dögum er einnig til siðs að nota skraut í stað­inn fyrir rauða punkt­inn. 

Einnig hefur verið til siðs í ýmsum menn­ing­ar­heimum að lýsa húð­ina en á mörgum tíma­bilum í gegnum sög­una hefur föl eða ljós húð verið tákn vel­meg­un­ar. Þetta má sjá enn í dag en á mörgum stöðum í heim­inum má finna svipuð við­horf; því ljós­ari sem húðin er því fal­legri þykir hún. Ýmsar leiðir hafa verið not­aðar til þess að lýsa húð­ina t.d. með því að nota efna­blöndur eða að fara í húð­að­gerð­ir. 

Farði ósmekk­legur á öðrum tíma­bilum í sög­unni

Farði hefur oft verið lit­inn horn­auga í vest­rænni menn­ingu. Vikt­oría drottn­ing lýsti því til dæmis yfir að hann væri ósmekk­legur og óvið­eig­andi og að hann skyldi aðeins nota í leik­sýn­ing­um. Farði var þannig tengdur vændi og leik­list. Litið var niður á konur sem förð­uðu sig þannig að eftir var tek­ið. 

Á þessum tíma átti ráð­sett kona að nota heima­gerðan maska úr nátt­úru­legum hrá­efnum eins og höfr­um, hun­angi og eggja­hvítu. Til að hreinsa húð­ina átti hún að nota rósa­vatn eða edik. Hún átti að plokka auga­brún­ir, nudda lax­er­olíu á augn­hár­in, setja hrís­grjónapúður á kinnar og nef og pússa negl­urnar til að fá glansa. Ekki átti að nota vara­lit en þó var borin olía á varir til að gera þær líf­legri. Ýmsar aðferðir hafa þannig verið not­aðar til að ýkja nátt­úru­lega feg­urð á tímum þar sem áber­andi förðun var illa séð.

Förðun og and­lits­máln­ing hefur þannig ekki alltaf verið vel liðin og hefur fólk þurft að gjalda fyrir að mála sig í gegnum tíð­ina. Einnig hafa ýmis eit­ur­efni verið notuð í snyrti- og förð­un­ar­vörur sem hafa valdið alvar­legum auka­verk­unum og jafn­vel var­an­legum afleið­ingum eins og blindu. Mikil notkun snyrti­vara sem inni­héldu blý leiddu í verstu til­fell­unum til dauða. 

Karl­menn förð­uðu sig einnig í Englandi fram á 19. öld, þrátt fyrir að það hafi ekki talist mjög almennt. Georg IV eyddi til að mynda fúlgu fjár í snyrti- og förð­un­ar­vör­ur.

Maskar­inn og augnskugg­inn verður að iðn­aði

Gamall maskari frá MaybellineBylt­ing varð á Vest­ur­löndum í snyrti­vöru­iðn­að­inum í byrjun 20. ald­ar. Fram að þeim tíma höfðu konur búið til sinn eigin mask­ara. 

Eugène Rimmel fann upp fyrsta mask­ar­ann án eit­ur­efna sem kom á markað árið 1917. Maskar­inn varð svo vin­sæll að í mörgum tungu­málum enn í dag er mask­ari kall­aður „rimmel“. Annar vin­sæll mask­ari var nefndur eftir Mabell, systur upp­finn­inga­manns­ins, T.L. Willi­ams en hann er þekktur í dag sem Maybelline. 

Tísku­bylgjur ein­kenna förðun á Vest­ur­löndum allt til dags­ins í dag og er það iðu­lega fræga fólk­ið, leik- og söng­kon­ur, sem mótar tísk­una. Á fyrri hluta 20. aldar fóru konur að mála sig í auknu mæli. Miklar fram­farir urðu í fram­leiðslu hjá snyrti­vöru­fyr­ir­tækjum og voru kvik­mynda­stjörnur iðu­lega fyr­ir­sætur og fyr­ir­myndir fyrir aðrar kon­ur. Audrey Hep­burn var til að mynda vin­sæl leik­kona og fyr­ir­sæta á sjötta og sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar en hún var fræg fyrir að mála dökka línu í kringum aug­un. Þessar dökku línur voru áber­andi í förðun næstu ára­tugi með fjöl­breyttum og lit­uðum augnskuggum og vara­lit­u­m. 

Snyrti­vöru­iðn­að­ur­inn óx gríð­ar­lega á síð­ustu öld og í dag er hann met­inn á tug millj­arða doll­ara. Úrvalið og magnið af snyrti­vörum sem seldar eru út um allan heim hefur aldrei verið meira og þar af leið­andi pressan að líta út á ein­hvern ákveð­inn hátt.

Opin­berun tví­skinn­ungs­ins

Þessi stutta yfir­ferð yfir sögu förð­unar segir okkur að til­hneig­ingin sé rík að mála and­lit, hvort heldur í trú­ar­legum til­gangi eða í feg­urð­ar­skyni. Tísku­bylgjur ganga yfir mis­mun­andi tíma­bil og móta hegðun fólks. Kröf­urnar sem sér­stak­lega konur standa frammi fyrir á hverjum tíma fyrir sig eru mis­mun­andi eftir því hvernig sam­fé­lags­gerðin er hverju sinn­i. 

Þessi sam­fé­lags­pressa er áber­andi á þeim tímum sem við lifum nú og birt­ist vel í umræð­unni í kringum ákvörðun Aliciu Keys um að hætta að farða sig. Með þess­ari ein­földu ákvörðun hefur hún opin­berað bæði ójafn­rétti og lasið við­horf í sam­fé­lags­gerð Vest­ur­landa. Við­brögðin við ákvörðun hennar hafa sýnt að konum er ekki „frjál­st“ að haga lífi sínu eins og þær vilja eða óska. Sami tví­skinn­ungur birt­ist í umræð­unni um búrkur og bik­iní en það er efni í aðra grein. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None