„Mikið fé læt eg annað áður mér þykir betra að missa sverðsins“

Sverðið sem fannst nýlega hefur vakið áhuga og forvitni landans á fundum af því tagi. Ljóst er að slíkir munir hafi þótt dýrmætir og eigendur og smiðir hátt skrifaðir.

Eitt „nýtt“ sverð fannst á dögunum sem nú er geymt á Þjóðminjasafni Íslands.
Eitt „nýtt“ sverð fannst á dögunum sem nú er geymt á Þjóðminjasafni Íslands.
Auglýsing

Sverð eru iðu­lega örlaga­valdar í Íslend­inga­sög­unum en gott dæmi þess er Fót­bít­ur, sverð Geir­mundar gnýs í Lax­dælu. „Mikið fé læt eg annað áður mér þykir betra að missa sverðs­ins,“ mælir hann og er til­bú­inn að fórna miklu fyrir sverðið áður en hann leggur bölvun á það og ferst með skipi sínu. For­vitni vaknar nú þegar „nýtt“ sverð er fundið í Skaft­ár­hreppi. Það fannst í byrjun sept­em­ber en slíkir fundir eru sjald­gæfir hér á landi. Kjarn­inn náði tali af tveimur forn­leifa­fræð­ingum sem hafa velt fyrir sér og stúd­erað sverð­fundi á Ísland­i. 

Helm­ingur kumla rænd

Slíkir fundir eru algeng­astir í kumlum eða gömlum gröfum að sögn Stein­unnar J. Krist­jáns­dótt­ur, pró­fess­ors í forn­leifa­fræði við Háskóla Íslands. Hún segir að rúm­lega tutt­ugu sverð hafi fund­ist á að minnsta kosti 200 ára tíma­bili sem segir hversu fátíðir slíkir fundir eru. Sverðið sem nýlega fannst er talið hafa legið í kumli og lík­legt þykir að það hafi færst úr stað í Skaft­ár­hlaupi.

Um 320 kuml hafa fund­ist á Íslandi og mörg þeirra, eða um helm­ing­ur, hafa verið rænd, að sögn Stein­unn­ar. Hún segir að ránin hafi gerst mjög snemma eftir að fólk hefur verið grafið í kuml­unum og að þess vegna séu ekki mörg sem eru óskemmd. Sautján sverð hafa fund­ist í kumlum og hin voru lausa­fund­ir. 

Auglýsing

Dýr­mætir hlutir grafnir með eig­end­unum

Steinunn J. Kristjánsdóttir„Það tíðk­að­ist á þessum tíma að grafa fólk með eigum sín­um, með þessu svo­kall­aða haug­fé,“ segir Stein­unn. Hún segir að það hafi tíðkast á öllum tímum að grafa fólk með ein­hverjum gripum og meira segja í dag sé þetta enn gert. Hún bendir þó á að á kristnum tíma hafi þetta orðið mjög sjald­gæft og þá hafi það yfir­leitt verið sálma­bók sem fór með í gröf­ina. En á heiðnum tíma, á vík­inga­öld, hafi grafir oft verið mjög ríku­legar og mikil verð­mæti í þeim. 

En hvernig telur Stein­unn að sverðin hafi verið not­uð? „Ég held að sverðin hafi verið notuð sem vopn. Og miðað við hvað það hafa fund­ist fá sverð þá hljóta þetta að hafa verið mjög verð­mætir grip­ir,“ segir hún. Og mjög sjald­gæfir, bætir hún við.

Hún segir að í Íslend­inga­sög­unum hafi sverð verið ígildi jarðar eða báts. Það kemur fram í Vatns­dæla­sögu þar sem synir skipta eigum föður síns. Einn son­ur­inn fær sverð­ið, einn bæinn og einn bát­inn. Hún segir að það hafi verið stöðu­tákn að eiga sverð. 

Ein­ungis karl­menn áttu sverð

Stein­unn bendir á að sverð hafi aldrei fund­ist í kven­kumli og þess vegna sé talið að konur hafi alla­jafna ekki átt sverð. „Að sama skapi virð­ast það vera kúptar nælur sem eru frekar sjald­gæfar líka, en þó algeng­ari en sverð­in, sem hafi verið tákn um stöðu kvenna. Og þær hafa aldrei fund­ist í karl­kum­li,“ segir hún. Hún segir að þessir tveir hlutir séu einu hlut­irnir sem bundnir eru við kyn­in. Annað hefur fund­ist í báðum kuml­um, skart­grip­ir, perlur og fleira. 

Sverðin inn­flutt

Að sögn Stein­unnar voru þeir sem smíð­uðu sverðin mjög hátt skrif­að­ir, eins og eig­end­urn­ir. Það hafi alls ekki verið á færi allra að smíða slík sverð en það hefur tekið tvö til þrjú ár að smíða gott sverð. Hún segir að þau hafi ekki verið búin til hér á landi og séu því inn­flutt. Ákveðnir smiðir hafi fram­leitt sverðin og að viss tísku­fyr­ir­brigði hafi tíðkast í smíð­inn­i. 

Stein­unn segir að blöðin í þau, sverð­blöðin sem yfir­leitt voru tví­eggja, hafi verið fram­leidd í Bæj­ara­landi og flutt þaðan til Skand­in­avíu þar sem hjöltun hafi verið búin til á þau. 

Síðan hafi vík­ing­arnir farið aftur með sverðin til­búin suður eftir meg­in­land­inu og drepið mann og ann­an, sem hafi orðið til þess að bann var sett við útflutn­ingi á sverð­blöðum frá Bæj­ara­landi. Þá hafi sum þess­ara sverða ratað til Íslands með vík­ingum sem voru að flytj­ast hingað til Íslands allt fram til alda­mót­anna 1000, jafn­vel enn leng­ur. Öll sverðin sem fund­ist hafa á Íslandi eru frá árunum 870-1000. 

Hægt að ald­urs­greina á hjölt­unum

Sverðið sem fannst núna er Q-gerð sem segir okkur að það hafi verið búið til á bil­inu 900-1000. Stein­unn segir að þetta sé algeng­asta teg­undin sem fund­ist hefur til dæmis í Nor­egi og það gæti bent til tengsla þang­að. Týpólógía Petersens



Kerfið sem farið er eftir er nefnt eftir norska forn­leifa­fræð­ingnum Dr. Jan Greve Thaulow Pet­er­sen. Hann skrif­aði bók­ina Norska Vík­inga­sverðið árið 1919 og eru kenn­ingar hans og við­mið enn þann dag í dag notuð til að ald­urs­greina sverð. Kerfið gengur út á að það sáist á hjölt­unum hvaða gerðar sverð eru og þar af leið­andi frá hvaða tíma­bili. Þess vegna eru sverð sem finn­ast án hjalta erf­ið­ari í ald­urs­grein­ing­u. 

Fann sjálf sverð

Stein­unn fann sjálf sverð fyrir tuttt­ugu og einu ári í Skrið­dal í Fljóts­dal. Kum­lið var óraskað og mikið haugfé var í því. „Þar voru skart­grip­ir, vopn, heim­il­is­á­höld og hestur í fullum reið­tyg­um,“ segir hún. Talið er að það hafi verið tengt Graut-Atla, þann sem nam Atla­vík, en eru það ein­ungis vanga­velt­ur. Sverðið er V-gerð.Kuml í Skriðdal. Mynd: Steinunn J. Kristjánsdóttir



Hún segir að hún hafi í raun ekki áttað sig á því að þetta hafi verið svona merki­legt. „Seinna meir þá hef ég verið að velta því meira fyrir mér hvað það er lít­ill mögu­leiki á að finna sverð,“ segir hún. Og vegna fund­ar­ins núna þá séu margir spenntir sem vinna á þessum vett­vangi.

Sverð hafa fund­ist hring­inn í kringum allt land­ið. Stein­unn segir þó að á ákveðnum svæðum á land­inu hafi fund­ist fleiri kuml en ann­ars stað­ar. Þar nefnir hún Fljóts­dals­hérað og ákveðin svæði fyrir norðan eins og Svarf­að­ar­dal. Þar hafi fund­ist mjög kuml og eins á Suð­ur­land­i. 

„Nýja“ sverðið hánor­rænn gripur

Ármann Guðmundsson

„Gripir af þessu tagi eru mjög óal­gengir og fágætir hér á safn­in­u,“ seg­ir Ármann Guð­munds­son, forn­leifa­fræð­ingur og verk­efna­stjóri á Þjóð­minja­safni Íslands, um nýfundna sverð­ið. Hann tekur undir með Stein­unni og bendir á að Q-gerðin sé fremur algeng sem og M-gerð­in. Hann segir að þetta sverð sé hánor­rænn gripur því að þessi Q-gerð finn­ist nán­ast ekk­ert á Bret­landseyjum og hafi ein­ungis eitt þannig sverð fund­ist í Skotlandi. En fjöld­inn allur í Skand­in­av­íu. 

Ármann segir að ýmsar ástæður gætu legið að baki því að ekki hafi fund­ist fleiri sverð á Íslandi en raun ber vitni. Ein ástæðan gæti verið að þau finn­ist aðal­lega í kumlum og að fá kuml hafi fund­ist.

„Þetta er þriðja sverðið sem kemur hingað inn á 20 árum, þannig að það er ekki eins og það ger­ist á hverjum föstu­deg­i,“ segir Ármann. Öll sverðin eru geymd á Þjóð­minja­safn­inu.

Sverðin verða að mold sé ekk­ert að gert

Allir gripir sem finn­ast þurfa að fara í for­vörslu en hún miðar að því að koma þeim í stöðugt ástand, segir Ármann. „Efnin hafa til­hneig­ingu til að leita að upp­runa sín­um. Ef ekk­ert er að gert, þá mun þetta grotna niður og verða að mold. Þar grípum við inn í og það er for­varslan,“ segir hann. Grip­irnir séu síðan geymdir við bestu aðstæður sem hugs­ast geta.

Að lokum segir Ármann að það sé gott hjá þeim sem fundu þetta sverð að koma því til Minja­stofn­un­ar, til þess að allir geti notið þess; „Því við eigum þetta sam­an, öll þjóð­in.“ 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None