Blaðamenn og kvikmyndastjörnur í klandri: lögregla stendur vörð um olíuleiðslu

Frægðarfólk hefur flykkt sér á bak við mótmælendur og fylgjendur þeirra í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Þeir krefjast þess að landið verði virt og óttast að drykkjarvatn þeirra mengist þegar löng olíuleiðsla verður tekin í gagnið.

Mótmælendur mótmæla olíuleiðslunni í Norður-Dakóta fyrir framan Hvíta húsið í Washington í september 2016.
Mótmælendur mótmæla olíuleiðslunni í Norður-Dakóta fyrir framan Hvíta húsið í Washington í september 2016.
Auglýsing

Mikil upp­þot hafa orðið eftir að mót­mæl­endur komu séu upp búðum við jaðar vernd­ar­svæðis frum­byggja í Amer­íku til þess að lýsa and­stöðu við olíu­leiðslu í Norð­ur­-Da­kóta í Banda­ríkj­un­um. Tugir manns söfn­uð­ust einnig saman fyrir framan Hvíta húsið í sept­em­ber til að mót­mæla olíu­leiðsl­unni sem mun liggja í gegnum fjögur fylki í Banda­ríkj­unum og sam­kvæmt þeim hafa nei­kvæð áhrif á fólk og vist­kerfi á svæð­inu.

En ekki hafa ein­ungis mót­mælin kom­ist í heims­press­una heldur hefur athyglin beinst að blaða­mönnum og töku­fólki sem hyggst hefur skrá­setja mót­mælin sjálf. Yfir­völd á staðnum hafa brugð­ist ókvæða við og sakar þetta fólk um ýmiss konar lög­brot. Mikil spenna hefur ríkt milli lög­reglu og mót­mæl­enda og þannig hafa blaða­menn og mót­mæl­endur ýmist verið hand­teknir eða ákærðir fyrir mis­al­var­leg brot og gefnar hafa verið út hand­töku­skip­anir á þá. 

Heil­agt land og mik­il­vægt vatn

For­sagan er sú að mót­mæl­end­ur lýstu and­stöðu sinni við olíu­leiðslu frá Kanada til Banda­ríkj­anna í Norð­ur­-Da­kóta fylk­i. ­Á­ætluð leiðsla mun liggja við Stand­ing Rock Sioux-vernd­ar­svæði frum­byggja Amer­íku. Mót­mæl­endur telja að leiðslan fari inn á heil­agt svæði og muni getað mengað drykkj­ar­vatn á svæð­in­u. 

Auglýsing

Aðal­lega er um að ræða fólk sem býr á svæð­inu og frum­byggja, þrátt fyrir að margir hvaðanæva af land­inu hafi sleg­ist í för með þeim. Margir þeirra hafa nú komið sér fyrir sitt hvoru megin við Cann­on­ball­-ána sem rennur þar hjá. Sumir líta svo á mót­mælin snú­ist ekki bara um þetta svæði eða þessa olíu­leiðslu heldur horfa þeir á hlut­ina í stærra sam­hengi þar sem mót­mælin standi fyrir almennum nátt­úru­vernd­ar­gild­um.

Eins og fyrr segir hafa mót­mælin staðið yfir í marga mán­uði og virð­ist ekk­ert lát vera á þeim. Nýtt sam­fé­lag hefur mynd­ast og margir hafa byggt sér skýli og athvörf til að við­haf­ast í.

Á yfir höfði sér þungan dóm

Heim­ilda­mynda­gerð­ar­konan Deia SchlosbergDeia Schlos­berg hefur verið hand­tekin en hún tók upp mót­mæli sem áttu sér stað á þriðju­dag­inn í síð­ustu viku í Norð­ur­-Da­kóta í Banda­ríkj­un­um. Hún hefur verið kærð fyrir þrjú alvar­leg brot gegn lögum og gæti átt yfir höfði sér margra ára­tuga fang­els­is­dóm verði hún fundin sek. Mynda­vélin hennar og allar upp­tökur voru gerðar upp­tækar en hún hefur ekk­ert getað tjáð sig um hand­tök­una. 

Fjöl­margir hafa skrifað undir opið bréf til Barack Obama þess efnis að hand­takan væri „ósann­gjörn, órétt­lát og ólög­leg.“ Söngv­ar­inn Neil Young og leik­ar­inn Mark Ruffalo hafa tekið þátt í umræð­unni og skorað á að Schlos­berg verði látin laus fyrir þær sakir að hún hafi ein­ungis verið að vinna vinn­una sína. Leikkon­urnar Daryl Hannah og Frances Fis­her hafa einnig skrifað undir bréfið ásamt fjölda ann­arra rit­höf­unda, kvik­mynda­gerða­manna og blaða­manna. Í bréf­inu seg­ir:

„Blaða­mennska, sér­stak­lega heim­ilda­mynda­gerð, er ekki glæp­ur. Hún er skylda. Frelsi fjöl­miðla er grund­vall­ar­réttur okkar í frjálsu sam­fé­lagi. Ákær­urnar gegn henni eru órétt­látar og það verður að fella þær niður strax.“

Mótmæli vegna olíuleiðslu í Norður-Dakóta. Mynd: EPA

Yfir­völd halda því fram að ekki hafi verið um frið­sam­leg mót­mæli að ræða heldur sak­næmt athæfi. Lög­reglu­yf­ir­völd hafa boð­ist til að skila tækjum Schlos­berg því að ekki hafi verið mark­miðið að koma í veg fyrir skrá­setn­ingu atburð­anna. 

Tján­ing­ar­frelsi í hættu

Amy GoodmanBlaða­kon­unni Amy Good­man átti einnig yfir höfði sér ákærur fyrir að taka þátt í óeirðum í sept­em­ber eftir að hafa kvik­myndað mót­mæl­in. Lög­reglu­yf­ir­völd gáfu út hand­töku­skipun á hendur henni. Þetta kom fram á BBC en þar kemur fram að hún seg­ist ásótt fyrir það eitt að vinna vinn­ana sína sem blaða­mað­ur. Hún sagði að hún hefði ekki farið í óleyfi inn á land­svæðið og hefði ekki tekið þátt í óeirð­um, eins og yfir­völd saka hana um. Hún hefði verið að vinna sem blaða­maður með því að skrá­setja það ofbeldi sem frum­byggjar í Amer­íku hafi þurft að þola. 

Nýlega féll þó dómur á þann veg að slíkar ákærur væru ekki rétt­læt­an­legar þar sem sann­anir vant­aði fyrir þeim. Mikil ánægja hefur verið með dóm­ar­ann sem tók þessa ákvörðun og segir Good­man að dóm­ur­inn hafi verið í þágu tján­ing­ar­frelsis fjöl­miðla.  

Hér fyrir neðan má sjá eina umfjöllun Good­man um mót­mæl­in.



Hollywood-­stjarna hand­tekin

Leik­konan Shai­lene Woodley tók þátt í frið­sælum mót­mælum í byrjun októ­ber. Hún var hand­tekin ásamt 26 öðrum og ákærð fyrir minni­háttar brot. Henni hefur nú verðið sleppt. Woodley tók upp hand­tök­una á Face­book en hana má sjá hér fyrir neð­an.





 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None