Öll hjól á fullri ferð

Hagvöxtur er mikill, krónan hefur styrkst hratt, verðbólgan hefur haldist í skefjum og laun hækkað langt umfram framleiðni. Óhætt er að árið 2016 hafi einkennst af miklum efnahagslegum krafti.

7DM_4184_raw_1616.JPG
Auglýsing

Árið 2016 fer í sögu­bæk­urnar sem afar jákvætt fyrir íslenska hag­kerfið sé mið tekið af köldu mati á hag­töl­un­um. Hag­vöxtur verður lík­lega í hæstu hæðum þegar horft verður yfir árið, yfir fimm pró­sent. Ferða­manna­straum­ur­inn hefur verið stöð­ugur og knýr hann efna­hags­batann áfram líkt og und­an­farin ár. 

Gert er ráð fyrir því að 1,7 millj­ónir erlendra ferða­manna komi til lands­ins á þessu ári en þeir voru um 1,2 millj­ónir á síð­asta ári. Spár fyrir næsta ár gera ráð fyrir enn einu vaxt­ar­ár­inu. Um 2,2 millj­ónir munu þá koma til lands­ins. Til sam­an­burðar má nefna að tæp­lega 500 þús­und komu til lands­ins árið 2010. 

Verð­bólga mælist nú 1,9 pró­sent og hefur hald­ist undir 2,5 pró­sent mark­mið­inu í meira en þrjú ár. Það munar um þetta fyrir Íslend­inga sem hafa ekki átt svo löngu tíma­bili að venj­ast þar sem verð­bólgu­draugnum er haldið í skefj­um.

Auglýsing

Upp­gjör slita­búa

Þegar kemur að stöðu rík­is­sjóðs þá munar mestu um kúvend­ing­una á stöð­unni í tengslum við upp­gjörið á slita­búum föllnu bank­anna, Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans, í byrjun árs­ins. Íslenska ríkið fékk þá í sinn hlut um 500 millj­arða, þegar allt er talið, og skulda­staða þjóð­ar­búss­ins gagn­vart útlöndum snögg­breyt­ist til hins betra. 

Frá árið 1960, þegar mæl­ingar hófust á þess­ari stöðu, hefur staðan sjaldan eða aldrei verið betri. Skuldir rík­is­ins sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu verða komnar niður fyrir 40 pró­sent á næsta ári ef áætl­anir ganga eft­ir. 



Íslenska ríkið á nú um 80 pró­sent af fjár­mála­kerf­inu, þar af Íslands­banka að fullu, Lands­bank­ann 98 pró­sent og Arion banka 13 pró­sent. Ríkið er svo einnig eig­andi Íbúða­lána­sjóðs, Byggða­stofn­un­ar, Lána­sjóðs íslenskra náms­manna og eign­ar­hluta í spari­sjóða­kerf­inu.

Sig­urður Hann­es­son, sem sæti átti í fram­kvæmda­hópi um afnám hafta, sagði í grein á vef okkar á dög­un­um, að nið­ur­staðan hefði verið framar vonum og að Lee Bucheit, ráð­gjafi stjórn­valda í mál­inu, hafi sagt nið­ur­stöð­una hag­fellda og for­dæma­lausa.

Engin óveð­ur­ský í aug­sýn

Hag­vís­arnir snúa flestir í rétta átt eins og mál standa nú. Atvinnu­leysi er ríf­lega þrjú pró­sent og mikil vöntun á vinnu­afli, einkum í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­að­i. 

Íslend­ingar eiga nú meira erlendis en þeir skulda. Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræð­ingur Seðla­banka Íslands, sagði í grein á vef Kjarn­ans skömmu fyrir jól, að gott gengi útflutn­ings­hliðar hag­kerf­is­ins hefði lagt grunn­inn að sterkri stöðu.

Kast­ljósið bein­ist að krón­unni

Styrk­ing krón­unnar var eitt af því sem ein­kenndi stöðu mála í hag­kerf­inu, en hún hjálp­aði til við að halda aftur af inn­fluttri verð­bólgu, sem síðan styrkti stöðu heim­il­anna veru­lega. Krónan hefur styrkst um rúm­lega 15 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal á árinu, 16 pró­sent gagn­vart evru og rúm­lega 27 pró­sent gagn­vart pund­inu, en eftir að Brexit kosn­ing­unni í júní, þá hrap­aði pundið í virði gagn­vart helstu við­skipta­myntum heims­ins.

Styrking krónunnarhefur verið mikil, eins og hér sést.



Styrk­ingin olli fyr­ir­tækjum í útflutn­ingi áhyggj­um, og einnig í ferða­þjón­ustu. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn á mik­illa hags­muna að gæta og þá sér­stak­lega á Bret­lands­mark­aði sem ára­tugum saman hefur verið mik­il­væg­asti mark­að­ur­inn fyrir þorsk. Um 12 pró­sent af vöru­út­flutn­ingi íslenskra fyr­ir­tækja í fyrra var á Bret­lands­markað og um 19 pró­sent erlendra ferða­manna komu það­an. Staða krón­unnar gagn­vart pund­inu hefur við mikil áhrif á við­skipta­kjör sem í boði eru milli land­anna. 

Hluta­bréfa­verð skráðra félaga lækk­aði yfir heild­ina lit­ið, og mun­aði þar mikið um mikið verð­fall á Icelandair, einkum á seinni helm­ingi árs­ins. Frá því um mitt ár hefur mark­aðsvirði félags­ins lækkað um ríf­lega 70 millj­arða króna en það er nú 114 millj­arða króna virði.



Margt bendir til þess að gengi krón­unnar gæti styrkst enn frekar á kom­andi ári þar sem gjald­eyr­is­inn­streymi frá erlendum ferða­mönnum verður mun meira með fjölgun upp á 500 þús­und ferða­menn. Sam­kvæmt spám grein­enda Íslands­banka er gert ráð fyrir að gjald­eyr­is­inn­streymi geti numið 500 millj­örðum á næsta ári en á þessu ári verði það tæp­lega 430 millj­arð­ar. 

Gríðarlegur vöxtur hefur verið í ferðaþjónustunni á undanförnum árum.

Fast­eignir hækka og hækka

Mikil hækkun á fast­eigna­verði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hélt áfram á árinu og nam hækk­unin ríf­lega tólf pró­sent­um. Á fimm árum hefur hefur raun­verð íbúða í fjöl­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 50 pró­sent að með­al­tali. Mest hefur hækk­unin verið mið­svæðis í Reykja­vík og vega áhrifin vegna ferða­þjón­ustu þar þung, en talið er að um þrjú þús­und íbúðir hafi verið í útleigu til ferða­manna í miðbæ Reykja­víkur á und­an­förnum árum, meðal ann­ars í gegnum vef­inn Air­bn­b. 

Sókn á ný svæði nauð­syn

Þrátt fyrir að byr sé í seglum íslenska hag­kerf­is­ins þessi miss­erin þá getur staðan snú­ist við á skömmum tíma. Samið varið um ríf­legar launa­hækk­anir hjá nær öllum stéttum á árinu 2016 þrátt fyrir að fram­leiðni hafi lítið sem ekk­ert auk­ist. Ef verð­bólgu­horfur versna, t.d. vegna hækk­unar á olíu­verði á heims­mörk­uð­um, þá gætu efna­hags­horfur versn­að, verð­bólga auk­ist og þar með dregið úr kaup­mætti launa. Inni­stæðu­lausar launa­hækk­anir gætu þá reynst dýr­keypt­ar. Ekk­ert bendir þó til þess að árið 2017 verði ár mik­illa koll­steypa, þó ávallt sé vandi um slíkt að spá. 

Eins og ávallt verður vafa­lítið erfitt fyrir fyr­ir­tæki sem starfa á alþjóða­mörk­uðum að við­halda sinni mark­aðs­hlut­deild. Sér­stak­lega á þetta við um fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi sem hafa þurft að laga sig að erf­iðum aðstæð­um, meðal ann­ars á mik­il­vægum mörk­uðum í Níger­íu, Aust­ur-­Evr­ópu og Suð­ur­-­Evr­ópu einnig. Sókn á ný svæði er mik­il­væg í þessu árferði og gæti nýja árið ekki síst ein­kennst af því að  út­flutn­ings­fyr­ir­tæki reyni að opna dyr að nýjum mörk­uð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None