Tíu staðreyndir um íslenskan hlutabréfamarkað 2016

Miklar sviptingar voru á íslenskum hlutabréfamarkaði í ár. Styrking krónu lækkaði markaðsvirði stórra fyrirtækja um tugi milljarða og heildarvirði skráðra félaga dróst saman. Eina konan hvarf af forstjórastóli og valdir fengu að hagnast vegna aðgengis.

kauphöll
Auglýsing


  1. Úrvals­vísi­tala íslensku Kaup­hall­ar­innar svo­kall­aða, sem er sam­sett af þeim átta félögum sem hafa mestan selj­an­leika á Nas­daq Iceland, lækk­aði um níu pró­sent á árinu 2016. Heild­ar­vísi­tala hluta­bréfa lækk­aði um 6,7 pró­sent.

  2. Veltan með hluta­bréf jókst hins vegar umtals­vert. Heild­ar­við­skipti með þau voru 559 millj­arðar króna á árinu sem var að líða en 392 millj­arðar króna á árinu 2015. Aukn­ingin nemur því 41 pró­sent­um. Mest voru við­skipti með bréf Icelandair Group (140,1 millj­arður króna), Marel (70,4 millj­arðar króna) og Haga (52,6 millj­arða króna).

  3. Mark­aðsvirði skráðra hluta­bréfa var sam­tals 993 millj­arðar króna í lok árs 2016, sem er fimm pró­sent lægra en í lok árs 2015. Þetta var staðan þrátt fyrir að tvö félög hafi verið nýskráð á markað á árinu, Skelj­ungur á Aðal­markað og Iceland Seafood Interna­tjonal á First North mark­að­inn.

    Auglýsing
  4. N1, sem rekur elds­neyt­is­stöðvar víða um land, hækk­aði mest á árinu. Alls hækk­uðu bréf félags­ins um 84 pró­sent. Næst mesta hækkun var á bréfum í Eim­skipta­fé­lagi Íslands, en þau hækk­uðu um 37 pró­sent.

  5. Félög sem eru fyrst og síð­ast með tekjur í öðrum gjald­miðli hafa hrunið í verði í Kaup­höll­inni sam­hliða mik­illi styrk­ingu krón­unn­ar, þrátt fyrir að rekstur þeirra allra sé afar stöð­ug­ur. Hluta­bréf í Icelanda­ir, stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins, hafa til að mynda lækkað um 34,7 pró­sent á einu ári. Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins er nú um 115 millj­arðar króna. Í lok apríl síð­ast­lið­ins var það um 189 millj­arðar króna. Því hefur mark­aðsvirði Icelandair lækkað um 74 millj­arða króna á á um átta mán­uð­um.

  6. Bréf í Öss­uri einnig lækkað mik­ið. Mark­aðsvirði Öss­urar nú um ára­mótin er um 173 millj­arðar króna en var um 210 millj­arðar króna í lok árs 2015. Því hefur mark­aðsvirðið lækkað um 31 millj­arð króna á einu ári, eða 17,9 pró­sent.

  7. Mesta hlut­falls­lega lækk­unin varð þó á bréfum sjáv­ar­út­vegs­ris­ans HB Granda, eina skráða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins. Mark­aðsvirði félags­ins er nú um 47,1 millj­arður króna. Í lok árs 2015 var það 74,5 millj­arðar króna. Því hefur virðið lækkað um 27,4 millj­arða króna á einu ári, eða um 36,7 pró­sent.

  8. Í lok ágúst var til­kynnt um að stjórn Vátrygg­inga­­fé­lags Íslands (VÍS) hefði samið við Sig­rúnu Rögnu Ólafs­dótt­­ur, for­­stjóra félags­­ins, um að láta af störf­um. Þess í stað var Jakob Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Promens, ráð­inn í starf­ið. Sig­rún Ragna var eina konan sem stýrði skráðu félagi á Íslandi. Nú er því eng­inn kona í slíku starfi, en alls eru 17 félög skráð á aðal­­­markað Kaup­hallar Íslands.

  9. Valdir við­­skipta­vinir Arion banka, sem fengu að kaupa fimm pró­­sent hlut í Sím­­anum af bank­­anum skömmu fyrir útboð haustið 2015 á verði sem reynd­ist lægra en nið­­ur­­staða útboðs­ins, máttu selja bréf sín þann 15. jan­úar 2016. Virði bréf­anna hafði þá hækkað um yfir 400 millj­ónir króna á þeim rúmu þremur og hálfum mán­uðum sem liðnir voru frá kaupum þeirra. Arion banki við­­ur­­kenndi í októ­ber 2015 að gagn­rýni á sölu bréf­anna til vild­­ar­við­­skipta­vin­anna hefði verið rétt­­mæt. Ekki hefur feng­ist upp­gefið hverjir það voru sem fengu að kaupa þessi bréf.

  10. Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hallar Íslands, skrif­aði grein á Kjarn­ann 3. apríl 2016 þar sem hann fjall­aði um stöðu atvinnu­lífs­ins á Íslandi. Þar sagði hann að það sem öðru fremur ræður efna­hags­­legri vel­­megun þjóðar séu þær leik­­reglur sem atvinn­u­líf hennar býr við og hversu ákveð­ið þeim leik­­reglum er fram­­fylgt. Þrátt fyrir marg­vís­­legar aðgerðir sem ráð­ist var í eftir hrun og sem hafa miðað að því að stuðla að bættum stjórn­­­ar­háttum fari því þó fjarri að at­vinn­u­lífið hafi end­­ur­heimt traust almenn­ings. Skoðun Páls á því hvað stæði þar í vegi er skýr:

„Að mínu mati ber opin­ber umræða þess ­merki að almenn­ingi er ekki ljóst hvaða skoðun er ríkj­andi í atvinn­u­líf­inu á þeim vafasömu starfs­háttum sem við­­geng­ust fyrir hrun. Þar með hlýtur að ríkja vafi á því í huga fólks að atvinn­u­lífið rýni mark­visst eigin starfs­hætti. Umræða um þá dóma sem fallið hafa í málum tengdum hrun­inu ein­­kenn­ist af harðri gagn­rýn­i á ákæru­­valdið og dóm­stóla af hálfu þeirra sem hafa verið sak­­felld­­ir. Fæst­ir, ef nokkrir, virð­­ast telja sig hafa gert nokkuð rangt. Á meðan aðrir blanda sér­ ekki í umræð­una er hættan sú að litið verði á þessa sömu menn sem málsvara við­­skipta­lífs­ins. Að mínu mati má færa sterk rök fyrir því að for­svar­s­­menn í ís­­lensku við­­skipta­­lífi eigi að láta sig þessa umræðu varða til þess að ekki ­leiki nokkur vafi á við­horfi meg­in­þorra atvinn­u­lífs­ins á við­­skipta­háttum í að­drag­anda hruns­ins.  Al­var­­leg lög­­brot voru fram­in.  Af­leitir við­­skipta­hættir kostuð­u gríð­­ar­­lega fjár­­muni og mikla þján­ingu. Stór­­kost­­leg mark­aðs­mis­­­notkun átti sér­ ­stað. Trú á mark­aðs­hag­­kerfið og hið frjálsa fram­­tak hefur beðið hnekki. ­Starfs­um­hverfi atvinn­u­lífs­ins hefur laskast af þessum sök­­um. Mikið er í húfi. Þörf er á skýrum skila­­boð­­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None