Úrvalsvísitala íslensku Kauphallarinnar svokallaða, sem er samsett af þeim átta félögum sem hafa mestan seljanleika á Nasdaq Iceland, lækkaði um níu prósent á árinu 2016. Heildarvísitala hlutabréfa lækkaði um 6,7 prósent.
Veltan með hlutabréf jókst hins vegar umtalsvert. Heildarviðskipti með þau voru 559 milljarðar króna á árinu sem var að líða en 392 milljarðar króna á árinu 2015. Aukningin nemur því 41 prósentum. Mest voru viðskipti með bréf Icelandair Group (140,1 milljarður króna), Marel (70,4 milljarðar króna) og Haga (52,6 milljarða króna).
Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var samtals 993 milljarðar króna í lok árs 2016, sem er fimm prósent lægra en í lok árs 2015. Þetta var staðan þrátt fyrir að tvö félög hafi verið nýskráð á markað á árinu, Skeljungur á Aðalmarkað og Iceland Seafood Internatjonal á First North markaðinn.
AuglýsingN1, sem rekur eldsneytisstöðvar víða um land, hækkaði mest á árinu. Alls hækkuðu bréf félagsins um 84 prósent. Næst mesta hækkun var á bréfum í Eimskiptafélagi Íslands, en þau hækkuðu um 37 prósent.
Félög sem eru fyrst og síðast með tekjur í öðrum gjaldmiðli hafa hrunið í verði í Kauphöllinni samhliða mikilli styrkingu krónunnar, þrátt fyrir að rekstur þeirra allra sé afar stöðugur. Hlutabréf í Icelandair, stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, hafa til að mynda lækkað um 34,7 prósent á einu ári. Markaðsvirði fyrirtækisins er nú um 115 milljarðar króna. Í lok apríl síðastliðins var það um 189 milljarðar króna. Því hefur markaðsvirði Icelandair lækkað um 74 milljarða króna á á um átta mánuðum.
Bréf í Össuri einnig lækkað mikið. Markaðsvirði Össurar nú um áramótin er um 173 milljarðar króna en var um 210 milljarðar króna í lok árs 2015. Því hefur markaðsvirðið lækkað um 31 milljarð króna á einu ári, eða 17,9 prósent.
Mesta hlutfallslega lækkunin varð þó á bréfum sjávarútvegsrisans HB Granda, eina skráða sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Markaðsvirði félagsins er nú um 47,1 milljarður króna. Í lok árs 2015 var það 74,5 milljarðar króna. Því hefur virðið lækkað um 27,4 milljarða króna á einu ári, eða um 36,7 prósent.
Í lok ágúst var tilkynnt um að stjórn Vátryggingafélags Íslands (VÍS) hefði samið við Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra félagsins, um að láta af störfum. Þess í stað var Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens, ráðinn í starfið. Sigrún Ragna var eina konan sem stýrði skráðu félagi á Íslandi. Nú er því enginn kona í slíku starfi, en alls eru 17 félög skráð á aðalmarkað Kauphallar Íslands.
Valdir viðskiptavinir Arion banka, sem fengu að kaupa fimm prósent hlut í Símanum af bankanum skömmu fyrir útboð haustið 2015 á verði sem reyndist lægra en niðurstaða útboðsins, máttu selja bréf sín þann 15. janúar 2016. Virði bréfanna hafði þá hækkað um yfir 400 milljónir króna á þeim rúmu þremur og hálfum mánuðum sem liðnir voru frá kaupum þeirra. Arion banki viðurkenndi í október 2015 að gagnrýni á sölu bréfanna til vildarviðskiptavinanna hefði verið réttmæt. Ekki hefur fengist uppgefið hverjir það voru sem fengu að kaupa þessi bréf.
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, skrifaði grein á Kjarnann 3. apríl 2016 þar sem hann fjallaði um stöðu atvinnulífsins á Íslandi. Þar sagði hann að það sem öðru fremur ræður efnahagslegri velmegun þjóðar séu þær leikreglur sem atvinnulíf hennar býr við og hversu ákveðið þeim leikreglum er framfylgt. Þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir sem ráðist var í eftir hrun og sem hafa miðað að því að stuðla að bættum stjórnarháttum fari því þó fjarri að atvinnulífið hafi endurheimt traust almennings. Skoðun Páls á því hvað stæði þar í vegi er skýr:
Tíu staðreyndir um íslenskan hlutabréfamarkað 2016
Miklar sviptingar voru á íslenskum hlutabréfamarkaði í ár. Styrking krónu lækkaði markaðsvirði stórra fyrirtækja um tugi milljarða og heildarvirði skráðra félaga dróst saman. Eina konan hvarf af forstjórastóli og valdir fengu að hagnast vegna aðgengis.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar