Enn á huldu hvaðan gögn um dómara við Hæstarétt komu

Íslandsbanki og Fjármálaeftirlitið hafa bæði kært leka á gögnum um viðskipti dómara við Hæstarétt við Glitni til héraðssaksóknara. Þar stendur rannsókn yfir. Gögnin voru á sínum tíma boðin völdum aðilum til sölu.

Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari
Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari
Auglýsing




Yfir­völd vita ekki hvaðan gögn um hluta­bréfa­eign dóm­ara við Hæsta­rétt, sem greint var frá í fjöl­miðlum í des­em­ber 2016, komu. Málið er nú til rann­sóknar hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara á grund­velli kæru frá bæði Íslands­banka og Fjár­mála­eft­ir­lit­inu.

Í fréttum frétta­stofu 365 á sínum tíma var greint frá því að gögnin væru frá slita­stjórn Glitn­is. Kjarn­inn greindi frá því 6. des­em­ber að Stein­unn Guð­bjarts­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður slita­stjórnar Glitn­is, segði það af og frá að gögnin hefðu komið frá henni. Þá hafa gögn um fjár­mál hæsta­rétt­ar­dóm­ar­anna aldrei verið hluti af þeim málum sem rann­sökuð hafa verið af emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara vegna gjörn­inga sem áttu sér stað innan Glitn­is. Því eru gögnin ekki komin þaðan heldur né eru þau hluti af máls­gögnum sem lögð hafa verið fram í saka­­málum sem höfðuð hafa verið vegna þeirra rann­­sókna. Kjarn­inn hefur áður greint frá því að gögnin virð­ist hafa verið lengi í umferð og hafi m.a. verið boðin tveimur við­mæl­endum Kjarn­ans til sölu sum­arið 2016. Þeir við­mæl­endur hafa ekki viljað upp­lýsa um hverjir það voru sem buðu gögnin til sölu.

RÚV greindi frá því á föstu­dag að innri end­ur­skoðun Íslands­banka, sem var reistur á grunni Glitnis eftir að sá banki fór á hlið­ina, hefði kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ekk­ert benti til þess að umrædd gögn hefðu komið frá Íslands­banka eða starfs­mönnum hans. Bank­inn kærði því gagna­lek­ann til hér­aðs­sak­sókn­ara um miðjan des­em­ber.

Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið tók málið einnig til rann­sóknar vegna þess að grunur sé um að í lek­anum felist brot á lögum um banka­leynd. Eft­ir­litið kærði málið til hér­aðs­sak­sókn­ara fyrir um mán­uði síðan og nú stendur yfir rann­sókn á því þar.

Fimm hæsta­rétt­ar­dóm­arar áttu í Glitni

Þann 5. des­em­ber var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 og síðan Kast­ljósi að Markús Sig­ur­björns­son, þá for­seti Hæsta­rétt­ar, hefði átt hluta­bréf í Glitni fyrir hrun og síðar fjár­­­fest um 60 millj­­ónum króna í verð­bréfa­­sjóði í rekstri Glitn­­is. Í Kast­­ljósi var enn fremur greint frá því að Ólafur Börkur Þor­­­valds­­­son, sem gegnt hefur emb­ætti hæsta­rétt­­­ar­­­dóm­­­ara frá árinu 2003, hafi einnig átt hluta­bréf í Glitni um tíma á árinu 2007. Hann seldi bréf sín í lok þess árs og fjár­­­­­festi í verð­bréfa­­­sjóði innan Glitn­­­is. Í Frétta­­blað­inu dag­inn eftir var svo sagt frá því að hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ar­­arnir Eiríkur Tóm­a­s­­son, Ing­veldur Ein­­ar­s­dóttir og Árni Kol­beins­­son, sem nú er hættur störf­um, hafi einnig öll átt hluta­bréf í Glitni á árunum 2007 og 2008. Allir dóm­­ar­­arnir fimm hafa dæmt í málum sem tengj­­ast Glitni, bæði fyrir og eftir hrun. Þar á meðal eru saka­­­mál gegn starfs­­­mönnum eigna­­­stýr­ingar Glitn­­­is. Dóm­­­ar­­­arnir lýstu ekki yfir van­hæfi í neinu þeirra mála.

Gögnin sem birt voru í umræddum fréttum sýndu sam­­skipti Mark­úsar við eigna­­stýr­ingu Glitn­­is. Á meðal þeirra voru tölvu­póstar og skjöl sem hann und­ir­­rit­aði til að veita heim­ild til fjár­­­fest­ing­­ar. Gögnin eru bundin banka­­leynd og alls ekki aðgeng­i­­leg mörg­­um. Starfs­­menn slita­stjórnar Glitnis eftir hrun hafa þó mög­u­­lega getað flett þeim upp í kerfum bank­ans auk þess sem starfs­­menn eigna­­stýr­ingar Glitnis fyrir hrun gátu nálg­­ast þau.

Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari.Opin­ber­an­irnar vöktu mikla athygli og sköp­uðu mikla umræðu um hæfi hæsta­rétt­ar­dóm­ara til að dæma í málum sem tengd­ust þeim bönkum sem þeir hefðu átt hluta­bréf í.

Markús sendi frá sér yfir­­­­lýs­ingu dag­inn eft­ir umfjöll­un­ina þar sem hann sagð­ist hafa til­­­­­kynnt nefnd um dóm­­­­­ara­­­­­störf um sölu á hluta­bréfum í sinni eigu þegar við­­­­­skiptin áttu sér stað, og hann hafi fengið leyfi nefnd­­­­­ar­innar þegar honum áskotn­að­ist þau. Hann hafi hins vegar ekki þurft að til­­­­­kynna um hvernig hann ráð­staf­aði pen­ing­unum eftir söl­una. Skúli Magn­ús­­son, for­­maður Dóm­­ara­­fé­lags Íslands, sagði sagði saman dag að ljóst væri að upp­­lýs­ingum um hluta­bréfa­­eign dóm­­ara hafi verið komið á fram­­færi við fjöl­miðla í þeim til­­­gangi að hafa áhrif á störf dóm­stóla og hugs­an­­lega auka mög­u­­leika á því að mál verði end­­ur­­upp­­­tek­in. Jón Steinar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, sagði blasa við að Markús hefði verið van­hæfur til að dæma í hrun­mál­um.

Þann 9. des­em­ber greindi DV síðan frá því að hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arnir Viðar Már Matth­í­as­son og Eiríkur Tóm­as­son hefðu átt hlut í Lands­bank­anum við fall bank­ans. Þeir hefðu báðir verið í fimm manna dómi Hæsta­réttar sem dæmdi ýmsa fyrr­ver­andi stjórn­endur Lands­banka Íslands seka um mark­aðs­mis­notkun og umboðs­svik í Hæsta­rétti í októ­ber 2015 og í febr­úar 2016.

Umfjöll­unin leiddi til þess að dóm­arar við Hæsta­rétt munu héðan i frá birta hags­muna­skrán­ingu sína opin­ber­lega, og hefur það þegar verið gert á heima­síðu rétt­ar­ins.

Sak­born­ingar kæra til MDE eða krefj­ast end­ur­upp­töku



Þann 9. jan­úar síð­ast­lið­inn var greint frá því að sak­born­ingar í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða hefðu sent bréf um fjár­­­málaum­­svif dóm­­ara við Hæsta­rétt Íslands á árunum fyrir fall íslenska banka­­kerf­is­ins árið 2008 til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu (MDE). Upp­­lýs­ing­­arnar eru hluti af máls­skjölum sem Ólafur Ólafs­­son og þrír fyrr­ver­andi stjórn­­endur Kaup­­þings banka, þeir Sig­­urður Ein­­ar­s­­son, Hreiðar Már Sig­­urðs­­son og Magnús Guð­­munds­­son, sendu MDE vegna umfjöll­unar dóm­stóls­ins um Al Thani málið svo­­kall­aða. Telja þeir að brotið hafi verið á rétt­indum þeirra, bæði við rann­­sókn máls­ins og með­­­ferð þess fyrir dóm­stól­­um. Um er að ræða dóm­ara sem dæmdu í Al Than­i-­mál­inu, meðal ann­ars Markús Sig­ur­björns­son. Áður höfðu menn­irnir reynt að fá málið end­ur­upp­tekið hjá end­ur­upp­töku­nefnd, án árang­urs.

Í síð­ustu viku sagði svo Frétta­blaðið frá því að Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, hefði kraf­ist þess að tvö mál á hendur honum yrðu tekin aftur til með­ferðar fyrir dómi. Beiðni um þá end­ur­upp­töku hafi verið send inn í sept­em­ber 2016. Sig­urður G. Guð­jóns­son, lög­maður Sig­ur­jóns, sagði í sam­tali við blaðið að byggt væri „fyrst og fremst á þeim fréttum sem hafa komið um hluta­bréfa­eign dóm­ara í blöð­un­um. Svo hefur verið að koma í ljós að þeir hafa verið að stað­festa að þeir hafi tapað fjár­munum í banka­hrun­inu, sumir dóm­ar­ar.“ Þær fréttir sem Sig­urður vísar í voru sagðar í des­em­ber, þremur mán­uðum eftir að end­ur­upptöðu­beiðni Sig­ur­jóns var send inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None