Mynd: Birgir Þór Mótmæli á Austurvell
Mynd: Birgir Þór

Tvær þjóðir í einu landi – Misskipting auðs og gæða á Íslandi

Kjarninn var í gær tilnefndur til rannsóknarblaðamannaverðlauna BÍ fyrir umfjöllun sína um skiptingu auðs og misskiptingu gæða á Íslandi. Hér að neðan fer samantekt á helstu atriðum þeirrar umfjöllunar sem varpar ljósi á að tvær þjóðir búa á Íslandi.

Launa­munur á Íslandi er afar lít­ill í alþjóð­legum sam­an­burði. Í póli­tískri orð­ræðu er því haldið fram að hér á landi ríki meiri jöfn­uður en í flestum þeim sam­fé­lögum sem við miðum okkur við. Helsta ástæðan fyrir litlum launa­mun hér­lendis er þó fyrst og síð­ast sú að laun eru almennt lág á Íslandi og menntun er t.d. ekki metin að neinu ráði til launa. 

En launa­munur og hlut­falls­leg aukn­ing launa hvers hóps fyrir er ekki eini mæli­kvarð­inn sem hægt er að styðj­ast við til að ákvarða hvort kök­unni sé nægi­lega skipt á milli þegna lands­ins. Ýmsir aðrir mæli­kvarð­ar, sem snúa sér­stak­lega að eignum hvers og eins, eru þar líka afar mik­il­væg­ir. Á Íslandi er lít­ill hluti þjóð­­ar­innar sem á mikið af þeim og hefur miklar tekjur af. Svo er stór hluti sem vinnur hjá litla hlut­an­­um.

Kjarn­inn hefur lagst í mikla rann­sókn­ar­vinnu og grein­ingar til að sýna les­endum sínum fram á þessa skipt­ingu og þróun henn­ar. Í frétta­skýr­ingu sem birt­ist 4. októ­ber 2016 kom fram að  eigið fé Íslend­inga hefði tvö­­fald­­ast á sex árum, eða auk­ist um 1.384 millj­­arða króna.

Þessi nýi auður skipt­ist ekki jafnt á milli hópa. Af hreinni eign sem orðið hefur til frá árinu 2010 hafði rík­­asta tíu pró­­sent lands­­manna, alls 20.251 fjöl­skyld­ur, tekið til sín fjórar af hverjum tíu nýjum krónum sem orðið höfðu til í íslensku sam­­fé­lagi. Þessi hópur átti 1.880 millj­­arða króna í lok árs 2015, eða 64 pró­­sent af eignum lands­­manna. 

Á sama tíma skuld­aði fátæk­­ari helm­ingur þjóð­­ar­inn­­ar, rúm­­lega 100 þús­und vinn­andi manns, 211 millj­­arða króna umfram eignir sín­­ar. Það þýðir að mun­­ur­inn á eig­in­fjár­­­stöðu fátæk­asta helm­ings þjóð­­ar­innar og rík­­­ustu tíu pró­­senta hennar var 2.091 millj­­arðar króna.

Eignir hinna ríku van­metnar

Þegar þessi staða er falin í hlut­­falls­­tölum kemur hún ekki jafn skýrt fram. Þess utan er vert að benda á að opin­berar tölur van­­meta hversu mikið hinir ríku á Íslandi efn­­ast ár frá ári. Ástæðan er sú að þær mæla að fullu leyti t.d. hækkun fast­­eigna­verðs (sem útskýrir 82 pró­­sent af allri eig­in­fjár­­aukn­ingu Íslend­inga á síð­­­ustu sex árum og nán­­ast alla eigna­aukn­ingu fátæk­­ari hluta lands­­manna) en færir eignir í verð­bréfum inn á nafn­virði. Og rík­ustu Íslend­ing­arnir eiga næstum öll verð­bréf á Íslandi.

Alls nam verð­bréfa­­eign þjóð­­ar­innar 422,3 millj­­örðum króna í lok árs 2015 og hafði þá auk­ist um 38,3 millj­­arða króna á einu ári. Rík­­asta tíu pró­­sent Íslend­inga átti 361,5 millj­­arða króna í verð­bréfum í lok árs 2015 og því lá fyrir að 86 pró­­sent allra verð­bréfa var í eigu þess hóps. Af þeirri 38,3 millj­­arða króna virð­is­aukn­ingu verð­bréfa sem varð á árinu 2015 fóru 35,5 millj­­arðar króna, eða 93 pró­­sent, til rík­­­ustu 20 þús­und Íslend­ing­anna á vinn­u­­mark­aði.

7. októ­ber birti Kjarn­inn svo frétta­­skýr­ingu sem byggði á nýjum tölum Rík­­is­skatt­­stjóra um stað­­tölur skatta. Í þeim tölum var hægt að sjá út hversu mikið Íslend­inga þén­uðu í fjár­­­magnstekjur á árinu 2015. Það eru tekjur sem þeir höfðu af eignum sín­um: t.d. vöxtum af inn­­láns­­reikn­ingum eða skulda­bréfa­­­eign, tekjur af útleigu hús­næð­is, arð­greiðsl­­­ur, hækkun á virði hluta­bréfa eða hagn­aður af sölu fast­­­eigna eða verð­bréfa.

Í töl­unum kom í ljós að tekju­hæsta eitt pró­­sent lands­­manna þén­aði sam­tals 42 millj­­arða króna í fjár­­­magnstekjur á árinu 2015. Um er að ræða undir tvö þús­und fram­telj­end­­ur. Þessi hópur tók til sín 44 pró­­sent af öllum fjár­­­magnstekjum sem urðu til hér­­­lendis á árinu 2015. Það þýðir að 99 pró­­sent þjóð­­ar­innar skipti með sér 56 pró­­sent fjár­­­magnstekna.

Það vantar inn erlendu eign­irnar sem skotið var undan

Þá vantar inn allar erlendu eign­­irnar sem þessi hópur á, og er ekki talin fram hér­­­lend­­is. Sam­­kvæmt tölum Seðla­­bank­ans eiga Íslend­inga rúm­­lega eitt þús­und millj­­arða króna erlend­­is. Þar af eru t.d. 32 millj­­arðar króna á Tortóla-eyju, sem er þekkt lág­skatta­­svæði. Í Pana­ma-skjöl­unum var upp­­lýst að tæp­­lega 600 Íslend­ingar ættu um 800 félög sem Mossack Fon­­seca, lög­­fræð­i­­stofa sem sér­­hæfir sig í „skatta­hag­ræði“ og í að fela eign­ir, sá um fyrir þá. 

Kjarn­inn, í sam­starfi við Reykja­vík Media og fleiri fjöl­miðla, fjall­aði ítar­lega um þær upp­lýs­ingar sem birt­ust í skjöl­unum á síð­asta ári. 

Lyk­ilfrétta­skýr­ingar sem Kjarn­inn vann að voru meðal ann­ars um umsvif Bakka­var­ar­bræðra – við­skipta­manna sem flutt hafa millj­arða króna frá aflands­svæðum til Íslands eftir hrun – á Bresku Jóm­frú­areyj­unum og skýr­ingar um umsvif hjón­anna Ingi­bjargar Pálma­dóttur og Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar í Panama. Í báðum til­fellum var rakið ítar­lega, eftir lang­vinna rann­sókn­ar­vinnu, hvernig þetta íslenska við­skipta­fólk kom sér upp stórum sjóðum í gegnum aflands­fé­lagastrúktúr settum upp af íslenskum fyr­ir­tækjum í Lúx­em­borg og hvernig það not­aði það fé til að fjár­magna umfangs­mikil umsvif sín á Íslandi eftir banka­hrun­ið. Þessir ein­stak­lingar voru áður í for­svari fyrir þær tvær við­skipta­blokkir sem kost­uðu íslenska líf­eyr­is­sjóði, og þar með eig­endur þeirra, mest fé í hrun­inu.

Kjarninn tók þátt í ítarlegri umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Panamaskjölin. Jóhannes Kr. Kristjánsson er tilnefndur til Blaðamannaverðlauna fyrir ítarlegar rannsóknir á þeim skjölum og birtingu á þeim í samstarfi við aðra miðla.

Sam­hliða opin­ber­aði Kjarn­inn hvernig félag Ingi­bjargar frá Pana­ma, sem Jón Ásgeir stýrði, fékk að greiða 2,4 millj­arða króna skuld sem tengd­ist íslenskum félög­um, meðal ann­ars með skulda­bréfum útgefnum af Íbúða­lána­sjóði. Heim­ild sem Seðla­bank­inn veitti fyrir þessum gern­ingi er ein­stök og bank­inn hefur ekki feng­ist til að svara frek­ari spurn­ingum um hann, þrátt fyrir ítrek­aðar umleit­an­ir. 

Þann 25. apríl birti Kjarn­inn svo frétta­skýr­ingu þar sem í fyrsta sinn var opin­berað að fjöl­skylda Dor­ritar Moussai­eff, eig­in­konu þáver­andi for­seta Íslands, ætti félag sem skráð væri á Bresku Jóm­frú­areyj­unum og að það félag kæmi fyrir í gögnum frá Mossack Fon­seca. Nokkrum dögum áður hafði Ólafur Ragnar Gríms­son neitað því með öllu í við­tali við banda­rísku sjón­varps­stöð­ina CNN að hann eða fjöl­skylda hans væri tengd aflands­fé­lög­um. Ólafur Ragnar hafði þá ákveðið að bjóða sig fram á ný til for­seta Íslands, en hætti við í byrjun maí.

Allt þetta þjón­aði þeim til­gangi að sýna les­endum Kjarn­ans fram á þann aðstöðumun og þá mis­skipt­ingu gæða og auðs sem er inn­gró­inn í íslenskt sam­fé­lag.

Ljóst er að aflands­­fé­laga­­eign Íslend­inga er mun víð­tæk­­ari vegna þess að Mossack Fon­­seca var ekki eina stofan sem þjón­u­­staði Íslend­inga. Vís­bend­ingar um umfang þeirrar eignar komu fram í skýrslu um aflandseignir Íslend­inga og skattaund­an­skot vegna þeirra, sem var birt snemma í jan­úar eftir ítrek­aðar fyr­ir­spurnir Kjarn­ans um birt­ingu á skýrsl­unni. Hún hafði þá verið til­búin í rúma þrjá mán­uði, eða frá því fyrir kosn­ing­arnar 29. októ­ber 2016. 

Í skýrsl­unni kom fram að aflands­fé­laga­væð­ingin hafi haft tugi millj­arða króna af íslenskum almenn­ingi í vand­goldnum skatt­greiðslum og búið til gríð­ar­legan aðstöðumun þeirra sem hafa, bæði lög­lega og ólög­lega, getað falið fé í erlendum skatta­skjólum þegar illa árar í íslensku efna­hags­lífi en stýrt fé aftur heim til að kaupa eignir á bruna­út­sölu í nið­ur­sveifl­um. Þessi aðstöðu­munur hefur haft marg­vís­leg áhrif á íslenskt sam­fé­lag. Vald og eignir hafa safn­ast saman á hendur þeirra sem hafa getað komið aftur til baka með oft á tíðum illa fengið fé. 

Tvær þjóðir í einu landi

Í frétta­skýr­ingum Kjarn­ans um mis­skipt­ingu auðs og gæða var sýnt fram á það svart á hvítu að það er stað­­reynd að lít­ill hópur eigna­­fólks hagn­­ast á sam­­fé­lags­­gerð okkar langt umfram það sem þorri þjóð­­ar­innar ger­­ir. Og þar var sýnt fram á að hún væri að aukast. 

Árið 1997 átti rík­­asta tíund lands­­manna 56,3 pró­­sent af öllu eigin fé í land­inu. Tíu árum síðar hafði eigið fé Íslend­inga fjór­faldast, enda banka- og eigna­­bóla þá þanin til hins ítrasta, og rík­­­ustu tæp­­lega 20 þús­und Íslend­ing­­arnir áttu 2,5 sinnum meira eigið fé en öll þjóðin hafði átt sam­an­lagt tíu árum áður. Þá nam hlut­­deild þess­­arar rík­­­ustu tíundar í heildar eigin fé Íslend­inga 62,8 pró­­sent­­um.

Eftir banka­hrunið tap­aði stór hluti lands­manna miklu af eignum sín­um. Það átti sér­stak­lega við um þá sem áttu ekki mikið annað en t.d. eigið fé í hús­næði. Þótt ríkir Íslend­ingar hafi einnig tapað miklu áttu þeir enn mikið eigið fé í lok árs 2009. Alls lá 77,3 pró­sent alls eigin fjár hjá rík­ustu tíund lands­manna á þeim tíma. Rík­asti fimmt­ungur lands­manna átti á þeim tíma 103 pró­sent af öllu eigin fé lands­manna. Það þýðir að rest­in, 80 pró­sent lands­manna, var sam­an­lagt með nei­kvætt eigið fé.

Síðan hefur hlut­falls­leg eign þeirra á eigin fé lands­manna dreg­ist sam­an, sér­stak­lega sam­hliða mik­illi aukn­ingu á eign allra hópa í fast­eignum sín­um. Alls hefur eigið fé í fast­eignum Íslend­inga auk­ist úr 1.146 millj­örðum króna í 2.285 millj­arða króna frá lokum árs 2010 og fram að síð­ustu ára­mót­u­m. Af þeirri hreinu eign sem orðið hefur til frá 2010 hafa 527,4 millj­arðar króna runnið til þeirra tíu pró­sent Íslend­inga, alls 20.251 fjöl­skyldna, sem eiga mest. 

Ofan á þetta hefur Kjarn­inn greint Leið­rétt­ing­una, 72,2 millj­arða króna milli­færslu af fé úr rík­is­sjóði til hluta þjóð­ar­inn­ar, mest allra miðla. Í þeim grein­ingum hefur meðal ann­ars komið fram að tekju­hæstu tíu pró­sent lands­manna hafi fengið um 30 pró­sent þeirrar upp­hæðar í sinn hlut og að eigna­meiri helm­ingur þjóð­ar­innar hafi fengið 52 millj­arða króna út úr Leið­rétt­ing­unni. Það var 72 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. Á meðal þeirra sem fengu háar fjár­hæðir var stór­eigna­fólk. 

Gríð­ar­lega mik­il­vægir almanna­hags­munir

Fram­setn­ing ofan­greindra stað­reynda, sam­hengi þeirra og grein­ing á þeim er mik­il­vægur grund­völlur fyrir vit­ræna umræðu um kjarna póli­tískra átaka, skipt­ingu þeirra gæða sem verða til í íslensku sam­fé­lagi.

Umfjöllun Kjarn­ans, rann­sókn­ar­blaða­mennska hans, eft­ir­fylgni og aðhald hefur sýnt íslenskum almenn­ingi umfang­ið, sam­heng­ið, áhrifin og afleið­ing­arn­ar. Hún átti þátt í að stuðla að mestu póli­tísku svipt­ingum sem átt hafa sér stað í Íslands­sög­unni. Hún hafði bein áhrif á for­seta­kosn­ingar og hún leiddi til þess að hul­iðs­hjálmi var lyft. Nú er mis­skipt­ing auðs og gæða, aflands­fé­lög og skattaund­anskot, og umræða um mis­jafnt aðgengi að tæki­færum, upp­lýs­ingum og fjár­magni ann­arra á meðal þeirra mála sem eru efst á baugi hjá eft­ir­lits­stofn­unum og á hinu póli­tíska sviði. Það er meðal ann­ars afleið­ing af margra ára umfjöllun starfs­manna Kjarn­ans um þessa sam­fé­lags­legu mein­semd og kröfur blaða­manna hans um upp­lýs­ingar frá stjórn­sýsl­unni um umfang vand­ans og aðgerðir til að berj­ast gegn hon­um. 

Um er að ræða gríð­ar­lega mik­il­væga almanna­hags­muni.

Skýr­ingin hefur verið upp­færð með þeim hætti að tíund­irnar end­ur­spegli ekki ein­stak­linga heldur fjöl­skyldur (ein­stak­linga og sam­skatt­aða).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar