Þriðji hver Dani býr einn

Í nýjum tölum kemur fram að þriðji hver Dani býr einn. Þessi tala hefur farið síhækkandi á undanförnum árum. Fleiri karlar búa einir en konur, flestir einhleypir eru í höfuðborginni og hlutfallið er hæst hjá fólki á aldrinum 30-49 ára.

einhleypur
Auglýsing

Þriðji hver Dani, 18 ára og eldri, býr einn. Rúmlega ein og hálf milljón. Einbúarnir hafa aldrei verið fleiri síðan slíkar skráningar hófust fyrir 30 árum. 100 þúsund Danir segjast vera einmana.

„Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur“ orti Einar Benediktsson, „maður er manns gaman“ segir í Hávamálum og „huggun er manni mönnum að“ segir í öðrum Passíusálmi séra Hallgríms Péturssonar. Þessar fleygu setningar og ótal margar aðrar lýsa því hve mikilvægur félagsskapur annarra er sérhverjum lifandi manni. Margir taka samskiptum og félagsskap sem sjálfsögðum hlut en því fer þó víðsfjarri að samneyti við aðra sé sjálfgefið og komi af sjálfu sér.

Hér áður fyrr voru heimilishættir með öðrum hætti en nú. Algengt var að þrjár, jafnvel fjórar, kynslóðir byggju saman. Það gilti um þéttbýli en þó enn frekar um sveitirnar. Í okkar heimshluta heyra slík heimili nú nánast til undantekninga. Á kynslóðasambýlunum var hugtakið ”einmanaleiki” tæpast til. Fyrir örfáum áratugum var óalgengt að fólk byggi eitt út af fyrir sig. Þannig er það ekki lengur.

Þriðji hver Dani eldri en 18 ára býr einn 

Í nýju yfirliti dönsku tölfræðistofnunarinnar kemur fram að um þessar mundir býr þriðji hver Dani einn. Konur sem búa einar eru 760 þúsund og karlarnir 852 þúsund. Undanfarin ár hefur þessi tala, hjá báðum kynjum farið síhækkandi en skráning af þessu tagi í Danmörku hófst fyrir 30 árum. Meðalaldur einhleypra kvenna er 54 ár en hjá körlum 46 ár. 

Skýringuna á þessum mun telur tölfræðistofnunin að finna megi í því að konur lifa lengur. Rétt er að taka fram að það að vera einhleypur, samkvæmt þessari talningu, þýðir ekki að viðkomandi geti ekki átt kærustu eða kærasta, þarna er eingöngu verið að tala um búsetuna og hjúskaparstöðu. 

Flestir einbúar í Kaupmannahöfn   

Tölfræðistofnunin skoðaði sérstaklega einhleypa á aldrinum 30 – 49 ára. Í ljós kom, sem stofnunin sagði að kæmi ekki á óvart, að flesta einbúana er að finna í stærri bæjum landsins. 

Hæst er hlutfallið í Kaupmannahöfn þar sem 43 prósent fólks í þessum aldurshópi býr eitt. Lægst er hlutfallið í sveitarfélaginu Allerød á Norður- Sjálandi, tæplega 20 prósent. 

Auglýsing

Hverjir eru einbúarnir?

Danska tölfræðistofnunin svarar ekki þessari spurningu. En það hafa aðrir reynt að gera. Þjóðfélagsfræðingurinn Christine Swane sagði í viðtali við Kristelig Dagblad að einbúarnir væru mjög blandaður hópur. Þar eru fráskildir menn og konur (40 prósent Dana skilja), piparsveinninn, ekkjan og ekkillinn, ógiftar konur, þeir sem vilja búa einir og þeir sem af einhverjum ástæðum hafa ekkert val. 

Af hverju einbúi?

Þessari spurningu hafa þjóðfélagsrýnarnir reynt að svara. Áðurnefnd Christine Swane nefnir nokkrar ástæður, sem tengjast innbyrðis.  Eins og tölur Dönsku tölfræðistofnunarinnar sýna eru einbúarnir flestir í borgum, því stærri borg þeim mun fleiri einbúar. Christine Swane nefnir hátt íbúðaverð sem eina skýringu. Einstaklingur, með meðallaun, á fullt í fangi með að standa straum af íbúðarkostnaði, hvort heldur er leiguhúsnæði eða eignaríbúð. Einstaklingur sem hefur komist yfir litla íbúð telur sig hafa himin höndum tekið. Ef þessi sami einstaklingur kynnist svo öðrum sem svipað er ástatt um tímir hvorugur að sleppa sinni íbúð. Aldrei að vita hvort sambandið endist og betra að halda bara sinni íbúð. Ef barn kemur til sögunnar verður að skoða málið uppá nýtt. 

Þótt margir Danir séu skráðir einir í búsetu þá þýðir það ekki að þeir sofi allir einir. Margir þeirra eiga auðvitað kærustur eða kærasta. MYND: Pexels.comÞað er þó ekki gefið að barn komi til sögunnar, fæðingum í Danmörku fækkar sífellt og þeim fjölgar sem velja tilveru án barns. Þeir sem á annað borð velja að eignast barn láta æ oftar eitt barn duga. Það barn verður kóngur í ríki sínu og á oft á tíðum erfitt með að deila með öðrum. Það eru ekki bara LEGO kubbarnir og Playmo sem barnið vill hafa fyrir sig, tilfinningin fylgir einstaklingnum iðulega ævina á enda. „mótandi uppeldisáhrif“ kallar Christine Swane þetta. 

Mörgum vex líka í augum ýmislegt sem fylgir því að búa með öðrum, sambýlingnum líkar kannski ekki að fötunum sé fleygt á gólfið þegar farið er að hátta og klósettinu sé ekki lokað að notkun lokinni og fleira og fleira. Smáatriði sem flokkast undir umgengnisvenjur.

100 þúsund Danir segjast einmana  

„Maður er manns gaman“ segir í Hávamálum. Þau láta lítið yfir sér þessi fjögur orð en segja mikið. Samband og samskipti við aðra er einn af grundvallarþáttum í lífi hvers einstaklings. Einmanaleiki var lengstum hálfgert „tabú“ sem ekki var talað um, það hefur breyst. En það er ekki nóg að tala megi um hlutina, það sést best þegar tölur eru skoðaðar. Dönsk samtök um velferð aldraðra gengust nýverið fyrir viðamikilli könnun þar sem reynt var að meta fjölda þeirra Dana sem finna fyrir einmanakennd. Útkoman var sú að 100 þúsund Danir séu haldnir einmanakennd.

Einmanakenndin einskorðast ekki við einn aldurshóp. Hún leitar á gamalt fólk, börn og unglinga, fólk á öllum aldri. Það kom fram í skýrslu þeirra sem könnunina unnu að 117 þúsund Danir á aldrinum 30 – 50 ára sögðust mjög sjaldan eða aldrei hitta neina vini. Þetta kom skýrsluhöfundum á óvart.            

81 þúsund sögðust oft vera einir þótt þá langaði til að vera í félagsskap annarra og 62 þúsund hafa engan til að ræða við um vandamál tilverunnar. Í skýrslu áðurnefndra samtaka um einmanaleikann var nefnt að allmargir á fimmtugsaldri nefndu foreldrana þegar spurt var um þá sem þeir væru í nánustu sambandi við. „Það er ekki gott fyrir einstakling á fimmtugsaldri að vera ekki í nánum tengslum við aðra en aldraða foreldra. Þeir falla frá og hvað þá?“ spyrja skýrsluhöfundar.

Hitta mann og annan

Kristeligt Dagblad, sem hefur að undanförnu fjallað talsvert um einsemd og einmanaleika, heimsótti allmarga staði þar sem fólk kemur saman. Spilaklúbb, bókaklúbb, bingóklúbb, skákklúbb, leikhússferðaklúbb og fleiri. Blaðamennirnir fóru líka á staði þar sem karlar hittast, fá sér kaffi og spjalla. Alls staðar var viðkvæðið hið sama, tilgangurinn væri fyrst og fremst að hitta mann og annan. Þetta gilti bæði um þá sem áttu maka og hina.   

Eru tengsl á milli einmanaleika og þess að búa einn?

„Ekki endilega“ segir Christine Swane þjóðfélagsfræðingur. Margir sem búa einir eru mjög virkir í alls kyns félagslífi og svala sinni félagslegu þörf með þeim hætti. Aðrir fá þeirri þörf svalað á vinnustaðnum. Líkurnar á því að finna til einmanaleika eru vissulega meiri hjá þeim sem búa einir en hinum. 

Blaðamenn Kristelig Dagblad luku greinaflokki sínum á þeim orðum að vissulega hefði það komið þeim á óvart hve einmanaleiki væri algengur í dönsku samfélagi. Það væri hinsvegar jákvætt að ekki væri  lengur bannað að tala um þessa hluti. 

Að lokum má geta þess að samkvæmt árlegri nýbirtri skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna eru Danir í öðru sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Voru í efsta sæti þrjú ár þar á undan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None