Þriðji hver Dani býr einn

Í nýjum tölum kemur fram að þriðji hver Dani býr einn. Þessi tala hefur farið síhækkandi á undanförnum árum. Fleiri karlar búa einir en konur, flestir einhleypir eru í höfuðborginni og hlutfallið er hæst hjá fólki á aldrinum 30-49 ára.

einhleypur
Auglýsing

Þriðji hver Dani, 18 ára og eldri, býr einn. Rúm­lega ein og hálf millj­ón. Ein­bú­arnir hafa aldrei verið fleiri síðan slíkar skrán­ingar hófust fyrir 30 árum. 100 þús­und Danir segj­ast vera ein­mana.

„Mað­ur­inn einn er ei nema hálf­ur, með öðrum er hann meiri en hann sjálf­ur“ orti Einar Bene­dikts­son, „maður er manns gam­an“ segir í Háva­málum og „huggun er manni mönnum að“ segir í öðrum Pass­íu­sálmi séra Hall­gríms Pét­urs­son­ar. Þessar fleygu setn­ingar og ótal margar aðrar lýsa því hve mik­il­vægur félags­skapur ann­arra er sér­hverjum lif­andi manni. Margir taka sam­skiptum og félags­skap sem sjálf­sögðum hlut en því fer þó víðs­fjarri að sam­neyti við aðra sé sjálf­gefið og komi af sjálfu sér.

Hér áður fyrr voru heim­il­is­hættir með öðrum hætti en nú. Algengt var að þrjár, jafn­vel fjór­ar, kyn­slóðir byggju sam­an. Það gilti um þétt­býli en þó enn frekar um sveit­irn­ar. Í okkar heims­hluta heyra slík heim­ili nú nán­ast til und­an­tekn­inga. Á kyn­slóða­sam­býl­unum var hug­takið ”ein­mana­leiki” tæp­ast til. Fyrir örfáum ára­tugum var óal­gengt að fólk byggi eitt út af fyrir sig. Þannig er það ekki leng­ur.

Þriðji hver Dani eldri en 18 ára býr einn 

Í nýju yfir­liti dönsku töl­fræði­stofn­un­ar­innar kemur fram að um þessar mundir býr þriðji hver Dani einn. Konur sem búa einar eru 760 þús­und og karl­arnir 852 þús­und. Und­an­farin ár hefur þessi tala, hjá báðum kynjum farið síhækk­andi en skrán­ing af þessu tagi í Dan­mörku hófst fyrir 30 árum. Með­al­aldur ein­hleypra kvenna er 54 ár en hjá körlum 46 ár. 

Skýr­ing­una á þessum mun telur töl­fræði­stofn­unin að finna megi í því að konur lifa leng­ur. Rétt er að taka fram að það að vera ein­hleyp­ur, sam­kvæmt þess­ari taln­ingu, þýðir ekki að við­kom­andi geti ekki átt kær­ustu eða kærasta, þarna er ein­göngu verið að tala um búset­una og hjú­skap­ar­stöð­u. 

Flestir ein­búar í Kaup­manna­höfn   

Töl­fræði­stofn­unin skoð­aði sér­stak­lega ein­hleypa á aldr­inum 30 – 49 ára. Í ljós kom, sem stofn­unin sagði að kæmi ekki á óvart, að flesta ein­bú­ana er að finna í stærri bæjum lands­ins. 

Hæst er hlut­fallið í Kaup­manna­höfn þar sem 43 pró­sent fólks í þessum ald­urs­hópi býr eitt. Lægst er hlut­fallið í sveit­ar­fé­lag­inu Allerød á Norð­ur- Sjá­landi, tæp­lega 20 pró­sent. 

Auglýsing

Hverjir eru ein­bú­arn­ir?

Danska töl­fræði­stofn­unin svarar ekki þess­ari spurn­ingu. En það hafa aðrir reynt að gera. Þjóð­fé­lags­fræð­ing­ur­inn Christine Swane sagði í við­tali við Kristelig Dag­blad að ein­bú­arnir væru mjög bland­aður hóp­ur. Þar eru frá­skildir menn og konur (40 pró­sent Dana skilja), pip­ar­sveinn­inn, ekkjan og ekk­ill­inn, ógiftar kon­ur, þeir sem vilja búa einir og þeir sem af ein­hverjum ástæðum hafa ekk­ert val. 

Af hverju ein­búi?

Þess­ari spurn­ingu hafa þjóð­fé­lags­rýn­arnir reynt að svara. Áður­nefnd Christine Swane nefnir nokkrar ástæð­ur, sem tengj­ast inn­byrð­is­.  Eins og tölur Dönsku töl­fræði­stofn­un­ar­innar sýna eru ein­bú­arnir flestir í borg­um, því stærri borg þeim mun fleiri ein­bú­ar. Christine Swane nefnir hátt íbúða­verð sem eina skýr­ingu. Ein­stak­ling­ur, með með­al­laun, á fullt í fangi með að standa straum af íbúð­ar­kostn­aði, hvort heldur er leigu­hús­næði eða eignar­í­búð. Ein­stak­lingur sem hefur kom­ist yfir litla íbúð telur sig hafa himin höndum tek­ið. Ef þessi sami ein­stak­lingur kynn­ist svo öðrum sem svipað er ástatt um tímir hvor­ugur að sleppa sinni íbúð. Aldrei að vita hvort sam­bandið end­ist og betra að halda bara sinni íbúð. Ef barn kemur til sög­unnar verður að skoða málið uppá nýtt. 

Þótt margir Danir séu skráðir einir í búsetu þá þýðir það ekki að þeir sofi allir einir. Margir þeirra eiga auðvitað kærustur eða kærasta. MYND: Pexels.comÞað er þó ekki gefið að barn komi til sög­unn­ar, fæð­ingum í Dan­mörku fækkar sífellt og þeim fjölgar sem velja til­veru án barns. Þeir sem á annað borð velja að eign­ast barn láta æ oftar eitt barn duga. Það barn verður kóngur í ríki sínu og á oft á tíðum erfitt með að deila með öðr­um. Það eru ekki bara LEGO kub­b­arnir og Playmo sem barnið vill hafa fyrir sig, til­finn­ingin fylgir ein­stak­lingnum iðu­lega ævina á enda. „mót­andi upp­eld­is­á­hrif“ kallar Christine Swane þetta. 

Mörgum vex líka í augum ýmis­legt sem fylgir því að búa með öðrum, sam­býl­ingnum líkar kannski ekki að föt­unum sé fleygt á gólfið þegar farið er að hátta og kló­sett­inu sé ekki lokað að notkun lok­inni og fleira og fleira. Smá­at­riði sem flokk­ast undir umgengn­is­venj­ur.

100 þús­und Danir segj­ast ein­mana  

„Maður er manns gam­an“ segir í Háva­mál­um. Þau láta lítið yfir sér þessi fjögur orð en segja mik­ið. Sam­band og sam­skipti við aðra er einn af grund­vall­ar­þáttum í lífi hvers ein­stak­lings. Ein­mana­leiki var lengstum hálf­gert „ta­bú“ sem ekki var talað um, það hefur breyst. En það er ekki nóg að tala megi um hlut­ina, það sést best þegar tölur eru skoð­að­ar. Dönsk sam­tök um vel­ferð aldr­aðra geng­ust nýverið fyrir viða­mik­illi könnun þar sem reynt var að meta fjölda þeirra Dana sem finna fyrir ein­man­a­kennd. Útkoman var sú að 100 þús­und Danir séu haldnir ein­man­a­kennd.

Ein­man­a­kenndin ein­skorð­ast ekki við einn ald­urs­hóp. Hún leitar á gam­alt fólk, börn og ung­linga, fólk á öllum aldri. Það kom fram í skýrslu þeirra sem könn­un­ina unnu að 117 þús­und Danir á aldr­inum 30 – 50 ára sögð­ust mjög sjaldan eða aldrei hitta neina vini. Þetta kom skýrslu­höf­undum á óvart.            

81 þús­und sögð­ust oft vera einir þótt þá lang­aði til að vera í félags­skap ann­arra og 62 þús­und hafa engan til að ræða við um vanda­mál til­ver­unn­ar. Í skýrslu áður­nefndra sam­taka um ein­mana­leik­ann var nefnt að all­margir á fimm­tugs­aldri nefndu for­eld­rana þegar spurt var um þá sem þeir væru í nán­ustu sam­bandi við. „Það er ekki gott fyrir ein­stak­ling á fimm­tugs­aldri að vera ekki í nánum tengslum við aðra en aldr­aða for­eldra. Þeir falla frá og hvað þá?“ spyrja skýrslu­höf­und­ar.

Hitta mann og annan

Kristeligt Dag­blad, sem hefur að und­an­förnu fjallað tals­vert um ein­semd og ein­mana­leika, heim­sótti all­marga staði þar sem fólk kemur sam­an. Spila­klúbb, bóka­klúbb, bingóklúbb, skák­klúbb, leik­húss­ferða­klúbb og fleiri. Blaða­menn­irnir fóru líka á staði þar sem karlar hittast, fá sér kaffi og spjalla. Alls staðar var við­kvæðið hið sama, til­gang­ur­inn væri fyrst og fremst að hitta mann og ann­an. Þetta gilti bæði um þá sem áttu maka og hina.   

Eru tengsl á milli ein­mana­leika og þess að búa einn?

„Ekki endi­lega“ segir Christine Swane þjóð­fé­lags­fræð­ing­ur. Margir sem búa einir eru mjög virkir í alls kyns félags­lífi og svala sinni félags­legu þörf með þeim hætti. Aðrir fá þeirri þörf svalað á vinnu­staðn­um. Lík­urnar á því að finna til ein­mana­leika eru vissu­lega meiri hjá þeim sem búa einir en hin­um. 

Blaða­menn Kristelig Dag­blad luku greina­flokki sínum á þeim orðum að vissu­lega hefði það komið þeim á óvart hve ein­mana­leiki væri algengur í dönsku sam­fé­lagi. Það væri hins­vegar jákvætt að ekki væri  ­lengur bannað að tala um þessa hlut­i. 

Að lokum má geta þess að sam­kvæmt árlegri nýbirtri skýrslu sem unnin var á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna eru Danir í öðru sæti yfir ham­ingju­söm­ustu þjóðir heims. Voru í efsta sæti þrjú ár þar á und­an.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None