Norður-Kórea og stórveldin tvö

Stjórnvöld í Norður-Kóreu halda því fram að landið hafi náð merkum áfanga í þróun eldflauga sem drífa lengra og gætu hæft skotmörk í bæði Japan og Bandaríkjunum. Þessi öra þróun gerist samhliða gagnrýni ríkisstjórnar Trump á Kína fyrir að ekki gera nóg.

Donald Trump og Xi Jinping.
Donald Trump og Xi Jinping.
Auglýsing

Þegar Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, fór í opin­bera heim­sókn til Kína í þar síð­ustu viku fékk hann tíst í vega­nesti frá for­seta sín­um, Don­ald Trump. Aðspurður af eina blaða­mann­inum sem Tiller­son hafði leyft að fylgja sér í ferð­inni, frá íhalds­sama frétta­miðl­inum Independent Journal Review, hvort tístið hefði flækt heim­sókn­ina, tjáði Tiller­son að hann hefði ekki vitað að Trump myndi tísta en að það ætti hins vegar ekki að koma kín­verskum stjórn­völdum á óvart að skoðun rík­is­stjórnar Trump væri að Kína hefði ekki nýtt áhrifa­vald sitt eins vel og það gæti til að sporna við kjarn­orku­vopna­þróun Norð­ur­-Kóreu. Eftir því sem aðal­mark­mið ferð­ar­innar var að skipu­leggja heim­sókn Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, til golf­klúbbs Don­ald Trump í Mar-a-Lago í Flór­ída var því ljóst að umræðan um Norð­ur­-Kóreu gaf ferð­inni nýja vídd.

Ut­an­rík­is­ráð­herra Kína, Wang Yihafn­aði gagn­rýni banda­rískra stjórn­valda og sagði að aðgerðir Kína gagn­vart Norð­ur­-Kóreu væru mik­il­vægar og aug­ljósar en að öðru leyti virt­ist Norð­ur­-Kórea ekki koma mikið við sögu á meðan á heim­sókn Tiller­son stóð. Það vakti athygli að í yfir­lýs­ingu Tiller­son að heim­sókn­inni lok­inni not­aði hann lýs­ingu Xi Jin­p­ing um sam­band Banda­ríkj­anna og Kína þegar hann sagði að sam­bandið ætti að byggja á gagn­kvæmri virð­ingu. Rík­is­stjórn Barack Obama hafði ítrekað ekki viljað nota hug­takið eftir því sem það gefur í skyn að löndin tvö ættu að virða kjarna­hags­muni hvors ann­ars sem fyrir Kína einnig felur í sér hags­muni lands­ins í Suð­ur­-Kína­hafi. Það gæti verið að þetta tákni breyt­ingar í stjórn­mála­sam­bandi Banda­ríkj­anna og Kína ef hug­takið er hluti af samn­inga­tækni rík­is­stjórn­ar Trump til að hugs­an­lega gefa eftir í Suð­ur­-Kína­hafi gegn því að Kína gefi eftir í öðrum mál­um, mögu­lega gagn­vart Norð­ur­-Kóreu.

Auglýsing

Kjarna­vopn og til­vist ein­ræðis

Sam­kvæmt ­suð­ur­kóreskum ­stjórn­völdum sýndu prufur Norð­ur­-Kóreu á eld­flauga­véla­bún­aði fyrir skömmu að landið hefði tekið „þýð­ing­ar­miklum fram­förum í þróun öfl­ugra eld­flauga. Norð­ur­-Kórea hefur fram­kvæmt fjöl­margar eld­flaugaprufur und­an­farið og til­kynnti leið­togi lands­ins, Kim Jong-un, í nýárs­ræðu sinni að landið væri á loka­stigi í þróun svo­kallað ICBM-eld­flaug (Inter-Continental Ball­istic Missile) sem gætu hæft skot­mörk í Banda­ríkj­un­um. 

Asíu­ferð Tiller­son sam­an­stóð einnig af heim­sóknum til Jap­ans og Suð­ur­-Kóreu þar sem hann lagði drög að nýrri stefnu gagn­vart Norð­ur­-Kóreu þar sem hann tjáði að það væru „engin úrræði sem væru ekki á borð­inu og að stefna Obama sem ein­kennd­ist af „her­kænsku­legri þol­in­mæði“ hafði runnið sitt skeið. Með öðrum orðum gaf Tiller­son í skyn að hern­að­ar­leg úrræði væru ekki úti­lok­uð. Banda­ríkin hefur nú þegar haf­ist handa með bygg­ingu nýs eld­flauga­varn­ar­kerfis í Suð­ur­-Kóreu. Stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu hafa til­kynnt að þau séu ekki hrædd við mögu­lega inn­rás Banda­ríkj­anna en ljóst er að hern­að­ar­leg lausn á póli­tísku vanda­máli myndi vera gíf­ur­lega kostn­að­ar­söm fyrir alla aðila

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, leggur mikla áherslu á að þróa langdrægar eldflaugar.

Stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu eru vön því vernda hags­muni sína með kerf­is­bund­inni notkun á ógn­unum í tengslum sínum við Banda­ríkin og Suð­ur­-Kóreu en hin arf­genga ein­ræð­is­stjórn sem er við lífi í Norð­ur­-Kóreu er til komin vegna Kóreu-­stríðs­ins þar sem um tvær og hálf milljón manns misstu lífið í stríði þar sem Banda­ríkin og Kína, og að hluta til Sov­ét­rík­in, studdu við bakið á sitt hvorri fylk­ing­unni eftir að Jap­anir drógu sig til baka frá Kóreu-skaga í kjöl­far seinni heims­styrj­aldar og end­aði í klofn­ingu sem er enn við lífi í dag. Þróun kjarna­vopna er kjarn­inn í örygg­is­stefn­u norð­ur­kóreskra ­stjórn­valda sem bæði not­færa sér, og mögu­lega sækj­ast eft­ir, utan­að­kom­andi ógnir frá Banda­ríkj­unum sem rétt­læt­ingu fyrir til­vist sína. Það sem er hins vegar nýtt í þess­ari dýnamík er hugs­an­leg þróun Norð­ur­-Kóreu á eld­flauga­tækni sem gæti gert þeim kleift að byggja kjarna­vopn sem geta hæft Banda­rík­in. Þó sækj­ast stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu ekki endi­lega eftir stríði, enda átta þau sig á lík­urnar á ósigri eru miklar, en þróun slíkra vopna er mik­il­vægt skref í að tryggja stöðu hins ríkj­andi ein­ræð­is.

Áhættu­stjórnun kín­verskra stjórn­valda

Tengsl Kína við Norð­ur­-Kóreu í valda­tíð Xi Jin­p­ing hafa verið til­tölu­lega ­stirð og til­kynntu kín­versk stjórn­völd í lok febr­úar að þau myndu hætta inn­flutn­ingi á kolum frá Norð­ur­-Kóreu í kjöl­far eld­flaugaprufu og til­ræði gegn Kim Jong Nam, bróðir Kim Jong-Unundir und­ar­legum kring­um­stæðum á flug­velli í Malasíu. Kína hefur lengi verið eins konar mis­vilj­ugur bak­hjarl Norð­ur­-Kóreu en tengsl land­anna tveggja eru náin og flók­in, sér­stak­lega í ljósi hlut­verks Kína í Kóreu­stríð­inu. Hluti af þessum stuðn­ingi stafar af því að kín­versk stjórn­völd hafa lít­inn áhuga á að sjá sam­ein­aða Kóreu undir sterkum áhrifum Banda­ríkj­anna enda myndi það hugs­an­lega þýða að banda­rískar her­stöðvar yrðu stað­sett­ar ­með fram landa­mærum Kína.

Mögu­lega líta kín­versk stjórn­völd á við­brögð banda­rískra stjórn­valda sem stærri ógn en hót­anir Norð­ur­-Kóreu enda er ekki ólík­legt að hern­að­ar­að­gerðir Banda­ríkj­anna gætu leitt til stríðs sem Kína yrði sogað inn í með einum eða öðrum hætti. Stefna Kína hefur lengi verið að hvetja Banda­ríkin til að setj­ast við samn­inga­borðið en erfitt er að segja hvort sú stefna eigi jafn­vel við í ljósi fram­fara Norð­ur­-Kóreu í þróun kjarna­vopna og til­koma ófyr­ir­sjá­an­legrar rík­is­stjórnar Don­ald Trump í Banda­ríkj­un­um. Þá er sá skortur á trausti á milli Kína og Banda­ríkj­anna hvað varðar örygg­is­mál stærsta hindr­unin fyrir stjórn­völd land­anna tveggja að geta mótað sér nokkurn veg­inn sam­stíga stefnu gagn­vart Norð­ur­-Kóreu. 

Óvissan á Kóreu­skaga hefur ríkt í tæp­lega sjö­tíu ár en það er ekki ólík­legt að afdrifa­ríkar þró­anir munu eiga sér stað í valda­tíð Don­ald Trump og ljóst er að það mun reyna mikið á utan­rík­is­teymi hans á næstu árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None