Norður-Kórea og stórveldin tvö

Stjórnvöld í Norður-Kóreu halda því fram að landið hafi náð merkum áfanga í þróun eldflauga sem drífa lengra og gætu hæft skotmörk í bæði Japan og Bandaríkjunum. Þessi öra þróun gerist samhliða gagnrýni ríkisstjórnar Trump á Kína fyrir að ekki gera nóg.

Donald Trump og Xi Jinping.
Donald Trump og Xi Jinping.
Auglýsing

Þegar Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, fór í opin­bera heim­sókn til Kína í þar síð­ustu viku fékk hann tíst í vega­nesti frá for­seta sín­um, Don­ald Trump. Aðspurður af eina blaða­mann­inum sem Tiller­son hafði leyft að fylgja sér í ferð­inni, frá íhalds­sama frétta­miðl­inum Independent Journal Review, hvort tístið hefði flækt heim­sókn­ina, tjáði Tiller­son að hann hefði ekki vitað að Trump myndi tísta en að það ætti hins vegar ekki að koma kín­verskum stjórn­völdum á óvart að skoðun rík­is­stjórnar Trump væri að Kína hefði ekki nýtt áhrifa­vald sitt eins vel og það gæti til að sporna við kjarn­orku­vopna­þróun Norð­ur­-Kóreu. Eftir því sem aðal­mark­mið ferð­ar­innar var að skipu­leggja heim­sókn Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, til golf­klúbbs Don­ald Trump í Mar-a-Lago í Flór­ída var því ljóst að umræðan um Norð­ur­-Kóreu gaf ferð­inni nýja vídd.

Ut­an­rík­is­ráð­herra Kína, Wang Yihafn­aði gagn­rýni banda­rískra stjórn­valda og sagði að aðgerðir Kína gagn­vart Norð­ur­-Kóreu væru mik­il­vægar og aug­ljósar en að öðru leyti virt­ist Norð­ur­-Kórea ekki koma mikið við sögu á meðan á heim­sókn Tiller­son stóð. Það vakti athygli að í yfir­lýs­ingu Tiller­son að heim­sókn­inni lok­inni not­aði hann lýs­ingu Xi Jin­p­ing um sam­band Banda­ríkj­anna og Kína þegar hann sagði að sam­bandið ætti að byggja á gagn­kvæmri virð­ingu. Rík­is­stjórn Barack Obama hafði ítrekað ekki viljað nota hug­takið eftir því sem það gefur í skyn að löndin tvö ættu að virða kjarna­hags­muni hvors ann­ars sem fyrir Kína einnig felur í sér hags­muni lands­ins í Suð­ur­-Kína­hafi. Það gæti verið að þetta tákni breyt­ingar í stjórn­mála­sam­bandi Banda­ríkj­anna og Kína ef hug­takið er hluti af samn­inga­tækni rík­is­stjórn­ar Trump til að hugs­an­lega gefa eftir í Suð­ur­-Kína­hafi gegn því að Kína gefi eftir í öðrum mál­um, mögu­lega gagn­vart Norð­ur­-Kóreu.

Auglýsing

Kjarna­vopn og til­vist ein­ræðis

Sam­kvæmt ­suð­ur­kóreskum ­stjórn­völdum sýndu prufur Norð­ur­-Kóreu á eld­flauga­véla­bún­aði fyrir skömmu að landið hefði tekið „þýð­ing­ar­miklum fram­förum í þróun öfl­ugra eld­flauga. Norð­ur­-Kórea hefur fram­kvæmt fjöl­margar eld­flaugaprufur und­an­farið og til­kynnti leið­togi lands­ins, Kim Jong-un, í nýárs­ræðu sinni að landið væri á loka­stigi í þróun svo­kallað ICBM-eld­flaug (Inter-Continental Ball­istic Missile) sem gætu hæft skot­mörk í Banda­ríkj­un­um. 

Asíu­ferð Tiller­son sam­an­stóð einnig af heim­sóknum til Jap­ans og Suð­ur­-Kóreu þar sem hann lagði drög að nýrri stefnu gagn­vart Norð­ur­-Kóreu þar sem hann tjáði að það væru „engin úrræði sem væru ekki á borð­inu og að stefna Obama sem ein­kennd­ist af „her­kænsku­legri þol­in­mæði“ hafði runnið sitt skeið. Með öðrum orðum gaf Tiller­son í skyn að hern­að­ar­leg úrræði væru ekki úti­lok­uð. Banda­ríkin hefur nú þegar haf­ist handa með bygg­ingu nýs eld­flauga­varn­ar­kerfis í Suð­ur­-Kóreu. Stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu hafa til­kynnt að þau séu ekki hrædd við mögu­lega inn­rás Banda­ríkj­anna en ljóst er að hern­að­ar­leg lausn á póli­tísku vanda­máli myndi vera gíf­ur­lega kostn­að­ar­söm fyrir alla aðila

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, leggur mikla áherslu á að þróa langdrægar eldflaugar.

Stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu eru vön því vernda hags­muni sína með kerf­is­bund­inni notkun á ógn­unum í tengslum sínum við Banda­ríkin og Suð­ur­-Kóreu en hin arf­genga ein­ræð­is­stjórn sem er við lífi í Norð­ur­-Kóreu er til komin vegna Kóreu-­stríðs­ins þar sem um tvær og hálf milljón manns misstu lífið í stríði þar sem Banda­ríkin og Kína, og að hluta til Sov­ét­rík­in, studdu við bakið á sitt hvorri fylk­ing­unni eftir að Jap­anir drógu sig til baka frá Kóreu-skaga í kjöl­far seinni heims­styrj­aldar og end­aði í klofn­ingu sem er enn við lífi í dag. Þróun kjarna­vopna er kjarn­inn í örygg­is­stefn­u norð­ur­kóreskra ­stjórn­valda sem bæði not­færa sér, og mögu­lega sækj­ast eft­ir, utan­að­kom­andi ógnir frá Banda­ríkj­unum sem rétt­læt­ingu fyrir til­vist sína. Það sem er hins vegar nýtt í þess­ari dýnamík er hugs­an­leg þróun Norð­ur­-Kóreu á eld­flauga­tækni sem gæti gert þeim kleift að byggja kjarna­vopn sem geta hæft Banda­rík­in. Þó sækj­ast stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu ekki endi­lega eftir stríði, enda átta þau sig á lík­urnar á ósigri eru miklar, en þróun slíkra vopna er mik­il­vægt skref í að tryggja stöðu hins ríkj­andi ein­ræð­is.

Áhættu­stjórnun kín­verskra stjórn­valda

Tengsl Kína við Norð­ur­-Kóreu í valda­tíð Xi Jin­p­ing hafa verið til­tölu­lega ­stirð og til­kynntu kín­versk stjórn­völd í lok febr­úar að þau myndu hætta inn­flutn­ingi á kolum frá Norð­ur­-Kóreu í kjöl­far eld­flaugaprufu og til­ræði gegn Kim Jong Nam, bróðir Kim Jong-Unundir und­ar­legum kring­um­stæðum á flug­velli í Malasíu. Kína hefur lengi verið eins konar mis­vilj­ugur bak­hjarl Norð­ur­-Kóreu en tengsl land­anna tveggja eru náin og flók­in, sér­stak­lega í ljósi hlut­verks Kína í Kóreu­stríð­inu. Hluti af þessum stuðn­ingi stafar af því að kín­versk stjórn­völd hafa lít­inn áhuga á að sjá sam­ein­aða Kóreu undir sterkum áhrifum Banda­ríkj­anna enda myndi það hugs­an­lega þýða að banda­rískar her­stöðvar yrðu stað­sett­ar ­með fram landa­mærum Kína.

Mögu­lega líta kín­versk stjórn­völd á við­brögð banda­rískra stjórn­valda sem stærri ógn en hót­anir Norð­ur­-Kóreu enda er ekki ólík­legt að hern­að­ar­að­gerðir Banda­ríkj­anna gætu leitt til stríðs sem Kína yrði sogað inn í með einum eða öðrum hætti. Stefna Kína hefur lengi verið að hvetja Banda­ríkin til að setj­ast við samn­inga­borðið en erfitt er að segja hvort sú stefna eigi jafn­vel við í ljósi fram­fara Norð­ur­-Kóreu í þróun kjarna­vopna og til­koma ófyr­ir­sjá­an­legrar rík­is­stjórnar Don­ald Trump í Banda­ríkj­un­um. Þá er sá skortur á trausti á milli Kína og Banda­ríkj­anna hvað varðar örygg­is­mál stærsta hindr­unin fyrir stjórn­völd land­anna tveggja að geta mótað sér nokkurn veg­inn sam­stíga stefnu gagn­vart Norð­ur­-Kóreu. 

Óvissan á Kóreu­skaga hefur ríkt í tæp­lega sjö­tíu ár en það er ekki ólík­legt að afdrifa­ríkar þró­anir munu eiga sér stað í valda­tíð Don­ald Trump og ljóst er að það mun reyna mikið á utan­rík­is­teymi hans á næstu árum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None