Naumur og umdeildur sigur Erdogan

Stjórnarskrárbreytingar sem afnema embætti forsætisráðherra og færa aukin völd í hendur forseta Tyrklands voru samþykktar með naumum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stærstu borgirnar kusu gegn breytingunum og ÖSE hefur gagnrýnt framkvæmd kosninganna.

Recep Tayyip Erdoğan sér kannski ekkert athugavert við framkvæmd kosninganna sem færðu honum nokkurs konar alræðisvald. En ÖSE hefur gagnrýnt þær og mikil mótmæli hafa verið í stærstu borgun Tyrklands, þar sem meirihluti kaus gegn breytingunum.
Recep Tayyip Erdoğan sér kannski ekkert athugavert við framkvæmd kosninganna sem færðu honum nokkurs konar alræðisvald. En ÖSE hefur gagnrýnt þær og mikil mótmæli hafa verið í stærstu borgun Tyrklands, þar sem meirihluti kaus gegn breytingunum.
Auglýsing

Recep Tayyip Erdoğan hefur um ára­bil lagt grunn­inn að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­unum sem sam­þykktar voru í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í síð­ustu viku. Stjórn­skipan lands­ins hefur verið breytt með afger­andi hætti; emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra hefur verið afnumið og hefur fram­kvæmda­vald færst að fullu til emb­ætti for­seta sem mun einnig hafa fullt vald yfir gerð fjár­mála­á­ætl­ana, og hafa völd for­seta yfir dóms­vald­inu auk­ist til muna og stjórnar hann nú skipan dóm­ara. For­seta lands­ins er ekki lengur skylt að rjúfa tengsl sín við stjórn­mála­flokka og munu þing­menn ekki lengur geta beint spurn­ingum til for­set­ans. Þá hafa reglur varð­andi van­traust­s­til­laga til for­set­ans verið hertar og þurfa núna 60% þing­manna að sam­þykkja hana en loka­á­kvörðun verður í höndum stjórn­ar­skrár­réttar sem er að mestu leyti skip­aður af dóm­urum útnefndum af for­set­anum sjálf­um. Það má segja að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­arnar geri Erdogan að ein­ræð­is­herra og mun hann tækni­lega séð geta gegnt emb­ætti for­seta fram til árs­ins 2034.

Á tæp­asta vaði

Stjórn­ar­skrár­breyt­ing­arnar voru sam­þykktar með 51,3% atkvæða og var kjör­sókn 

yfir 80%. Kjós­endur í þremur stærstu borgum lands­insIst­an­búlAnkara og Izmir, flestum hafn­ar­borgum lands­ins, ásamt stórum ­meiri­hluta Kúr­da, kusu gegn breyt­ing­unum og gefa nið­ur­stöður atkvæða­greiðsl­unnar í skyn að þjóðin er mjög tví­skipt gagn­vart Erdogan. Sá naumi sigur sem Erdogan bar úr býtum sýnir tak­mark­aðan hljóm­grunn fyrir afdrifa­rík­ustu breyt­ingar á stjórn­skipan í land­inu í ára­tugi.

Auglýsing

Póli­tískar kring­um­stæður atkvæða­greiðsl­unnar höll­uðu mjög á stjórn­ar­and­stöð­una og var fram­kvæmd kosn­inga­bar­átt­unnar og atkvæða­greiðsl­unnar ekki í takt við það sem búast má við í lýð­ræð­is­ríkj­um. Í fyrsta lagi ríkir enn neyð­ar­á­stand í Tyrk­landi eftir mis­heppn­aða valda­ránstil­raun síð­asta sum­ar. Eftir að neyð­ar­á­stand­inu var komið á hef­ur Erdogan staðið í ströngu við að fjar­lægja þús­undir stjórn­ar­and­stæð­inga, blaða­manna og fræði­manna úr emb­ætt­um. 179 fjöl­miðlum hefur verið lokað á síð­ustu mán­uðum og var kosn­inga­bar­áttan ein­kennd af nán­ast algjörum tak­mörk­unum á fjöl­miðlaum­fjöll­un and­stæð­inga breyt­ing­anna. Sam­kvæmt ÖSE gerði neyð­ar­á­standið að verkum að atkvæða­greiðslan fór fram við aðstæður þar sem póli­tísk grund­vall­ar­rétt­indi voru skert og fjöl­miðla­frelsi ­lít­ið ­sem ekk­ert.

Fjölmenn mótmæli hafa verið í stærstu borgum Tyrklands í kjölfar kosninganna. MYND: EPAStærsti stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn, Cum­huri­yet Halk Partisi (CHP), bað strax í kjöl­far at­kvæða­greiðsl­unnar um að nið­ur­stöður þeirra yrðu dæmdar ógildar en kosn­inga­ráð lands­ins hefur til­kynnt að svo verði ekkiCHP hefur þó eitt­hvað til síns máls; kosn­inga­ráðið ákvað á síð­ustu stundu að leyfa taln­ingu ómerktra kjör­seðla og hefur einn kosn­inga­eft­ir­lits­maður Evr­ópu­ráðs­ins tjáð að allt að tvær og hálf millj­ónir atkvæða gætu hafa verið fölsuð sem er næstum tvö­falt fleiri atkvæði en mun­ur­inn var í atkvæða­greiðsl­unni.

Við­brögð „George“ og „Hans“

Í kjöl­far gagn­rýni erlendra kosn­inga­eft­ir­lits­manna sagði Erdogan að tyrk­neskum stjórn­völdum „væri sama um skoð­anir 'George' og 'Hans' því þjóðin hefði tekið skýra ákvörð­un. Dræmar und­ir­tektir alþjóða­sam­fé­lags­ins við atkvæða­greiðsl­una lýstu sér í að ein­ungis örfá lönd á borð við Katar, Gíneu, Azer­bai­jan og Bar­ein hefðu haft sam­band við Erdogan til að óska honum til ham­ingju með sig­ur­inn. Þessi gæða­stimp­ill batn­aði vart af því þegar kom í ljós að for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trumphafði hringt til Erdogan til að óska honum til ham­ingju þrátt fyrir að utan­rík­is­ráðu­neyti lands­ins hafði veitt held­ur dræm­ari við­brögð. Þá hefur for­seti Rúss­lands, Vla­dimir Putingert slíkt hið sama sam­kvæmt heim­ild­um Reuters.

Und­ir­tektir í Evr­ópu hafa verið með öðru sniði. Tals­mað­ur Jean-Claude Juncker, for­seta Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins (ES­B), sagði að stjórn­völd í Tyrk­landi ættu að ­rann­saka á­sak­an­ir um kosn­inga­svindl og Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hvatti Erdogan til að hefja við­ræður við stjórn­ar­and­stöðu og ESB til þess að ræða afleið­ingar nið­ur­stöðu atkvæða­greiðsl­unn­ar því þær sýndu að tyrk­neska þjóðin væri langt frá því að vera sam­mála um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­arn­ar. Erdogan hefur ekki reynt að kom­ast til móts við áhyggjur leið­toga Evr­ópu­ríkja og sagði í ræðu sinni eftir sig­ur­inn í atkvæða­greiðsl­unni að hann gæti teflt fram annarri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um inn­leið­ingu dauða­refs­ingar í land­inu en ef ræt­ist úr því yrðu líkur Tyrk­lands á aðild að ESB orðnar að engu.

Sigur og ósigur

Erdogan er vafa­laust með pálmann í hönd­unum eftir atkvæða­greiðsl­una sem markar kafla­skipti í tyrk­neskum stjórn­mál­um. Aukin völd Erdogan munu gera honum kleift að styrkja enn frekar áhrif sín á tyrk­neskt sam­fé­lag og stjórna land­inu eftir eig­inn geð­þótta. Hins leiða nið­ur­stöður atkvæða­greiðsl­unnar að sama skapi í ljós eins konar ósig­ur. Úr því að næstum því helm­ingur þjóð­ar­innar kaus gegn breyt­ing­unum þrátt fyrir erf­iðar aðstæður stjórn­ar­and­stæð­unnar má segja að erfitt sé að túlka atkvæða­greiðsl­una sem stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við stjórn­ar­flokk ErdoganAda­let ve Kalkınma Partisi (AKP). And­staða við breyt­ing­arnar í stærstu borgum lands­ins, og í mörgum kjör­dæmum þar sem AKP hefur haft mikið fylgi, sýndi að stuðn­ingur við Erdogan var minni en hann hefði von­ast eft­ir. Aukin völd for­seta­emb­ætt­is­ins munu hins vegar gera honum kleift að stjórna land­inu með sterkri hendi sama hvort hljóm­grunnur sé fyrir stefnum hans meðal Tyrkja. Atkvæða­greiðslan hef­ur borið með sér kostnað sem og ávinn­ing fyr­ir Erdogan og mun hann þurfa að takast á við aukna spennu inn­an­lands og aukna jað­ar­setn­ingu utan­lands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None