Í þátíð… Flóttinn mikli – Hinir sönnu atburðir

Djörf og þaulskipulögð flóttatilraun úr þýskum fangabúðum í seinni heimsstyrjöldinni gat af sér göng sem voru verkfræðilegt þrekvirki. 76 fangar sluppu út úr búðunum en mættu flestir grimmilegum örlögum.

tge
Auglýsing

Til­raunir til flótta úr hinum og þessum prís­undum eru afar vin­sælt stef í bók­um, sjón­varps­þáttum og kvik­mynd­um, enda er enda­laust hægt að spinna góðar sögur í kringum bar­áttu lít­il­magn­ans gegn ofríki „vondu kall­anna“. Þarna má t.d. nefna þætt­ina um Hetjur Hog­ans og þeirra rimmur við Klink ofursta, snilld­ar­mynd­ina Rais­ing Arizona og (hina nett ofmetnu en samt fínu) The Shaws­hank Redemption.

Ein af þeim eft­ir­minni­leg­ustu er The Great Escape frá árinu 1963 þar sem eðaltöffar­inn Steve McQueen fór fyrir hópi stór­leik­ara. Myndin er laus­lega byggð á sönnum atburðum þar sem mörg hund­ruð stríðs­fanga í búð­unum Stalag Luft III skipu­lögðu flótta um jarð­göng árið 1944.

Stalag Luft III voru stað­settar í Sílesíu, innan landamæra Pól­lands í dag, og hýstu um 10.000 fanga. Vistin þar var ekk­ert í lík­ingu við það sem les­endur þekkja af sögum úr útrým­ing­ar­búð­un­um, en þrátt fyrir það var lítið varið í vist­ina þar, og mat­ar­skammt­arnir voru sér­stak­lega skornir við nögl.

Auglýsing

Á stríðs­ár­unum voru flótta­til­raunir stríðs­fanga mjög algengar og Stalag Luft III var einmitt val­inn staður með afar gljúpum sand­ríkum jarð­vegi sem átti að gera gangna­gröft erf­ið­an. Auk þess voru svefn­skálar fang­anna um það bil 60 sm frá jörðu og hljóð­nemar voru grafnir í jörðu til að greina mögu­leg hljóð frá gangna­greftri. Loks voru Þjóð­verjar með sér­staka hópa manna sem fóru á milli búða til að fletta ofan af til­raunum til að skipu­leggja flótta.

Þrátt fyrir allar þessar ráð­staf­anir var hópur fanga í Stalag Luft III stað­ráð­inn í að brjót­ast út í frels­ið.

Roger Bushell var helsti hvatamaðurinn að gerð gangnanna.Þegar Roger Bus­hell, suð­ur­-a­frískur for­ingi í RAF, breska flug­hern­um, var fluttur í búð­irnar komst ráð­bruggið á fullt. Bus­hell, sem hafði áður flúið tvisvar úr haldi nas­ista, en náðst aft­ur, barði kjark í félaga sína á und­ir­bún­ings­fundi vorið 1943 þar sem hann sagði meðal ann­ars:

„Með réttu ættum við allir að vera dauð­ir! Eina ástæðan fyrir því að Guð gaf okkur þessa fram­leng­ingu líf­daga er svo við getum skap­raunað Þýskur­un­um!“

Hann boð­aði gerð þriggja gangna, sem gengu undir heit­unum Tom, Dick og Harry. Hug­myndin var að ef ein göngin myndu finn­ast þá væri hægt að ein­beita sér að þeim sem eftir væru. Hann safn­aði saman kunn­áttu­mönnum á ýmsum svið­um, meðal ann­ars gangna­gerð­ar­mönn­um, föls­ur­um, skrödd­urum og fleir­um.

Áætlun Bus­hells var gríð­ar­lega metn­að­ar­full þar sem um 600 fangar tóku þátt í und­ir­bún­ingnum og yfir 200 fangar áttu að sleppa, með skil­ríki, dul­bún­inga og fleira til að auð­velda þeim flótt­ann eftir að út var kom­ið. Þeir voru meira að segja komnir með tíma­töflu fyrir lest­ar­stöð í nágrenn­inu. Margt af bún­aði og hlutum fengu þeir í gegnum fanga­verð­ina sem voru margir ginn­keyptir fyrir mútum eða jafn­vel kúg­un­um.

Á níu metra dýpi

Göngin voru ýmist undir kamínu í skál­unum eða undir nið­ur­falli. Fang­arnir grófu sig fyrst um níu metra niður áður en stefnan var tekin út fyrir girð­ingu. Eins og áður sagði var jarð­veg­ur­inn mjög gljúpur þannig að graf­ar­arnir þurftu að styrkja göng­in. Það gerðu þeir með spýtum sem teknar voru úr rúmum fang­anna. Þær voru 60 sm á lengd og voru göngin því ekki breið­ari en það. 



Eftir því sem göngin lengd­ust jókst þörf á frek­ari ráð­stöf­un­um.



Hér sést niður í göngin. Sérstaka athygli vekur loftræstirörið sem gert var úr niðursuðudósum.Fang­arnir höfðu not­ast við nið­ur­suðu­dósir til að smíða sér allra­handa verk­færi, en síðar voru þær not­aðar til að gera loft­ræstilagn­ir. Þeir útbjuggu einnig sér­staka loft­dælu sem var knúin handafli, svipað og róðr­ar­vél.



Að sjálf­sögðu var ákveð­inn haus­verkur að losna við jarð­veg­inn sem féll til við gröft­inn, en lausnin þeirra er nú orðin klisju­leg. Fang­arnir fóru sumsé með sand­inn út í sekkjum sem þeir földu í buxna­skálmum og þykkum frökkum og létu renna út svo lítið bar á. Magnið af jarð­vegi var þó gríð­ar­legt, jafn­vel rúmir 80 rúmmetr­ar, sem jafn­gildir 8.000 lítrum, og því merki­legt hvað gekk lengi að losa sig við hann.



Verð­irnir voru ekki alfarið glær­ir, heldur grun­aði þá lengi að eitt­hvað væri á seyði, en þeim tókst aldrei að standa neinn almenni­lega að verki til að finna göngin sjálf… það er þangað til að þeir fundu „Tom“. Stuttu síðar féll „Dick“ um sjálfan sig þegar fanga­búð­irnar voru víkk­aðar út yfir stað­inn þar sem þau göng áttu að koma upp. Þannig var „Harry“ einn eft­ir.

Loftdælan var hugvitsamlega smíðuð.



4.000 rúm­spýtur teknar til hand­ar­gagns

Þau göng lágu frá skála 104 og voru rúm­lega 100 metra löng. Á leið­inni var, eins og áður sagði loft­ræst­ing og þrjú svæði þar sem grafnar höfðu verið út eins konar hvelf­ingar til að athafna sig á leið­inni. Gríð­ar­lega mikið efni þurfti til gangna­gerð­ar­innar og voru fang­anir ein­stak­lega úrræða­góðir að bjarga sér í því til­liti. Þar voru mik­il­vægastar hinar fyrr­nefndu rúm­spýt­ur, en talið er að alls hafi um 4.000 spýtur verið not­aðar í verk­ið. Í hverju rúmi voru 20 spýt­ur, en um átta voru jafnan skildar eft­ir.



Auk þess tóku þeir sér til handa­gagns: 1.699 rúm­teppi, 161 kodda­ver, 34 stól­ar, 52 lang­borð, 478 skeið­ar, 582 gaffl­ar, 3.424 hand­klæði og 246 vatns­flöskur svo fátt eitt sé nefnt af lista sem yfir­stjórn búð­anna lét taka saman eftir að upp komst um flótt­ann.

Örlaga­dag­ur­inn rennur upp

Þegar komið var fram í mars árið 1944 voru göngin nær til­búin og því fátt að van­bún­aði. 220 manns voru dregnir út hópi mann­anna sem stóðu að gangna­gerð­inni og áttu þeir að fara út á aðfar­arnótt hins 25. sama mán­að­ar.



Babb kom hins vegar í bát­inn þar sem þegar sá sem rak haus­inn fyrst upp úr ganga­end­anum langsótta. Enn vant­aði um þrjá metra upp á að þeir væru komnir í skjól skóg­ar­ins handan girð­ingar og þeir voru innan við 10 metra frá næsta varð­turni (sem vissi sem betur fer frekar inn í búð­irnar en út á við). Auk þess var snjór á jörð­inni þannig að flótta­menn­irnir áttu eftir að skilja eftir sig slóð fótspora.



Til að auka enn á vand­ræðin var raf­magnið tekið af öllum búð­unum vegna loft­árása banda­manna þannig að niða­myrkur var í göng­un­um.



Allt þetta hægði veru­lega á straumnum um göngin þannig að það var fljót­lega ljóst að 220 menn myndu aldrei kom­ast út.



Svo gerð­ist það, rétt fyrir kl 5 um nótt­ina, að vörður varð var við það þegar einn flótta­mann­anna skaut höfð­inu upp úr hol­unni og allt fór í gang. Þeir ell­efu sem voru eftir í göng­unum sneru við og ruku aftur upp í skála. Þar var ljóst að upp hafði kom­ist um ráða­bruggið og fanga­verð­irnir voru komnir áður en langt um leið.

Hitler tryllt­ist

Ekki gekk þeim sem sluppu út sem best að kom­ast leiðar sinn­ar, en sökum taf­anna og mis­kiln­ings við að rata á braut­ar­stöð­ina misstu margir af lest­inni sem þeir höfðu fyr­ir­hugað að taka og tóku þess vegna bara næstu lestar burt.



Þegar fregn­irnar bár­ust upp um valda­stiga þýska hers­ins voru við­brögðin snögg.  Mikið lið var sent út af örk­inni til að hand­sama flótta­menn­ina, enda var Adolf Hitler frá­vita af bræði. For­ing­inn krafð­ist þess að allir þeir sem næðust, yrðu teknir af lífi umsvifa­laust.



Það gekk vit­an­lega gegn samn­ingum um með­ferð stríðs­fanga og nokkrir und­ir­manna Hitlers náðu að róa hann nið­ur, en þó var lend­ingin sú að Gestapo skildi sjá til þess að 50 sér­valdir menn úr hópi flótta­mann­anna skyldu vera skotn­ir.



Það fór því þannig að eftir því sem menn­irnir náðust, einn af öðrum, voru þeir látnir í hendur Gesta­po. Þeir voru svo tekn­ir, einn og einn eða í stærri hóp­um, í bíl­ferð út í sveit. Þeim var svo boðið að pissa úti í vega­kanti þar sem þeir voru teknir af lífi með byssu­skoti.



Jafnan var skýrsla lög­reglu­mann­anna sam­hljóða; menn­irnir höfðu hlaupið af stað í pissu­stopp­inu og verið skotnir á flótt­an­um.



Roger Bus­hell var einn af þeim sem mættu örlögum sínum með þessum hætti, en alls náð­ust 73 af 76 flótta­mönn­un­um. Sautján voru fluttir aftur til Stalag Luft III, fjórir í Sach­sen­hausen útrým­inga­búð­irnar (þaðan sem þeir sluppu í gegnum göng en náð­ust aft­ur) og tveir í búð­irnar Oflag IV-C Colditz.  



Þrír sluppu, en það voru tveir Norð­menn sem sluppu til Sví­þjóðar og einn Hol­lend­ingur sem komst til Spánar þar sem hann leit­aði skjóls í breskri ræð­is­manna­skrif­stofu.

Eft­ir­málar

Banda­menn voru vit­an­lega reiðir yfir með­ferð­inni á föng­un­um, enda brutu morðin gegn alþjóða­sátt­málum um með­ferð stríðs­fanga, sem Þýska­land hafði skrifað und­ir.



Bretar hófu, í stríðslok, sína eigin rann­sókn á því sem gerð­ist en það end­aði með því að fjöl­margir Gesta­po-liðar voru dæmdir fyrir morð og teknir af lífi.

Í dag eru aðeins tveir eft­ir­lif­andi úr hópi þeirra sem unnu að göng­un­um, Kanada­mað­ur­inn Gor­don King. Hann vann á loft­dæl­unni, en komst aldrei niður í göngin um nótt­ina örlaga­ríku. Hér má sjá við­tal við King þar sem hann segir frá und­ir­bún­ingn­um.



Dick Churchill komst hins vegar út, en náð­ist fljót­lega. Talið er lík­legt að honum hafi verið þyrmt vegna þess að hann hafði sama eft­ir­nafn og Win­ston Churchill for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands. Hann er 97 ára gam­all.

Í dag er staðurinn þar sem gögnin komu upp utan girðingar merktur. Hér má  sjá hversu gangnasmiðum skeikaði. Opið er rétt milli girðingar og skjólsins inni í skógi.Þar sem Stalag Luft III stóð forðum er nú minn­is­varði um göngin og þá flótta­menn sem létu líf­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...